Morgunblaðið - 23.01.1977, Síða 31

Morgunblaðið - 23.01.1977, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR23. JANUAR 1977 31 Þorsteinn Sigurðsson og Haraldur Glslason kanna teikningar að nýjum mannvirkjum. Stefén Runótfsson. Sigurður Einarsson. Sigurður Þórðarson að færa konunni morgunkaffið éður en hann fer l vinnu. Björn Guðmundsson. synlegum framkvæmdum og athöfnum til þess að koma rekstrinum á traustari grundvöll hjá fyrirtækjunum, bæði hvað snerti endurnýjun og uppbygg- ingu véla og mannvirkja og bátaflot- ans. Þeir bentu á, að þeir, sem stjórna rekstri hinna stóru atvinnufyrirtækja I Eyjum, hefðu engan tíma til þess að vera að hlaupa milli manna I Reykjavík, þeir hefðu nóg að gera heima I Eyjum við það að halda fyrirtækjunum gang- andi „Engar bætur til uppbyggingar 14 húsa upp á 1 5 þús. fm." „Okkar mál standa einfaldlega þann- ig,“ sagði Sigurður Einarsson forstjóri Hraðfrystistöðvarinnar h.f. í Vest- mannaeyjum, „að frystihús okkar, jafn- stórt hinum frystihúsunum hér, fór algjörlega I rúst og undir hraun ásamt söltunar- og veiðarfærahúsum og öðrum mannvirkjum, alls 14 hús. Eftir Sundáhugi hefur stóreflzt með tilkomu nýju Sundhallarinnar og margt efnilegt sundfólk hefur komið fram. Yfir 70 þús. gestir hafa komið í sundhöllina síðan I sumar. stöndum við slyppir og snauðir vegna þessara húsa. þvl fáránlegar bætur Viðlagasjóðs dugðu aðeins fyrir áhvíl- andi skuldum í uppbyggingunni stöndum við þvf þannig, að við verðum að byrja algjörlega upp á nýtt án nokk- urrar aðstoðar eða fyrirgreiðslu f sam- bandi við tjónið af völdum eldgossins. Fiskimjölsverksmiðjan stóð uppi eftir eldgosið, en húsið hafði þó færzt til og skekkzt á grunninum Alla mótora og slfkt urðum við að flytja úr húsinu. en eftir að það var sett upp aftur, hefur það ekki borið sitt barr. Hraun fór í stærstu þróna hjá okkur og yfir hluta af nýbyggðu mjölgeymsluhúsi Þau hús sem við misstum algjörlega voru að flatarmáli um 1 5000 fermetrar og fyrir þau fengum við 200 millj kr. alls f bætur. fyrir hús. vélar og annað lausa- fé. fáránlegt Að byggja nýtt frystihús eitt sér af sömu stærðargráðu kostar f dag á bilinu 1000— 1 500 millj kr. og getur þá hver og einn séð hvað vantar f dæmið Maður vill helzt ekki vera að rifja þetta upp eins og afgreiðslan hefur verið á þvf Hjá okkur unnu að staðaldri 200—250 manns. Á sjálfu gosárinu var þetta þannig að við fórum aftur með vélarnar í Fiski- mjölsverksmiðjuna seinni hluta ársins og hófum vinnslu á vertíðinni '74. en það gekk illa að láta vélarnar ganga eðlilega eftir raskið. Við vorum með 3 nýja báta fyrir gos, tveir komu síðan í gosinu, en 4 af þessum 5 bátum voru gerðir út héðan 1 974 Sá fimmti kom í spilið hér 1975. Árið 1976 leigðum við húsnæði til þess að hefja saltfiskvinnslu á ný f marz og sfðan höfum við saltað það af okkar bátum. sem hæft hefur verið I salt. Það má geta þess til að sýna fram á hvernig allt er á einn veg l þessu gosuppgjöri að við fengum 15 millj. kr f tekjubætur fyrir Fiskimjölsverk- smiðjuna. Eins og önnur fiskvinnslu- Guðmundur Karlsson. hús á landinu fengum við ákveðna lánafyrirgreiðslu með þvl að lang- skuldalánum var breytt í föst lán, en beðið var með afgreiðslu á þessu máli varðandi okkur þar til búið var að reikna tekjubæturnar út og sú upphæð var sfðan dregin frá lánsupphæðinni Nú standa mál þannig hjá okkur að við byrjuðum að byggja 2000 fermetra saltfiskverkunarhús í haust og það tök- um við í notkun nú í vetur. Það kostar 55 millj. kr án vélabúnaðar og er byggt án nokkurrar fyrirgreiðslu vegna „í stöðinni er hún stúlkan sú. . .“ eldgossins og þvf af algjörum van- efnum Það háir okkur margt að vera að vinna að uppbyggingu og vinnslu hér f Eyjum, t.d varðandi byggðasjóð, sem heldur að við séum alltaf að fá eitthvað hjá Viðlagasjóði. Þannig er allt neikvætt og við njótum ekki einu sinni sannmælis á við önnur byggðarlög Viðlagasjóður er notaður sem grýla á atvinnufyrirtækin hér og almenningur Ifður fyrir þaðeinnig Við fengum á s.l ári úthlutað lóð við Friðarhöfnina alls 1 2000 fermetra lóð og þar höfum við byggt þetta 2000 fermetra saltfiskverkunarhús. Það er hægt að byggja töluvert á svæðinu en veltur algjörlega á þvf hvað mikið fjár- magn fæst til slfkra hluta Bæturnar fyrir frystihúsið dugðu aðeins fyrir áhvílandi skuldum. eins og ég gat um áðan og til þess að lagfæra nokkuð f sambandi við viðgerð á Fiskimjölsverk- smiðjunni Engar bætur fást til að byggja upp frystihúsið og önnur mann- virki aftur. 1 3 hús. stór og smá. og því sér maður nýtt frystihús aðeins f hill- ingum Næsta stórátak hjá okkur verður hins vegar væntanlega að gera Fiskimjölsverksmiðjuna nýtfzkulegri Það má Ifka geta þess í þessu sam- bandi. að Norðfirðingar fengu ýmsa kosti í sambandi við sitt tjón Við hér f Eyjum höfum enga slíka kosti fengið Varðandi okkur hefur það venð stefna yfirvalda að hafa bæturnar sem allra minnstar Það er óhagganleg og hrika- leg staðreynd að þeir sem töpuðu eignum sínum hér standa f flestum tilvikum algjörlega slyppir og snauðir frammi fyrir því að verða að byrja algjörlega upp á nýtt á eigin spýtur r, Duttum út úr spilinu". „Það er ákaflega erfitt að segja ná- kvæmlega til um tjónið sem ísfélagið varð fyrir vegna eldgossins. en það er mikið/ sagði Björn Guðmundsson stjórnarformaður ísfélags Vestmanna- eyja f samtali um stöðu ísfélagsins eftir gos „Öll uppbygging fór langt fram yfir áætlaðan kostnað. vaxtakostnaður jókst stórlega og tekjutapið er einnig mikið „Það var allt klárt fyrir vinnslu hjá okkur í fullkomnasta vinnusal frysti- húsa landsins. þegar gosið skall yfir Mikið fjármagn hafði farið í-þá fram- kvæmd Árið 1973 var einnig eitt hagstæðasta ár sem verið hefur um langt árabil hjá frystnðnaðmum Það liggur þvi fyrir miðað við eðlileg afköst að við höfum tapað verulega miklu fé Hins vegar getum við ekki gengið fram hjá þvl að vegna þess að við keyptum Kirkjusand og hófum rekstur þar 1 apríl 1 973. varð það þess valdandi að við komumst hjá tapi í þeim skilningi að margt fólk sem við bæði urðum og vildum hafa í vinnu, gátum við haft við arðbær framleiðslustörf Sú starfsemi skilaði þó langt frá því þeim arði sem við hefðum haft á heimaslóðum. bæði fyrirtækið og starfsfólk okkar En ávinningur var það samt í hinu stór- kostlega tjóni Hraunið rann mn í okkar aðalverk- smiðjuhús og viðgerð á þvl kostaði óskaplegt fé þar sem bætur voru ekki greiddar I neinu hlutfalli við uppbygg- ingarkostnað Við urðum þvi að setja okkur í miklar skuldir bæði vegna hrað- uppbyggingar og óraunverulegra bóta Hitt er þó rétt að taka fram að þær endurbætur sem við gerðum voru f sumum tilvikum til meiri hagsbóta fyrir framtlðina Þó vorum við t d með nýtt salthús sem stóð samkvæmt bruna- bótamati f 13 millj. kr Húsið gjöreyði- lagðist af völdum hrauns. en það kost- aði 20 millj kr að endurbyggja það Það mætti einnig tína svo margt til, t d að matstofa ísfélagsins var notuð mánuðum saman fyrir alla sem voru í Eyjum og þótti það sjálfsagt. en engin leiga var tekin fyrir afnotin Tjónið í heild er ómetanlegt, bæði hvað snertir fjármagn og mannahald Allt mannahald raskaðist. fólk var rifið upp með rótum og margir vita eigm- lega ekki hvað þeir eiga að gera En þrátt fyrir gffurlegt tekjutap og tjón höldum við áfram að byggja upp og húsin eru komin í sama horf og fyrir gos Það liggur emnig Ijóst fyrir að ísfélagið er það frystihús í Eyjum sem bezt fór út úr fjárhagslegu tjóni vegna eldgossins Ástæðuna hef ég nefnt Við framleiðum nú úr sama hráefnis- magni og fyrir gos og stefnum að því að auka okkar framleiðslu, uppbygg- ingu og vinnslugetu sem mest Við eigum hlutdeild í nýjum skuttogara sem er að koma til landsins. Klakk, en það liggur hins vegar Ijóst fyrir að skaðinn og rótið f gosinu settu okkur út úr spilinu v.ð að afla okkur þeirra báta og togara sem nauðsynlegt er Nú er það okkar aðlhöfuðverkur að fá nóg hráefni og á þeim vettvangi ætti því eðlileg afgreiðsla stjórnvalda að geta komið fram. í það minnsta ' „Þá sá maður að Eyjunum var borgið". Eldsnemma dags sóttum við Sigurð Þórðarson útvegsbónda og forstjóra heim. en hann rekur fiskvinnslustöðina Eyjaberg h.f. og gerir út jafnframt Siggi Þórðar var nýkominn á fætur þegar okkur bar að garði og hann var svo skrambi heimilislegur að vera að hella upp á könnuna og gera kláran morgunmat fyrir konu sfna og það var ekkert verið að drolla við hálfklárað verk, hann ætlaði að færa henni í rumið „Æ, yfirleitt lendir þetta nú á henni, blessaðri, en ég tek mig stundum til Jæja, ætlið þið að tala um gosið og Eyjabergið. strákar minir. það er nú ekki til að tala um f öllu dæminu hér enda er maður lítill við hliðma á þess- um gömlu. stóru fytir sunnan. þegar þeir renna augunum Sigurður byggði stöðina tók til starfa í henm 1 97 7 i jaWHpfi^: auðvitað hefur gengið á ýmsu eiris og verða vill í öllu er lýtur að sjávarútvegi. en það sem ávallt hefur emkennt Sig- urð er bjartsým og áræði „Bjartsýnn. jú. svartsýnin hjálpar engum, en það getur bjartsýnin gert En svo v.ð víkjum að þróuninni eftir gos. þá Ift ég svo á að það hefðu afskaplega fá pláss þolað slíkt áfall sem eldgosið var. Fólk hér var vel stöndugt gagnvart eðlilegum Iffsmáta hér fyrir gos. en margt raskaðist En svo sá maður undir goslokin að það myndi rofa til Unga fólkið sagði Nú förum við heim Og þá sá maður að Eyjunum var borgið Þetta var annars undarleg- ur tími. en eftirminnilegast frá öllum gostfmanum er það fyrir mig. er gúanóreykurinn byrjaði aftur að liðast upp í himinhvolfin i kapp við það sem yfir dundi Þegar menn hófu hér fram- leiðslustarf aftur og það á sama tíma og gosið var f fullum gangi er mér eftirminnilegast. enda var ofboðslega duglegt ög samtaka fólk hér á gostím- anum Nú hef ég áhyggjur af ástandinu Framhald á bls. 34 Nokkrir lúðrasveitarmenn á æfingu í sfðustu viku. kr. tjón eítir eldpið, og enga sérstaka fyrirgreiðsln

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.