Morgunblaðið - 23.01.1977, Side 37

Morgunblaðið - 23.01.1977, Side 37
— Hrauneyja- fossvirkjun Framhald af bls. 19 við Hrauneyjafoss hefjast þó ekki af fullum krafti fyrr en 1978. Kostnaður við 140 MW Hraun- eyjafossvirkjun er áætlaður 14 milljarðir króna án vaxta á bygg- ingartíma. Var það ódýrasta og hagkvæmasta virkjunarleiðin, sem Landsvirkjun átti völ á í framhaldi af Sigölduvirkjun, að því er Halldór Jónatansson sagði. 1 kostnaðaráætlun þessari er með- talin háspennulínán frá tengi- virkinu á brekkubrúninni vestan við inntakið í Hrauneyjafoss- virkjun og að spennistöð Lands- virkjunar við Geitháls í nágrenni Reykjavíkur. Nýtt línustædi Nýja háspennulínan að austan kemur til með að liggja utan jarð- skjálftasvæðisins svokallaða, sem línurnar frá Búrfelli fara um og eykur það á öryggið. Liggur hið fyrirhugaða líriustæði frá Hraun- eyjafossi í vesturátt með stefnu að Hvítá og þaðan norður undir Hlöðufell. Þaðan liggur línan sunnan Skjaldbreiðs og í Hval- fjörð. 1 vor verður hafist handa um að leggja 220 kV háspennustreng frá Geithálsi til Grundartanga. Þegar er buið að panta efni í turnana, en undirstöður verða boðnar út í febrúarmánuði. Mun það veita nokkrum tugum manna vinnu i sumar. Þegar sú lína verður kom- in í gagnið, verður hægt að flytja um hana 300 MW. Og um leið verður hægt að auka rafmagns- sölu inn á byggðalínuna norður í land í allt að 50 MW, en til saman- burðar má geta þess að Kröflu- virkjun er hönnuð fyrir um 60 MW miðað við tvær vélasamstæð- ur. Nú er hins vegar ekki hægt að senda norður nema 10 MW um byggðalínuna. Hagstætt veró á umframorku 1 sambandi við virkjanir Lands- virkjunar og aukið rafmagns- framboð, má geta þess, að við tilkomu Sigölduvirkjunar verður Landsvirkjun í aðstöðu til að láta af hendi afgangsorku til meiri háttar nota svo sem til fjarvarma- veitna og heykögglagerðar. í sam- ræmi við það tók Landsvirkjun hinn 1. þ.m. upp það nýmæli í gjaldskrá sinni að bjóða afgangs- orku á mjög hagstæðu verði í heildsölu. Kr verð þetta 50 aurar á kWst. Gæðin eru þó ekki sam- bærileg, því skilyrði til þess að fá umrædda afgangsorku, er að not- andinn sætti sig við að Langs- virkjun geti rofið rafmagnsaf- hendingu þegar álag er mikið eða við truflanir að etja. Því er áskil- ið, að kaupandinn setji upp vara- afl, til að halda uppi eðlilegum rekstri, þó rafmagnið sé af honum tekið. Verður þar að vera um að ræða aðila, sem að jafnaði notar svo mikið rafmagn að það borgi sig að hafa olíuvarastöð. Þessi teg- und af orkusölu er fyrirhuguð fyrir milligöngu almennigsraf- veitnanna, sem hafa nú skilmála og smásöluverð í athugun. Aflið þrýtur 1981 Hér hefur komið fram, að Hrauneyjafossvirkjun þarf að vera tilbúin til raforkufram- leiðslu árið 1981, skv. orkuspá. Hve raun tf er sú orkuspá? Því svara Landsvirkjunarmenn. Þeir segja, að árið 1981 verði aflið, sem Landsvirkjun hefur nú 'yfir að ráða, þrotið. Raunar fyrr. Þeir benda á þá staðreynd, sem ekki megi gleyma, að ætíð þurfi að vera fyrir hendi varaafl, sem tek- ur við ef bilun verður, svo neit- andinn líði ekki fyrir það, ef ein vél þarf að fara út til viðgerðar. Almennt segja þeir ekki talið verjandi að gera ekki ráð fyrir slíku varaafli i vatnsaflsstöðvum. Alltof dýrt sé að reiða sig i of rikum mæli á olíustöðvarnar. Tal- ið sé, að varaafl þurfi að vera um AUGLÝSINGASÍMINN ER: 22480 JRargunblabtb MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. JANÚAR 1977 37 15% af virkjuðu vatnsafli á hverjum tíma. Erlendis er vara- aflið víða miðað við stærsta þátt- inn, eina vél eða háspennulínu, sem geti farið út. Miðað við 15% regluna skortir Landsvirkjan 46 MW í afli 1981 og er því stefnt að því að fyrsta vélasamstæða Hrauneyjafossvirkjunar mæti þeim skorti á því ári. A árinu 1982 yrði aftur á móti bæði orðinn afl- og orkuskortur án tilkomu Hraun- eyjafossvirkjunar. Af framangreindum ástæðum er nauðsynlegt, að ein vélasam- stæða verði komin í rekstur í Hrauneyjafossvirkjun á árinu 1981, æskilegt að önnur bætist við 1983 og loks sú sfðasta 1987. Þetta miðast við aukna orkuþörf al- menningsmarkaðarins svo og um- samda orkusölu til járnblendi- verksmiðjunnar i Hvalfírði og umsamda 20 MW stækkun álverksmiðjunnar í Straumsvík. Þetta er orkuspá Landsvirkjunar, sem þeir Halldór og Jóhann Már segja að sé i samræmi við sam- eiginlega orkuspá fyrir allt land- ið. sem gerð er i sameiningu af Orkustofnun. Landsvirkjun. Raf- magnsveitu Reykjavíkur og Raf- magnsveitum ríkisins. Við breytt- ar aðstæður. t.d. ef nýr orkufrek- ur iðnaðar kamii til mætti flýta tveim seinni vélasamstæðunum miðað við framangreindar tíma- setningar. An slíkrar aukningar gerir orkuspáin ráð fyrir þvi að Hrauneyjafossvirkjun yrði full- nýtt um 1990. Orkuöflun er sýnilega tíma- frekt viðfangsefni og dýrt. bæði forrannsóknir og framkvæmdir við virkjanirnar sjálfar. Aðdrag- andi að virkjun Tungnaár við Hrauneyjafoss var langur og virkjunarframkvæmdirnar, sem nú eru að hefjast, munu væntan- lega taka 4—5 ár.— E.Pá. Hin öra eftirspurn eftir innréttingum okkar hefur gert okkur kleift að bjóða nú ódýrustu eldhúsinnréttingarnar á markaðnum. í Haga eldhúsum er hver hlutur á sínum stað í léttu samræmi lita og forma. Enda um 283 mismunandi einingar að velja og fjórar gerðir - fjórar blómalínur, sem bjóða upp á marga valkosti um verð, efni og sam- setningu. Þannig er afar auðvelt að uppfylla óskir kaupandans, hvort sem hann er að endurnýja gamla innrétt- ingu eða flytja inn í nýja íbúð. Spyrjið, hringið eða skrifið og / biðjið um litmyndabækling. Við / tökum mál, skipuleggjum og teiknum - ykkur að kostn- / aðarlausu og gerum tilboð /x& $ án skuldbindinga af ykkar hálfu. FAfl I Suðurlandsbraut 6, Reykjavík. Sími: (91) 84585. Verslunin Glerárgötu Akureyri. Sími: (96) 21507. 26, 46V' 44* > EL1)HISI\ ERU ÓDÍR4RI

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.