Alþýðublaðið - 10.10.1958, Qupperneq 3

Alþýðublaðið - 10.10.1958, Qupperneq 3
Föstudagur 10. október 1958 & 1 þ f # u b I a 8 1 8 3 Alþýímblaðið Útgefandi: Ritstjóri: Fréttastjóri: Auglýsingast j óri: Ritstjórnarsímar: Auglýsingasími: Afgreiðslusími: Aðsetur: Alþýðuflokkurinn. Helgj Sæmundsson. Sigvaldi Hjálmarsson Emjlía Samúelsdóttir. 14 901 og 14902. 1 4 9 0 6 1 4 9 0 0 Alþýðuhúsið Prentsmiðja Alþýðublaðsins Hverfisgötu 8—10. Mál málanna KOSNI'NGARNAR til Alþýðusambandsþings vekja mikla athygli um þessar mundir, og mörgum verður um það hugsað, hver muni framtíð þessara heildarsamtaka verkalýðsins á íslandi. Vill Alþýðublaðið í stuttu máli gera grein fyrir afstöðu jafnaðarmanna í því stórmáli alþýðusamtakanna og verkalýðshreyfingarinnar. Það er staðrevnd, að innan verkalýðsfélaganna starfar fólk með mjög mismunandi stjórnmálaskoðanir, og vitaskuld er að finna einlæg'a og dugandi verkalýðssinna í öllum ílokkum. Hins vegar má verkalýðshreyf.ngunni vera það raikið áhyggjuefni, hvað stjórnmálaátökin um Alþýðiisam- band íslands eru hörð og óvægin. Hagsmunum verkalýðs- hreyfingarinnar er tvímælalaust bezt borgið með því að hún verði sjálfstæðari og óháðari gagnvart stjórnmálaflokkun- nm en ver ð hefur undanfarin ár og að dregið sé úr flokks- pólitískum átökum innan verkalýðsfélaganna á hinum ýmsu stöðum og samtakanna í heild. Ai.þýðusamband íslands þarf að verða sterkara og áhrifameira út á við, en það getur því aðeins tekizt, að bræðravígin í verkalýðshreyfingunni hætti og samstarf komi í stað sundrungar. Jafnaðarmenn leggja- áherzlu á þá nauðsyn, að á kom- andi Alþýðusambandsþingi verði sambandinu valin í tjórn á breiðum grundvelli, skipuð mönnum, sem áhrif eða forustu liafi í stærstu og mikilvægustu verkalýðs- félögunum. Þetta mistókst á síð'asta Alþýðusambands- þingi með þeim afleiðingum, að stjórnmálabaráttan í verkalýðshreyfingunni liarðnaði og erfiðara reyndist að einbeita samtökunum að þeim fagurlegu verkefnum, sem eiga fyrst og fremst að vera í verkahring þeirra. Komm- únistar hagnýttu sér örl'árra atkvæða meirihluta á síð- asta Alþýðusambandsþingi til að einoka heildarsamtök verkalýðsins með flokkspólitíska misnotkun þeirra fyrir augum. Sjálfum var þeim j'firsjónin liós, og þess vegna var stofnað til nítján manna nefndarinnar, þar sem tryggja átti samstarf þeirra aðila, er tekizt höfðu á í stjórnarkosningunni á Alþýðusambandsþinginu. En kommúnistum kom auðvitað í koll framkoma þeirra, og sú hliftarráðstöfun. sem nítián manna nefndin átti aft vera, hrökk skammt. Alþýðusambandsstjórnin var ekki vanda sínum vaxin og ný borgarastyriöld komin til sög- unnar í verkalýðshreyfingunni. Þess vegna hefur Al- þýðusamband Islands verið miður sín síðustu tvö árinv Leiðrétting mistakanna á síðasta Alþýðusambandsþingi er svo tímabær og aðkalland , að úrslitum getur ráðið um framtíð Alþýðusambands ísiands. Jafnaðarmenn voru stað- raðnir að loknu síðasta Alþýðusambandsþingi að fylkja liði til baráttu. Tilgangur hennar er ekki aðeins sá að hnekkja völdum og áhrifum kommúnista, sem hafa misnotað AI- þýðusambandið op: bru^ðizt trausti verkalýðshreyfingarinn- ar. Aðalatrið ð, sem vakir fyrir jafnaðarmönnum, er að gera íslenzku verkalýðshreyfinguna sjálfstæða og áhrifaríka inn á við og út á við. Fólkið í verkalýðshreyfingunni bíður þessarar þróunar. Þess vegna hrynur fylgið af kommúnist- um í kosnrí\gunum til næsta bings Alþýðusambands íslands. Verkalýðshreyfingin er að kveða upp sinn dóm yfir at- burðunum á síðasta Alþýðusambandsþingi. Hún vill Al- þýðusambandið fyr.'r alþýðuna. Og kommúnistum þýðir ekki að reyna til þess að koma í veg fyrir, að sá sigur vinnist. Hann er mál málanna í íslenzku verkalýðshreyf- ingunni í dag. Alþýðublaðið biður alla verkalýðssinna að íhuga þessi viðhorf og láta þau ráða afstöðu sinni í kosningunum til Alþýðusambandsþings. Það er að láta málefni ráða. in Ingólfsslræli Opnar í dag, föstudaginn 10. okt. Skartgripir — Úr Klukkur ávaRt fyrirl ggjandi. Gjörið svo vel og lhið inn og revnið viðskiptin. Alþyðuhlaðið spyr viljmn s einingu nn ilaismálsins? ALÞYÐUBLAÐIÐ hefur, síð. an 1. september, hvaft eftir annað vcrið neytt til þess að gagnrýna Þjóðviljann f.vrir óvifteigandi og liættuleg skrif um landhelgismálið. Samt heldur kommúnistablaftið uppteknum hætti, og verftur ■ ekki betur séð, en að blaðinu sé meira kappsmál að nota landhelgismálið í pólitískum tilgangi en vinna að sigri fs- lendinga. Enn lítur út fyrir, að Þjóðviljinn sé staðróðinn í að spilla einingu þjóðarinnar. Alþýðublaði ítrekar, að sig- ur er ekki unninn í landhelg- ismálinu, og það er þjóftinni lífsnauðsyn aö halda einingu sinni. Ógrunduð æsingaskrif verfta aðeins skilin sem merki um brostna þolinmæði. Hvei’s konar illdeilur munu aðeins gleðja andstæðinga okkar. Það er skoðun Alþýðu- blaðsins og allra sannra ís- lcndinga, að landsmenn verði að lialda á þessu máli rökfast en virðulega. Ríkisstjórnin hefur verið og verður örugg- lega sammála um að grípa til allra þeirra aðgerða, sem geta á einhvern liátt stutt málstað íslands og fært okkur nær þeirri lausn málsins, sem ís- lendingar berjast fyrir. Jafn- sjálfsagt er að grípa ekki til neinna örþrifaráða, sem ekki geta þokað hinum íslenzka málstað áfram. Slíkt væri veikleikamcrki. Þegar A'lþýðublaðið hefur nefnt vinsamlegar þjóðir í samhandi við landhelgismál- ið, á það fyrst og fremst við þær, sem em Fylgjandi 12 mílna fiskveiðilögsögu, og má nefna Kanadamenn þar fyrst vegna tillögu þeirra í Genf. Þá er og rétt aö sýna fyllst-a þakklæti þeim þjóðum, sem virt hafa 12 mílna línuna og boðið skijjum sínum að halda sig utan hennar. Hvorttveggja þessi atriði, og mörg. fFeiri, eru mikilvægur stuðningur við málstað íslands. Utanríkisráðherra hefur flutt mál íslands á allsherjar- þingi hinna Sameinuðu þjóða. Þegar hann kemur heim um helgina, niun rikisstjórnin vafalaust liefja ítariegar um- ræður um g'ang málsins og taka ákvarðanii- aim næistu skréf. Ríkisstjórninni getur þjóðin treyst í þessu máli. Þjóðviljinn getur að vísu ekki talizt stuðningsblað rikis- stjórnarinnar, en bað væri á- nægjulegt, ef hann vildi vera það að minnsta kosti í land- helgismálinu. ( Bækur og hófuntiar ) Richard Beck: Jón Þorláks- | son, Icelandic translator j of Pope and Milton. Studia Islandica 16. — H. f. Leift- ur. Reykjavík 1957. í STUDIA Islandica (íslenzk fræði), ritsafni, sem prófessor Sigurður Nordal hóf útgáfu á, en hefur nú um hríft verið gef- ið út af heimspekideild Há- skóla tslands undir ritstiórn Steingríms J. Þorsteinssonar prófessors, hafa komið út marg ar merkilegar ritgerðir eftir færustu fræðimenn í íslenzk- um fræðum. Hefur þar verið varpað ljósi á mörg atriði ís- lenzkra fræða, sem áður voru dimmn hulin eða ranglega skýrð, og er því þangað mik- inn fróðleik að sækja um þau efni, sem þar er um fjallað af skarpleik og lærdómi. Bók sú, sem hér um ræðir, fjallar um ævi og afrek Jóns Þorlákssonar, skálds og prests að Bægisá, og er í aðalatriðum byggð á doktorsritgerð pró- fessor Richards Becks, og hef- ur sumt af efninu verið birt áð- ur á prenti, en sumt ekki. Er þarna nákvæm athugun á þýð- ingum sr. Jóns, einkum á Paradísarmissi eftir Milton og Tilraun um manninn eftir Pope. Er þar sýnt fram á, hve vel sr. Jón nær oftlega, ekki aðeins anda frumritsins, held- ur einnig orðfæri þess og stíl, og það þótt hann þýddi ekki beint eftir frumritinu, heldur eftir misgóðum dönskum og þýzknm þýðingum, og þótt hann notaði ekki bragarhætti frumkvæðanna, heldur forn- yrðislag. Jón Þorláksson var einnig meistari um íslenzkt málfar, og kennir áhrifa frá honum hjá öðrum eins snill- ingum og Sveinbirni Egilssyni og Jónasi Hallgrímssyni. Jóni hlotnaðist sú sæmd og ánægja, að bæði útlendir menn (t. d. Rask og Henderson) og ■ inn- lendir (t. d. Magnús Stephen- sen) kunnu að meta og viður- kenndu snilli hans sem skálds og þýðanda. Og þó að þýðing- arnar séu ekki gallalausar, munu þær um langan aldur verða óbrotgjarn minnisvarði um skáldgáfu sr. Jóns og halda nafni hans á lofti. Bókin er, eins og vænta mátti af prófessor Richard Beck, hin fróðlegasta um ævi og vinnubrögð Jóns Þorláks- sonar og gefur góða hugmynd um kosti og galla þýðinga hans. Er hún samboðin minningu þessa mæta manns og merki- lega skálds, sem gnæfir hátt á himni skáldskaparins og mátti með réttu kallast „Mil- ton íslenzkra,“ eins og Bjarni Thorarensen nefndi hann í innilegu ljóði. Jakob Jóh. Smári. ( Ufan úr heimi ) ichf skelfisf fléfla meimfa- anna frá Au.-Þýzkalandi um í geislalækningum; við stærsta spítala Austur-Berlín- ar eru aðeins 11 kvensjúk- dómalæknar eftir af 42. í vikunni sem leið hófu svo h'riir kommúnistísku lands- feður algjört undanhald, er þeir sáu, að ekki var lengur hægt að þola hinn geysilega brottflutning menntamann- anna. Þegar miðstjórn komm únistaflokksins hugsaði sig betur um, komst hún að þeirri n ðurstöðu, að „störf við lækn ingar og kennslu útheimti ekki viðhorf, er grundvallist á díalektiskri efnishyggju. Læknar og aðrir mennta- menn, er aði'ar skoðanir hafa, geta haldið áfram störfum sínum óh:ndrað“. Ulbricht sjálfur því sem næst grátbað menntamennina um að hætta að hlaupa burtu og lofaði því hátíðlega, að upp frá þessu manna fá inngöngu í æðri skyldu börn lækna- og vísinda skóla „jafnvel þó að þau hafi lægri einkunnir en börn af verkamannastéttum“. HINN almáttugi yfirmaður austur-þýzkra kommúnista, Walter Ulbricht, hefur und- anfarið haldið uppi látlausri herferð gegn menntamönnum landsins og opinberum starfs- mönnum. í háskólanum hafa njósnarar ver.ð sendir sem stúdentar inn í kennslustof- urnar og fyrirlestrasalinu til þess að ganga úr skugga um að kennarar fylgi flokkslín- unni. Læknar og tannlæknar hafa verið hvattir til að gerast ,,læknisfræðilegir starfendur (aktív:star)“ og verið bent á, að allri einkastarfsemi þeirra verði komið fyrir kattarnef, svo að þeir geti helgað allt starf sitt því að þjóna ,,lækn- ingastofnunum fólksins“. N ð urstaðan a f þessari herferð hefur orðið sú, að á hálfu öðru ári hafa 813 læknar, 2393 kennarar og um 200 prófess- orar — þar á meðal rektor há- skólans í Jena — flúið vestur fyrir tjald. Við stærstu rönt- genstofnun í Leipzig eru að- eins eftir 7 af 27 sérfræðlng-

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.