Alþýðublaðið - 10.10.1958, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 10.10.1958, Blaðsíða 7
Föstudagur 10- október 1958 AlþýSubilaSil) 7 Sextugur í dag AFMÆLISBARNIÐ í dag, Guð mundur Gíslason Hagalín, kvaddi sér hljóðs á íslenzku skáldaþingi í morgunsári nýrr- ar aldar. Meginsporið hafði verið stigið í sjálfstæðisbar- áttu íslendinga, og lokatak- mark hennar var á næsta leiti. 'Verkaljrðshreyfingin reis á legg, og nýjar stefnur komu til sögunnar. Iðnbyltingin hafði baldið innreið sína í landið, og á skömmum tíma varð ger- foreyti-ng á kjörum og háttum þjóðarinnar. Fólkinu við sjáv- arsíðuna fjölgaði með án liverju. Verzlun og viðskipti urðu íslenzkir atvinnuvegir. Andle’gt líf þjóðarinnar kast- aði ellibelgnum. Ungir menn lögðn stund. á ný og áður ó- þekkt fræði hér heima og er- lendis. Viðhorfin á sviði skáld- skapar og lista urðu allt önn- ur en verið höfðu um ár og ald- ir. Einangrun fortíðarinnar var rofin, nýir straumar léku um landið, og nýjar skoðanir mót- uðu hugi fólksins. Spásagnir Hannesar Hafsteins í aldamóta Ijóðunnm tóku óðum að ræt- ast. Hagab'n. gaf út fyrstu bók sína, „Blindsker“, austur á Seyðisfirði 1921 23 ára gamall <og var þá enn í mótun. En hann var táknrænn fulltrúi nýja tímans á íslandi. Víst mundi Jiann vel ætt sína og uppruna á Vestfjörðum, kunni störfin þar til sjós og lands og hafði numið lifandi mál fólksins af vörum karla sinna og kerlinga. Eigi að síðnr horfði hann út í heim. Skólanám í Reykjavík, óvenjulegur þroski og íslenzk lífsreynsla hafði breytt þessT um vestfirzka æskumanni í veraldarmann og heimsborg- ara. Fyrsta bókin bar því vitni, að hann vildi skipa sér í nýja sveit og fylgjast með þróun samtíðar og framtíðar. Hálf- þrítugur sendi svo Hagalín ,,Strandbúa“ á lesmarkaðinn. Sögur þeirrar bókar urðu hon- um mikill sigur. Þar velur hiann sér efni úr lífi og starfi fólksins í átthögnnum fyrir vestan og fer að því levti að dæmi Jóns Thoroddsens og Jóns Trausta, þó að viðfangs7 efnin séu oft og eðlilega harlá ólík. En gerðin er ný, stíllinn markvís og kunnáttusamlegur og efniviðurínn unninn í smiðju, þar sem hátt var til lofts og vítt til veggja og úrval af verkfærum. Hér var kom- inn fram á sjónarsviðið nýr rit- höfundur, er numið bafði af reynslu og hefð annarra þjóða tæknitök þeirrar listgreinar, sem hann vildi helga starfs- krafta sína og hæfileika. En jafníramt mundi Hagalín mæta vel allt það, sem íslenzkt var. Hann brenndi. ekki brýrnar að foaki sér heldur sameinaði gamla og nýja tímann. Fyrsta einkenni Hagalíns var það, hvað hann gerðist snemmsprottinn í þroskanum. Hálffertugur að aldri er hann orðinn einn af viðurkenndustu og víðlesnustu rithöfundum þjóðarinnar, meistari nýrrar sagnagerðar, fjölhæfur, stór- íækur og mikilvirkur. En hon- urn er ekki nóg að skrifa stutt- ar og langar skáldsögur af ein- stöku kappi. Hann ritar nýjar íslendingasögur, sem eru ald- arspegill þjóðarinnar á mótum sérkennilegrar fortíðar og um- svifamikillar nútíðar. Bækur hans um Sæmund Sæmunds- Guðmundur Gíslason Hagalín. son og Eldeyjar-Hjalta urðu til þess, að íslenzkir rithöfund- ar uppgötvuðu frásagnarefni þjóðlífsins umhverfis þá, en enginn hefur reynzt Hagalín snjallari í þeirri íþrótt. Ævi- saga hans er af sömu rótum runnin. Þar speglast ísland gamla og nýja tímans, atvinnu- þróunin, menningarsagan og aldarfarið. Þær bókmenntir sverja sig í ætt við fornsög- urnar, sem björguðu íslenzkri tungu og íslenzku þjóðerni. Guðmundur Gíslason Haga- lín er tvímælalaust sá íslenzk- ur rithöfundur, sem skrifað hefur flestar góðar smásögur. Þar nýtur fjölbreytni hans sín í ríkustum mæli, og listrænn árangur þeirra er ótvíræður. Þetta er stór og skemmtilegur heimur rneð sérkennilegum körlum og ógleymanlegum kerlingum, og alltaf hefur Hagalín boðskap að flytja. Hann minnir á og varar við, vísar til vegar og tekur af- j stöðu. F'rásagnargáfan reynist undraverð. Sögurnar eru eins j og ferðalag um fagurt og , margbreytilegt hérað. Haga- ' lín heimsækir hvern bæ og fer þar inn að gafli, talar við fólk- ið, fræðir það og Iærir af því, segir fréttir af mönnum og at- burðum, spyr um. allt og alla og lætur sér ekkert mannlegt óviðkomandi. Hann tekst á ioft, ef frásögn af karlmann- legri sjóferð eða torsórirj fjall- göngu ber a góma. Slíkt rifjar upp fyrir honum á svipstundu j hetjudáðir á Vestfjörðum, þeg-1 ar hann var þar ungur á sjó j og landi. Og detti sérlegt eða | skrýtið orðatiltæki út úr ein-, hverri kerlingunni eða fari ein- , hver karlinn að herma eftir j mönnum eða kvikindum, þá er j honum heldur en ekki dillað, | ekur sér og hlær og man allt | saman. daginn eftir og alla .tíð. Gama-nsamari rithöfunclur hef nr naumast verið uppi á ís- landi. Fyndni Hagalíns í frá-: sögn og samtölum krvddar j sögur hans, gerir þær sérkenni- 1 legar og gleður lesandann eins og sólskinsblettír í fjallshlíð, ef maður leitar unaðsstunda úti í náttúruníji. En enginn skyldi ætla, að hann ali jafnan aldur sinn uppi í sveit eða úti á sjó fyrir vestan. Hann fer um allar jarðir, kemur í kaupstað- inn og höfuðborgina, bregður sér norður, austur og suður og segir alltaf frá eins og þulirnir gömlu, sem voru hvarvetna aufúsugestir. Hagalín kann sig með höfðingjum, gistir stáss- stofurnar og notar nýtízkj farartæki, en unir sér þó bezt á rúmstokki eða í starfi og æv- intýri hiá skylduliði sínu og kunningjum frá æskuárunum á Vestfjörðum. Þar á hann heima. Skáldsögur Hagalíns eru -uðvitað stærri áfangar ferða- lagsins en smásögnrnar. Fólk- ið er þar fleira og sviðið víð- átíumeira, og víst drífur margt á dagana. Sögur eins og til dæmis „Kristrún í Hamravík", ,,Stur]a í Vogum“, „Blítt, lætur veröldin“ og „Sól á náttmál- um“ eru furðulega ólík túlkun eins og sama höfundar, en samt kennist við nánari athugun skyldleiki atburða, fólks og ör- laga. Upptalningu verður hér annars ekki við komið. Afköst Hagalíns leyfa hvergj nærri þá viðleitni. En íslendingur, sem agalín GUÐMUNDUR GÍSLASON HAGALÍN hefur frá unga aldri < verið mikilvirkur rithöfundur j og atorkusamur félagsmálagarp j ur, og því gat ekki hjá því farið, ' að stundum svarraði um per- . sónu hans og gustaði um nafrt hans. Tlann heíúr löngum geng ið ótrauður til leiks og lítt feng izt um kyljuna og sveljandann, enda hertur af vestfirzkrí hrika náttúru, þar sem veður öll eru válynd og gæði torsótt. Og slík j hamhleypa er Hann til verka og umsvlfa, að næsta eðlilegt var. að hann. kæmi allvíða við. Hér verður aðeins lítillega minnzt á eitt atriðj í fjölþætt- um starfsferli Guðmundar Hagalíns, hluttöku hans í F.é- lagi íslenzkra rithöfunda og þátt hans í nýstofnuðu sam- bandi rithöfunda. Hann var á sínum tíma einn af stofnendum Félags íslenzkra rithöfunda og gek.k þar ótrauður til verks að vanda. Alla tíð frá stofnun fé- lagsins hefur hann látið sér mjög annt um vöxt þess og við- gang, átt drjúgan þátt í að marka stefnu þess.og störf, oft setið í stjórn þess og stundum verið formaður. Þar hefur þess jafnan gætt, hve félagsreyndur .Guðmundur er, ötull í málflutn ingi og glöggur í störfum. Og þar hefur hlutverk hans einatl orð.ð að lægja öldur og miðia máium. Listamönnum er yfir- ] eitt harla ósýnt um félagsstörf og samstöðu til átaka, enda vjH' rnálarekstur oft og einatt eftir því fara, en í þessum efnum er Guðniundur Hagalín lofsverð undantekning. Hann getur ver- ið hinn rnesti forkur við félags- störf, e.ns og að öllu, sem hann gengur, Hann hefur heldur aldr ei setið í lvgnunni og látið sér hægt um átök á stund og stað, þótt bókmenntastörf hans séu mikil og merk. Hann hefur jafn an verið afskiptasamur og að- sópsmikill í hretviðrum líðandi stunda. Skaplyndi hans leyfði ekki, að hann væri áhorfandi, hann hlaut að vera þátttakandi og baráttumaður. Fyrjr nokkru varð sú skoðun ríkjandi hjá stórum hóp raanna innan rithöfundafélaganna beggja, að íslenzkum rithöfund um væri nauðsyn að sameinast á ný, en samtökin höfðu á sín- um tíma klofnað í hita dagsins. Það var engan veginn auðvelt fyrir Þá, sem sameiningu vi.idu, að koma henni í kring, þvi að enn var ekki gróið um heilt hjá sumum. Samt var Rithöfunda- samband íslands stofnað ívrir nokkru af báðum r.thöfundafé. lögunum. Það mun sízt ofmælt, þótt sagt sé, að Guðmundur Hagalín hafi átt sinn þátt í stofnun sambandsins. Er óvíst, hvernig farið hefði um stofn- unina, ef hans hefði ekki notið þar við. Tók hann sæti í fyrstu stjórn sambandsins og er nú varaformaður þess. Og beri ís- lenzkir rithöfundar nokkra gæfu til að þoka málum sínum eitthvað áleiðis, hljóta þeir að binda vonir sínar við þetta sam band. Það sé fjarri mér að tala um elli, þótt Guðmundur Hagalín sé nú sextugur orðinn, svo lif- andi er hann í andanum, ótrauð ur til starfa og vakandi í mál- efnum dags og stundar. Á hon- um verða ekki ellimörk séð. Þetta átti ekki að vera afmælisgrein, heldur örlítil kveðja frá félagi okkar, ásamt ósk þeirri og von, að samtök rithöfunda megi sem lengst njóta dugnaðar Guðmundar, lífsreynslu og beilskyggni. En með, þakklæti fyrir unnin störf sendi ég persónulega hugheiiar árnaðaróskir heim á ágætt heim lli. þeirra hjóna í Silfurtúni. Stefán Júlíusson. vill þekkja land sitt og þjóð og kvnnast áhrifaríkum og eftirminnílegum skáldskap, kemst naumast hjá'því að lesa bækur hans, ferðast með Haga- lín til fortíðarinnar, um sam- tíðina og inn í framtíðina, því að enn á hann mikið verk fyr- ir höndum. Maðurinn er raun- ar sextugur, en hann munar lítið um þann aldur. Hagalín er svo ungur í andanum, að hann leikur sér að því að skrifa bók á missiri og eiga þó annað eins eða meira í handriti, þeg- ar hún kemur úr prentsmiðj- urmi. Bækur Hagalíns munu því sem næst þrjátíu og fimm tals- ins og þó sumar í tveimur bindurn og þeim ekkert fyrir- ferðarlitlum. En það ségir eng- an veginn alla söguna. Blaða- greinar hans, ræður og fvrir- lestrar eru kannski annað eins, ef allt kæmist til skila. Hann er til dæmis afkastamestur og' fjölhæfástur ritdómari og skáldakynnir hér á landi. Hagalín hefur ekki aðeins’ rit- dæmt fleiri íslenzkar bæk'jr en nokkur annar af jafnöldr- um hans og samtíðarmönnum heldur og um áratugi kvnnt Islendingum sleitulaust erlend- ar bækur og erlenda rithöf- unda. Og það er islenzkum bókmenntum og menningar- málnm einstakur fengur, að jafnvíðlesinn maður, glöggur og frjálslyndur og Hagalín skuli hafa látið þennan þátt ritstarfa til sín taka. Ég segi hér eitt dæmi af mörgum um dugnað hans í þessu efni. Hann trúði mér einu sinni fyrir því, að honum hefði verið falið að skrifa tímaritsgrein um íslenzk Ijóðskáld á tilteknu áraskeiði. Ég lét vel af því og beið svo átekta. Hagalín hélt sig heima við dögum saman, sat og las umræddar bækur, og gott ef hann lagðist ekki í rúmið eins og hans er stundum siður, ef svona stendur á. Þegar grein- in var til orðin, fékk ég að heyra hana í handriti. Lestur- inn tók röskar þrjár klukku- stundir, og hélt þó Hagalín vel áfram. Prentuð reyndisf, hún fjórir langir tímaritskaflar á smáu og þéttu letri, en það hefði nægt í drjúga bók. Öfer- um veitti áreiðanlega ekki af nokkrum mánuðum til að koma slíku og þvílíku í verk. En Hagalín bætti þessu bara ofan á allt annað, sem hann hafði í takinu! Hann er hamhleypa á borð við duglegustu sjómenn í fiskihrotu, en úthaldið hjá hon. um er orðin heil mannsævi. Maðurinn Guðmundur Gísla- son Hagalín er eins og þjóðin og öldin. Glaður er hann öli- um glaðari, reiður öllum reið- ari og hryggur öllum hryggari. Úr hönum hefði sannarlega mátt gera marga menn ekki síður en Gissuri forðum. Hann j hefði getað orðið skipstjóri og ' áflakóngur, stórbóndi í rausn- 1 argarði eða atkvæðamikill iðju höldur. Hagalín kaus að verða rithöfundur og menningarfröm uður. En hann er skilgetinn niðji sögufólks síns á Vest- fjörðum, gæddur í ríkum mæli stórbrotinni lund þess, frá- bærri gestrisni og sönnum höfðingsbrag. Hann er öllum öðrum fremur vinur vina sinna, en einnig óspar að viðurkenna þá keppinauta sína og jafnvel andstæðinga, sem sýnt hafa af sér manndáð og drengskap. Maðurinn er hold af holdi og blóð af blóði sögufólks síns — „þessa voðalega fólks þarna úti á nesjunum.“ Hann er full- trúi þess gamla íslands, sem yngdist upp við endurheimt frelsisins og sjálfstæðisins og Framhald á 8. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.