Alþýðublaðið - 10.10.1958, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 10.10.1958, Blaðsíða 6
6 Föstudagur 10. október 1958 AlþýðnblaSið „HANN er vitlaus, karlinn‘:, sögðu menn um William Se- ward utanríkisráðherra Bandaríkjanna, árið 1867, þegar hann gerði stórkaupin við Rússa. En í rauninni var hann framsýnn maður, og nú er svo komið, að ameríska varnarráðið á ekki nógu sterk orð til að lofa hann. Því þeg- ar hann keypti Alaska, misstu Rússar mikilvægan brúar- sporð á meginlandi Ameríku. Það þurfti þráan alríkis- sinna, eins og hann, til að koma því í verk að innlima þetta geysivíðlenda land- flæmi undir ameríska yfir- stjórn, þrátt fyrir tómlæti og andstöðu, sem ríkti í landinu eftir fjögnrra ára borgara- styrjöld. Flestir Ameríku- menn litu á land þetta sem gaddfrosna, óbyggilega eyði- mörk. Alexander II. og hirðin í Pétursborg, sem lá í 11.000 km. fjarlægð, báru einnig harla lítil kemisl á það óskapa flæmi sem verið var að láta af hendi. Rússakeisarar höfðu gjört kröfu til „Alashka“, — sem er umritun á aleútiska orðinu Al-ay-ek-sa, og þýðir „Landið mikla“, — vegna þess að árið 1741 var það fund ið af Vitus Bering, sem var danskur maður í liðsforingja- stöðu á rússneska flotanum. Rússneska hirðin lét sér hins- vegar nægja þá staðreynd, að „Landið mikla“ tilheyrði ekki meginlandi Asíu, og gaf það um hálfrar aldar skeið á vald gráðugra kaupahéðna, sem gengu í skrokk á Eskimóum og Indíánum, til að klófesta grávöru þeirra, En árið 1784 sóttu þau um það, Gregor Ivanovich Sheli- koff, sem var framsýnn verzl- að vera ,,steril“, eða dauð- hreint. Hvort þetta er tilfell- ið, verður ekki vitað með víssu, nema náð verði sýnis- horni af yfirborði tunglsins, en slík sýnishorntaka virðist nú ekki mjög langt undan. Skemur mun þó hins að bíða, að send verði einhver skeyti til tunglsins, sem ekki eiga afturkvæmt til jarðarinnar. Það er skoðun vísinda- manna, að á tunglinu hafi safnast fyrir ryk uían úr géimnum, svokallað geimryk (cosmic dust), allt frá því að hnöttur þessi varð til. Sýnis- horn af þessu ryki gætu gefið mjög merkilegar upplýsingar, t. d. úm það, hvort lifandi gró séu á sveimi úti í geimnnm, svo sem oft hefur verið hald- ið fram. En verði einhvern tíma hægt að ná þessum sýn- ishornum, þá hafa þau því aðeins gildi til líffræðilegra rannsókna, að ekki verði bú- ið löngu áður að óhreinka tuhglið með einhverjum send ingiím frá jörðinni. Annað hvort með skeytum, sem unarmaður og kona hans Natalía, að fá einkarétt á verzlun og öðrum afnotum rússnesku Ameríku, eins og landið var þá nefnt. Og með það fyrir augum stofnuðu þau fyrstu rússnesku nýlenduna, á eynni Kodiak, með 192 í- búum. Shelikoff fjölskvld- unni tókst að brjóta ógnar- stjórn kaupahéðnanna á bak aftar, og gengu þeir í félags- skap við íbúa Aleút-eyja og gerðu þá að veiðimönnum. Eftir lát Shelikoffs hélt kona hans félaginu uppi um tíma, en maður nokkur að nafni Alexander Andrevich Baranov hafði starfað með Shelikoff, og það var hann sem breytti þessu litla verzl- unarfélagi í viðamikið stór- veldi á sviði viðskiptamála. Baranov var hrottafenginn raun mistokst. Má búast við | að stórveldin hefji nú kapp-1 hlaup um að nema land á| tunglinu og jafnvel merkja það með sínum litum. Allar slíkar sendingar hljóta að bera með sér lífverur, s. s. gró geral og sveppa og jafnvel fræ jurta, nema viðhafðar séu mjög rækilegar varúðarráð- stafanir. Líffræðingar telja sjónar- mið þetta ennþá mikilvæg- ara, ef í hlat eiga hnettir, sem byggilegri eru en tunglið, t. d. reikistjarnan Mars. Eitt skeyti frá jörðinni, sem flytti þangað lifandi verur, gæti or- sakað þar miklar breytingar og spillt mjög fyrir árangri af líffræðilegum rannsóknum þar síðar. Má vera að nauðsynlegt verði að setja hið bráðasta alþjóðalög um náttúruvernd, er nái til annarra hnatta. Er þá sennilegt, að þar komi á- kvæði um það, að ekki megi óhreinka tunglið. Sigurður Pátursson. harðstjóri, en duglegur var hann og atorkusamur, og nm meir en aldarfjórðungs skeið ríkti hann með járnhönd yfir Alaska, svo að hann bar jafn- vel algjöran ægishjálm yfir hinu rússnesk-ameríska lo'ð- skinnafélagi. Hann kom upp flutningaflota, er bæði skyldi sigla með skinn og feldi suður til viðskiptalífsins, og jafn- framt sjá heilli keðju af verzl Effir Frank Taylor. unarstöðvum norður með Kyrrahafsströndinni fyrir vistum. Baranov grandvallaði víg- girta nýlendu á ey nokkurri í Sitka-sundi, sem nú ber nafn hans. Lét hann reisa þar fyrsta vita við Kyrrahaf norð anvert, til að glæða viðskipti við kaupskip þau, er til Kína sigldu. Þau streymdu líka til hans. Það var ekki nóg með, að Sitka yrði glaðværasta og gestrisnasta höfn á þessari strönd. Hún gat líka státað af stórfenglegu vöruhúsi, þar sem allt mátti fá, sem hjart- að girntist, sömuleiðis sögun- armylnu, járnsteypn, skipa- smíðastöð, þægilegum híbýl- um, dásamlegum ,,dömum“ og fjörugu næturlífi. Margar hinna miklu bjálkabygginga í Sitka, er sumar voru fjög- urra hæða háar og fimmtíu metrar að lengd, voru búnar glæsilegum húsgögnum og prýddar fögrum málverkum frá Evrópu. Gólfin í „höll“ Baranovs .voru þakin dýrum, austurlenzkum dúkum. Veitti hann gestum sínnm höfðing- lega í óhófsveizlum og svall- gildum, en heimtaði aftur á móti að þeir drykkju með sér næturnar út. Sjálfur fann hann aldrei til timburmanna að morgni, og var þá jafnan vel upplagður til að karpa við drykkjufélaga sína um við- skiptamál. Árið 1818 hélt Baranov heimleiðis. Hann lézt á leið- inni, og rússneski flotinn tók nú við stjórninni í Sitka. Sjó- liðsforingjarnir lifðu eyðslu- sömu lífi að hætti Baranovs, en voru lélegir verzlunar- menn, og brátt hætti keisari að hafa áhuga fyrir þessari fjarlægu nýlendu. Sigurður Péfursson, dr. phil.: ÞAÐ ER talið æstum fullvíst, að á tungiinu muni ekki finn- ast neinar lifandi verur, að minnsta kosti ekki þeirra tegunda, sem jörðina byggja. Tunglið ætti safnkvæmt því þangað hefðu beinlínis verið send, eða gervihnöttum, sem óvart hefðn hrapað þar niður. Þegar hefur verið gerð ein tilraun til þess að senda slík skeyti til tunglsins, en sú til- Hæsta fjall Alaska og Norður-Ameríku, McKinley. Enda þótt bæði Bretland og Bandarikin hefðu viðurkennt eignarrétt Rússlands á „Land ir.u mikla“, í sáttmála sem gerður var r 1824,- grunaði þó Rússastjórn Englendinga um græskn í Krímstríðinu. Ótt- inn við að Breljand kynni að slá eign sinni á rússnesku Ameríku og innlima hana í Kar.ada, leiddi til viðræðna við Bandaríkin, en þær runnu út í sandinn. KriiigUm 1869 tóku stjórnarvöldin að skipta sér af landinu á ný, er hið mikla ritsímafélag Western Union bauðst til að leggja þrjár milljónir dollara til nt- símalínu er lægi yfir Alaska og Síberíu, fil Evrópu. En sú fyrirætlun varð bráðkvödd árið 1866, er Cyrus Field tókst að leggjá sæsímann yf- ir Atlantshafið. Flestir Bandaríkjamenn vor-j æfir yfir því, að nokkr- um heilvita manni skyldi detta annað eins í hug og það, að kosta opinberu fé til þess að ná eignarhaldi á „óendan- legum fannbreiðum". Willi- am Seward var þó undantekn ing. Sem utanríkisráðherra hafði hann átt ýmsar viðræð- ur við rússneska sendiherr- ann í Washington, Stoeckl barón, sem var jafn áfjáður í að selja, eins og Seward að kaupa. í ársbyrjun 1867 lét Seward til skarar skríða og lagði fram kauptilboð er nam 7,2 milljónum dollara, fyrir viðkomandi • rússneskar eignir á meginlandi Ameríku. Var Alexander keisara II. skýrt frá þessu „stórkostlega“ til- boði. Því má skjóta hér inn í, að sama ár bauð Seward dönsku stjórninni 5 milljónir dollara fyrir Vesturindíaeyj- ar Dana, en ekkert varð af þeim viðskiptum, því Banda- ríkjaþing féllst ekki á kaup- in. Þegar samningar tókust loks, fimmtíu árum síðar, var verðið komið upp í 25 mill- jónir dollara. Að kvöldi hins 29. marz 1867 sat Seward og var að spila vist með fjölskyldu sinni. Var honum þá skýrt frá því að Stoeckl barón ósk- aði viðtals. Var boróninn í aði viðtals. Var baróninn í skeyti frá keisara, er sam- þykkt hafði tilboðið, þótt vart hefði verið ráð fyrir því gert. Annars bauð hvorugum þeirra Seward eða Stoeck í grun, hversu víðáttumikil þessi rússneska landeign var. En þar var í rauninni um að ræða svæði, sem er meir en 35 sinnum stærri en Dan- mörk. Stoeckl þótti vænt um að þessir langdregnu samningar voru nú loks á enda kljáðir, Framhald á 8. síðu. ALÞJÓÐLEGA heilbrigðis- málasiofnunin hefur nýlega sent frá sér skýrslu um heil- brigðisástandið meðal píla- gríma í Mekka. Segir þar að á síðasta ári hafi ekki roðiö vart neinna farsótta meðal þeirra. Mörgum lesendum þykja þetta vafalaust lítil tíðindi, en vert er að veita því athygli að þetta er eingöngu að þakka alþjóðlegri samvinnu í heilrbigðismálum. Hverjum rétttrúuðum mú- hameðstrúarmanni er það heil ög skylda að fara að minnsta kosti einu sinni ævinnar píla- grímsför til Mekka, og honum vaxa engir örðugleikar í aug- um fái hann hlýtt þessu boði kóransins, — hann íer yfir út- höf og eyðimerkur, og eyðir gjarna sínum síðasta eyri í þessa för, sem oft er hin síð- asta í þessu lífi. Pílagrímafjöldinn eykst ár frá ári og í júní síðastliðnum voru saman komnir 600 000 pílagrímar í Mekka. Að sjálfsögðu er mikil hætta á að afrsóttir brjótist út þegar slíkur fólksfjöldi er saman kominn á litlu svæði, einkum þegar þess er gætt að helgiathafnirnar bjóða blátt áfram sjúkdómum heim. Hátíð in hefst með þvi að fjölda dýra er fórnað á opnu svæði og hrúg ast skrokkar fórnardýranna upp og úldna í hitanum, píla- grímarnir eta að vísu nokkuð af kjötinu, en hitt er gróðrar- stía sýkla. Daginn eftir fórnarathöfnina flykkist pílagrímaskarinn til ýmissa helgra staða, fyrst og fremst til hinnar heilögu Zam- Zamuppsprettu. Enginn sann- trúaður lætur undir höfuð leggjast að drekka af hinu helga vatni og margir fylla flöskur og ker og hafa heim með sér. Þessi siður á vafa- laust stærstan þátt í útbreiðslu sjúkdóma meðal pílagríma. En það er ekki aðeins smithætta í samhandi við fórnarathafnir og neyzlu hins helga vatns, : sem vinna þarf bug á. Mesta hættan er fólgin í því að fjöldi pílagrímanna kemur frá lönd- um þar sem kólera, bóla og pest eru landlægir sjúkdómar. Nú verða allir, sem til Saudi- Arabíu koma, að leggja fram bólusetningarvottorð gegn kól- eru, og egypzk yíirvöld krefj- ast þess að þeir, sem um Eg- yptaland fara, ,séu bólusettir gegn kóleru og bólusótt. Smám sarnan héfur tekizt alþjóðlegt samstarf í heilbrigðismálum og hefur árangur þess komið grernilega í ijós í Mekka. Þctta er Juneau, höfuðborg Alaska. Á bak við hana gnæfa hrikaleg, snævj krýnd fjöll, Þau setja norðlægan svin á borg- ina. íbúar borgarinnar eru innan við 12 þúsund. Tindurinn fyr ir ofan hana er 4000 m. yfir sjávarmál, og hefur vist engin höf uðborg svo hrikalegan bakhjall.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.