Morgunblaðið - 03.04.1977, Side 3

Morgunblaðið - 03.04.1977, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. APRlL 1977 3 Mikilvægi Islands innan NATO fer stöðugt vaxandi - segir Sir Geoffrey de Freitas, formaður Þingmannasam- bands Atlantshafsbandalagsins UNDANFARNA daga hefur fasta- nefnd þingmannasambands bandalagsrfkja NATO, Atlants- hafsbandalagsins, setiS á fundum f Reykjavfk. Forseti nefndarinnar er brezki þingmaSurinn Sir Geoffrey de Freitas og f viStali viS MorgunblaSiS sagSi hann aS mikilvægi islands innan Atlants- hafsbandalagsins færi stöðugt vaxandi eftir þvf sem Sovétrfkin styrktu flota ,sinn á NorSur- Atlantshafi. „Þessa staðreynd viSurkenna allir innan NATO og ég sjálfur geri mér Ijóst. aS ísland er ómetanlegt f þeim kafbátahern- aSi sem fram fer á NorSur- Atlantshafi og yfir varnir vest- rænna lýSræSisþjóSa." Sir Geoffrey sagði að þingmanna- samband NATO hefði verið stofnað 1 955 og hefði fsland þá verið eitt af stofnendum þess og hefði allan tám- ann átt fulltrúa þar. Fjöldi fulltrúa á þingum þingmannasambandsins fer eftir stærð þátttökuþjóðanna Bandarlkin eiga þvi flesta fulltrúa eða 36. en tvö minnstu ríkin, Luxemburg og ísland eiga 3 fulltrúa hvort. Fulltrúafjöldi annarra þátt- tökurtkja er mismunandi og allt þar á milli. Haldnir eru reglulegir fundir einu sinni á ári, þar sem rædd eru mál- efni Atlantshafsbandalagsins og I haust verður sllkur fundur I Paris. Þessi fundur, sem haldinn er I Reykjavlk nú, er til undirbúnings Parisarfundinum, þar sem allir full- trúarnir mæta Þá eru einnig haldnir fundir sérfræðinga, en fundurinn hér er stjórnunarfundur. Sir Geoffrey de Freitas sagði að það væri ekkert vafamál, að ástæðan fyrir þvi að þíngmannasambandið þáði boð íslands um að halda þenn- an fund nú. væri að mikilvægi íslands bæði innan NATO og fyrir það fer stöðugt vaxandi Þetta væri staðreynd, sem allir viðurkenndu og gerðu sér Ijósa Á fundinum nú er m a ákveðið. hverjir skuli flytja erindi á Parisar- fundinum, sem haldinn verður I september. Á siðastliðnu ári var þessi fundur haldinn i Bandarlkjun- um og þá ávörpuðu þingið dr. Kiss- inger og Nelson Rockefeller, þáver- andi varaforseti Bandarlkjanna. Þá sitja jafnan þessa fundi dr Joseph Luns, framkvæmdastjóri NATO, og einn eða tveir háttsettir herforingjar NATO. Sir Geoffroy de Freitas. Sir Geoffrey sagði að allir þátttak- endur, þingmenn aðildarrikja Atlantshafsbandalagsins væru menn. sem sérstakan áhuga hefðu á vörnum vestrænna þjóða. Þeir eru allir þingmenn og hann kvaðst gleðj- ast yfir þvl að fjórir ráðherrar I islenzku rikisstjórninni hefðu fyrr verið aðilar að þingmannasamband- inu. Það væri alls ekki svo litið, þvi að það væru 50% rlkisstjórnarinnar. Starfsemi þingmannasambandsins byggðist þó ekki á þvi, að þátt- takendur væru frá rikisstjórnunv landanna, heldur þjóðþingum. Nefndi hann sem dæmi að Harold Wilson, fyrrverandi forsætisráðherra Breta, hefði eitt sinn verið 1 þessum samtökum Eins og innan Atlants- hafsbandalagsins sjálfs er enska og franska hin opinberu mál sambands- ins og kvað hann það miklu hag- stæðara en sá háttur, er viðhafður væri innan Efnahagsbandalagsins, en þar væru hin opinberu mál hvorki meira né minna en 6 talsans Sir Geoffrey kvaðst ávallt hafa fund- ið mikinn áhuga meðal islenzkra þingmanna á því starfi, sem innt væri af hendi innan þingmanna- sambandsins. Kjörtlmabil formanns Þingmanna- sambandsins er venjctlega eitt til tvö ár. Fyrir 10 árum var Matthias Á Matthiesen fjármálaráðherra for- maður og gegndi þvi embætti. sem Sir Geoffrey gegnir nú, en frá upp- hafi hefur sambandið aðeins haft þrjá framkvæmdastjóra Framhald á bls. 26 Fré fundi fastanefndar þingmannasambands Atlantshafsbandalagsins, sem haldinn var I Reykjavfk nu f vikulokin. Heilsuhælið í Hveragerði: Kristmunda Brynjólfsdótt- ir heldur þar listsýningu Hveragerði 31. marz. KRISTMUNDA Brynjólfsdóttir heldur sýningu f heilsuhælinu f Hveragerði um þessar mundir. Á sýningunni er margt fallegra muna, málverk, bæði olfu- og krftarverk, leðurmunir og út- saumur. Þarna getur að líta það fegursta beizli, sem undirritaður hefur séð, og hafði ég orð á því við Kristmundu að ég myndi ekki tfma að nota þaó. — Jú, jú, sagði Kristmunda, á fínum hesta- mótum. Ég spurði Kristmundu hvort hún hefði lært og svarið kom fljótt, — listin er lærð en snilldin er meðfædd. Og það er rétt, snilldarhandbragð er á því, sem þarna er til sýnis. Kristmunda er föndurkennari við Hælið og hefur hún haft þann starfa í 20 ár. Hún er nú 72 ára gömul og ber aldurinn vel, þrátt fyrir það að hún hafi átt við liða- gigt að stríða frá fjögurra ára aldri. Árið 1951 kynntist hún Jónasi heitnum Kristjánssyni lækni og fer hún ekki dult með það að Jónasi eigi hún að þakka það, sem hún er í dag, ásamt Guðstrú. Ég vil hvetja fólk til þess að sjá þessa sýningu, það verður enginn fyrir vonbrigðum Georg. Kristmunda vió verk sfn. Ljósm. Georg Michelsen. Kökubasar í TemplarahöU EIGINKONUR kórfélaga í Lög- reglukórnum efna til árlegs köku- basars í Templarahöll^nni i dag og hefst hann klukkan 14. Til sölu verða góðar kökur og tertur. í fyrra seldust allar kökurnar upp á innan við hálfri klukkustund, svo að menn eru beðnir að hafa hraðann á, vilji þeir tryggja sér gómsætt meðlæti með sunnudags- kaffinu. Vor við Miðjarðarhaf HagsýnSr velja bezta tímann og lægstu fargjöldin og spara helming Ódýrasti en jafnframt einn bezti ferðatfminn — þegar allur gróður er ferskur og hitinn þægilegur. Páskaferð 6. aprtl. 12 dagar. Verðfrá kr. 58.200,- Örfé sæti laus. Vorferð: 1 7. aprfl og 8. mal 3 vikur. VerSfré kr. 58.200 - VorferS 11. mal — 3 vikur. Finniö ilm vorsins I rómantlsku umhvarfi Ítalíu. Ver8 fré kr. 63.400. VorferB 20. mal. 3 vikur. Fi sæti laus VerSfré kr. 62 700 - COSTA DEL SOL LIGNANO -GULLNASTRÖNDIN COSTA BRAVA Austurstræti 17, sfmi 26611.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.