Morgunblaðið - 03.04.1977, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 03.04.1977, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. APRÍL 1977 Kópadrápið við Nýfundnaland 1 augum mót- mælenda er þetta grimmdar- legt athæfi og til skammar. Fyrir fiskimennina á strönd Ný- fundnalands hluti af lffi þeirra og af- komu. Vertíð er þar 4 mánuði á ári, kópaveiðin á ísnum stendur einn mánuð, aðra hluta árs- ins eru þeir at- vinnulausir. Þessi grlnteikning birtist I Daily Mail með textan- um: „Elskan, hún er dásamleg — hvað kostaði hún?“ Og á merkimiða á kápunni stendur: Ekta selskinn. f meðfylgjandi grein segir blaðakonan Anthe Disney: Einn mánuð á ári eru þessir kópar eltir uppi og drepnir f hundraða þúsunda vfs, svo að skinnin af þeim megi prýrta bakið á auðugum konum í Bond Street f London og Avenue Foch f Parfs. Brigitte Bardot á Reykjavfkurflugvelli á leið til Nýfundnalands til að mótmæla kópadrápinu á fsbreiðunni. Ljósm. RAX. sem Brigitte Bardot ekki sá Franska kvikmyndastjarnan Brigitte Bardot hefur tvisvar sinnum í marzmánuði verið fréttaefni í íslenzkum blöðum. Hún birtist skyndi- lega á Reykjavíkurflugvelli í einkaþotu sinni, ásamt fylgdarliði, 14. marz, og gaf þá fréttamanni Mbl. í skyn að hún væri á leið vestur um haf að sinna dýraverndarmálum. Síðan bárust okkur fréttir úr heims- pressunni um að þokkadísin fræga hefði haldið til Nýfundnalands til að mótmæla hinu hræðilega kópadrápi sem þar fer fram úti á ísnum einn mánuð á ári, en á undanförnum árum hafa dýraverndarfélög og mótmælahópar víða um heim mótmælt ákaft hinni miskunnarlausu meðferð á kópunum, sem eru rotaðir nýskriðnir úr móðurkviði og ósjálfbjarga og flegnir snarlega á staðnum varla dauðir. Mánudaginn 28. marz drap Brigitte Bardot og 8 manna fylgdarlið hennar aftur nióur fæti á Keflavíkurflugvelli á síðkvöldi á heimleió úr mótmæla- ferðinni, sem vakið hafði heimsathygli og þá um leið dregið athyglina að kópunum litlu og meðferðinni á þeim. 12 þús. kópar drepnir fyrsta daginn í erlendum blöðum hafa að undanförnu birzt greinar um ferðalag Brigittu Bardot, um kópadrápið á ísnum úti af Nýfundnalandi, um hneyksiun dýravina og gagnrök loðdýra- framleiðenda og fiskimanna í Norður-Atlantshafi, því selurinn er keppinautur þeirra um fæðuna — einkum loðnuna. Þarna gætir margra grasa. Víkjum að Bardot, eftir að hún kom til Kanada frá tslandi. Fréttaritari Daily Express segir að hún hafi viljað hitta Pierre Trudeau, forsætisráðherra Kanada, til að telja hann á að stöðva kópadrápið. „Allur heimurinn hefur risið gegn kópa- drápinu og Kanada hættir á það að lenda í alþjóðadeilum, ef þessu linnir ekki,“ sagði hún við komuna til Kanada. En embættis- menn i höfuðborginni Ottawa svöruðu ofur rólega, að ef ung- frúin vildi hitta forsætisráð- herrann, þá væri rétta leiðin að hringja á skrifstofuna hans eða skrifa honum bréf. Um þær mundir voru átök þegar hafin millidýraverndunar- fólks og selveiðimanna og um 100 kanadískir lögreglumenn voru komnir til St. Anthony í Nýfundnalandi til að halda uppi lögum og reglu. Andspænis mót-. mælendum stóðu fiskimenn og aðrir íbúar staðarins, sem sögðu að á selveiðunum byggðist afkoma þeirra. Veiðarnar hófust 15. marz og fyrsta leyfilega veiðidaginn voru 11.930 kópar veiddir. Brigitte sat í hlýrri stofu og mótmælti Uti á -ísnum, um 40 mílur frá strönd Nýfundnalands, þar sem veiðimennirnir voru önnum kafnir, rak sterkur vindur saman ísjakana, sem þegar voru farnir að bráðna, og frostið herti, segir í frétt frá blaðamanninum Antheu Disney frá Nýfundnalandi 18. marz. Hún segir að ákafir mót- mælendur séu þá enn að reyna að fljúga á staðinn. En í örygginu í hlýrri stofu í leiguhúsi í þorpinu Blanc Sablon við fylkismörk Quebecks og Nýfundnalands hafi leikkonan Brigitte Bardot og aðrir ákafir mótmælendur við illri meðferð á dýrum efnt til illa sótts blaða- mannafundar. Þar talaði Brigitte Bardot um grimmdina sem þessir kópar yrðu fyrir, og um einlægan áhuga sinn á málefninu. En þegar að því kom að hún skyldi halda út á hættulega ísjakana til að sjá með eigin augum þessar hrylli-- legu aðfarir, þá kom á hana hik. Hún þorði ekki og enginn getur láð henni það, segir blaðamaður- inn. Slík reynsla tekur á taugarnar, einkum þegar í hlut á kona, sem vön er lúxuslífi í einka-i villu í St. Tropez og auðmanna- íbúð í París. Aftur 'a móti megi kannski ásaka hana fyrir að nota frægð sína fremur til að draga athyglina að Brigitte Bardot en að| kópunum. Hegðun hennar veki þeim mun meiri athygli, að önnur leikkona, Yvette Mimieux, lét sig hafa það að lenda í hrakningum i St. Anthony í heila viku, og hugðist nú takast á hendur hættulega köfun til að mynda kópa á sundi, þegar þeir væru komnir í vatnið. Meðanmótmælendurhöfðu drif- ið sig til Blanc Sablon og St. Anthony, — en frá þessum tveimur stöðum er hægt að fljúga í þyrlu út á veiðisvæðið — þá sat Brigitte Bardot í margra mílna fjarlægð í Halifax í Nova Scotia. Þar ræddi hún við embættismenn um möguleikana á að setja upp verksmiðju fyrir gerviloðkápur — svo sem oft hefur verið stungið upp á. Þá flaug hún til St. Anthony, og Brian Davies, frá Alþjóðadýraverndunarsjóðnum, bauðst til að fljúga með hana út á ísinn, svo hún gæti séð veiðarnar. en Brigitte Bardot dvaldist yfir hádegisverðinum í Víking- mótelinu — sem ekkert er til að hanga yfir — svo hún missti af flugvélinni. Þegar hann kom til baka, fékk hún flugvélina lánaða og flaug til Blanc Sablon, þar sem mótmælahreyfingin Greenpeace hefur bækistöðvar . Ef félágar þeirrar hreyfingar vildu ekkert hafa með hana að gera. Bardot hafði verið svo forsjál að láta einkaþotu bfða til að fljúga sér til baka til menningarinnar. En hún hefði ekki áhuga á að leigja þyrlu hjá flugfélaginu á staðnum til að iáta fljúga með sig út til kópanna, segir blaðamaður- inn. 1 stað þess boðaði hún blaðamannafund og gaf yfirlýs- ingu: — Þetta er allt svo illa skipulagt. Ég er þreytt og vil fara heim til Parísar! Og leikkonan Yvette Mimieux var svo elskuleg að segja við blaðamenninga: — Hver verður að fá að hafa sinn hátt á! Engin kona vildi kópakápu En brezka blaðakonan Anthea Selurinn í NV-Atlantshafi étur 300-500 þúsund tonn af loðnu NORSKA BLAÐIÐ Fiskaren lagði fyrir nokkrum dögum orð f belg um selveiðideiluna og spurði á forsfðu: Hvað segja Brian Davies og Brigitte Bardot um þetta? Selurinn í Norður- Atlantshafi etur áriega 8,5 milljón hektolítra af loðnu. Að auki hundruð þúsunda tonna af öðrum fisktegundum og rækju. Blaðið vísar fyfirlit norsku hafrannsóknar- stofnunarinnar fyrir árið 1977 um auðlindir f hafinu, þar sem fjallað er um hlutfallið milli selastofnsins og fiskveiða. í þeirri bráðabirgða-^ skýrslu komi m.a. fram að grænlandsselurinn í norðvesturhluta Atlantshafsins eti nú 300.000 til 500.000 tonn af loðnu ár hvert, fyrir utan aftnan fisk. Og í skýrslunni sé því slegið föstu að álíka mikið magn af fiski fari í selinn í Barentshafi og Hvítahafi. Ef tölur Hafrannsóknastofnunarinnar norsku séu lagðar til grundvallar, þá megi gera ráð fyrir að heildarmagnið sem selurinn tekur í Norður-Atlantshafi verði 500.000 — 800.000 tonn, sem þá fari í stofninn, eins og hann er nú. Segir blaðið, að andspænis slikri skattlagningu á fiskistofna skiljist að selveiðar eigi mikilvægu hlutverki að gegna f matvælaframleiðslu heims- ins. Og þegar maður viti hvaða viðkomu selurinn hafi og hvaða tjóni hann valdi með því að bera sníkjudýr (orma), sem geri fiskinn ónothæfan til manneldis, þá skiljist grundvöllurinn undir þeirri afstöðu, sem tekin er í leiðara blaðsins, þar sem segir að það sé brot gegn mannkyninu að þvinga í gegn allsherjarfriðun á sel.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.