Morgunblaðið - 03.04.1977, Side 15

Morgunblaðið - 03.04.1977, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. APRÍL 1977 15 Disney varð eftir fór út á ísinn og skrifaði eftirfarandi grein undir fyrirsögninni: Enga konu, sem séð hefði það sem ég varð vitni að í dag, gæti nokkurn tíma framar langað í selskinnskápu: Við stóðum á ísnum í 40 mílna fjarlægð frá landi, beina stefnu frá St. Anthony á Nýfundnalandi. Skammt frá okkur var það sem við vorum komin til að sjá ... hin árlega selveiði. Þarna lágu kóparnir hjálpar- vana á ísnum meðan nýfæddur líkami þeirra var að venjast því að hreyfast. Þetta eru það sem selveiðimenn kalla „hvít- feldar“, dýrmætar skepnur, sem verður að veiða innan viku eftir að þeir fæðast, áður en skinnið á þeim breytist úr mjúkum hvítum feldi í matta brúnleita húð. Þetta eru falleg dýr með stór brún augu og elskuleg hvolpaandlit. Á hverju ári eru kóparnir eltir uppi og drepnir' i hundruða þúsunda vís. svo að skinnin af þeim megi prýða bakið á auðug- um konum í Bond Street í London og Avenue Foch í París, konum sem vilja sveipa um sig mjúka skinninu þeirra, en aldrei hafa komið nær selveiðum en í mátunarklefa loðskinnasalanna. Sjái þær meðfylgjandi myndir og lesi þessa frásögn, þá yppta þær kannski öxlum og segja að þetta komi sér ekki við og halda svo áfram að efna til hádegisverða í góðgerðarskyni. Við þær get ég ekki sagt annað en þetta: Ef þær einhvern tima skyldu horfa á veiðarnar, þá mundi þær aldrei framar langa til að eiga kópa- skinnkápu. Pels lítur sjálfsagt vel út á herðatré á Savoy-hótelinu, en hann er ennþá fallegri á bakinu á sínum rétta eiganda, þar sem skinnið á heima. Hér úti á ísnum er staðurinn, sem nefndur hefur verið Vig- stöðvarnar þar sem mestu af vor- kópunum í veröldinni er slátrað á stuttum veiðitíma, í marz og apríl. Vígstöðvarnar er viðeigandi naffl á þessum blóðuga stað. Þaó eru engar ýkjur að segja að þessi mikla ísbreiða, sem teygir sig svo langt sem augað eygir, likist mest skurðstofu í sjúkrahúsi þar sem hópur skurðlækna er orðinn að morðingjum. Þessi skærhvíta breiða er Iöðrandi i blóði, með blóðrauðar slóðir á ísnum á leið til skipanna, þar sem veiði- mennirnir stafla skinnunum og skrokkunum. Við brutum allar reglur og lækkuðum flug þyrlunnar, þar til við vorum nokkra metra frá sel- veiðimanni að iðju sinni. Hann stóð á stórum ísjaka, umkringdur kópum, og mæðurnar geltandi í kring. Hann nálgaðist einn kópinn, sem reyndi i örvæntingu að hörfa. Móðirin baksaði hjálpar- vana í kring um hann, en flúði i sjóinn þegar málmbúin kylfa sel- veiðimannsins skall á enni kóps- ins. Á næstu sekúndu var annað högg greitt og kópnum, sem enn engdist, var snúið á bakið, hnifs- blað glampaði i heimskauta- sólinni og kviður kópsins var rist- ur. Blóðið spýttist út á ísinn og á fáum sekúndum að því er virtist, fláði veiðimaðurinn skepnuna af mikilli leikni, skar hreifana af og skildi skrokkinn eftir í valnum, þegar hann hélt til næsta hóps. Það er ekki ofsögum sagt að þessi sjón gerði mann veikan. Þessu verður ekki með orðum lýst. Engin orð rnegna að lýsa þeirri velgju, sem flæðir yfir mann við að horfa í fyrsta skipti á kópadráp. Meðan við stóðum þarna, sáum við selveiðimanninn binda skinnin á streng, og draga þau þannig að skipinu, sem beið hans. Þannig farast selveidimennirnir í þann mund tók ísjakinn að hreyfast. Skyndilega hafði hvesst og þetta ískalda Atlantshaf, þar sem maður lifir varia meira en tíu sekúndur, falli maður í það, var farið að mynda öldur undir upp- brotnum ísnum. Jakinn sem ég stóð á með ljósmyndara Daily Mail, Monty Fresco, tók að vagga hægt. Þá virtist sjóndeildar- hringurinn leysast upp. Andartak fannst mér ég sjá ofsjónir, þegar ísjakana tók skyndilega að reka í austurátt. Okkur rak i burtu, án þess að við gætum nokkuð að gert. Þannig farast selveiðimennirnir. Margir þeirra hafa stigið út á ís, og allt í einu haft ekkert lengur undir fótum. Við vorum heppin. Létt þyrla beið okkar með spaða á fullri ferð og flugmaðurinn benti okkur að fara yfir á hinn endann á jakanum, þar sem hann gæti tekið okkur upp. Fyrir okkur var þetta einstæð reynsla. En fyrir þessa íbúa Nýfundnalands er hættan hluti af llfi þeirra. Þeir hafa stundað sel- veiðar í mörg hundruð ár, og finnst þeim lífsskilyrðum sinum dgnað, af því blaðamenn á borð við mig, hafa orðið vitni að þessu skelfilega drápi og alþjóðlegir mótmælahópar ganga hart eftir. Dýraverndarmenn halda því fram að þetta sé tilgangslaust hópmorð, sem setji selastofninn í hættu, og það fyrir lítilsverða lúxusverslun, sem ekki einu sinni færi Kanada nein umtalsverð auð- æfi. Varla er hægt að hafa á móti þessu. Fyrir aðeins nokkrum ára- tugum kæptu milljónir sela á Víg- stöðvunum. 1 ár hafa opinberir eftirlitsmenn komið auga á 300 þúsund kópa. Kanadísku og norsku selföngurunum, sem skipta með sér veiðinni, er leyft Kópana verður að veiða innan viku eftir að þeir fæðast, meðan skinnið er enn hvitt og verðmætt. að taka mest 170 þúsund kópa. Ef svo heldur áfram, munu kynslóðir framtíðarinnar aldrei sjá sel. Teg- undin verður blátt áfram útdauð. i ár hefur heimafólk hópast saman til sinna eigin mótmæla gegn öðrum mótmælendum. Varla er hægt að ganga eftir götunni I þessum litla fiskibæ St. Anthony og tala við íbúana, án þess að hafa samúð með málstað þeirra. Þarna er fjögurra mánaða vertíð á ári, meðan sjórinn er auður. Þar er enginn iðnaður, engin verzlun og 70% af íbúunum lifa á atvinnu- leysisstyrk það sem eftir er ársins. Selveidarnar ekki viðskipta- mál — heldur manndómur — Það eru Nýfundnalandsbúar sem eiga á hættu útrýmingu, ekki selurinn, segir Walter Carter, fiskimálaráðherra fylkisins. Þarna eru selveiðar ekki bara við- skiptamál, heldur manndómur. Þeir tala um karlmennsku, sem menn hafa vanist á að sýna og sanna úti á ísnum, og um virðingu þeirra, sem reynt er að hafa af þeim. — Við erum engir villi- menn, og við erum ekki ánægðir með það hvernig aðrir líta á okkur, segir 26 ára gamall piltur, Pearce Cull, sem hefur veitt sel síðan hann var 14 ára gamall. Þetta eru okkar lifnaðarhættir og við ætlum ekki að láta aðra hafa þá af okkur. Stundum fæ ég 3—4 skinn, þegar ég fer til veiða I bátnum mínum, stundum fæ ég Franihald á bls. 40 ADVERTISEMENT B ' BABY SEALS A STATEMENT BY THE ROYAL SOCIETY FOR THE PREVENTION OF CRUELTY TO ANIMALS FISKIMENNIRN- IR á Nýfundna- landi eru látnir I friði I lffsbasli sínu 11 mánuði á ári, þegar selveiðin hefst standa þeir skyndilega and- spænis kópunum, meðan þeir telja sig vera að verja af- komu sína. En í heimspress- unni er háð annað strfð, auglýsinga- strfð mifli Félags breskra loðfelda- framleiðenda og Konunglega breska dýraverndarfélags- ins. Báðir aðilar auglýsa í nákvæm- lega eins uppsett- um auglýsingum og með sömu mynd- inni af kópi. Báðar auglýsingarnar hafa yfirskriftina Kópar! En f texta fyrir neðan greinir aldeilis á. í annarri auglýs- ingunni er yfirlýs- ing frá loðskinna- framleiðendum, sem vfsa f greinar um málið og segja: Kópaveiðar, sem sagt hefur verið frá f blaðinu, fara fyrst og fremst fram vegna Iffkerfisins. Tegundin er langt frá þvf að vera f hættu, þvf Nýfundnalands- selurinn er talinn vera um 2 milljón dýr. Tala þeirra, sem leyft er að veiða árlega, er ákveðin af Norður- Atlantshafsfi.sk- veiðinefndinni og stjórnum Kanada og Noregs og miða að þvf að halda jafnvægi milli fisk- stofna og sela- stofna. Selir eru drepnir á mannúð- legan hátt, sem mælt er með af stjórnum Kanada og Bandarfkjanna og af ábyrgum dýraverndunar- samtökum. Að lok- um: Hvft kópa- skinn eru ekki not- uð af brezkum loð- skinnaframleið- endum til loðkápu- gerðar eða seld hjá þeim. Hinn textinn er yfirlýsing frá Konunglega dýra- verdunarfélaginu svo hljóðandi: Þessi tilgangslausa slátrun á selum, sem nú fer fram, er annað dæmi um eigingjarna rán- yrkju á dýrarfkinu. Það er réttlætt með þvf að það skapi jafnvægi f Iffkerf- inu, en tölur sem beitt er í þvf skyni eru tortryggilegar. Sfðan krefst sam- bandið þess að veiðunum verði hætt umsvifalaust og að Kanadíska rfkisstjórnin láti strax fara fram not- hæfar vfsindalegar rannsóknir á svo- kallaðri nauðsyn á svo grimmdarleg- um aðferðum. Og f lokin er spurt hvort þingmaður les- andans viti hvað fram fer og beðið um styrk, þar sem sambandið njóti ekki rfkisstyrkja. BÁBY SEALS: A STATEMENT FROM THE BRITISH FUR TRADE ASSOCIATION

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.