Morgunblaðið - 03.04.1977, Síða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. APRÍL 1977
„KRAFLA
- brautryðjenda-
starf við
virkjun jarðgufu
á íslandi"
í MORGUNBLAÐINU í gær birtist fyrri
hluti viðtals við dr. Gunnar Thoroddsen
iðnaðarráðherra um orkumál. f sfðari hluta
þessa viðtals, sem hér fer á eftir, svarar
ráðherrann spurningum um þá þætti orku-
máia, sem mestum deilum hafa valdið sfð-
ustu misseri, þ.á m. um Kröflu.
Þá komum við að byggðalfnu. Um hana hefur verið
sagt f fyrsta lagi, að þú hafir tafið framkvæmdir við
hana um eitt ár, í öðru lagi, engin raforka sé fyrir hendi
til þess að flytja eftir henni, f þriðja lagi að nauðsyn-
fegt hafi verið að leggja annað hvort byggðalfnu eða
byggja Kröfluvirkjun en ekki hvort tveggja. Hvað vilt
þú segja um byggðalfnuna og þessi gagnrýnisefni?
— Það er nauðsynlegt að vinna að því að tengja
saman með háspennulínum sem flestar virkjanir og
landshluta eftir því sem hagkvæmni og öryggi krefst,
segir dr. Gunnar Thoroddsen. Það þarf að flytja raforku
til þeirra byggðarlaga þar sem engar virkjanir eru fyrir
hendi. Einnig eru tengilínur milli héraða nauðsynlegar
af öryggisástæðum og þær auka hagkvæmni í rekstri
orkuvera vegna samkeyrslumöguleikanna, sem þær
skapa. Það kemur fyrir, að virkjun f einum landshluta
er vatnslítil, þegar nægilegt vatn er í annarri. — Ég
ætla, að um þetta stefnumark séu allir sammála. Að
könnun og undirbúningi slíkrar samtengingar hefur
verið unnið á annan áratug. Upphaflega var rætt um að
leggja línu yfir hálendið milli Norðurlands og Suður-
lands til að flytja rafmagn frá Þjórsárvirkjunum til
Norðurlands. Frá þessu var fallið vegna þess, að sú leið
þótti ekki nægilega örugg og hún kom heldur ekki að
gagni við dreifingu orkunnar um Norðurland og Vestur-
land. Þess vegna var ákveðið að leggja svokailaða
byggðalínu frá Suðvesturlandi um Vesturland yfir
Holtavörðuheiði, um Húnavatnssýslur og Skagafjörð til
Akureyrar. Sú ákvörðun var tekin af fyrrverandi ríkis-
stjórn 1973—74. I fjárlög fyrir árið 1974 var sett lán-
tökuheimild til þess að hefja lagningu þessarar línu.
Um sumarið ’74 var ákveðið að nota ekki þessa heimild,
en hinsvegar að veita 25 milljónum króna til að halda
áfram hönnun verksins. Þetta sama sumar höfðu verið
pantaðir staurar i línuna. Við stjórnarskiptin í ágústlok
stóðu málin þannig, að hönnun þessarar línu var langt
komin og að 1300 staurar voru komnir til landsins, en
ekki hægt að leysa þá út vegna þess, að fé var ekki fyrir
hendi. Núverandi ríkisstjórn tók þetta vandamál strax
til umræðu og meðferðar. Það var ákveðið að halda
áfram fyrirhuguðum framkvæmdum vió byggðalínu og
fela þær Rafmagnsveitum rfkisins. Ennfremur var afl-
að fjár til að leysa út staura og annað efni, sem komið
var til landsins. I fjárlagafrumvarp fyrir árið 1975 var
tekin nauðsynleg fjárveiting til að hefja framkvæmdir
við línuna og halda þeim áfram af fullum krafti. Þaó er
því fjarri sanni, þegar fyrrverandi iðnaðarráðherra
sakar mig um að hafa frestað og tafið þessa línulögn.
Málið var í algeru strandi, þegar hann lét af embætti,
ekkert fé fyrir hendi, en staurar á hafnarbakka, sem
hann hafði ekki getað leyst út. Allt þetta liggur fyrir í
skjölum 1 stjórnarráðinu. Síðan hefur verið unnið af
kappi við að leggja þessa línu og fyrir nokkru var hún
tengd á Akureyri við Laxárvirkjun. Hins vegar getur
hún ekki flutt nægilegt rafmagn enn, vegna þess, að
rafstrengur yfir Hvalfjörð hefur ekki næga flutnings-
getu. Ný háspennulína frá spennistöð við Geitháls fyrir
Hvalfjörð og að Andakílsárvirkjun hefur verið hönnuð
og undirbúin og var ætlunin að ljúka þeirri framkvæmd
á árinu 1978. Þessi framkvæmd er að mestu á vegum
Landsvirkjunar, en að nokkru á vegum Rafmagnsveitna
ríkisins. Nú hefur verið ákveðið að flýta þessum fram-
kvæmdum þannig, að linan verði tilbúin I lok þessa árs
og þá getur byggðalínan eða Norðurlinan, eins og hún
heitir nú, flutt um 50 megavött. Þessi flýting er m.a.
nauðsynlegt vegna þess, að sæstrengurinn yfir Hval-
fjörð er orðinn gamall. Ef hann bilaði gæti það tekió
vikur og koma honum í lag og þá væri vá fyrir dyrum i
rafmagnsmálum Vesturlands og Norðvesturlands.
En þessi Norðurlina til Akureyrar er aðeins hluti af
þeirri samtengingu landshluta, sem þarf að koma. Lín-
an frá Akureyri til Kröflu er nær fullgerð og næsta
stórverkefni er háspennulína frá Kröflu til Austur-
lands. Áætlað er að verja 500 millj. kr. til þeirrar línu i
ár og að ljúka henni á næsta ári. Þannig verður haldið
áfram að tengja saman virkjanir og landshluta eftir því,
sem fjármagn og aðrar aðstæður leyfa.
— Hvað kostar Norðurlfnan?
— Um tvo og hálfan milljarð
Verdur of mikil raf-
orka á Nordurlandi?
— En hvað er að segja um byggðalfnuna og Kröflu.
Nú er þvf haldið fram, að Kröfluvirkjun sé langtum of
stðr fyrir orkumarkaðinn á Norðurlandi, en jafnframt
hefur verið varið 2000 milljónum króna til þess að
leggja lfnu, sem flutt getur 50 megavatta orku frá
Suðurlandi til Norðurlands. Hvaða skýring er á þessum
framkvæmdum, sem sýnast munu valda miklu offram-
boði á raforku á Norðurlandi?
— Eins og ég kom að í upphafi þessa samtals er eitt af
meginstefnuatriðum i orkumálum að aðalvirkjanir
landsmanna verði ekki allar á sama svæðinu, heldur
verði þeim dreift um landið. Af öryggisástæðum, vegna
nýtingar, byggðasjónarmiða og með hliðsjón af því, að
aðalvirkjanir landsmanna eru nú á eldvirkum svæðum
er nauðsynlegt að dreifa virkjunum. Andstætt því sem
haldið hefur verið fram, að byggðalfna og Kröfluvirkj-
un hefðu ekki átt að fara saman, bar brýna nauðsyn til
að leggja háspennulinu, sem tengdi saman dreifikerfi á
Norðurlandi og Vesturlandi, sem þannig gæti flutt og
miðlað þeirri orku sem framleidd yrði i Kröfluvirkjun.
Hið sama gildir um lagningu háspennulinu frá Kröflu
til Austurlands sem áður hefur verið getið.
Einnig er rétt að benda á i þessu sambandi að
forsenda þess að reist verði stór orkuver annars staðar
en á hinum eldvirku svæðum Suðurlands er að til sé
dreifikerfi sem flutt geti orku þangað sem hennar er
þörf.
Að því er varðar stærð Kröfluvirkjunar vil ég víkja að
einu meginatriði um ákvörðun að stærð virkjana hér á
landi. Þegar við íslendingar virkjum okkar orkulindir
megum við ekki vinna út frá því sjónarmiði, að virkjun-
in sé fullnýtt um leið og hún tekur til starfa. Með þeim
hætti værum við dæmdir til sífells orkuskorts, sem
mundi valda öllum almenningi óbærilegum óþægindum
og verða fjötur um fót öllum atvinnurekstri sem þarf að
nota orku. Fyrirtæki, sem ekki geta treyst á að fá
nægilega orku þegar á þarf að halda, verða að leggja á
hilluna áform sín um nýja starfsemi eða aukin umsvif,
þannig að framleiðsla og atvinna verður minni en ella.
Þannig hiýtur orkuskortur að vera hemill á framfarir
og hagsæld landsmanna.
Þá er það einnig staðreynd, sem ber að hafa í huga, að
kostnaður á hverja framleidda einingu lækkar yfirleitt
eftir því sem virkjað er í stærri stfl upp að tilteknu
marki.
Þess vegna hljóta virkjanir óhjákvæmilega að hafa
töluvert af ónotaðri orku fyrstu árin eftir að þær taka
til starfa. Á árunum eftir 1950 byggðum við nær sam-
tímis írafossvirkjun í Sogi og annan áfanga Laxár-
virkjunar. Báðar þessar virkjanir voru mjög við vöxt,
þær nægðu 6 ár að minnsta kosti en höfðu fyrstu árin
töluvert af orku, sem ekki seldist. Þær tvær virkjanir,
sem nú eru í byggingu, Sigalda og Krafla, eru af
svipaðri stærð miðað við orkumarkað, en þær munu
ekki nægja í 6—7 ár. Bæói Sigalda og Krafla verða
fullnýttar 1980—81. Við höfum þvf 4 ár til stefnu, til
þess að bæta við virkjunum til að fúTlnægja þörfinni. Þó
að umframorka verði nú um sinn bæði frá Sigöldu og
Kröflu, er vöxtur orkunotkunar slíkur, að samkvæmt
þeim orkuspám, sem nýlega hafa verið birtar, verða
þessar virkjanir fullnýttar innan fárra ára. Vegna þessa
viðhorfs var ákveðið um síðustu áramót að veita
virkjunarleyfi fyrir Hrauneyjafossvirkjun, en það er
140 megavatta virkjun. Sú virkjun er nauðsynleg til
þess að tryggja næga raforku til almenningsþarfa og
atvinnurekstrar eftir að fyrrtaldar virkjanir verða full-
nýttar. Þessi virkjun er ekki ákveðin með hliðsjón af
stóriðju. Ef ákveðinn yrði þriðji kerskáli í Álverinu í
Straumsvík, þyrfti fyrr en ella að bæta við þriðju vél f
Hrauneyjafossvirkjun, þannig að hún verði 210
megavött. Um Hrauneyjafoss er rétt að geta þess, að sú
virkjun er fullhönnuð og tilbúin til útboðs, og að þvf er
stefnt, að framkvæmdir við hana geti orðið f beinu
framhaldi af Sigölduvirkjun en það er á margan hátt
mjög hagkvæmt og sparar fé. Að því er einnig stefnt að
haga útboðum þannig, að íslenzkir verktakar geti i sem
ríkustum mæli orðið aðilar að þessum framkvæmdum,
en áður hafa framkvæmdir við stórvirkjanir verið í svo
stórum áföngum, að íslenzkir aðilar hafa ekki ráðið við
þær og útlendir verktakar því orðið fyrir valinu.
Krafla
— Víkjum þá að Kröflu. Sú virkjunarframkvæmd
hefur verið gagnrýnd meira en aðrar opinberar fram-
kvæmdir um langt skeið og af ýmsum ástæðum. Þvf er
haldið fram, að ekki hafi verið um nægilegar rannsókn-