Morgunblaðið - 03.04.1977, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. APRÍL 1977
— Ræna átti...
Framhald af bls. 1.
bandi við ránið á leiðtoga kristi-
legra demókrata í Vestur-Berlín,
Peter Lorenz, fyrir tveimur árum.
Engin önnur nöfn voru birt, en
samkvæmt áreiðanlegum heimild-
um eru Bandaríkjamenn, Austur-
rikismenn og Suður-
Ameríkumenn meðal hinna hand-
teknu.
Frú Leijon og Palme báru
ábyrgð á framsali fimm vestur-
þýzkra hermdarverkamanna sem
lögðu undir sig vestur-þýzka
sendiráðið I Stokkhólmi 24. apríl
1975. Fyrirhuguð mannrán munu
hafa verið hugsuð sem hefnd fyr-
ir framsalið á tveggja ára afmæli
töku sendiráðsins.
— Sjónvarps-
gervihnöttur
Framhald af bls. 1.
áherzlu á mikilvægi þess að hægt
verði fyrir sjónvarpsáhorfendur í
einstökum löndum að ná dagskrá
hinna landanna, þar sem skilning-
ur og þekking grannríkisins getur
auðveldað skilning og lausn á eig-
in vandamálum, auk þess sem það
getur styrkt samkennd milli þjóð-
anna.
í þessu sambandi hefur verið
minnst á starf Norðurlandaráðs
að samræmingu á stafsetningu
Norðurlandanna og fyrirbyggj-
andi aðgerðir gegn því að Norður-
landamálin fjögur, íslenzka,
sænska, norska og danska þróist
ekki frekar í gagnstæðar áttir.
Var það álit margra ræðumanna
að norrænt sjónvarp gæti komið í
veg fyrir það. Svíar stefna að þvf
að geta byrjað að nota sjónvarps-
hnöttinn þegar árið 1980 og geta
þá sænskir sjónvarpsáhorfendur
annað hvort náð öðrum norræn-
um sjónvarpsdagskrám eða sam-
norrænu sjónvarpsefni.
Að venju er fjöldi tillagna til
meðferðar á þinginu. Flestar
varða Norðurlönd almennt svo
sem tillaga um að Norðurlönd
beiti sér fyrir verndun frjálsra
siglinga, samstarf um með-
höndlun á geislavirkum úrgangs-
efnum, samstarf um að gæta hags-
muna þróunarrikja I heimsvið-
skiptum og samvinnu í byggingar-
iðnaði. Aðrar varða aðeins ein-
staka hluta Norðurlanda, svo sem
samgöngur milli norðurhluta
Noregs, Sviþjóðar og Finnlands
eða samstarf sveitarfélaga sitt
hvorum megin við landamæri. Þá
hefur ráðherranefndin mælt með
fjölmörgum atriðum við rikis-
stjórnir varðandi einstaka þætti
efnahags- félags- og menningar-
mála.
Forsætisráðherrar Norðurland-
anna fimm munu halda blaða-
mannafund í dag, en i kvöld
verður 25 ára afmælishátíð
Norðurlandaráðs haldin í Finn-
landiahúsinu. Við sama tækifæri
tekur finnska skáldið Bo
Carpelan við bókmenntaverðlaun-
um Norðurlandaráðs.
Á sunnudag verður almennum
umræöum haldið áfram og mun
þá Gylfi Þ. Gíslason tala. Einnig
verður haldið áfram afgreiðslu
tillagna. Þinginu verður svo slitið
seinni hluta sunnudags, en flestir
íslenzku fulltrúarnir fara heim á
mánudag.
Ertu að byggja?
Það fyrsta, sem hver húsbyggjandi þarf að hafa
í huga er að tryggja sér gott timbur.
í meir en 70 ár höfum við verslað með timbur.
Sú mikla reynsla kemur nú viðskiptavinum
okkar til góða. Við getum m.a. boðið:
Móta og byggingatimbur í uppsláttinn og
sperrurnar. Smíðatimbur og þurrkað timbur í
innréttingar. Réttheflað timbur í skilrúmin.
Gagnvarið timbur f veggklæðningar, girðingar
og gróðurhús. Viðarþiljur á veggina.
Einnig höfum við margar þykktir og gerðir af
krossvið og spónaplötum, svo og harðtex,
olíusoðið masonite, teak, oregonfuru eða cypress
í útihurðir o.fl. Eik og teak til húsgagnasmíði.
Efni í glugga og sólbekki.
Onduline þakplötur á þökin.
Þá útvegum við límtrésbita og ramma í ýmiss
konar mannvirki.
Timburverzlunin
Volundur hf.
KLAPPARSTÍG 1, SÍMI 18430 — SKEIFAN 19, SÍMI 85244
BINGÓ
Málfundafélagið Óðinn heldur stórglæsilegt Bingó, n.k.
mánudagskvöld 4. apríl, kl. 20.30. AÐ Hótel Borg
Spilaðar verða 14 umferðir.
Margir eigulegir vinningar i boði.
Aðalvinningur 20 þúsund kr. vöruúttekt eftir eigin vali, eða
staðgreitt ef þess er óskað.
Stjórn Óðins.