Morgunblaðið - 03.04.1977, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. APRÍL 1977
43
fclk í
fréttum
Bíður
dauðans
+ Barbara Hutton, rikasta
kona í heimi, sem orðin er
64 ára, er bæði sjúk og
óhamingjusöm. Hún hefur
nú í næstum hfeilt ár búið i
hótelíbúð í Beverly Hills i
Los Angeles og allt bendir
til að hún endi ævina þar.
Hún hefur líflækni sinn
stöðugt hjá sér en hann
heitir Colin Fraser og hafur
verið sambýlismaður henn-
ar í 18 ár án þess þó að þau
hafi gengið í hjónaband en
Barbara hefur átt 7 eigin-
menn. Hún setur allt sitt
traust á Fraser. Hún gæti
keypt sér hvers konar
læknishjálp og ótal vini
fyrir milljónirnar sínar en
hún gerir það ekki. Liggj-
andi í rúminu eða sitjandi í
hjólastól eyðir hún tím-
anum við að lesa glæpa-
sögur, og áhyggjum sínum
og kvölum eyðir hún með
því að drekka áfengi. Hún
borðar sjaldan og hefur lést
um 46 kiló. Hún treystir
engum nemá Colin Fraser
og hann verður að smakka
á öllu sem hún lætur inn
fyrir sínar varir. Hvort sem
það er matur eða drykkur.
Hún lifir í stöðugum ótta
við að einhver reyni að
byrla henni eitur. Hinn 48
ára gamli Fraser gerir ai]t
sem hann getur til að
gleðja sambýliskonu sina
en árangurinn er harla litill.
Barbara Hutton átti lengi
þá ósk heitasta að dvelja
hluta af vetrinum í villunni
skammt frá Tanger höfuð-
stað Marokko. En hún var
of veikburða til að ferðast.
Hún bíður aðeins dauðans.
A myndinni er Fraser að
bera Barböru út i bil.
Margt er
skrítið í
kýrhausn-
um
+ Ungar og ólofaðar þjóð-
höfðingjadætur eru alltaf vin-
sælt fréttaefni. Furstahjónin f
Monaco hafa krafist 360
milljóna króna skaðabóta af
brasilfska milljónamærings-
syninum Francesco Scarpa
fyrir að láta sér um munn fara
að Caroline furstadóttir sé ekki
lengur hrein mey. Og ekki nóg
með það, heldur er samkvæmt
brasilfskum lögum hægt að
dæma hann f 18 mánaða
fangelsi fyrir ærumeiðandi
fullyrðingar. Þegar Francesco
frétti um uppþotið sem þessi
fullyrðing hans olli f höllinni
við Rivieruna sagði hann að
þetta væri allt misskilningur.
„Blaðamennirnir spurðu mig
hvaða konur ég hefði þekkt og
ég taidi upp nokkrar og meðal
þeirra var Caroline." Hann hef-
ur nú beðið lögfræðing sinn að
reyna að komast að samkomu-
lagi við furstahjónin og ef
málið fer fyrir rétt ætlar hann
að krefjast þess að Caroline
gangist undir læknisskoðun.
En ef ungfrúin reynist ekki
hrein mey eru til ráð við því.
Plastik-skurðlæknirinn Kohei
Marsukubo f Tokio f Japan
kippir þvf f lag með smá skurð-
aðgerð sem tekur 20 mfnútur.
Já, það er margt skrýtið f kýr-
hausnum.
Seljum á morgun
eftirtalda Citroén bíla
CX 2000 árg. '75
GS Club 1220 '77
GS Club 1220 árg.'74
GS Club 1015 ðrg. '71
GS Glub 1220 station árg. '75
GS Club 1220 station árg. '74
GS Comfort 1220 árg. '74
Ami 8 árg '75
Ami 8 árg. '73
Ami 8 station árg. '74
2CV 4 (braggi) árg. '71
D Super árg. '74
DS 23 Pallas árg. '73
D Super árg. '73
D Special árg. '71
DS árg. '68
G/obus?
Lágmúla 5 sími 81555
Undanfarið hefur þessi frábæra hljómplata verið ein mest selda
erlenda platan á íslandi og reyndar vlðast hvar Nú. þegar hafa
selst hátt á þriðja þúsund eintök hér, enda ekki furða, þvi
að á DISCO ROCKET eru flest vinsælustu lögin á islandi I dag.
Má þar nefna: l'll Meet You at Midnight með Smokie — Jeans on
með David Dundas — Blinded by the Light með Manfred Mann —
Mississippi með Pussycat og Sextán önnur skemmtileg lög
DISCO ROCKET — Platan sem allir þurfa aSeiga.
Með lögum skal land byggja
fÍCÍAAf hf.
Dreifing um Karnabæ s: 28155
O.
•VV