Alþýðublaðið - 24.12.1930, Blaðsíða 1
1930.
þýðubla
Gefift m «V álþýðiflAklnni
AÖfangadag jóla.
321. töiublað.
ndafall.
Eftir séra Sigurð Einarsson.
i.
í árdegi tímans upp var tjaldinu lyft:
Hiin almáttka hönd hafði skapað himin og jörð,
á festingu stjömur, hvert fjall og dal á sinn stað
og flskana í sjónum, á völlum lagðsíða hjörð.
Og svo kom maðurinn, meistaraverkið alls.
Pá tnælti drottinn: Velkominn, sonur minn, hér!
Og sjá, þú átt þessa jörð frá fjöru til fjalls
og fugla loftsins og alt hvað í sjónum er.
En tré stöð þar edtt með ávöxt, sem bannaður var.
Hann átti að vísu af slíkum heilan skóg.
Samt fann hann það vel, að fegurst af öllum það var.
Pað freistaði hans og lét hann aldrei í ró.
Svo tók hann eplið. En sagan um syndafall,
þessa sókndjörfu visindatilra’un hins fyrsta manns,
hún ýkir það mjög, hve hurð nærri hælum skall,
að hefði það orðið síðasti bitinn hans.
Því drottimn sagði: Sonur og dóttir mín,
ég sé ykkur hentar ei þetta pössunarstarf.
Slikt höfðingja makræði hefnir í afbrotum sin
og hvöt til að vinna hlutuð þið frá mélr í arf.
En sjá! Ég gef ykkur unga, órækta jörð,
í andlits þíns sveita skaltu neyta þins brauðs.
Þér verður hún leinatt óþjál og grimm og hörð,
en uppspretta þinnar giftu, þroska og auðs.
Og afrek sé bæn þín og iðja þín þakkargjörð.
Þaö eitt mun þér duga að setja mót torfærum hart
Og fjallsins iður og þenna svarta svörð
áttu að særa til hlýðni að gefa þér alt, sem þú þarft.
En héðan af verðurðu sjálfur að segja þér alt,
og seinna getum við hjalað um aflát og náð.
N'ú hljómar hver opinberun: Þú skalt, þú skalt,
hinn skerandi suiitur mun kenna þér þúsund ráð.
i
En gleymdu ekki, að þú átt þó alt, sem þú sér!
1 aumingjaskap þinum, fálmi og blindandi leit
er það boráð alt til að þjóna og hlýða þér
og þessu til staðfestu nafn mitt og skaparaheit.
Svo kvaddi drottinn hinn krjúpandi villimann,
sem kvikulum flóttaaugum á herra sinn gaut.
En fyr en hann yfirgaf Eden, saelunnar rann,
hann eplanna siðustu af forboðna trénu naut.
II.
Og þannig leið tíminn, þannig leið öld eftir öld,
þá ákvað drottinn að líta á mannsins hag.
Hamn velti þvi fyrir sér hugsandi kvöld eftir kvöld
og kaus sér þvi næst til ferðar einn góðviðrisdag.
Svo kom' hann niður og fór um borgir og bygð,
sá brýr og haínir og alls konar framfaravott.
Og hann fór að gleðjast og dást að mannsdns dygð
og dugnaði harxs tdl að skapa fagurt og gott.
Svo hitti hann manninn, sem málm i verksmiðju sló.
Hann mændi á hann hissa og sýndist hann ógnarLegt gauð.
Á nankinsbuxum með býsna lélega skó
og blóðlausar varir og augun þrútin og rauð.
Og drottinn mælti: Nú dámar mér, sonur sæll,
hver déldnn hefir þó bakað þér þvílíkt mein?
Ég skil þig ekki, — þú ert þó aldrei þræll?
Og þess utan ekkert annað en skinin bein!
Ég er ekki þræll, heldur fullveðja maður og frjáls.
Þér finst nú kann ske það sjái lítið á mér.
Ég er verkamaður og vinn að framleiðslu stáls,
það verður nú enginn feitur af kaupinu hér.
Við reyndum með verkfali í fyrra, en það fór á þá Ieið,
að fimm vikna himgur var alt, sem við náðUm með því.
En verksmiðjueigandinn tekur það tjón, sem hann beið,
með 10 o/o hækkun af greninu, þar sem ég bý.
Og drottáxin varð hugsi og burt þaðan hljóðlega hvarf,
þá hitti hann fyrir á torgi fjölmenna sveit:
„Hví eruð þér ekki á akri, eða við starf?"
Þá önzuðu hinir: „Þú spyr þann, sem ekki veiit.
Það tekur í hnúka með atrvinnuleysiið í ár
og altalaðk lagsi, að þeir komi með verkabönn enn
ef kaupið ei lækki.“ — En drottinn varð fölur og fár
og fann, að hann skiidi ekki þessa vesalings menn.
Hann flýðd úr borginni, fór í skyndi upp í svett,
sá fullgróna akra ljóma við hnígandi sól.
Og mitt í dýrðinni bónda-búgarð hann leit,
þar bað hann í auðmýkt um kveldvetð og næturskjól.
„Já, heimil er rekkjan, blessaður," bóndi kvað,
„en bágra til matar, því svo eru kaupin gjörð,
það fer mest í ledgur og landskuld á þessum stað
það litla, sem urgast með striti upp úr þessari jörð.“
f
Þá gramdist drottni. Hann skildi ekki annaðhvert orð
um atvinnurekendúr, verkbönn og hungurlaun.
Hann hafði þó gefið þeim unga, órækta jörð,
sem átti að gjalda með blessun sérhverja raun.
Að vísu hafði hann skapað skriðdýr og leopard,
og skaðræðisslöngur að reyna þolrifin manns.
En skrýmsli, sem gleypti allrar vinnunnar arð,
varð ekki fundið í pláguregistri hans.