Alþýðublaðið - 24.12.1930, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 24.12.1930, Blaðsíða 7
Jólablað 1930. ALt> VÐUBLAÐÍÐ 7 með ölhnn harmkvælum' hinna fornu álaga. Hún streyimör í gegn uro æðar drykkjumannsins, sein hefir náð isér í 'óhol-t Sáfengr í jóla- glaðning, legst eins og plástur á lúið bak verkamannsins, sem nú fær að hvíla sig eftir langt strit. Hún hoppar brosandli upp á prik- ið til hænsnanna, sem diotta með höfuð undir væng eftir að *hafa fengið fylli sina af jólagrautn- uro Hún er alls staðar, pvi Heims um ból helg eru jól — — En samt var einn, sem enga jólaglaðning hafði fengið, en var nú að leita að henni. Það var svartur köttur. Grænhoraður var hann og vesaldarlegur. Hann drap fótunum hægt ofan í mjöll- ina. Tók smákippi og sentist á- fram., stanzaði svo og hristi af löppunum tiil skiftis. Hann leit flóttalega í krcng um sig með grænum glyrnunum, sem brunnu af hungri. Hann var að ieita að einhverjum þurrum stað, pví hann kunni svo illa við væturöa í Ém'jöi!- inni. En enginn purr staður var sjáanlegur, hvað pá heldur nokk- uð ætilegt. Hann skjögraði eftir götunni, kaldur, og hungraður. Honum lá við að bölva á sjálfa jólanóttina. Skárri voru pað jólin! Og pví purfti nú endilega að vera þessi snjór? Kisa brá upp í sig annari framlöppinni og blés í katin. En það gerði bara ilt verra. Snjórinn bráðnaði pví meir, sem loppan var heitari. — Að hún skyldi ekki að minsta kosti geta haft hófa eins og hestarnir, pá þyrfti húm ekki að óttast snjóinn! Þvílík forsjón! Þvílík jól! En pað var annars gott að hafa klær. Ekki skiftandi á peim og hófum. Kisa glotti í kampinn. Hún var komin að dómkirkj- unni, stóð par og horfði inn um opnar dyrnar. Hún fékk glýju í augun af ljósadýrðinni. Það lagði hlýju á móti henni. Þarna rnyndi purt inni. En páð var samt ein- hver beygur i henni við guðs- húsið. Hún læddist fram og aft- ur, óákveðin eins og pingmaður við atkvæðagreiðslu. Sulturinn var pegar farinn að búa til fiðlu- strengi úr görnum hennar. Loks tók hún í sig kjark og læddist inn í fordyri kirkjunnar. Fólkið stóð fram að dyrum. Þar var lika blautt. Hún varð að komast innar. Henni óaði við hávaðanum og mannfjöldanum og leizt ekki matvænlega á sig þarna inni. Hefir. líklega hugsað að allir væru mjálmandi af sulti. Kisa smámjakaði sér innar eft- ir pví sem hún vandist ljósinu og sá að enginn veitti henni eftir- tekt. Hana langaði til að komast sem lengst imn í hlýjuna. Hún var svo dauðans preydt og blaut. í allan dag hafði hún verið að reyna að ná í eifthvað ætilegt, en ekki tekist það. Búin að leita i ótal rottuholum, sem hún þekti, og finna margar nýjar, en þaö var eins og jólin hefðu' gleypt allar rottur, og við snjótitlingana treysti hún sér ekki. Hún var svo máttfarin, að hún bókstaflega gat ekki' staðið í pví að vera að stökkva þetta árangurslaust og sjá pá fljúga á siðasta augna- bliki. Nú vildi hún bara sofa. Hnipra sig í hnút á einhverjum purrum istað og sofa. Hún varð alt af áræðnari, fikaði sig innar og ætlaði að leggjast undir ein- hvern bekkinn. Þá heyrði hún lágt uss og stanzaði við. Grænu glyrnurnar fyltust af varkárni. Svo hélt hún áfram. Hún var rétt að komast inn undir bekkinn þegar stór mannshönd greip í hnakkadrembið á henni og hóf hana á Loft. Kisa hvæsti og spriklaði svo bleytan pyrlaðist af henni eins og reykur. Maðurinn bar hana út að dyrum. Menn hliðruðu til fyrir peim eins og þau væru brúðhjón. — Fyj! sagöi maðurinn. Svo flaug kisa gegn- um loftið og skall ofan í snjó- inn. Hún var svo ringluð, að hún stóð ekki strax upp. Svo rölti hún af stað og gaf guðshúsi um leið óhýrt auga. Kisa Lagði leið sína meðfram húsveggjunum. Hún straukst á- fram yfir snjóinn eins og skuggi auðnuleysisins. Helgi jólanna hafði engin áhrif á örlög henn- ar. Hún stanzaði við og við og rýndi inn í snjókomuna. Snjó- komin féllu pegjandi á svarta feldinn hennar og gerðu hann hvítan og vöxt kisu afkáralegan. — Hún var af flækingskattakyni og hafði alist upp við harðræði. Frá blautu bamsbeini hafði hún ■Vanist á að bjarga sér sjálf og hún hafði náð margri góðri bráð, bæði niður við sjó og að húsa- baki, meðan hún var ung og sterk. Rottur og smáfuglar höfðu fengið að kenna á klóm he'nnar og kjafti. Það kom vatn í miunn- inn á kisu við þær endurminn- ingar. Sá, sem nú hefði heitt blóð að hressa sig á! Oft hafði hún þolað imargt strítt, en ekkert eins ömurlegt og pessa jólanótt. En hún mundi líka eftir mörgum góðviðrisdeginum pegar hún hafði legið södd og sæl í sól- skininu og sofið. Hún mundd eft- ir blessuðum' litlu kettlingunum sínum. Hún hafði átt pá marga, því hún hafði elskað eins og kett- ir eiga að elska. Him hafði lifað eðlilegu lifi og aldrei reimt að svíkjast frá lögmáli lífsins með pví að koma sér í hús til mann- anna og Iáta pá sjá fyrir sér. Hún hafði að eins farið þangað inn til pess að klófesta eitth\rað matarkyns eða elta Tottur. Nú vom allir kettlingarnir hennar farnir út í veður Og vind. Hún vissi ekki um neinn peirra. Kann ske einhver peirra hefði hjálpað henni í kvöld í raunum hennar, eins og hún gerði þegar hún var að veiða handa þeim og bar trotturnar i kjaftinum langan veg heim í bælið peirra í gamla vörukassanum bak við geymslu- skúrana. — Sjá blessuð litlu skinnin, þegar peir vom að urra og stökkva á dauðu rottuna og bita hana. í>eir espuðu sig og þöndu, unz þeir höfðu talið sjálf- um sér trú um að peir hefðu drepið hana. Svo kendi hún peím tökin og að læðast. Það var ekki lítil hreyknin hjá peim, litlu hnoðmnum, pegar þeir komu draslandi með fyrstu músina, sem peir höfðu unnið á. Montnir, eins og aldrei hefði verið lagt stærra dýr að velli. Einu sinni hafði hún mist fimm börn sín í einu úr þessum venjulega sjúk- dómi: Maður hafði fundið bæli hennar, meðan hún var á veið- umi, tekiö alla kettlingana, sett pá í poka og fleygt peim í sjó- inn. Kisa gnísti tönnum við pá hugsun. Þeir voru svo ungir og kattvænlegir. — Já, hún hafði þolað m.argar raunir, og pó bless- aði hún lífið á sína vísu, Hún hafði líka unnið marga sigra í lífinu, verið feit og spriklandi af fjöri og sungið ástarsöngva móti maka sínum í húminu á kvöldin. En nú var hún órðin gömul og stirð, vonleysi ellinnar ásótti hana eins og gömul draugasaga. Kisa heyrði eitthvert hark að baki sér. Fólkið streymidi úr kirkjunum heim í hlý húsin, par sem jólaljósin biðu og krásirnar. Menn höfðu regnhlífar yfir sér til að verjast úrkomúnni og hlýja skó á fótum. Sájir þeirra voru fullar af unaði jólaerindisins. Kisa skauzt til hliðar inn í húsa- garð. Þar var stafli af tómum kössum. Hún klifraðist upp á hann og horfði inn um opinn glugga á eldhúsi. Það lagði hiýju út um gluggann og — ilmandi lykt af steiktu kjöti. Kisa saug í sig ilminn. Hann seitlaði um gal- tóm innyfli hennar eins og log- andi áfengi. Hún ætlaði að tryll- ast og stökkva beint inn um gluggann, en meðfædd varkárni og reynsla hömluðu pví. Hún sá bera skugga á drifhvítt tjaldið, sem var fyrir ghigganum. Það var ekki góðs viti. Skugginn fyrir innan gluggann söng og færðist fram og aftur. Það glamraði í diskum og snarkaði í feiti á pönnu. Kisa sfterti eyrun og glenti upp augun. Hún hnipraði sig saman til stökks hvað eftir annað, en porði pó ekki. Loks stökk hún ofan af kössunum. Ver- ið gat að eitthvað matarkyns væri þarna úti, fyrst svona mikið var inni fyrir. Kann ske höfðu mennirnir sett eitthvað út handa henni á jólanóttina. Hún fór að snuðra frám og aftur um húsa- garðinn, en par var ekkert annað en snjór — 'snjór. Það hlýtur að vera eitthvað ætilegt hér úti líka. — Svo skammaðist hún sín fyrir aö hugsa þannig, pað var eklri samboðið rökfræði kattar. Hún fann að hún var að draga sjálfa sig á tálar, af því að hún var hrædd við að stökkva inn um gluggann. Svo klifraði hún aftur upp á kassana og góndi inn. Nú sá hún engan skugga og alt var hljótt. Kisa vissi hve augnabliliin eru dýrmæt í baráttunni um matinn. Án pess að tefja stökk hún fim- lega og hljóðlaust upp í giugga- kistuna. Hún stakk hausnum var- lega inn undir tjaldið og litað- ist um. Inst á bekksendanum stóð diskur með kjöti. Það gneistaði af augum kisu við pessa sýn. Hún hljóp rakleitt að diskinum og hjó tönnunum í kjötið. Það var brennheitt, hún hrökk aftur á bak urrandi. En hún varð að ná pví pó pað skaðbrendi hana. — Ljótur vani þetta hjá mönn- {unum aÖ vera að hita svona xnat- inn. Hún Iagði aftur til. í sama bili opnaðist hurð rétt hjá henrú og hún heyrði einhvem reka upp hátt hljóð. E'tt augnablik stóð kisa kyr og hvæstL Augun skutu eldiingum og ldærnar komu langt fram úr mjúkum þófuniim. Þao var voðalegt að missa af þessari bráð fyrir hana, eins hungmö og hún var, en hún sá hve von- laust það var áð komast burt tmeð kjötið undan konunni, sem óð að hennd. Hún beið pví ekki boðanna, heldur hljóp út um giuggann og stökk út. Um ieið og hún stökk fékk hún bylmings- .högg af einhverju hörðu yfir pveran hrygginn. Hún misti stökksins og náði ekki kössun- um, en féll til jarðar. Hana kendi svo til, að henni sortnaði fyrir augum. Svarta kisa skreiddist á fætur. Hún horfði óttaslegin úpp í gluggann og labbaði burt. Hana ^auðverkja'ði í hrygginn við hvert spor, sem hún gekk, og hálfdró á eftir sér afturhlutann. Hún komst ekki iengra fyrir kvölum en lagðist á kviðinn niðiur í snjú- inn. Ætlaði pá alt að ganga á móti henni pessa jólanótt? Það hrukku tár af grænum glyrnún- urn. Hún háifgleymdá sultiinun fyrir lívölunum í hiyrggnum, Lá bara á kviðnum og stakk sinett- inu ofan í mjúka mjöllina. Það snjóaði alt af. Einu sinni reis káisa upp og reyndi að halda á- fram. Hún komst ekki nema fá- ein skref, rak upp hást mjólm og lagðist aftur á kviðinn protin að kröftum, Hún dró framlapp- iirnar upp unddr hökuna og lygndi aftur augunum. Sársaukinn i hryggnum var ekki' eins tilfinn- anlegur ef hún lá grafkyr. En pá hafði sulturinn hátt. Hún gat ekki sofið af þvi að hún gat ekki hniprað sig saman í kuðung eins og hún var vön. Heiimi í hátíð er ný — sungu börnin, sem gengu kring um jólatréð í hlýju stofunni. södd af steiMnni og glöð yfir gjöfunum, sem pau höfðu fengið fyrir tilstiili jólabamsins. Kisa var komln á kaf í mjöil-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.