Morgunblaðið - 26.06.1977, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 26.06.1977, Qupperneq 1
138. tbl. 64. árg. SUNNUDAGUR 26. JÚNÍ 1977 Prentsmiðja Morgunblaðsins. „Hvert eigum við að fara núna?“ sögðu þau hvort við annað ferðamennirnir f Reykjavík í gærmorgun, enda lítið við að vera fyrir ferðafólk í höfuðborginni á Iaugardegi. Ljósm. Ól. K.M. Ljóstrað upp um pyntingar á einræðistíma Indiru Gandhi Carilloí konungs- veizlu Madrid, Hóm, París 25. júní. AP. Reuter. SPÁNSKA kommúnistaleiðtogan- um Santiago Carillo var í gær boðið [ móttöku sem Juan Carlos konungur og Sophia drottning héldu fyrir helztu stjórnmálaleið- toga, diplómata og herforingja landsins. Þykir þetta benda til þess að spánska konungsfjöl- skyldan hafi nú að fullu sætt sig við þátttöku kommúnista f stjórn- málalífi landsins, en aðeins eru sex mánuðir sfðan Carillo var f fangelsi á Spáni. Carillo hefur tekið mjög sjálf- stæða afstöðu gagnvart komm- únistaflokki Sovétríkjanna, likt og leiðtogar kommúnista í Frakk- landi og á ítaliu, við lítinn fögnuð Sovétleiðtoganna. Þannig segir vikublaðið „New Times“ i Moskvu að ef „túlkun Carillo á Evrópukommúnismanum væri framkvæmd, mundi það leiða til klofnings i hinni alþjóðlegu kommúnistahreyfingu." Þetta segir blaðið i ritdómi um bók Carillos „Evrópukommúnisminn og rikið“. ítalska kommúnistamálgagnið Paese Sera gagnrýndi í dag harð- lega greininga í New Times og afstöðu Sovétleiðtoganna til Evrópukommúnismans og segir að svo virðist sem Sovétmenn séu hræddir við að hugmyndir þeirr- ar stefnu muni breiðast út í Austur-Evrópu. Aðalmálgagn kommúnista- flokks Austur-Þýzkalands, Neues Deutschland, tók í dag upp hanzk- ann fyrir Sovétmenn og gagn- rýndi Carillo og aðra stuðnings- menn Evrópukommúnismans harðlega. Nairobi, Kenya. 25 júní. Reuter HERFORINGI úr her Uganda sem flúði til Kenya fyrir skemmstu sagði I dag að Idi Amin forseti hefði sjálfur stjórnað flokki hermanna I bardaga gegn uppreisnarmönnum, sem reyndu að steypa honum af stóli I sfðustu viku. Frá þessu er skýrt f dagblaðinu „Nation" f Nairobi f dag. Segir herforinginn, sem ekki vill láta nafns slns getið. að bardaginn hafi staðið f átta tfma og með sigri Amfns hafi verið bundinn endi á samsæri gegn honum, sem hafi verið f undir- búningi f rúmt ár með þátttöku um 1000 Ugandamanna. Nation segir einnig frá þvf og hefur eftir heimildum f Kampala að fimm MIG herþotur úr flugher Uganda hafi verið eyðilagðar á Entebbe-flugvelli samkvaemt fyrirmælum Amfns, þvi hann hafi talið að foringjar úr flughern- um hafi tekið þátt i samsærinu Að þvl er blaðið i Nairobi hefur eftir herforingjanum sem flúði Uganda stóðu ýmsir foringjar i hernum, kaup- sýslumenn og Ugandbúar sem flúið hafa land að byltingartilrauninni gegn Amin. Hafi verið búið að safna saman með leynd miklu af vopnum og ráða- gerðir verið uppi um að gera árás á nokkrar mikilvægar bækistöðvar hers- ins og forsetans sjálfs. „Okkur var komið i opna skjöldu. þegar velbúnir og þrautþjálfaðir herflokkar Amlns réð- ust á okkur að morgni til," er haft eftir Nýju-Delhi, 25. júní, AP. HROLLVEKJANDI frásagnir uni pyntingar á pólitískum föngum og jafnvel morð á einræðistíma Indiru Gandhi frá júnf 1975 fram á þetta ár hafa undanfarið verið að skjóta upp kollinum f kjölfar þess að hrundið hefur verið af stað opinberri rannsókn á ásökun- um af þessu tagi. Búizt er við að skýrt verði frá endanlegum herforingjanum. Hann segir að barizt hafi verið f átta tima og margir fallið beggja vegna viglinunnar Uppreisnar- mennirnir hafi ekki verið búnir undir langa orustu og brátt orðið uppi— skroppa með skotfæri og orðið að leggja á flótta Segir herforinginn að margir þeirra hafi flúið til nærliggjandi niðurstöðum þessarar rannsóknar fyrir árslok. Tvö indversk tímarit og nefnd skipuð þekktum borgurum hafa þegar birt ískyggilegar frásagnir af pyntingum, sem yfivöld leyfðu á þessu tímabili. Eru sumar frá- sagnirnar hafðar beint eftir fórn- ardýrunum. Blöðin skýra frá þvi að mikill fjöldi fanga hafi mátt þola mjög landa, en aðrir fari enn huldu höfði i Uganda „Við hefðum getað verið við völd f Úganda núna, ef við hefðum ekki verið sviknir." segir herforinginn Útvarpið i Uganda hefur ekki enn sagt frá þessum atburðum né staðfest að uppreisnartilraun hafi verið bæld niður eða atlaga gerð að lífi Amins slæma meðferð af hálfu lögreglu og fangavarða, þar á meðal bar- smíðar og raflost. Einnig er getið um enn grimmilegri pyntingar svo sem þegar föngum var gert að liggja allsnöktum á ís um langa hríð eða þeir hengdir upp á úln- liðunum og látnir hanga þannig lengi. Segir að sumar pyntingaað- ferðanna hafi greinilega verið fengnar að láni frá sumum Suður- Ameríkuríkjanna, þar sem slik- um aðferðum er mikið beitt. Romesh Thapar, ritstjóri tima- ritsins „Seminar“, sem sjálfur lagði niður útgáfu sina á meðan svokallaðar neyðarráðstafanir Indiru Gandhi voru rikjandi i stað þess að búa við ritskoðun, segir í riti sinu að ofbeldisaðgerð- ir lögreglunnar hafi a.m.k. haft óbeinan stuðning sonar Indiru, Sanjay, en hann hafi verið pottur- inn og pannan á bak við ráðstaf- anir móður sinnar. „Sanjay réð öllu,“ segir Thapar, „ef menn framfylgdu ekki fyrirmælum hans voru þeir fjarlægðir." DAUÐS- FÖLL í DÝRA- GARÐI Bamako. Mali, og Bangkok, 25. júní Reuter. MIKIÐ er um dauðsföll í ríkis- dýragarðinum f Vestur- Afrfkurfkinu Malí um þessar mundir. Ungur flóðhestur beið bana vegna meiðsla sem hann hlaut er hann fylgdist með innbyrðis átökum foreldra sinna og flestar gazellurnar f garðinum frömdu sjálfsmorð með þvf að hlaupa á miklum hraða á girðingarnar á svæð- inu. Þá varð Ijónynja nokkur bráðkvödd í dýragarðinum fyr- ir skemmstu og fíll sem þar var til húsa fékk hægt andlát án þess að viðunandi andláts- skýringar fyndust. Aðrar fréttir úr dýrarikinu eru þær helztar að hvítur fíll, sem fæddist i frumskógum Thailands, var færður konungi landsins, Bhumibol, að gjöf við sérstaka trúarlega athöfn í Bangkok i dag. Albinófillinn, sem er þriggja ára, mun fram- vegis halda til í sérstökum garði við konungshöllina ásamt þremur öðrum sams konar sem konungi hafa verið gefnir. Hvitir filar eru taldir færa heppni og hamingju á Thailandi, því þeir eru taldir í ætt við guðinn Vishnu. 99,98% kjörsókn í Sovétríkjunum Moskvu. 25. júní. NTB Reuter. SEXTÍU og einn frambjóðandi af 2,2 miiljónum náði ekki kjöri I bæjar- og sveitarstjórnakosningum sem haldn- ar voru í Sovétríkjunum á sunnudag, að því er Tass-fréttastofan skýrði frá í gær. Aðeins einn frambjóðandi er í kjöri í hverju kjördæmi og telst hann rétt kjörinn fái hann meir en helming greiddra aðkvæða. en kjósendum er heimilt að rita nöfn annarra en fram- bjóðandans á kjörseðilinn og greiða þannig öðrum atkvæði Fái frambjóð- andinn eini ekki helming atkvæða hef- ur hann fallið og fer þá fram aukakosn- ing innan tveggja vikna Að sögn Tass var þátttaka i þessum kosningum 99,98% og segir fréttastofan að þessi mikla þátttaka kjósenda sýni enn á ný hve sovézkir þegnar séu áhugasamir um stjórnmál. Eistland: Miklar stúdentaóeirdir í Tartu TÍMARITIÐ Sönumid, sem gefið er út af Eistlendingum, búsettum T Svíþjóð, skýrði frá þvf nýlega, að 3. desember s.l. hefðu orðið mikl- ar stúdentaóeirðir f borginni Tartu f Eistlandi. Hafi um þúsund náms- menn tekið þátt f aðgerðunum, en tilefnið var að lögreglan bannaði á sfðustu stundu skemmtun, sem nemendur landbúnaðarháskólans ætluðu að halda. Óeirðirnar hóf- ust við samkomusalinn þar sem skemmtunin átti að fara fram, en bárust fljótlega út um borgina. Um þúsund námsmenn tóku þátt í óspektum þessum, sem enduðu með meiriháttar átökum er þeir bjuggust til að halda útifund á aðal- torgi borgarinnar Framan af tókst lögreglunni að halda aftur af andófs- fólkinu, en er líða tók að miðnætti hafði lögreglulið verið eflt mjög. og naut það aðstoðar sérþjálfaðra KGB- manna. Voru ráðstafanir gerðar til að fá liðstyrk frá Tallin. Herinn fékk skipun um að vera f viðbragðsstöðu og sveit öryggislögreglumanna frá KGB-stöðvunum í Tallin kom flug- leiðis til Tartu. Aðgerðir lögreglunnar miðuðust fyrst og fremst við að koma í veg fyrir að mannfjöldinn kæmist inn á aðaltorgið og voru vegatálmanir settar upp í öllum hliðargötum Nokkrum tókst þó að komast inn á torgið og rifu þeir niður spjald sem sett hafði verið upp » tilefni sovézka þjóðhátíðardagsins 5. desember. Þeir, sem reyndu að komast inn á torgið. voru flestir gripnir og fluttir brott í lögreglubílum. Andófsmönn- unum tókst að ná einum félaqa sinna úr höndum lögreglunnar, sem greip þá til skotvopna, en skaut upp í loftið, þannig að enginn særðist. Þrír lögregluþjónar sáust sparka í unga stúlku, en grjótkast á lögregl- una var svar mótmælafólksins við slíkum aðferðum. Um það leyti, sem átökunum linnti, klukkan 2 30 um nóttina, var slökkvilið borgarinnar komið á vettvang Flestir, sem handteknir voru um nóttina, voru látnir lausir um morg- uninn, eftir að hafa undirritað yfir- lýsingar um aðild síníi að málinu. Næstu daga var öllum stúdentum I borginni gert að skila skrifaðri grein- argerð um athafnir sfnar kvöldið 3. desember. í öllum æðri mennta- stofnunum f borginni hófst mikil herferð þar sem starfsmenn öryggis- lögreglunnar héldu fyrirlestra til að útbreiða þá skoðun, að uppþotin hefðu lítið gildi og hefðu í rauninni ekki verið annað en ólæti lítt þrosk- aðra unglinga. j flokksmálgagninu á staðnum birtist grein eftir ritstjórann undir fyrirsögninni „Barnaleg og hugsunarlaus hegðun". Uppreisnin f Tartu átti sér langan aðdraganda. Fyrir um það bil einum áratug var farið að gæta aukins frjálsræðis í stjórn háskólans. Eftir atburðina í Tékkóslóvakíu 1968 varð á því breyting og frekari við- leitni til að koma á lýðræðislegri vinnubrögðum lauk Þjóðernissinnar leiðtogar stúdenta og lýðræðissinn- ar í skólanum voru flestir reknir, og nú orðið má heita, að ekkert félagslff sé meðal stúdenta, nema það sem skipulagt er af yfirvöldum Ástandið Framhald ábls. 47 Amin barðist sjálfur við uppreisnarmenn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.