Morgunblaðið - 26.06.1977, Blaðsíða 3
MORGUXBLAÐIÐ, SUNNUDACíUR 2(i. ,JU\Í 1977 3
Aðalfundur Sláturfélags Suðurlands:
Heildarvelta félagsins nam
rúmum 5,3 milljörðum 1976
AÐALFUNDUR Sláturfélags Suður-
lands var haldinn að Hótel Sögu sl.
fimmtudag og sátu fundinn 88 full-
trúar auk gesta Á þessu ári eru liðin
70 ár frá því að félagið var stofnað
en stofnfundur þess var haldinn við
Þjórsárbrú þann 28 janúar 1907
og var afmælisins minnzt í tengslum
við fundinn. í ræðu stjórnarfor-
manns Sláturfélagsins, Gísla
Andréseonar, Neðra-Hálsi, kom
fram að heildarvelta félagsins á ár-
inu 1976 varð rúmar 5,3 milljarðar
króna og hafði aukizt um 36% frá
árinu áður. Tekjuafgangur af rekstri
félagsins á árinu 1976 varð 16,4
milljónir króna og er það heldur
hagstæðari afkoma en siðustu ár
Jón H Bergs. forstjóri félagsins,
gerði grein fyrir starfsemi einstakra
deilda og kom fram, að haustið
1 976 var slátrað rúmlega 1 66 þús-
and fjár í sláturhúsum félagsins og
er það liðlega 1 6 þúsundum færra
en haustið 1975 Innvegið kjöt-
magn var 2.315,3 tonn og hafði
minnkað um 295.5 tonn frá árinu á
undan eða um rúm 11%. Meðal-
þungi allra dilka f sláturhúsum
Sláturfélagsins haustið 1976 var
13,40 kg sem er 0,28 kg eða 2.0
lægri en meðalfallþungi haustið
1975 Jón ræddi riokkuð um erfið-
leika á greiðslum fyrir sauðfjár-
afurðir á árinu 1976 og sagði á sá
vandi hefði stafað af drætti á
greiðslu útflutningsbóta Fram kom
að Sláturfélagið greiddi vegna fram-
leiðslu ársins 1975 9,3 milljónir
króna í verðjöfnunargjald, sem nam
kr. 2,70 á hvert kiló dilka- og geld-
fjárkjöts og kr 1,35 á hvert kfló ær-
og hrútakjöts. Jón sagði að 1 júní
sl. hefðu birgðir af kindakjöti hjá
félaginu numið 650 tonnum og
með eðlilegri sölu ættu þessar
birgðir að verða seldar fyrir haust-
slátrun
Af einstökum deildum félagsins
varð aukning veltu mest hjá kjöt-
vinnslu á sl ári eða tæplega 61%
miðað við árið á undan Sá árangur
náðist i rekstri kjötvinnslunnar að
hráefnisnotkun jókst um 55% á
móti tæplega 61% aukningu á sölu-
tekjum og sagði Jón að þar kæmu
bæði til endurbætur á vélum og
húsakynnum auk þess, sem fengist
hefði leiðrétting á verðlagsforsend-
um framleiðslunnar Fram kom að
Gísli Andrósson, stjórnarformaður
Sláturfélagsins greinir frá störfum
félagsins á sl. ári.
miðað við að sameiginlegum kostn-
aði sé jafnað niður á deildir félagsins
reiknaðist halli kjötvinnslunnar nú 7
milljónir króna á móti tæplega 43
milljón króna halla árið 1 975
Rekstur Sútunarverksmiðju
félagsins varð ekki jafn hagstæður á
sl. ári og árið á undan og er reiknað
með að tekjuafgangur af verksmiðj
unni hafi lækkað úr tæplega 22
milljónum króna ánð 1 975 í 3 millj
ónir króna ánð 1 976 Kostnaður við
hráefni og kaup á hjálparefnum til
verksmiðjunnar hefur aukist til
muna meira en sölutekjur eða um
tæp 83% á móti 44% aukningu á
sölutekjum Fram kom hjá Jóni að
dregið hefur úr sölu á framleiðslu
verksmiðjunnar á innanlandsmarkað
á sl ári miðað við fyrra ár og hvatti
hann til að leitað yrði leiða til að
auka söluna á heimamarkaði
Um rekstur matvöruverslana og
vörumiðstöðvar félagsins sagði Jón
að erfitt væri að gefa einhlítar tölur
um afkomu verslunarrekstursins og
gilti það sama um aðrar deildir En
eftir að sameiginlegum kostnaði
félagsins hefði verið skipt þá reikn-
aðist honum til að hagnaður af
rekstri matvöruverzlana og Vörumið-
stöðvar hefði lækkað úr tæplega 1 2
milljónum króna árið 1 975 í rúma
ema milljón króna 1976 Jón sagði
að vörunotkun hefði á árinu aukist
meira en sölutekjur eða um 29.8%
en sölutekjurnai jukust um 2 7,4%
Ástæðu þessa síqði Jún vera
lækkun álagningar n meðalálagn-
ing hefði á árinu laTkað um 9,8% í
ræðu sinni sagði Jón að mjög svip-
uð þróun hefði orðið hér á siðustu
árum og víða erlendis en það^er að
með breyttum innkaup>avenjum og
opnun stærri kjörbúða. hefur hlutur
hverfisverzlana sífellt rýrnað Þetta
kæmi skýrt fram í verslanarrekstri
félagsins þegar borin væri saman
veltubreyting milli áranna 1 975 og
1 976, kæmi þá i Ijós, að i minm
verzlununum væri hún 25% en i
hinum stærri rúmlega 3 1 %
Í ræðu Gisla Andréssonar.
stjórnarformanns félagsins, kom
fram að 107 milljónum var á sl ári
varið til ýmissa framkvæmda og er
það nokkru lægri upphæð en á
undanförnum árum Fram kom hjá
Gisla að ákveðið hefur verið að
stækkun frystigeymslu félagsins á
Hvolsvelli skuli lokið fyrir sláturtið
haustið 1977 Fram kom einnig að
fastráðið starfsfólk hjá Sláturfélag
inu i árlok 1 976 var alls 522 manns
og hafði fækkað um 3 7 manns á
árinu Flesf varð starfsfólkið í slátur-
Framhald á bls, 31
Ljósm. Mbl Ól. K. Mag
Aðalfundur Sláturfélags Suðurlands var haldinn sl. fimmtudag að Hótel
Sögu.
Costa Brava
1. og 15. júir
Hinir vinsælu gististaðir Útsýnar.
íbúðir Zodiac, Hótel Athene. Hótel Gloria.
Verð frá kr. 59.100
Lignano
1 3. og 20. júU „
Glæsilegar fbúðir Luna alveg við ströndina.
Verðfrá kr. 69.400
Grípiö tækifæin
og pantiö
Símapantanir:
20100-27232
Skrifstofutími
kl. 09.00—17.30.
Costa del Sol
3. júir Uppselt — 17. júir Uppselt. — 24. iúll Laus s»ti
Gististaðir I sérflokki alveg 6 ströndinni
El Remo, Santa Clara, Tamarmdos, Perlas
Verðfrá kr. 75.500,-
AUSTURSTRÆT117.
II. HÆÐ
Aðeins
kr.
í útborgun
eftirstöðvar
greiðist á 5 mánuðum
Þetta sértilboð Utsýnar gildir aðeins I eftirtaldar ferðir:
—'Til'-----
sólarlanda