Morgunblaðið - 26.06.1977, Page 18

Morgunblaðið - 26.06.1977, Page 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. JÚNÍ 1977 Concordeþotan hefur lengi verið mörgum aðilum höfuð- verkur, en aldrei Freddie Lak- er hinum litrfka forstjðra lakerair, sem nú hefur eftir 6 ára baráttu fengið leyfi fyrir fluglestinni sinni og ódýrustu ferðum, sem völ er á milli Bandaríkjanna og Bretlands. Freddie Laker vill gjarnan fá að sjá um brezku hlið reksturs Concordeþotunnar og hefur gert áætlun um hvernig hægt sé að reka Concorde með hagn- aði og greiða að fullu verð hennar á 11 árum og það án ríkisstyrks. Slíkar staðhæfingar hefðu sjálfsagt vakið hæðnishlátur flestra flugmálasérfræðinga ef Fredrich A. Laker hefði ekki margoft sannað í reynd það sem aðrir kölluðu hreina loftkast- aia. F’reddie Laker er stór, djarfur og brezkur. Honum hef- ur verið hampað og hann for- dæmdur djöfull eyðileggingar- innar í flugmálum, galgopi og lýst sem ævintýrakaupmanni. Þá lýsingu kann hann best við sjálfur og það var dómari við hæstarétt í Bretlandi, sem hana notaði. Laker segir að það sé ekki amalegt aó vera talinn í hópi manna eins og sir Walter Raleighs. Laker verzlar hins vegar ekki með krydd eða loð- skinn eins og sir Walter, hann verzlar með fólk flytur það frá Bretlandi og eítthvað í burtu, yfirleitt í burtu frá brezka vetr- inum. Hann notar til þess þotur og hefur valdið byltingu í vetr- arorlofum með því að gera ýms- ar haganlegar endurbætur á gamla leiguflugsforminu. Hann fann upp það sem nú er kallað ABC (fyrirframbökað leigu- flug). Með því að bjóða farþeg- um að panta og greiða fyrir ferðir sínar fyrirfram gat Lak- er boðið upp á lág fargjöld og á sama tíma tryggt sér flugvél til ferðarinnar marga mánuði fram í tímann. Hann dró fólk út úr köldum íbúðum og setti það niður á sólríkum baðströndum og hann gat boðið upp á stutt sólarorlof á viðráðanlegu verði, því að hann notaði flugvélar, sem ella hefðu staðið ónotaðar og hann fyllti hótelrúm sem annars hefði staðið autt til vors. Laker segir að „orðin „leigu- flug“ og ,,áætlun“ eru lauf ímyndunarafls IATA.“ IATA er sem kunnugt er samtök nær allra flugfélaga heims, sem stunda áætlunarflug. Fyrir að- eins nokkrum árum var leigu- flug notað í niðrandi merkingu innan IATA. Látið var í það skína að aðeins félög, sem ekki væru í áætlunarflugi og hefðu FREDDIE LAKER Varð ríkur á Berlínar- loftbrúnni Flytur 1 milljón farþega í ár miður gott orð á sér, væru í leiguflugi. „Nú eru það áætl- unarflugfélögin, sem segja fólki að Ieiguflug sé eini rétti orlofsferðamátinn, eftir að hafa sýnt leiguflugfélögum rudda- skap og móðgun árum saman, kaldhæðni ekki satt?“ Laker selur nú ABC-ferðir milli Bandaríkjanna og Bret- lands frá aðalbækistöð sinni á Gatwick fyrir 269—370 dollara fram og til baka. Fyrir þetta tryggir hann farþegum sæti, máltlð, kvikmyndasýningu og ókeypis drykki og dvöl erlendis frá 10 dögum upp í 13 vikur. Á þennan hátt flaug hann 1976 með 50 þús. fleiri farþega en hann hafði látið sig dreyma um. Fluglestin hans er stærsti draumurinn. Fyrirkomulagið er þannig að fyrir 260 dollara báðar leiðir eða 135 dollara aðra leið geta menn flogið í DC-10 breiðþotum milli Banda- ríkjanna og Bretlands, eini hængurinn er sá að ekki er byrjað að selja farmiða fyrr en 6 klukkustundum fyrir brottför og verðið verður að staðgreiða. Um borð geta menn síðan feng- ið keyptan mat, drykk og annað að vild. Brottför verður dag- lega, alltaf á sama tíma, ná- kvæmlega eins og lest og þaðan er nafnið komið. Fólkið, sem Laker telur að muni nota sér þennan ferða- máta er úr hópi „gleymdu mannanna" sem Laker nefnir svo, fólkið, sem heur 14—16 þús. dollara árslaun í bdikjuno 2000—2500 stelingspunda laun í Bretlandi. 10 milljón manns í Bretlandi 40 milljón í Banda- ríkjunum. „Þetta fólk vill ekki gullhúðuð sæti eða borga stórfé fyrir að láta hella whiskey í eyrun á sér. Það er engin sam- keppni á Atlantshafsleiðinni. 29 flugfélög halda uppi áætlun- arferðum, þau fljúga ÖIl sömu þotunum, á sama tíma og það eina sem þau gera í samkeppn- isskyni ,er að bjóða upp á sem ætilegastar plastiksamlokur. Milljónum á milljónir ofan er eitt í að auglýsa þessar samlok- ur“. Laker segir að fluglestin sé jafn djörf tilraun og þegar fyrsti þotuhreyfillinn var reyndur, hann þurfti að fara með brezku stjórnina alla leið til hæstaréttar áður en hann vann málið og fékk leyfið. Nú hefur Bandaríkjastjórn líka lát- ið eftir og næstu tvö ár munu skera úr um hvort hér er á ferðinni jafnmikilvæg tilraun og þotuhreyfillinn. Freddie Laker hefur verið í flugmálabransanum síðan hann var 16 ára en nú er hann 54. Hann byrjaði sem sópari í flug- mannaherberginu og flaug i stríðinu á flutningavélum. Hann átti sér þá stóra drauma. 1948 fékk hann lán og keypti 12 Haltonflugvélar frá BOAC og var kominn í fullan rekstur er Berlínarloftbrúin hófst. Hann hélt áfram að bæta við flugvélum þar til Ioftbrúnni lauk 1 ári og 14 dögum síðar og þá átti hann 100 flugvélar og 6000 flugvélamótora. Hann lét bræða mótorana niður og seldi þá pottaframleiðanda með góð- um hagnaði. Þegar eldsneytis- skömmtuninni var aflétt I Bret- landi 1953 byrjaði Laker að fljúga á ný og nú við að flytja bíla yfir Ermarsund. Hann lét endurbyggja nokkrar Sky- mastervélar þannig að flug- mannsklefinn kom ofan á búk- inn, ekki ósvipað og á jumbo- þotunni Boeing 747. Vélarnar voru kallaðar Carvair og gátu flutt 5 bíla og 22 farþega. Þær fljúga enn þann dag í dag. Flugfloti Freddie Laker er i dag 2 Boeing 707 þotur, 5 BAC- 111, 55% af tveimur DC-10, 40% í þeirri þriðju og 30% i þeirri fjórðu, sem enn er í smið- um. I ár mun hann fljúga með um 1 milljón farþega. (Saturday Review, New York Times) LOKAÐ VEGNA SUMARLEYFA verður verkstæði okkar lokað frá og með 1 8. júlí til 1 6. ágúst. Fíat einkaumbod. Davíð Sigurðsson. Síðumúla 35. J3ö- þv avglVsÍíTvZT.—■ -_- Mosfellssveit MJÓLK, BRAUÐ, KJÖT, FISKUR HELGARSALA — KVÖLDSALA OPIÐ TIL KL. 22 ALLA DAGA Til sölu notaðar vinnuvélar Cat. D4D jarðýta árg. '75 sem ný. JCB — 3D hjólagrafa árg. '70, mjög góð. BTD — 20 jarðýta, beltabúnaður fyrsta flokks, mjög hagstætt verð og skilmálar. Fjöldi annarra vinnuvéla á söluskrá. Munið hraðafgreiðslu okkar á varahlutum. RAGNAR BERNBURG — vélasala, Laugavegi 22, slmi 27020, kvöldsfmi 82933. Ritarastarf Óskum að ráða ritara til starfa á skrifstofu okkar, við almenn skrifstofustörf. Æskilegt er, að umsækjendur hafi Verzlunarpóf eða sambærilega menntun svo og reynslu í vélritun. Umsóknum um starfið skal skila á skrifstofu fyrirtækisins fyrir 30. þ.m. X}/tá£ta/wéla/v SUÐURLANDSBRAUT,32• REYKJAVÍK* SiMAR 86500-86320 V

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.