Morgunblaðið - 26.06.1977, Síða 20

Morgunblaðið - 26.06.1977, Síða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. JUNÍ 1977 :; GEDKLOFI afvöldum eiturlyfja viðtal: HERDtS ÞORGEIRSDÓTTIR. ÞESS ERU dæmi og þau ekki fá að hér á landi þjáist fólk af meiri háttar geðtruflunum sökum ofnotkunar eða misnotkunar eiturlyfja. Geð- truflanir hafa verið velþekktar frá ómunatíð og löngum vakið mikinn óhug meðal fólks, þó vart sé liðin meir en ein öld síðan menn gerðu gangskör að þvi að kanna eðli þessara sjúk- dóma. Læknirinn Hippocrates og aðrir Forn- Grikkir höfðu :ð vísu öðlazt glöggan skilning á uppruna þessarar veiki og að hún ætti sér náttúrulegar orsakir líkt og aðrir sjúkdómar, þ.e. að geðtruflun væri truflun á starfsemi miðtaugakerfisins. í svartnætti miðalda féll sú þekking þó i gleymsku og almennt var álitið að geðveikt fólk væri á valdi Satans og var með- ferð geðsjúkra í samræmi við þær kenningar. í dag er þó lýðum Ijóst, að geðveiki er álíka alvarlegur og sorglegur sjúkdómur og hver annar og þvi ber að meðhöndla hann sem slíkan. Hins vegar sýna dæmin að mörgum mun eigi Ijóst hversu alvarlegur sjúkdómur þessi er og eins og barn leikur sér með eldinn, hafa ýmsir annaðhvort af fáfræði, barnaskap eða af öðrum ástæðum, valdið sjúkdómum með „óþarfa" notkun eiturlyfja. Á Kleppi eru sjúkl- ingar, sem hafa skaddazt varanlega af notkun LSD, kannabisefna og ýmissa amfetaminefna. Til að fræðast nánar um þá sjúklinga sneri Morgunblaðið sér til Gísla Á. Þorsteinssonar, geðlæknis á Kleppi, og áttí við hann stutt viðtal. sinni sjómaður en það er langt síðan. Ýmislegt hefur verið gert til þess að reyna að vekja áhuga hans á umhverf- inu en án árangurs. Eftir því, sem Gisli sagði neytti hann LSD I ár og kynntist efninu líklega í erlendri höfn. Og Gísli sagði enn fremur: „Ég veit ekki enn með vissu hvort drengurinn þjáist af geð- klofa. Svona geðtruflanir hef ég einnig séð eftir hassnotk- un, en ekki eins ofsafengnar og hjá þessum pilti og slíkar geðtruflanir geta þróazt upp I langvarandi geðklofa. Það sorglega er að gerður skuli leikur að því að ýta undir sjúkdóm, sem var nánast dauðadómur fyrir tuttugu til þrjátíu árum. Sjúklingar sem þessi piltur fá iðulega ofskynjunarköst, heyra þægilegar raddir eða klæmnar, sem þá eru í sam- ræmi við hugsanir þeirra. Köstin eru tímabundin og vara stutt. Þau eru ekki aðal vandamálið. Þegar við spyrjum um þá meðferð, sem þessir sjúkling- ar fá, svarar Gísli: „Árangurs- ríka lyfjameðferð. Með til- komu Largactil 1952 varð bylting. Þvl lyfi fylgja auka- verkanir en áhrif þess eru þau, að fólk verður eðlilegt á nokkrum vikum. Þvingunarmeðul eru hins vegar úr sögunni við meðferð geðsjúkra. Hér er sérþjálfað starfsfólk og þrír læknar á þessari erfiðu deild, sem er rekin sem lækningasamfélag með eins miklu lýðræði og truflun „En LSD getur gert ailt fólk geðveikt!" Og Gísli heldur áfram: „Geðklofi er alvarlegasti geð- sjúkdómurinn og langvinnur sjúkdómur líka. Einkanlega áður fyrr, áður en alvarleg meðferð kom til sögunnar og fólk var þá geymt inni á sjúkrahúsum eins og fangar árum saman. Fólk, sem er veilt fyrir, veikist fyrileitt I kringum tví- tugsaldur, en á þeim aldri fer að verða augljóst hvort fólki tekst að hasla sér völl í þess- um erfiða heimi eða ekki Geðklofi er víðtækur og djúpstæður sjúkdómur, sem leggur undir sig allan per- sónuleikann. Skynvilluefni ýta síðan veilunni af stað, sem heldur áfram að þróast óháð og sjálfstæð. Fyrir tíu árum var ég að- stoðarlæknir hér á Kleppi og þá var mér ekki kunnugt um neitt tilfelli, þar sem sjúkling- ur þjáðist af geðklofa sökum fíkniefnaneyzlu. í Svíþjóð vann ég á árunum 1967—70 og þar voru slík tilfelli hins vegar algeng. Eftir að ég hóf störf að nýju á Kleppi, upp úr 1970, varð ég vitni að hinu sama hér. Fyrstu geðtrufluðu eiturlyfja- sjúklingarnir, sem ég kynnt- ist, voru öðruvísi en maður átti að venjast. Þeir hafa skaddazt varanlega af notk- un fikniefna Geðklofi er í eðli sínu krónískur. Geðtruflaða eiturlyfjasjúkl- inga einkennir fyrst og Latneska heitið schizop- hrenia er þýtt á islenzku sem geðklofi og tekur orðið yfir vissan flokk geðsjúkdóma, sem eru að ýmsu leyti ólíkír en hafa viss grundvallarein- kenni sameiginleg. Gísli Á. Þorsteinsson lýsir þessu þannig: „Orsakir geðklofa eða schizophreniu eru enn litt þekktar, þótt ýmislegt hafi skýrzt í því efni á seinni árum Sjúkdómseinkennin eru fyrst og fremst biluð tengsl eða samband við um- heiminn, brenglað raunveru- leikaskyn og sérkennileg breyting á hupsanagangi og tilfinningalifi. I félagslegu til- liti er þetta alvarlegasti geð- sjúkdómurinn og byrjar oft- ast á unga aldri. Byrjunarein- kenni eru almennt áhuga- leysi, tilfanningasljóleiki og sinnuleysi. En stundum er upphaf sjúkdómsins á annan hátt, hefst með miklum ofsa, óróleika og æsingi. Nái sjúk- dómsþróunin að halda áfram óhindruð, getur þroskazt með sjúklingnum býsna fast- mótað kerfi rangra hug- mynda og af slikum hugarór- um er ofsóknaræði langal- gengast og hvimleiðast Of- skynjanir eru algeng ein- kenni geðklofa og oft ná- tengd hugarórum, af ýmsu tagi." Gísli tjáði okkur ennfrem- ur, að fórnarlömb geðklofa væru yfirleitt veil fyrir. Ánetj- ist þau svo eiturlyfjum i ofan- álag er hættunm boðið heim og afleiðingarnar eins og hér segir. Á Kleppi er töluvert af ungu fólki, sem þjáist af geð- klofa af völdum eiturlyfja og er meðaltalið tveir nýir sjúkl- ingar á ári þennan áratug. Yfirleitt er þetta ungt fólk, sem dvalið hefur erlendis og orðið fíkniefnum þar að bráð. Getur orsökin bæði verið kannabisneyzla, notkun LSD, eins kröftugasta skynvilluefn- is, sem nútíminn þekkir. En langvarandi neyzla þess get- ur leitt til illkynjaðrar geð- veiki, auk þess sem sterkur grunur leikur á, að lyfið geti valdið fósturskemmdum. Þótt hass sé ekki líkamlega vanabindandi og ekki gæti teljandi fráhvarfseinkenna þótt neyzlu sé snögglega hætt, að því er Gísli sagði, þá er sálræn vanamyndun hass- reykinga og ávanahætta mik- il og þess eru mörg dæmi á Kleppsspítala Þótt maður verði ekki endi- lega geðveikur af því að neyta LSD er neyzla þess djúpt inngrip I sálarlífið. LSD er i daglegu tali nefnt sýra. Það er unnið úr sveppi, sem vex á rúgi Áhrif þess eru heyrnar- og sjónofskynjanir ásamt afbökun á eðlilegum skynárhfium Tímaskynjun brenglast og neytandi lifir i öðrum heimi Þeir, sem neyta LSD einu sinni, eiga ætið á hættu að fá afturkast, sem þýðir að sjúkdómsein- kenni blossa upp aftur_ Gísli Á. Þorsteinsson geðlæknir á Kleppi. óvænt og án þess að nýr skammtur sé tekinn og getur afturkastið komið jafnvel mörgum árum síðar. En snúum okkur aftur að fórnarlömbum geðklofa og þá að þeim, sem orðið hafa sjúkir vegna eiturlyfjanotkun- ar. Blaðamaður og Ijósmynd- ari gengu með Gísla um eina deild Kleppsspítalans, þar sem nokkur þeirra eru. „Hér eru mjög geðveikir sjúklingar," sagði Gísli. Við komumst ekki hjá þvi að verða þess vör. Sérstaka at- hygli blaðamanns vakti ung- ur maður í bláum denimföt- um, sem gekk fram og aftur um ganga deildarinnar Augnaráð hans var sljótt og liflaust. Þá stuttu stund, sem við dvöldum inni á deildinni, gekk hann um það bil fimmt- án til tuttugu ferðir fram og til baka eftir ganginum langa. Þessi maður var einu mögulegt er. Helzt að allir taki ákvörðun sameiginlega. Stefnan er að rjúfa ein- angrun sjúklinga eins mikið og mögulegt er og að þeir hafi eins mikil samskipti við ættingja og unnt reynist. Hver dagur á þessari deild hefst með fundi sjúklinga og stafsfólks. Gerðar eru t.d. áætlanir um helgarfrí. Mikið er um hópvinnu á deildinni. Sjúklingarnir fá að sjálfsögðu lyfjameðferð og iðjuþjálfun spilar stórt hlutverk, svo sem hefðbundin handavinna og líkamleg vinna." Athyglisvert er að heyra það frá Gísla, að yfirleitt séu þeir geðklofa- sjúklingar, sem orðið hafa það af eitur- lyfjanotkun, karlkyns. Að því er Gísli sagði ennfremur er veilan meðfædd, en eitur- lyfin ýta undir hana þangað til að hún þróast upp í geð- fremst framtaksleysi, áhuga- leysi og þróttleysi. Persónu- leiki þeirra leysist upp og brotnar niður. Þeir, sem veikzt hafa af geðklofa hin síðari ár eiga meiri möguleika en eldri sjúklingar og kemur þar til lyfjameðferðin, sálarlækning- ar og iðjuþjálfun Meðferð okkar byggist einnig á þvi að útskrifa þá eins fljótt og mögulegt er, halda þeim sem mest utan við spítalann. En það er greinilegt, að notkun fikniefna hefur stor- aukizt, þvi æ fleiri sjúkdóms- einkenni eiga rætur sinar að rekja til eiturlyfjaneyzlu. Horfur sjúklinga, sem mis- nota eða hafa misnotar þessi lyf, eru vægast sagt mjög slæmar," sagði Gísli Á Þor- steinsson að lokum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.