Morgunblaðið - 26.06.1977, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 26.06.1977, Qupperneq 25
24 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. JÚNI 1977 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. JUNl 1977 25 fMtogtmliliifrifeí Ú tgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Árvakur, Reykjavlk. Haraldur Sveinsson. Matthlas Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorhjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, stmi 10100. Aðalstræti 6, simi 22480. Áskriftargjald 1300.00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 70.00 kr. eintakið. Fámennur hópur manna varð fyrir miklum vonbrigðum með framvindu kjaradeilunnar þegar til kastanna kom. Það voru foringjar stjórnarandstöðunnar, forystumenn Alþýðuflokksins og Alþýðubandalagsins. Bersýnilegt var af málflutningi þeirra fram eftir vetri, að þeir gerðu sér vonir um, að til hinna hörðustu átaka mundi koma á vinnumarkaðnum með vorinu og víðtækra verkfalls- aðgerða. Þeir töldu, að þá mundu málefni þjóðarinnar komast í óleysanlegan hnút og rfkisstjórn- in hrökklast frá völdum. Vonir sfnar byggðu þeir á því, að veru- legrar óánægju gætti meðal laun- þega með launakjör og þess vegna væri óhjákvæmilegt að til mikilla átaka kæmi á vinnumarkaðnum. Að sjálfsögðu létu foringjar stjórnarandstöðunnar ekki sitja við orðin tóm. Þeir, og þá alveg sérstaklega nokkrir foringjar Al- þýðubandalagsins, voru iðnir við að reyna að hafa áhrif á fram- vindu kjaradeilunnar með þvf að egna sfna menn í samninganefnd ASÍ til átaka og hvetja þá til þess að standa fyrir harðari aðgerðum. Þetta eru ekki ný vinnubrögð. Þannig hefur þetta alltaf verið, þegar t.d. Alþýðubandaiagið hef- ur verið í stjórnarandstöðu. Þá hafa hinir pólitfsku foringjar þess jafnan reynt að segja verka- lýðsforingjum fyrir verkum, gefa þeim fyrirmæli f samræmi við hagsmuni umbjóðenda sinna ganga fyrir pólitfskum hagsmun- um þeirra flokka, sem þessir menn kunna að styðja. Þessi pólitfska hagsmuni Alþýðubanda- lagsins, sem sjaldnast eru þeir sömu og hagsmunir launþega. En leiðtogar Alþýðubandalags- ins hafa orðið stöðugt áhrifa- minni í verkalýðshreyfingunni. Þeir eiga þar að vfsu marga sam- flokksmenn f áhrifastöðum en þeir láta misjafnlega 'að stjórn. Sumir reka erindi Alþýðubanda- lagsins óhikað, aðrir láta hags- muni umbjóðenda sinna sitja í fyrirrúmi. Þar við bætist, að hinir eldri og reyndari foringjar kommúnista hafa smátt og smátt dregið sig í hlé og yngri menn komið til sögunnar, sem ekki hafa sömu áhrif og hinir eldri. Niðurstaða kjaradeilunnar varð sú, að hið pólitfska samsæri, sem foringjar stjórnarandstöðunnar reyndu að efna til gegn rfkis- stjórninni fór út um þúfur. Vilj- ann skorti ekki hjá leiðtogum stjórnarandstöðunnar, en þeir fengu ekki til liðs við sig þá sem máli skiptu og áhrif höfðu. Þess vegna hafa foringjar Alþýðu- flokksins og Alþýðubandalagsins verið framlágir undanfarnar vik- ur, eftir að þeim var orðið ljóst, að áform þeirra mundu fara út um þúfur. Málgögn þeirra, Al- þýðublaðið og Þjóðviljinn, hafa verið eins og vængstýfðir fuglar. Þessi blöð hafa ekkert haft að segja þann tfma, sem kjaradeilan hefur staðið yfir, tilburðir þeirra til þess að veita þessum pólitísku áformum stuðning hafa verið van- máttugir og veikburða. En hvers vegna tókst ekki það samsæri, sem leiðtogar stjórnar- andstöðunnar vildu efna til í þvf skyni að nota kjaradeiluna til að koma ríkisstjórninni frá völdum f kjölfar stórátaka á vinnumark- aðnum? Til þess liggja ýmsar ástæður, en m.a. þessar: á undan- förnum árum hefur sú breyting orðið á innri uppbyggingu verka- lýðssamtakanna, að stöðugt færri forystumenn þeirra láta stjórn- málamenn og flokksbræður segja sér fyrir verkum. Fleiri og fleiri telja það höfuðskyldu að láta breytta afstaða hefur haft jákvæð áhrif á starf verkalýðshreyfingar- innar. Þeir verkalýðsforingjar, sem hins vegar voru tilbúnir til þess að taka þátt f leiknum með foringjum Alþýðuflokks og Al- þýðubandalagsins urðu þess áþreifanlega varir, að félagar þeirra voru ekki tilbúnir til þess að láta draga sig á asnaeyrunum en þó enn frekar, að meðal al- mennings f landinu var einfald- lega enginn hljómgrunnur fyrir stórfelldum átökum vegna kjara- deilunnar. Og það er kjarni máls- ins og meginástæðan fyrir þvf, að samsæri stjórnarandstöðunnar fór út um þúfur. Fólkið f landinu vildi ekki láta nota sig f þessum leik. Og svo er nú komið, að verkalýðsforingjar geta ekki far- ið sfnu fram án þess að taka tillit til almennra viðhorfa meðal fé- lagsmanna verkalýðssamtakanna. Launþegar voru óánægðir með laun sfn og vildu fá hærri laun en launþegar vildu ekki láta nota þá óánægju og þá þörf til að efna til stórfelldra átaka sem lama mundu þjóðlffið til þess að nokkr- ir stjórnarandstöðuforingjar gætu komið þvf fram, sem þeim hefur mistekizt á hinum eina og rétta vettvangi á Alþingi og í kosningum að koma rfkisstjórn- inni frá völdum. Þegar á allt þetta er litið er mönnum væntanlega ljóst, að lyktir kjarasamninganna eru meiri háttar pólitískt áfall fyrir Alþýðuflokkinn og Alþýðubanda- lagið og forystumenn þessara tveggja flokka. Rfkisstjórnin stóð skynsamlega að sfnum hlutum f sambandi við kjaradeiluna. Hún blandaði sér ekki f málin að öðru leyti en þvf sem óskað var eftir af báðum aðilum. Hún kom til móts við tillögur þeirra um leiðrétting- ar, sem stuðlað gætu að lausn deilunnar og stóð við sitt. Ilún gerði þjóðinni grein fyrir því hvað hægt væri að gera en hún hefur ekkert vald til þess að banna samningsaðilum að fara út fyrir þau mörk. Við lifum f frjálsu landi. Vegur stjórnarand- stöðuforingjanna hefur hins veg- ar ekki aukizt við þessi málalok. Þeir reyndu að hafa neikvæð áhrif á gang kjaradeilunnar og hafa nú uppskorið eins og til var sáð. Meiri háttar pólitískt áfall fyrir stjórnarandstöðuna eftir ELINU PÁLMADÓTTUR Saga mannsins er hvert samsær- ið eftir annað til að kríja út úr náttúrunni einhver gæði, án þess að borga fyrir þau, eins og sá góði maður Emerson orðaði það. Auðvit- að höfum við íslendingar hegðað okkur eins og aðrir, og hlaðið upp skuldum fyrir auðæfi hafsins og gróðurfar landsins, sem enn eru ógoldnar — fyrir utan hálfu milljón- ina í erlendu fé sem hvert manns- barn skuldar í beinhörðum peningum. Þriðja stóra þættinum í gæðum íslands höfum við þó ekki enn komið í lóg — virkjanlegu vatni og jarðhita. Líklega mest af fátækt og getuleysi, en ekki af sparnaði eða hagsýni. Enda erfitt að geyma sér það vatn, sem runnið er til sjávar, eins og sá vökvi sem í meira en hálfa öld gusaðist niður yfir Suður- land í Þjórsá og hvarf í sæ, frá því Einar Benediktsson gerði áætlanir um virkjun við Búrfell og þar til af því varð. Þjórsárvatn er nefnilega eins og önnur vatnsföll, þeirrar náttúru, að það eyðist ekki þó af sé tekið — í rafmagn. Nú höfum við tekið upp gamla góða ráðið, sem húsbyggjendur hafa stundum gripið til, þegar þeir ekki hafa reiðufé í dýrar fram- kvæmdir — að leigja frá sér meðan verið er að greiða niður mannvirkið annað hvort að hluta eða alveg. Eiga það svo að leigutíma liðnum skuld- laust til eigin afnota að vild, eða til að afla tekna með framhaldandi leigu. Auðvitað er það ekki hið æski- legasta að hafa leigjenc/ur — og auðvitað verða þeir / að / vera hreinlegir og valda ekki' var- anlegum óþrifum eða skpmmdum — en þá getur leigan gert fé- litlum húsbyggjanda fært að ná markmiðinu — að geta átt það skuldlaust og nýtt það allt sjálfur síðar meir. Þannig getum við t d. átt Sigölduvirkjun skuld- lausa eftir 15—17 ár, sem er langt fyrir innan endingartíma slíkrar virkjunar, og leigjandinn, Álverksmiðjan. hefur borgað og borgar enn alla vexti og afborg- anir af lánum Búrfellsvirkjunar. Færum við í ylræktarverið um- talaða, gætum við iíkiega átt gróður- húsin skuldlaus eftir 9 ár með því að láta græðlingaræktun til útlendinga borga uppbygginguna í nokkur ár, og ættum að þeim tíma liðnum annað hvort kost á að halda áfram að láta það afla gjaldeyris eða rækta bara í því grænmeti fyrir Reyk- víkinga. En eins og Þjórsárvatn hélt í hálfa öld áfram að falla ónotað til sjávar, þá heldur heita vatnið áfram að renna til Reykjavíkur ónýtt þá hluta dags og árs, sem minnst þarf á því að halda til upphitunar. Stundum dettur mér í hug að við skiljum rafmagnið og notagildi þess jafn skammt og Eiríkur á Brúnum símann, er hann fullur aðdáunar elti símalínuna inn í vegginn, þar sem hún hvarf, enda á hvorugu hægt að þreifa með höndum eða munni, eins og litlu börnin gera. Við höfum ekki enn áttað okkur á því, að það raf- magn og sá jarðhiti. sem ekki er fullnýttur meðan hann rennur og spýtist úr jörðu, kemur ekki aftur og safnast ekki í hlöður til seinni tíma. hvorki ónýtta næturorkan né sumar- orkan, né sú sem ekki er beisluð. Eitt er víst, að við erum okkur ekki almennilega meðvitandi um þá stór- kostlegu blessun og möguleika sem rafmagn og jarðhiti veita okkur um- fram aðrar þjóðir, til að lifa notalega í köldu og lítt auðugu landi. Ég hefi verið lengi að komast að efninu en nú kemur það. Það sem ýfði gárur í þetta sinn, var rabb kollega míns, hans Gisla Sigurðs- sonar í Lesbók, fyrir skömmu. Þar segir hann í umræðu um að skammt sé í olíuleysi í heiminum: ..Skipulag Reykjavíkur gerir eindregið ráð fyrir einkabílum um alla framtíð og þessi 100 þúsund manna bær er nú ámóta stór og sumar milljónaborgir. Líklega stenst á endum að þetta samfélag sem kæmist fyrir á Sel- tjarnarnesi, ef ekki í Miðbæjarkvos- inni, verður teygt allar götur upp í Mosfellssveit og áleiðis austur á Hellisheiði um það leyti sem reiðhjól leysa bílinn af hólmi.” Gísli trúir því sem sagt að um leið og bensínið er horfið eða orðið fágætt þá hverfi bílarnir af götum Reykjavíkur. Ekki aldeilis, minn kæri. Raf- magnsbílarnir eru fæddir og að koma á markað. Farartæki, sem ganga fyrir rafmagninu góða, er við eigum að geta haft nóg af Og ganga fyrir geymum, sem má hlaða á-nóttunni eða þeim tímum, sem minnst er álagið og nægt aukarafmagn til. Einn slíkur, fyrsti rafmagnsbíllinn, Rafsi hans Steins Sigurðssonar, hefur einmitt verið til sýnis á Kjarvalsstöðum þessa dag- ana. Allt sem um rafmagnsbíla sést i erlendum tækniblöðum, sýnir hve tækninni fleygir ört fram, enda sjá allar þjóðir fram á síhækkandi bensinverð og að lokum olíuskort algeran. T.d. birtir umhverfismála- blað Sameinuðu þjóða félaga „World Environment Report", sem ég fæ og skrifa stundum í smáfréttir frá íslandi, pistil frá fréttaritara sínum í Japan. Hann segir frá þvi að Tækni- og visindastofnunin AIST, sem starfar á vegum innanríkis- og iðnaðarráðuneytisins í Japan og var sett upp 1971 til að gera tilraunir með rafmagnsbíla, hafi nú áform um að bjóða almenningi rafmagns- bíla fyrir nær ekkert gegn um sér- stakt almenningslánakerfi, í þeim tilgangi að kenna fólki að meta þessi mengunarlausu, hljóðlátu farartæki. Fyrsti rafmagnsbíllinn kom frá AIST 1 973 og er nú búið að framleiða 4 tegundir rafbíla, þar á meðal lítinn fólksbíl og léttan sendiferðabíl og fleiri eru á teikniborðinu m.a. áætlunarbílar og trukkar. Segir tals- maður AIST, að næsta átak sé að sanna fólki að rafmagnsbílar séu hagkvæmir og hvetja það til þess að gera kröfu til bílaframleiðenda um að þeir hafi þá á boðstólum í fram- tíðinni. Eins og annars staðar hefur fyrirferð og þyngd geymanna valdið töfum og takmarkað bæði hraða bílsins við 55 km og vegalengdina á einni hleðslu við 1 50 km. En nýir geymar (hybrod) hafa hækkað hrað- ann upp í 93 km á klst. og endingu á hleðslunni upp í 240 km. Stærri farþegabílar og trukkar fara hægar, en komast lengra á hverri hleðslu. Það gladdi hjarta mitt að lesa þessa frétt í þann mund sem fyrstu mælingar á köfnunarefnistvíoxíði úr útblæstri bíla á mestu umferðargötu Reykjavíkur frá eiturefnanefnd komu til okkar í umhverfismálaráði Reykja- víkurborgar og sýndu að í öllum teknum sýnum á versta stað var köfnunarefnistvíoxíð sem valdið getur öndunarsjúkdómum, ef það er í meira og stöðugu magni. Og sýnt að það getur ekki gert annað en aukast með aukinni bensínbílaum- ferð. Fyrir utan skammtinn af kol- sýringi sem á eftir að fá mælingar af seinna í sumar. Svo maður getur séð fram á það, að Reykvíkingar muni í framtíðinni, auk þess að biðja um daglegt brauð, líka vilja fá sitt daglega hreina, ómengaða loft — og krefjast þess af þá kjörnum borgarfulltrúum. Að vísu er maður- inn víst meðfærileg skepna, sem getur vanist og lagað sig að nær öllu. En fyrst við eigum nú einu sinni það hnoss, að hafa hreint loft í hitaveituborginni — og nægt af- gangsrafmagn, hljótum við að verða með þeim fyrstu til að nýta okkur það. Rafbílar hafa alla kosti — við höiaum hreina loftinu, getum nýtt ódýra afgangsrafmagnið og meira að segja grynnt á skuldunum við Rússa fyrir olíukaupin og jafnað við- skiptahallann hjá þeim. Eftir hverju erum við annars að bíða? Mér er sagt að virðulegir vís- indamenn fylgist með framvindu mála erlendis og telji að ekki þýði að fá rafmagnsbíla fyrr en þeir hafi sömu spyrnu og hámarkshraða og góðir bensínbílar. En hve margir nota hámarksspyrnu og hámarks- hraða hvunndags? Flestum okkar nægir eitthvað minna, ekki svo? Eftir hverju eru hinir hugum- djörfu og snöggu athafnamenn að bíða? Landsvirkjun hefur þegar boðið upp á afgangs rafmagn svo- kallað fyrir 50 aura kílóvattstundina fyrir þau fyrirtæki, sem noti mikið rafmagn og geti að skaðlausu misst það á mestu álagstímum. Og ríkis- stjórnin er ekki búin að átta sig á því að íþyngja svo slíkum atvinnurekstri með sköttum að hann veslist upp! Nú er því tækifærið, ef menn eru snöggir (Stjórnvöld geta raunar verið æði snögg með skattana líka). Hugmyndin kostar ekkert. Gáru- höfundar gefur hana hér með hug- djörfum, snarráðum athafna- mönnum. Rafmagn er annars til margra hluta nytsamlegt. Það má bæði rífast um það óendanlega og nýta það um ótiltekinn tíma, án þess að uppsprettan þorni. En svo dýrmæt- an fjársjóð þurfum við lík'a vel að nota, bruðla ekki með hann heldur nota hann til að lifa betur í landinu. Þar hljóta rafdrifin farartæki að teljast til hins góða. Hvers vegna gerum við verð- bólgusamninga? NU ÞEGAR staðið hefur verið upp frá þvf að gera enn einu sinni verðbólgusamninga á vinnu- markaðnum, liklega einhverja þá mestu, sem hér hafa verið gerðir og köllum við þó ekki allt ömmu okkar í þeim efnum er ekki úr vegi að varpa fram þeirri spurn- ingu og fhuga hana, hvers vegna við semjum við okkur sjálf um áframhaldandi óðaverðbólgu. Meginþorri þeirra, sem að stóðu, virðast hæst ánægðir með árangurinn a.m.k. ef marka má ummæli forystumanna verkalýðs- félaga en helztu forystumenn vinnuveitenda taka sér ekki f munn oróið veróbólgusamningar! Ekki er hægt að færa það fram sjálfum okkur til afsökunar, að upplýsingar hafi skort um hvað var að gerast. Sá fjöldi lærðra sérfræðinga, sem verkalýðshreyf- ing og vinnuveitendur hafa í þjónustu sinni hafa að sjálfsögðu sagt fyrir um áhrif þessarar samningsgerðar. Það er því hvorki þekkingarleysi eða upp- lýsingaskortur, sem veldur. Lík- lega hafa samningamenn ekki fyrr haft í höndum jafn miklar og ftarlegar upplýsingar um áhrif hvers skrefs, sem stigið var í þess- um samningum. Þá er hægt að velta því fyrir sér, hvort samningarnir byggist á rökstuddri bjartsýni um verð- þróun á útflutningsmörkuðum okkar. Upplýsingar um fram- vindu mála á þeim vettvangi hljóta að hafa legið fyrir samn- inganefndum, annað væri óeðli- legt með öllu. Vissulega er það svo, að umtalsverðar verð- hækkanir hafá að undanförnu orðið á Bandaríkjamarkaði, sem að sjálfsögðu munu auðvelda at- vinnuvegunum að standa undir þeim kauphækkunum, sem samið hefur verið um. En við höfum orðið langa reynslu af verðsveifl- um á útflutningsafurðum okkar og enda þótt sveiflan hafi verið upp á við um skeið, og sé enn, hefur hún þó ekki verið svo gffur- leg, að réttlæti eða skýri þá samn- ingagerð, sem nýlega er lokið. Það er hygginna manna háttur að ganga hægt um gleðinnar dyr og ætla sér ekki um of. Þess vegna verður því vart trúað, að samn- ingarnir hafi verið gerðir í órök- studdri von um happdrættis- vinning á Bandarikjamarkaði. Þá er sjálfsagt að spyrja, hvort samningamenn hafi með þessari samningagerð viljað stuðla að bættum kjörum þeirra sem minnst mega sín í þjóðfélaginu, láglaunafólks og lífeyrisþega. Ut- af fyrir sig vill Morgunblaðið ekki draga í efa, að það hafi verið einlægt markmið þeirra. Reynsla okkar undanfarin ár sýnir, að ein- mitt þetta fólk fer verst út úr mikilli verðbólgu vegna þess, að það hefur svo litla möguleika á að hagnýta sér verðbólguþróunina á sama veg og ýmsir aðrir gera. Þrátt fyrir það, að nokkuð hafi tekizt að halda við launajöfnunar- stefnuna, þó líklega ekki f jafn miklum mæli og menn vilja nú vera láta, stendur það óhaggað, sem Morgunblaðið sagði í upphafi þessara samninga, að bezta kjara- bótin fyrir láglaunafólk og líf- eyrisþega væri sú að draga mjög verulega ' úr verðbólgunni. Það hefur mistekizt með þessum samningum og reynslan á eftir að sýna okkur, að vaxandi verðbóíga mun enn auka á efnalegan mun í þjóðfélaginu. Bilið milli þeirra, sem betur hafa það og hinna, sem minna mega sín, á enn eftir að aukast eins og það hefur gert á undanförnum 4—5 óðaverðbólgu- árum. Ekki er því hægt að færa sann- færandi rök fyrir því, að þessir samningar hafi verið gerðir fyrst og fremst til hagsbóta fyrir lág- launafólk, lífeyrisþega og spari- fjáreigendur. Væntanlega er smátt og smátt að verða ljóst, hvers vegna slíkir verðbólgusamningar eru gerðir æ ofan í æ. Ástæðan er auðvitað sú, að of margir áhrifamiklir aðilar í röðum launþega og vinnuveit- enda hafa eða telja sig og mikinn hluta umbjóðenda sinna hafa beinan hag af áframhaldandi verðbólgu. Meðan menn geta sannfært sjálfa sig um það, að verðbólgan sé bezta tryggingin fyrir afkomu þeirra og áfram- haldandi eignasöfnun er hætt við, að verðbólgusamningar verði gerðir æ ofan í æ. Þess vegna hlýtur athygli okkar á næstu ár- um að beinast meir og meir að því að draga úr þeim hagnaði, sem þeir einstaklingar og atvinnu- rekendur hafa af verðbólgunni, sem beinlínis „spila á hana“. Ef þeim fer fækkandi, sem telja sig græða á verðbólgunni fer þeim fjölgandi, sem leggja áherzlu á, að verðbólgunni verði haldið I skefj- um, m.a. við gerð kjarasamninga. Og þá breytast að sama skapi við- horf þeirra, sem við samninga- borðið sitja. Hlutur vinnuveitenda Sumir vilja halda því fram, að ástæðan fyrir þessum endalausu verðbólgusamningum, sem hér eru gerðir á vinnumarkaðinum sé sú, að aflsmunur sé of mikill milli vinnuveitenda og verkalýðshreyf- ingar, að samtök verkalýðsins sé orðin svo öflug og samtök vinnu- veitenda svo veik, að hér sé um ójafnan leik að ræða. Vera má, að nokkuð sé til í því. Þeir hinir sömu halda því fram, að afstaða og vinnubrögð vinnuveitenda I samningum af þessu tagi eigi að vera sú að standa fast á því sem þeir viti sjálfir, að atvinnuvegirn- ir geti greitt og fara aldrei yfir þá markalínu. Vinnuveitendur eigi að taka því, þótt verkföll skelli á, lami allt þjóðlífið, standi kannski vikum saman með öllum þeim hörmungum, sem því mundu fylgja. Talsmenn þeirra kenn- inga halda þvf fram, að vinnu- veitendur þurfi ekki nema einu sinni að standa í slíkum stórátök- um. Meira jafnvægi muni ríkja, hefði einu sinni skorizt í odda. Morgunblaðið er ekki boðberi slíkra kenninga, þótt sjálfsagt sé að taka þær til umræðu. Nú á tímum eiga slík vinnubrögð ekki við. Edward Heath reyndi að- ferðir af þessu tagi í Bretlandi fyrir nokkrum árum, þegar námu- menn fóru í verkfall. Niðurstaða þess varð sú, að Heath neyddist til þess að efna til kosninga og brezka þjóðin kvað upp sinn dóm yfir stefnu hans með þvf að víkja honum frá völdum. Það verður að sannfæra fólk með skynsamleg- um rökum um hina réttu stefnu en láta „hörkuna“ eiga sig. Hún á ekki við í samskiptum launþega og atvinnurekenda nú á timum á hvorugan veginn. Vinnuveitendur vita ósköp vel að þeir geta ekki af sjálfsdáðum borgað þau laun, sem þeir voru að samþykkja. Vera má, að einstök atvinnufyrirtæki geti það fyrst í stað og jafnvel að vissár atvinnu- greinar i vissum landshlutum standi svo vel að vígi að afkoma þeirra leyfi samninga af þessu tagi. En þegar atvinnureksturinn er tekinn i heild sinni er auðvitað alveg ljóst, að verulegur hluti þeirra kaupgjaldshækkana, sem nú hefur verið samið um, hlýtur að fara út i verðlagið og það hafa samningamenn beggja aðila áreiðanlega gert sér ljóst. Þess vegna voru vinnuveitendur að skrifa undir ávisun, sem þeir eiga ekki til fyrir. Yfirleitt eru þetta menn, sem vilja hafa reglu á rekstri sinna fyrirtækja, en þeir áttu ekki annarra kosta völ. Er launaskrið hjá ríki og ríkisstofnunum? Það er hlutskipti stjórnmála- manna, þeirra sem hafa boðizt til þess að taka að sér forsjá i mál- efnum þjóðarinnar, að vísa henni veginn, leiðbeina fólki og hafa uppi stöðuga viðleitni til þess að mennta þjóðina og fræða um mál- efni hennar I heild. Þess vegna hefur rikisstjórnin að sjálfsögðu verið í fararbroddi þeirra, sem hafa leitazt við að sýna fram á böl verðbólgunnar og afleiðingar þess, ef ekki tekst að hefta hana. Um leið og ríkisstjórnin sinnir þessu sjálfsagða verkefni eru gerðar til hennar vissar kröfur um meðferð þeirra launmála, sem i hennar höndum eru, en það eru kjararnál opinberra starfsmanna. I kjaramalum er það ekki ein- vörðungu launaupphæðin sem skiptir máli heldur og ekki siður, samanburður við aðrar stéttir. Opinberir starfsmenn bera sig saman við launakjör á hinum al- menna vinnumarkaði og öfugt. Það væri áreiðanlega fróðlegt að bera saman þróun launamála á almennum vinnumarkaði og hjá hinu opinbera, t.d. á siðustu þremur árum og kanna, hvernig hún hefur verið i raun og veru. Komi þá í ljós, sem margan grun- ar, að launaskrið hjá opinberum og hálfopinberum aðilum hafi verið býsna mikið og kannski mun meira en annars staðar og að með ýmsum óbeinum hætti, til- færslum starfshópa milli flokka, flokkahækkunum og öðrum slík- um aðgerðum hafi kjör opinberra starfsmanna í raun batnað mun meir en kjör annarra launþega, væri það að sjálfsögðu hið mesta alvörumál. Þá hefur rikisvaldið sem gengur fram fyrir skjöldu og hvetur til þess, að gerðir séu hóf- samlegir kjarasamningar á al- menna vinnumarkaðinum sem ekki stuðli að aukinni verðbólgu, ýtt undir aukna kröfugerð al- mennra launþega með launa- skriði. Um þetta skal ekkert full- yrt, en þvi er þó ekki hreyft að ástæðulausu. Langtímaviðnám gegn verðbólgu Kjarasamningar þeir, sem nú hafa verið gerðir eru staðfesting á því að við ráðum ekki við óðaverðbólguvandann með hefð- bundnum aðferðum í efnahags- málum. Þeir sýna einnig, að það er óraunhæft að ætla að draga úr verðbólgunni með róttækum að- gerðum á skömmum tíma. Hér þurfa breytt vinnubrögð til að koma. Hér að framan og fyrr i Morgunblaðinu hafa verið færð rök að þvi, að það sé verðbólgu- hugsunarhátturinn sjálfur, sem þurfi að brjóta á bak aftur. Það þurfi að sannfæra þegnana um, að þeir persónulega hagnist ekki á verðbólgunni, að hægt sé að eignast hús, bifreið og búsmuni án hjálpar óðaverðbólgu. Nú græða menn á því að taka lán og festa i steinsteypu. Verð- bólgan borgar hluta af láninu. Sá sem fær lán er i raun að fá pen- inga gefna. Þeir peningar koma úr vasa einhvers annars og þá fyrst og fremst sparifjáreigand- ans. Áhrifarik aðferð til þess að brjóta verðbólguhugsunarhátt á bak aftur væri húsnæðislánakerfi í ætt við það, sem tiðkast i ná- grannalöndum. Önnur áhrifarík aðferð til þess að sannfæra fólk um, að það græði ekki á áfram- haldandi verðbólgu er sú að koma i veg fyrir, að menn hafi hagnað af því að taka lán til þess að fjárfesta á verðbólgutímum. Þetta er hægt að gera með hærri vöxtum eða verðtryggingu greiðsluskuldbindinga. I Brasilfu er verðbólgan rúmlega 45% og þar eru vextir milli 50 og 60% á ári. Hér er talað um háa vexti, en raunverulega er það gjöf, þegar lán eru veitt. Með því að hækka vexti verulega eða auka smátt og smátt verðtryggingu lánaskuld- bindinga er jafnt og þétt hægt að draga úr þeirri hvatningu sem nú er til staðar að fjárfesta á verð- bólgutímum. Ríkisstjórninni er nú mikill vandi á höndum. Hún hefur stuðl- að að lausn kjaradeilunnar með skattalækkun, auknum niður- greiðslum og hækkun trygginga- bóta. Hér er um að ræða útgjalda- auka fyrir ríkissjóð, sem nemur um 3000—4000 millj. kr. á árs- grundvelli. Þessi vilyrði voru gef- in, þegar enn stóðu vonir til, að kjarasamningum yrði haldið inn- an skynsamlegra marka. En það er erfitt að snúa til baka með slík vilyrði, þegar þau hafa á annað borð verið gefin. Svar rikisstjórn- arinnar við þeim viðhorfum, sem nú hafa skapazt hlýtur að verða, auk þess langtimaviðnáms gegn verðbólgu i ýmsum myndum, sem hér hefur verið gert að umtals- efni, að stíga alvarlegt skref í átt til þess að draga úr opinberri fjár- festingu. Rikisstjórnin hefur nú þegar tekið ákvörðun um að stöðva kaup á fiskiskipum erlend- is frá til áramóta. Það er skynsam- leg ráðstöfun, sem dregur úr fjár- festingu, sem raunverulega er opinber, þvi að kaupendur fiski- skipa fá mikinn hluta andvirðis skipanna lánað úr opinberum sjóðum og jafnframt hlýtur stöðv- un um tima á frekari skipakaup- um að vera þáttur í nauðsynleg- um fiskverndaraðgerðum. Þetta er ekki nóg. Fjárfrekar fram- kvæmdir standa yfir á sviði orku- mála og éru áformaðar. Hér er óhjákvæmilegt að hægja á ferð- inni og sömuleiðis i ýmsum fram- kvæmdum i samgöngumálum. Með því að taka rækilega til hendi og draga mjög verulega saman nú þegar opinbera fjárfestingu er hægt að bjarga miklu við. Að þessu þarf ríkisstjórnin að hyggja á næstunni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.