Morgunblaðið - 26.06.1977, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 26.06.1977, Qupperneq 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. JÚNÍ 1977 Rœtt við Randver „í kjall- aranum” „ Við erum eldfjörugir, hnyttnir og hressir” AÐSTÆÐUR allar settu mark sitt á viðtalið. Slagbrandur var mættur til leiks á einn af skemmtistöðum borgarinnar til að ræða við söngflokkinn Randver, en eina húsrýmið sem laust var til viðræðnanna var kjallarageymsla með fvið lægri lofthæð en okkur stór- mennunum hentaði. Menn gengu þvf hoknir inn milli ölkassa og bilaðra stóla, unz komið var á sæmilega autt svæði, þar sem unnt var að tylla sér niður. Þeir Randvers- menn voru f feiknastuði. Fyrr um kvöldið höfðu þeir hitzt til að halda upp á afmæli eins þeirra og sfðan lá leiðin á skemmtistaðinn, þar sem þeir ruddu úr sér bröndurum og fluttu lögin af nýju plöt- unni sinni. Það tók þá þvf nokkurn tfma að róast, að láta af glensinu og grfninu og fara að tala f alvöru. Ber við- talið þess merki. „Við ætlum einfaldlega að verða beztir allra I að skemmta fólki og slá Rfó út," sagði fyrsti Randverinn áður en Slagbrandur fékk færi á að skjóta fram fyrstu spurningunm. „Já. við erum eldfjörugir, hnyttnir og hressir," sagði annar Randverinn og sá þriðji kom og bætti um betur. „Við erum beztir — láttu það berast. Já, settu það I fyrirsögnina " Á meðan hrokinn rennur af Rand- veri, vill Slagbrandur kynna liðsmenn hans: Ellert Borgar Þorvaldsson, Guð- mundur Sveinsson, Jón Jónasson og Ragnar Gfslason. Allir eru þeir kennar- ar við Öldutúnsskóla í Hafnarfirði og þar er fæðingarstaður Randvers. „Við duttum óvart inn f þetta. Við byrjuðum fyrst á skemmtun hjá krökkunum I skólanum Síðan tókum við upp nokkur lög I stúdfói sem sýnis- horn af getu okkar og slðan var okkur bókstaflega kastað út f þetta." Allir hafa þeir þó einhvern tónlistar- feril að baki, en misjafnan að vöxtum og gæðum; Ellert var lengi liðsmaður hljómsveitar sem hét Ómar og starfaði á Austfjörðum Ragnar var f hljómsveit sem bar það athyglisverða nafn Menn- ing og sfðar var hann f Trix. Guð- mundur söng eitt sinn „House of the rising sun" með hljómsveitinni Nafn- Randver: Ellert Borgar Þorvaldsson, Jón Jónasson, Ragnar Gfslason og Guðmundur Sveinsson. (Ljósm. RAX.) VIÐAR JÓNSSON: „Viðar Jónsson" (Gimsteinn 105). Viðar Jónsson: söngur, gftar og bakraddir. Aðstoð: G. Rúnar Júffusson (gftar, bassagft- ar, clavinet og bakraddir), Sigurður Karlsson (trommur og slagverk), Karl Sighvatsson (orgel og pfanó), Helgi Hjálmarsson (pfanó), Jakob Magnús- son (strengir (Elka)), Grettir Björns- son (harmónika). Gunnar Ormslev saxófónn), Ásgeir Steingrlmsson (trompet), Eric (stálgltar og banjó). Diddú (söngur I einu lagi). Upptaka og hljóðblöndun: Tony Cook og Jón- as R. Jónsson f stúdfói Hljóðrita hf. I Hafnarfirði. Viðar Jónsson hefur lengi verið hljómlistarmaður Hann komst fyrst I sviðsljósið fyrir 12—13 árum, var lengi i Örnum, en hefur sfðustu árin leikið I Stuðlatríóinu Sjálfsagt hefur hann samið mörg lög á þessum tfma. en fá tækifæri haft til að koma þeim á framfæri við alþjóð fyrr en nú, ef undanskilin er tveggja laga plata sem hann gaf út á eigin kostnað fyrir fáum árum með laginu „Sjóarinn slkáti", sem enn heyrist i óskalagaþætti sjó- manna annað slagið Lög Viðars bera þess merki, að hann ólst upp með rokkinu og bftlaæðinu. I þeim er oft sami „sjarminn" og ein- kenndi tónlist þess tfmabils og þess vegna hlýtur þessi plata að finna hljómgrunn hjá fólki báðum megin við þrftugt, sem upplifði þá góðu tfma. Þeim poppáhugamönnum sem bætzt hafa f hjörðina á siðari árum og drukk- ið i sig Pink Floyd, Zeppelin. Queen og Eagles þykir ef til vill þessi tónlist Viðars vera einum of einföld fyrir sinn smekk og ekki skal þeim bannað að hafa sinn smekk. En menn skyldu hafa f huga að það sem er einfalt að gerð þarf ekki endilega að vera lélegt og margur tónlistarmaðurinn sem hefur rembst við að skapa flókna tónlist hefur ekkert haft upp úr þvl annað en áreynsluna og innan tóman samsetn- ing Einfaldleikanum fylgir oft einlægni sem gefur tónlistinni aukið gildi, gerir hana að sannri tjáningu og það er hið æskilegasta i listsköpun. Einlægni Viðars I sköpun og flutn- ingi tónlistar sinnar er það sem gerir Viðar Jónsson plötuna svo áheyrilega sem raun ber vitni Sem gagnrýnandi hef ég mátt hlusta á margar plöturnar I undan- gengnu plötuflóði en satt bezt að segja hef ég spilað plötu Viðars oftar en flestar þær plötur sem ég hef tekið til meðferðar — fyrst og fremst af ofan- greindri ástæðu. Textagerð Viðars er hins vegar lakari og mun Ifklega standa i vegi fyrir þvf að tónlist hans fái þá viðurkenningu sem henni ber Sumir textarnir eru voðalegt hnoð og get ég ekki annað en óskað þess að þeir heyrist sem sjaldn- ast f hljóðvarpi Aðrir textar eru ósköp svipaðir og gengur og gerist með flest- ar fslenzkar plötur, innihaldslitlir og illa gerðir, en særa þó ekki málvitund manns djúpu sári. Kannski er maður farinn að venjast leirburðinum svo mjög, að hann snertir mann ekki leng- ur. Undirleikurinn er misjafn, á köflum góður, en stundum slakur og hefði þarfnazt meira nosturs. En stúdíótím- inn er dýr, svo og laun aðstoðarmanna og skiljanlega hefur sem minnst áhætta verið tekin i fjárfestingu i svo ókunnri stærð á sviði plötusölu sem Viðar Jónsson og verk hans eru Ef Viðar gerir fleiri plötur sfðar, þá er höfuðatriði fyrir hann að vanda texta- gerð eða fá annan hæfari til að sjá um þá hlið En tónlistina getur hann óhik- að samið sjálfur RANDVER: „Aftur og nýbúnir" (Steinar 015). Ellert Borgar Þor- i valdsson: söngur, raddir. Guðmund- ur Sveinsson: söngur. raddir. Jónas- son: raddir, gftar, banjó, munnharpa. Ragnar Glslason: söngur. raddir. glt- ar, mandólln. AðstoS: Tómas Tómas- son (bassi, tónskælir, svuntuþeysir), Ragnar Sigurjónsson (trommur, bongótrommur. hristur. stokkur, Hansa — skrifborð, tamborlna). Jakob Magnússon (planó, harmon- ikka, svuntuþeysir, rafmagnsplanó), Þórður Arnason (raf magnsgltar), Karl Sighvatsson (orgel). Stjórn hljóðritunar: Tómas Tómasson. HljóSritun: Jónas R. Jónsson og Tómas Tómasson I stúdlói Hljóðrita h.f. I Hafnarfirði. Randver valdi þann kostinn við gerð plötunnar að taka erlend lög. flest af bandarískum uppruna, og semja við þá fslenzka texta f léttum dúr. Hefur laga- valið heppnast nokkuð vel. en áhuga- Randver: Aftur og nýbúnir vert væri að fá siðar að heyra fleiri lög frá liðsmönnum Randvers, þvl að eina frumsamda lagið , „Afi minn og ég", eftir Jón Jónasson er eitt það bezta á plötunni. Textar eru allgóðir. sumir bráðsmellnir. Ellert Borgar Þorvalds- son samdi alla textana utan einn og heldur sig eftir megni við hefðbundnar bragfræðireglur Er það virðingarvert og raunar sérstök ástæða til að þakka fyrir, að hlustandanum er hlfft við þvl amböguflóði sem sett hefur mark sitt á alltof margar fslenzkar hljómplötur að undanförnu Það er sérstök list að semja gamanvfsur, þannig að textinn renni óþvingað fram. Þá er f rauninni verið að færa skrftlur yfir I bundið mál og getur stundum reynst erfitt að koma stuðlum og höfuðstöfum f réttar skorð- ur. En hvenær hefur það annars verið talið barnaleikur að yrkja Ijóð? Undirleikur er prýðisgóður á plötu Randvers og ber gott vitni fagmennsku og hæfileikum Tómasar Tómassonar, en hann stjórnaði æfingum og upptöku og hafði talsverð áhrif á útsetningarn- ar Hann lætur sönginn réttilega njóta sfn og undirleikinn vera á sfnum stað sem undirleik, en ekki ofleik. Platan er f heild vönduð og mjög þægileg áheyrnar og á vafalaust eftir að lenda á plötuspilaranum við og við um langa framtlð STEINUNN BJARN ADÓTTIR: „Steinka Bjarna á útopnu" (ÁÁ — hljómplötur 0032). Steinunn Bjarna- dóttir, söngur. Aðstoð: Undirleikur: J.M.Sextettinn (Jakob Magnússon, planó, Tómas Tómasson, bassi, Þórður Árnason. gltar, Ragnar Sigur- jónsson, trommur, Gunnar Ormslev, saxófónn, Áskell Másson, slagverk). Raddir: Egill Ólafsson, Sigrún Hjálm- týsdóttir. Ólafur Þórðarson, Gunnar Þórðarson, Helgi Pétursson. Blfstur: Jónas R. Jónsson. Útsetning fyrir fiðlur og saxófóna f tveimur lögum: Magnús Ingimarsson. Stjórn upp- töku: Jakob Magnússon. Hljóðritun: Jónas R. Jónsson og Tony Cook f stúdfói Hljóðrita h.f. f Hafnarfirði. STÍNA STUÐ, eins og hún var oft kölluð. sló svo sannarlega f gegn á fyrri Stuðmannaplötunni, „Sumar á Sýr- landi", þegar hún söng „Strax f dag". En ef til vill hafa vinsældir lagsins vilt henni eitthvað sýn. Þótt söngur hennar væri með ágætum, þá voru vinsældir lagsins fremur að þakka gæðum lags- ins sjálfs og aldeilis stórkostlegum texta. En Stlna. öðru nafni Steinka Bjarna, eins og hún kallar sig á þessari

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.