Morgunblaðið - 26.06.1977, Blaðsíða 36
36
MOKGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. JUNÍ 1977
lATVINNUHUSIMÆÐII
I Höfum fjársterkan kaupanda að
1600 —1000 fm. atvinnuhús-
Inæði. Skilyrði er að á jarðhæð
Isé minnst 200 fm. og að hús-
næðið sé í Reykjavík, vestan ™
I Elliðaár.
fasttiinsali lafiarstnti H
S. 27111 - 27S5I
Knutur Siqnarsson vidskiDtafr
Paii Oudionsson vidskiptafr
HÚSEIGN Á SIGLUFIRÐI
Til sölu er 3 hæða steinhús sem í eru 3 íbúðir.
Grunnflötur er ca. 120 fm. Húsið selst í einu
lagi eða hver íbúð fyrir sig. Nánari upplýsingar í
síma 15255 Reykjavík.
Veiðileyfi í Soginu til sölu
Nokkur óseld veiðileyfi verða seld á morgun og
næsta dag fyrir landi Alviðu. Upplýsingar í sima
2771 1 frá 1 —3 e.h.
Hollenzkar kápur
nýkomnar
• • •
KAPAN
LAUGAVEGI 66 II it*ó
vörubifreiðastjórar
verólækkun
á hjólbördum - ótrúlegt tilboó,
sem enginn ætti aó hafna - pantið strax
Afturhjólamynstur
1100 x 20/16 - 57.800
1000 x 20/14 - 54.500
900 x 20/14 - 49.200
825 x 20/14 - 39600
AUOBREKKU 44-46 - KÓPAVOGI - SÍMI 42600
Framhjólamynstur
1100 x 20/16 - 56.300
1000 x 20/14 - 52.600
900 x 20/14 - 47. 700 VVI
825 x 20/12 -36.600 I..Z I
JÖFUR HF. U
Síðbúin
afmæliskveðja:
Jónas
Björns-
son átt-
ræður
Þaö er staðreynd að þann 13.
þessa mánaðar varð Jónas Björns-
son, skipstjóri, 80 ára. Enginn
sem sér hann í dag trúir því, að 80
ár séu frá fæðingu Jónasar svo
vel ber hann aldurinn. En kirkju-
bækur segja hann fæddan 13.
júní 1897 að Hámundarstöðum i
Vopnafirði, og þeim verður við að
trúa.
Foreldrar hans voru Björn Jðn-
asson og Sigríður Pálsdóttir.
Snemma varð Jónas að vinna fyr-
ir sér eins og títt var á þeim tíma.
Vandist hann því snemma á ævi
sinni öllum algengum störfum
bæði til sjós og lands. En hugur
hans hneigðist fljótt að sjónum.
Hann fluttist til Reykjavíkur árið
1918. Nám stundaði hann í Stýri-
mannaskólanum og lauk þar far-
mannaprófi með fyrstu einkunn
árið 1924.
Okkar fyrstu kynni hófust er ég
gerðist skipverji á togaranum
Max Pemberton árið 1934. Jónas
naut sín þar vel í hópi góðra
drengja, sem þar skipuðu hvert
sæti, ásamt hinum kunna afla-
manni Pétri Maack. Þar hófust
kynni okkar Jónasar, sem staöið
hafa allt til þessa dags og orðið
traustari með degi hverjum.
Jónas sigldi öll seinni stríðsárin
á smærri og stærri skipum. Á
öllum hans ferðum, sem oft voru
lífshættulegar, skilaði hann ávallt
skipi og skipshöfn heilu í höfn,
enda fylgdi mikil gifta öllu hans
starfi.
Jónas er dulur maður, fáskipt-
inn að eðlisfari, mjög vel hag-
mæltur og glaður er hann í hópi
vina sinna. Ekki eru þær ófáar
allar stökurnar og vísurnar sem
þessi vinur minn hefir látið frá
sér fara við allskonar tækifæri.
Og vonumst við vinir hans að sjá
þær á prenti, þótt siðar verði.
Ég óska Jónasi og hans ágætu
eiginkonu allrar Guðs blessunar á
þessunt timamótum.
Meö kveðju,
Ragnar Elíasson.
— Minning
Katrín
Framhald af bls. 33
En sárastur er söknuður
fjölskyldu hennar og litlu systur,
sem fékk svo oft að koma með
stóru systur á æfingar. Við send-
um þeim samúðarkveðjur. Einnig
Guðlaugu frænku hennar, en þær
voru mjög samrýndar og hafa þær
verið saman meö hópnum frá
byrjun. Einnig sendum viö fjöl-
skyldu Jóns Sævars samúðar-
kveðjur, en honum höfðum við
kynnst litillega. Að lokum viljum
við þakka Katrínu allar skemmti-
legu og góðu samverustundirnar
sem verða okkur ógleymanlegar.
F’yrir hönd blakhópsins,
Sunna.