Morgunblaðið - 26.06.1977, Síða 38
38
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. JÚNÍ 1977
+
Eigmmaður minn, faðir okkar. tengdafaðir og afi
HANS P. PETERSEN
forstjóri
Miðbraut 27, Seltj.
sem lézt 18 júnl, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðjudaginn
28 júnlkl 3
Helga Petersen
Hildur Petersen
Guðrún Oóra Petersen Kjartan Magnússon
og barnabörn.
Eiginmaður minn og fósturfaðir
SKÚLI GUÐLAUGSSON
Laugavegi 143
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 28 júnl kl 1 30
Fyrir hond ættingja
Klara Steinsdóttir
Oagmar Guðnadóttir.
+
Elskuleg dóttir okkar og systir
KATRÍN GUÐJÓNSDÓTTIR
Brúnalandi 1 9
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju mánudaginn 27 júnf kl 1 3 30
Ágústa Jóhannsdóttir Guðjón Asbjomsson
Guðmundur B. Guðjónsson
Brynja Þyrí Guðjónsdóttir.
+
ANNA SÓLVEIG ÞÓRÓLFSDÓTTIR
Fellsmúla 12, Reykjavfk
andaðist að heimili sínu, þann 23. júní
Helgi Þorgilsson
Þór Helgason Cornilfa Ingólfsdóttir.
+
Útför
KARLS KRISTINSSONAR
verður gerð frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 28 júnl kl 1 3 30
Anna Jónsdóttir.
+
Maðurinn minn, faðir okkar. tengdafaðir og afi
BJÖRN GÍSLASON
frá Sauðárkróki
Hátúni 10 A.
verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni mánudaginn 27. júnl kl 10 30
Hólmfrlður Jónsdóttir Ema Jónsdóttir
Steingrfmur Björnsson Elsa Einarsdóttir
Jóhannes Björnsson Esther Svavarsdóttir
Oagrún Björnsdóttir Valdimar Gunnarsson
og barnabörn.
+
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og
jarðarför
LENU HALLGRÍMSDÓTTUR
Aðalstræti 19, Akureyri.
Sérstaklega þökkum við læknum og starfsfólki sjúkrahússins fyrir
frábæra umönnun I veikindum hennar
Vandamenn.
+
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við fráfall og útför
RAGNHEIÐAR GUÐRÚNAR
HJALTALÍN GUNNARSDÓTTUR
Tryggvi Guðmannsson
Hilmar H. Jónsson ÁsdFs Þorsteinsdóttir
Gunnar R. Jónsson Frfða Ólafsdóttir
Ragnar Þór Jónsson og barnaböm.
+
Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför föður
okkar. tengdaföður og afa.
INGÓLFS MAGNÚSSONAR.
Magnús Ingólfsson Kristfn Haraldsdóttir
Ingvar Ingólfsson Hanna Bárðardóttir
Sverrir Ingólfsson Guðbjörg Helgadóttir
Guðrún Ingólfsdóttir Úlfar Teitsson
og barnabörn.
EinarPálsson for-
stjóri — Minning
F. 9. aprfl 1929.
D. 18. júní 1977.
Við, sem brautskráðpmst frá
Menntaskólanum á Akureyri vor-
ið 1950, vorum óræður hópur
bjartra vona og stórra fyrirheita.
Einhvers staðar áttum við öll
heima á hinni tölfræðilegu tákn-
mynd, á Gaussiska fletinum, sem
skýrir en skilur ekki. Þau okkar
sem voru úr stærðfræðideild lit-
um á þennan stærðfræðilega flöt
sem leiðbeiningu um lífið og
leitni þess. Stærðfræði og töl-
fræði voru beztu kennarar okkar,
leiðarljósin og lífsins speki. 1 dag
vitum við, að ekkert er óbrigðult.
Við fráfall Einars Pálssonar sann-
ast að lífið lýtur ekki tölfræði,
heldur tilviljun og tröllvöxnum
sköpum, sem enginn skilur.
Við Einar vorum samvista á
Akureyri og í tvo vetur á Gamla
Garði. Það var stutt á milli her-
bergja bæði fyrir norðan og sunn-
an. Við skröfuðum og skeggrædd-
um, við tefldum og töluðum, og
það var tekizt á í gamni og alvöru.
Fyrir mörgum árum rakst ég á
Einar í Kaupmannahöfn. Þá sá ég
að enn var Einar sá sami. Hann
var glaður og ljúfur og sjálfum
sér samkvæmur, slípaður og kur-
teis en þannig var einmitt Einar
Pálsson, eins og ég sá hann fyrst
og sá hann síðar.
Leiðir okkar lágu svo aftur sam-,
an á 25-ára stúdentsafmælinu
1975. Þá hittumst við á Akureyri
glaðir og reifir, í sól og sumri.
Einar hafði þá tekið að sér vanda-
samt starf, þar sem skipulags-
hæfileikar hans nutu sín og hann
gat beitt glöggskyggni og raun-
sæi, stærðfræðingurinn Einar
hafði fundið sinn tölfræðilega
vettvang. Þessir fögru júnídagar
á Akureyri 1975 urðu okkur öll-
um, sem þarna mættum, að ljúfri
minningu, enda skipulagði Einar
sem áður allt, sem fram fór á
vegum bekkjarsystkinanna.
Hógværð hefur mikil völd, það
orðtak á við um Einar Pálsson.
Meðal okkar, sem kynntumst hon-
um, var hann samnefnarinn,
greindur og gegn.
Lífseiningin verður aldrei met-
in að magni, maðurinn aldrei skil-
inn af sjálfum sér, til þess eru
engar rökréttar forsendur. Þess-
ari hugsun skýtur upp þegar það
ólíklega hefur orðið, þegar sá,
sem átti veg virðingar og vanda,
er horfinn. En staðreynd er það
samt.
Það er fátt hægt að segja á
slysstað, þó að sá veruleiki virðist
við blasa, að tæknin taki börnin
sín. Hvert fórnarlambið verður
veit greinilega enginn. Það eina,
sem eftir verður, er leiði og sár,
sem lígið mun þó lækna.
Kynni mín af Einari voru slík,
að ég man hann og minnist hans.
Það veit ég, að þeir gera betur,
sem næstir honum standa og ná-
kaldan veruleikann eiga nú.
Selfossi, 22. júní 1977.
Brynleifur H. Steingrfmsson.
Það er 17. júní 1950. — Hópur
nýstúdenta kveður Menntaskól-
ann á Akureyri. Birta hins ís-
lenska vors er algjör og framtíðin
blasir við björt og fögur eins og
„nóttlaus voraldar veröld."
7. júni 1975. — Glaðvær hópur
miðaldra fólks er samankominn á
Akureyri til þess að minnast 25
ára stúdentsafmælis. Sumir hafa
ekki sést þennan aldarfjórðung
enda eru nú fagnaðarfundir og
margs að minnast.
Aðeins einn bekkjaarbróðir er
horfinn á annað lífssvið, en okkur
finnst hann vera mitt á meðal
okkar.
Einn úr hópnum flytur ræðu
við skólaslit og afhendir gjöf
bekkjarins til skólans. Sá er ný-
fluttur heim til íslands eftir ára-
tuga dvöl erlendis við nám og
störf. Einar Pálsson, fyrrverandi
Inspector scholae, kominn heim í
gamla hópinn og enn ríkir „nótt-
Iaus voraldar veröld.“
Tvö ár Ifða og fréttin kemur
sem reiðarslag. — „Þetta getur
ekki verið hann Einar okkar,“
segir hver við annan í ótta og
spurn. En staðreyndin er einmitt
sú. — Skjótt hefir sól brugðið
sumri."
Fórnfýsi, þrautseigja og trú-
mennska í starfi eru þeir eigin-
leikar í fari Einars Pálssonar sem
voru áberandi strax á skólaárum
hans. Það var þvf engin tilviljun
að hann var kosinn Inspector
scolae í 6. bekk M.A. Þórarinn
Björnsson fékk þar traustan
mann f ábyrgðarstöðu og vita allir
sem eitthvað þekkja til skóla-
starfs hve mikilvægt er að gagn-
kvæmt traust sé milli slíkra aðila.
Einar var ekki þannig að hann
notfærði sér stöðu sfna til þess að
segja skólasystkinum sínum fyrir
verkum og sitja sjálfur auðum
höndum. Öðru nær. — Enginn
sást hamast meira en hann við að
bera borð og stóla þegar rýma
þurfti ,,SAL“ vegna hátíðar eða
fundarhalda. Ósérhlífni hans var
einstök. — Sem dæmi um hjálp-
semi Einars má nefna aðstoð hans
við bekkjarbróður sem gekkst
undir hættulegan uppskurð í
Kaupmannahöfn þegar Einar var
þar búsettur. Hvorki tími né pen-
ingar voru sparaðir til þess að
létta hinum sjúka og aðstandend-
um heima á íslandi baráttuna.
Einar heimsótti bekkjarbróður
sinn daglega og var í stöðugu
símasambandi við aðstandendur
sem heima biðu milli vonar og
ótta. Einnig gaf hann sér tfma til
að skrifa löng og ýtarleg bréf um
batahorfur og líðan sjúklingsins.
Allt leyst af hendi með sömu ljúf-
mennskunni en jafnframt þessi
hressilega drift. Engar vangavelt-
ur heldur framkvæmd á stund-
inni. Hvað lífið verður einfalt og
vandalítið í návist slíkra manna.
Já, lífið, hvað er lífið? Aðeins
þessi jarðvist? Þar verður hver að
hafa sína skoðun. En sum okkar
sætta sig ekki við þá trú að mönn-
um sé kippt úr þessu jarðlífi, á
besta aldri, í fullu starfi og þar
með búið.
„Ég lifi og þér munuð lifa“ var
sagt fyrir nær 2000 árum og er
jafngilt nú sem þá. En þetta fyrir-
heit um framhald lífs, vikur oft
fyrir sorg og söknuði sem fyllir
hugann við fráfall vinar.
Þó að stórt skarð sé nú höggvið f
bekkjarhópinn þá er sorgin þó
sárust hjá ástvinum Einars.
Við sendum eiginkonu hans og
börnum hans innilegar samúðar-
kveðjur og vonum að litli Einar
Örn verði sannur sólargeisli sem
hjálpi móður sinni að ná heilsu og
kröftum á ný.
Bekkjarsystkini.
í einu þeirra mörgu og sviplegu
dauðaslysa sem hafa herjað á okk-
ar litla þjóðfélag undanfarna
daga, hvarf úr hópi okkar Einar
Pálsson, forstjóri Reiknistofu
bankanna.
Einar var meðal frumherjanna,
sem helguðu sig nýrri tækni sem
þá var að byrja að ryðja sér til
rúms.
Kynni okkar hófust árið 1965 er
ég réði hann til fyrirtækis míns.
Hann var þá búsettur í Kaup-
mannahöfn. Hlaut hann þar
tveggja ára starfsþjálfun í tölvu-
fræðum, en kom að þvf loknu
heim til íslands og tók við
ábyrgðarstöðu hér, eins og fyrir-
hugað var.
Mikil og ör þróun, að segja má
byltingarkennd, varð á starfsvett-
vangi okkar um þær mundir er
Skilti og krossar
á grafreiti
Steypt úr áli eða kopar,
með upphleyptum stöf-
um.
Einnig álsteyptir vegvísar,
bæjarskilti, stafir og fl.
Málmsmiðjan Hella h/f.
Srðumúla 17.
Sími 35635.
+
Eiginmaður minn og faðir okkar,
EINAR PÁLSSON
Álftamýri 58
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju mánudaginn 27 júnfkl. 10 30
Þeim, sem vildu minnast hans, er vinsamlega bent á að láta llknarstofn-
anir njóta þess
Matthildur Haraldsdóttir
Einar Örn Einarsson Sigrún Einarsdóttir
Margrét Heidi Einarsdóttir Stefán Einarsson
+
Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og útför
ÞÓRHALLS JÓNSSONAR
frá Svfnafelli I Öræfum.
Ragnar Þórhallsson
Jón Þórhallsson Sigrfður Einarsdóttir
Ingólfur Jónsson Sveinbjörn Þór Jónsson.
+
Þökkum innilega auðsýnda sambúð og vínarhug við andlát og útför
föður okkar, tengdaföður, afa og langafa
HJARTAR BJARNASONAR
frá Akranesi.
Börn. tengdabörn. barnabörn og barnabarnabörn.
+
Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför
eiginmanns mln, föður okkar, tengdaföður og afa,
HÁKONAR HJALTALÍN JÓNSSONAR.
málarameistara,
Ásvallagötu 25.
Elfn Fanney Ingólfsdóttir
Ingólfur Hjaltalfn Kristrún Magnúsdóttir
Gunnar Hialtalfn Helga R. Stefánsdóttir
og barnaböm.