Morgunblaðið - 26.06.1977, Síða 39
39
hann tók við starfi. Má þvi að
líkum ráða að beðið var eftir
starfsþekkingu hans og reynslu,
enda má fullyrða að á þessum
tima hafi hann verið einn best
menntaði Islendingur I töluvfræð-
um.
Mjög fljótt vann Einar trúnað
samstarfsmanna sinna, svo og við-
skiptavina, vegna hæfni og traust-
vekjandi framkomu.
Þegar Einar hafði gegnt stöðu
deildarstjóra hér hjá IBM í tvö ár,
óskaði hann eftir að flytja búferl-
um til Danmerkur á ný. Tók hann
þá við deiidarstjórastöðu hjá IBM
i Kaupmannahöfn, sem hánn
gegndi, þar til hann var ráðinn
forstjóri Reiknistofu bankanna
árið 1973, en þá fluttist Einar
alkominn til íslands. Því starfi
gegndi hann er hið sviplega frá-
fall bar að.
Reiknistofa bankannna var að-
eins tii á pappirum þegar Einar
réðst þangað. Kom það þvi I hans
hlut að móta starfið frá grunni.
Eigendurnir eru margir og því
þurfti að samræma margvíslegar
þarfir og mörg sjonarmið.
Með meðfæddri lipurð og sam-
vizkusemi tókst Einari að leysa
þetta vandasama hlutverk með
miklum ágætum og hefur fyrir-
tækið unnið sér verðugt traust.
Einar hafði gert margvíslegar
áætlanir til lausnar á framtíðar-
verkefnum, og má segja að þeir
sem við taki komi þar að vel
plægðum akri.
Stórt skarð. er nú höggvið í hina
fámennu frumherja stétt ís-
lenskrar töjvutækni og fylgir auk-
in ábyrgð samferðamönnunum til
að halda áfram þvi starfi sem
Einar hefur mótað. Ýmsu er ólok-
ið og margvíslegar áætlanir hafði
Einar gert til lausnar á framtíðar-
verkefnum. Þróun þeirra verður
hann nú að fylgjst með á öðrum
sviðum.
Einar var meðal maður að hæð,
vel limaður og bar sig vel. Lundin
létt og brosið hlýtt. Dulur um
einkamál, eins og títt er um
trausta menn.
Leiðir skilja að sinni, en minn-
ingin um góðan dreng lifir. Hún
er traust og huggun ástvina hans i
þeirra miklu sorg. Við hjónin
sendum eiginkonu og börnum,
okkar innilegustu samúðarkveðj-
ur.
Góður maður gengur á guðs
vegum, hans gata er greið.
Far þú í friði, friður guðs þig
blessi.
Ottó A. Michelsen.
Deyr fé
deyja frændur
deyr sjálfur ið sama
en orðstfr deyr aldrei
hveim er sér góðan getur.
Elskulegur mágur minn Einar
Pálsson lézt í bifreiðarslysi 18.
þ.m., aðeins 48 ára að aldri.
Mér er tregt tungu að hræra,
enda öll orð til einskis gagnvart
staðreyndum og lögmálum lífs og
dauða.
En mig langar til að þakka hon-
um hugljúfa samleið. Alla tíð, frá
þvi ég kynntist honum fyrst sem
ungum skóladreng, einkenndi
hann drengileg og falleg fram-
koma. Hann var einlægur og
hjartahlýr og hafði ánægju af þvi
að rétta öðrum hjálparhönd og
greiða úr vandamálum samferða-
manna sinna eftir mætti.
Ég minnist hans siðast þegar ég
sá hann þar sem hann lék við
litinn son sinn, barnsleg gleiði
skein úr augum beggja. Augljós
var hamingjan á heimilinu.
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGÚR 26. JUNÍ 1977
Ég bið, að aivaldur guð gefi
konunni hans styrk og þrek til að
halda áfram á þeirri braut, sem
þau voru byrjuð að marka.
Börnin hafa mikið misst, því að
góður og ástríkur faðir hefur lok-
ið jarðvist sinni. Mættu þau erfa
mannkosti föður síns og halda
minningu hans þannig á lofti.
Blessuð sé minning hans.
Eiisabet Hermannsdóttir.
Frændi minn og vinur Einar
Pálsson lézt skyndilega af völdum
bilslyss laugardaginn 18. júní.
Það er alltaf mikið áfall þegar
góður drengur hverfur á braut
svo snögglega og fyrirvaralaust,
sem í þessu tilviki. Þó eru áhrifin
alltaf sárari, þegar ljúflingur eins
og Einar er skyndilega hrifinn
brott, maður stendur eftir ráð-
þrota og dofinn og vitund manns
neitar hreinlega að taka svona
fregn til greina.
Við Einar þekktumst vel, bæði
frá þvi er við vorum drengir á
Siglufirði, þótt ég væri nokkuð
miklu eldri, og síðar er störf okk-
ar lágu saman hjá Flugfélagi
íslands. Einnig rækti Einar vel
frændsemi sína við föður minn og
fjölskyldu, þegar hann var í
Menntaskólanum íá Akureyri.
Var hann nánast eins og einn af
systkinum heima og batzt
tryggðaböndum við okkur. Hin
síðari ár voru samfundir okkar
ekki eins tíðir, en þó skorti ekkert
á einlægnina og vináttuna þegar
við hittumst.
Einar var fæddur 9. apríl 1929 á
Siglufirði. Foreldrar hans voru
Páll Ásgrímsson, föðurbróðir
minn, og kona hans Sigríður Ind-
riðadóttir, er Sigriður látin en
Pálllifir enn, en heilsan er farin
að gefa sig.
Einar varð stúdent frá M.A. 17.
júni 1950. Árið 1953 hóf hann
störf hjá Flugfélagi íslands og
starfaði hjá F.í. á íslandi, i Nor-
egi og Danmörku til ársins 1965.
Þá réðist hann til starfa hjá IBM í
Danmörku til ársins 1973, tvö af
þessum árum var Einar á íslandi
fyrir IBM.
Árið 1973 flutti Einar alkominn
til íslands, vann að stofnun og
uppsetningu Reikningsstofnunar
bánkanna og veitti henni forstöðu
til þess er hann lézt.
Einar átti fjögur börn: Sigrúnu,
Stefán, Margréti Heiði og Einar
örn. Eftirlifandi kona hans er
Matthildur Haraldsdóttir.
Hjónaband Einars og Matthild-
ar var mjög hamingjusamt og
þarf ekki að tiunda þann harm og
þann sára missi, sem hún hefur
orðið fyrir. Ég þekki hana vel úr
starfi minu hjá F.í. en þar er hún
starfandi flugfreyja. Ég votta
henni sérstaklega og allri fjöl-
skyldu Einars hryggð mína og
innilega samúð á þessari erfiðu
stund í lífi þeirra.
Þótt dauðinn sé bitur og ekkert
lif án dauða má þó ekki gleyma
þeirri von er felst i þvi að engin
dauð er án lífs.
Jón A. Stefansson.
Þegar menn á miójum starfs-
aldri falla skyndilega í valinn,
minnir það okkur áþreifanlega á
hversu oft er skammt á milli lifs
og dauða. Dauðinn er furðuleg
ráögáta, sem mönnum gengur iila
að skilja. Óskiljanlegastur þó,
þegar fólk í blóma lífsins er hrifið
burtu frá mikilvægu hlutverki.
Kynni okkar Einars Pálssonar
hófust er hann kom til íslands
árið 1967, eftir að hafa dvalið
nokkur ár i Danmörku, en tvö þau
siðustu starfaði hann hjá tölvu-
fyrirtækinu IBM við nám og
undirbúning fyrir þann starfs-
vettvang sem hann síðan helgaði
starfskrafta sina. Ekki var dvöl
Einars löng hér á landi i það sinn,
því hann fór aftur til Danmerkur
árið 1969 og hóf störf aftur hjá
IBM þar í landi.
Þegar íslensku bankastofnan-
irnar ákváðu að stofna til sam-
eiginlegrar tölvumiðstöðvar, var
það ljóst að árangurinn af þeirri
stofnun yrði mjög svo undir þvi
kominn hvernig til tækist með val
á forstöðumanni. Til þessa starfs
var Einar Pálsson valinn. Aðrir
munu bera vitni þvi frábæra
starfi, sem hann þegar hefur unn-
ið þar, og sem svo miklar vonir
voru bundnar við að héldi áfram.
Leiðir okkar Einars lágu saman
i störfum fyrir Skýrslutæknifélag
íslands, en árið eftir að Einar
kom heim frá Danmörku var ósk-
að eftir að hann tæki að sér vara-
formennsku I þeim félagsskap.
Formennsku gegndi hann svo ár-
in 1975—1977, en á siðasta aðal-
fundi félagsins óskaði hann eftir
að vera leystur frá störfum for-
manns. Vegna eindreginna óska
félagsmanna tók hann þó að sér
störf varaformanns i núverandi
stjórn. Á þessum vettvangi vann
Einar mikið og óeigingjarnt starf
við að efla fræðslu og kynna nýj-
ungar á sviði gagnavinnslu hér á
landi.
Nú á undanförnum misserum
áttum við Einar Pálsson náið sam-
starf um sameiginléga hagsmuni
þeirra stofnana sem við störfum
við. Unnið var að þvi að taka i
notkun ýmsar nýjungar á sviði
gagnavinnslu.
Okkur, sem stóðum að þessu
starfi, var ljóst að hlutur Einars
var mikill og bundum við mikiar
vonir við áframhaldandi þátttöku
hans.
Það er þungt áfail i okkar fá-
menna þjóðfélagi, þegar slíkir
hæfileikamenn eru brott kvaddir,
langt um aldur fram. Orð mega
sín lítils við sviplegt fráfall eigin-
manns og föður.
Fyrir hönd okkar sem áttum
samstarf við Einar Pálsson á sviði
gagnavinnslumála og þeirra
starfsmanna Skýrsluvéla ríkisins
og Reykjavikurborgar, sem sam-
skipti áttu við hann, færi ég hon-
um þakkir fyrir samfylgdina og
bið eiginkonu hans og börnum
blessunar guðs.
Sigurður Þórðarson.
Stefán Bjarnason
—Minningarorð
F. 18. október 1915.
D. 18. júni 1977.
Á morgun verður til moidar
borinn vinnufélagi okkar, Stefán
Bjarnason.
Hið sviplega fráfali hans bar að
með svo skjótum hætti, að við
trúum þvi naumast enn, að Stefán
verði ei meðal okkar framar i
þessu lifi.
Stefán ólst upp á Esjubergi á
Kjalarnesi. Vann hann við bú-
skap, sem venja var, á uppvaxtar-
árum sinum, en er hann komst á
legg, vann hann ýmis störf utan
heimilisins.
1955 réðst hann sem fastur
starfsmaður á bílaverkslæði
Mjólkursamsölunnar og vann þar
æ síðan.
Stefán skilur eftir sig stórt
skarð í hópi okkar vinnufélag-
anna, þótt ekki færi mikið fyrir
honum í daglegri umgengni, þvi
hægari, hógværari og trygglynd-
ari mann var ekki hægt að hugsa
sér. Verkin hans kannast þeir við,
er til þekkja. Hvort það var að
hella á könnuna eða vandasamar
bifreiðastillingar.
Við kveðjum Stefán með trega,
en þiikkum jafnframt að fá að
kynnast honunt.
Eftirlifandi konu hans, Helgu
Eiríksdóttur, og dóttur Margréti,
biðjunt við guð að styrkja í þeirra
Ef til vill er okkur fyrst nú miklu sorg.
ljóst, hve stór Stefán var í hæg-
læti sínu.
Viniiufélagar
Krautarholti 8