Morgunblaðið - 26.06.1977, Síða 47
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. JÚNÍ 1977
47
Waldheim
til Kína
New York, 24. júní. Reuter.
KURT Waldheim aöalfram-
kvæmdastjóri Sameinuðu þjóð-
anna, mun halda í heimsókn til
Kina dagana 25. júlí til 2. ágúst í
boði Kínastjórnar. Þetta verður
önnur heimsókn Waldheims til
alþýðuveldisins Kína, en þangað
kom hann fyrir réttum fimm
árum á fyrsta kjörtímabili sinu
sem framkvæmdastjóri S.Þ. Kín-
verjar voru eina stórveldið, síðast
þegar“kosið var um framkvæmda-
stjóra, sem ekki greiddi Wald-
heim atkvæði við lokaatkvæða-
greiðslu. Kína sat hjá við at-
kvæðagreiðsluna.
Einnig hefur verið tilkynnt að
Cyrus Vance, utanríkisráðherra
Bandaríkjanna, muni halda í
opinbera heimsókn til Kína í
ágústmánuði nk.____
Aðalfundur SVFÍ
á Hornafirði
Höfn, Hornafirði, 25. júní.
AÐALFUNDUR Slysavarnafé-
lags íslands var settur í Nesja-
skóla klukkan 11.30 í dag, en áður
höfðu fundarmenn hlýtt messu í
Bjarnarneskirkju. Fundarmenn
eru 90 talsins. Gunnar J. Friðriks-
son, forseti SVFÍ, setti fundinn
og skýrði frá starfsemi félagsins
og framkvæmdum á siðasta ári.
i ræðu hans kom m.a. fram, að
1976 voru björgunarsveitirnar 79,
en á þessu ári hefur þeim f jölgað
um tíu. Fundurinn stendur fram
á sunnudag. —Fréttaritari.
5 íslenzk tón-
verk flutt á nor-
rænum músik-
dögum að ári
NÆSTU Norrænu músikdagar
verða haldnir f Stokkhólmi dag-
ana 23.—30. september næsta ár.
Þar verða flutt fimm fslensk tón-
verk eftir Þorkel Sigurbjörnsson,
Askel Másson, Hjálmar Ragnars-
son, Snorra Birgisson og Þorstein
Ilauksson.
í tengslum við músikdagana í
Stokkhólmi verður gefin út
hljómplata og á henni verða
meðal annars verk Snorra Birgis-
sonar og Þorsteins Haukssonar.
Fulltrúi Tónskáldafélags
íslands í dómnefndinni, sem vel-
ur verk til flutnings á hátíðinni,
er Jónas Tómasson.
Hermenn
Sómalíu inn
í Eþíópíu?
Addis Ahaba, Eþíópfu,
25. júní. AP.
STJÓRN Eþíópíu sakaði I dag
stjórn Sómalíu um að hafa sent
einkennisklædda hermenn inn I
Eþíópíu til stúðnings við skæru-
liða I landamærahéraðinu Oga-
den. Miklar væringjar hafa verið
með Eþíópíu og Sómalíu um langt
skeið og búast stjórnmálafrétta-
ritarar við að spenna á þessu
svæði aukist enn, þegar smáríkið
Djibouti, áður franska Sómalí-
land, hlýiur sjálfstæði á mánu-
dag. Sied Barre þjóðarleiðtogi I
Sómalíu hefur sagt að stjórn sín
muni grípa til allra nauðsynlegra
ráðstafana til að tryggja sjálf-
stæði Djibouti gegn Eþíópiu-
mönnum, en almennt er talið að
þetta litla rlki fyrir botni Aden
flóa og mynni Rauðahafs eigi eft-
ir að verða bitbein Eþiópíu og
Sómalíu í náinni frátíð.
— Stúdenta-
óeirðir
Framhald af bls. 1
hefur valdið spennu, sem sífellt
eykst, og er erfitt að segja til um
hverjar afleiðingarnar hefðu orðið
hefði lögreglunni ekki tekiztað bæla
niður mótmælaaðgerðirnar, sem
greint er frá hér að ofan.
Chafne Stéréo
Stereo-Musikanlage
CROWN RADIO CORP. japan
Verd: 109.860.
BUÐIRNAR
NÓATÚNI,
KLAPPARSTÍG 26,
SIMI 23800.
SÍMI 19800
CROWN
Til er folk, sem heldur að þv! meir, sem hljómtæki kosta
þeim mun betri séu þau. Að vissu leyti er þetta rétt, ef orðið
..betra" þýðir að þér getið spilað fyrir allt nágrennið, án
bjögunar.
Crown framleiðir einnig þannig hljómtæki. En við höfum
einnig á boðstólum hljómtæki, sem uppfylla allar kröfur
yðar um tæknileg gæði.
SSEEESffi
SHC
3150
ALLT I EINU TÆKI
Magnari fjögurra vídda stereo magnari 12.5 W -F 12.5
wött gerir yður kleift að njóta beztu hljómgæða
meðfjögurravídda kerfinu.
LAUSNIN ER
4»SWM»shc 31 50 sambyggðu hljómtækin
Þér fáið sambyggt mjög vandað tæki, sem hefur að geyma
allar kröfur yðar.
Crown sambyggðu tækin eru mest seldu stereotæki lands-
ins.
Ef það eru ekki meðmæli, þá eru þau ekki til.
Ars ábyrgð og fullkomnasta viðgerðaþjónusta landsins.
Einnig fást Crown SHC 3330 Verð 131.179.-
SHC 3220. Verð 157.420,-
Plötuspilari f'ullkominn plötuspilari, allir hraðar, vökva-
lyfta, handstýranlegur eða sjálfvirkur, tryggir
góða upptöku af plötu.
Segulband Hægt er að taka upp á segulbandið af plötuspil-
aranum, útvarpinu og gegnum hljóðnema, beint
milliliðalaust og sjálfvirkt. Segulbandið er gert
fyrir allar tegundir af cassettum, venjulegar og
Krómdioxið
Stereoútvarp með FM- lang- og miðbylgju. Akaf
lega næmt og skemmtilegt tæki.
Utvarp