Morgunblaðið - 21.07.1977, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 21.07.1977, Blaðsíða 1
40 SIÐUR Prentsmiðja Morgunblaðsins. Hafréttarsáttmálinn: Uppkastið eins og bezt getur verið Anægjulegt að sjá árangur af þessu langa og mikla starfi, segir Hans G. Andersen, sendiherra NÝTT uppkast af hafrétt- arsáttmála var afhent sendinefndum hjá Samein- uðu þjóðunum í gær. í upp- kastinu er gætt allra þeirra efnisatriða, sem íslending- ar hafa barizt fyrir, þ.á.m. að ákvarðanir strandríkis Spánn: Búizt til atlögu gegn uppreisn- arföngum Madrid—20. júll—Reuter UM 400 fangar hafa verið fluttir úr Carabanchel- fangelsinu f Madrid og hefur lögreglunni, sem reynt hefur að kveða niður uppreisnina þar, borizt mikill liðsstyrkur. Er búizt við því að fljótlega verði ráðizt tii atlögu við fang- ana, sem hafast við á þaki fangeisisbyggingarinnar. Um 30 fangar hafa særzt af völdum reyksprengja og gúmmíkúlna lögreglunnar frá þvf að upp- reisnin hófst fyrir þremur dögum. Öróleiki f spönskom fangelsum hefur farið vaxandi undanfarna daga, og má heita að ófremdarástand ríki meðal fanga f 11 borgum landsins. Krafa fanganna er bættur að- búnaður f fangelsum landsins og vfðtæk náðun þeirra sem afplána dóma fyrir venjulega glæpi, en langflestir pólitfskir Framhald á bls22. um heildaraflamagn og hagnýtingu þess, séu end- anlegar og verði ekki born- ar undir neina alþjóða- stofnun eða dóm. Sér- ákvæðið um ríki sem eru mjög háð fiskveiðum, sem nefnt er íslenzka ákvæðið, er einnig i uppkastinu. I viðtali við Mbl. í gær sagði Hans G. Andersen, formaður íslenzku sendi- nefndarinnar, að uppkastið væri eins og bezt gæti ver- ið. Hann sagði ennfremur: „Oformlegur umræðusamnings- texti var afhentur sendinefndum 20. júlí. Textinn er 303 greinar og sjö fylgiskjöl. I 61. grein segir að strandríki ákveði sjálf leyfilegan hámarksafla innan efnahagslög- sögunnar. 1 62. grein segir, að strandríki ákveði sjálft mögu- leika sína til að hagnýta leyfilegt aflamagn, en veiti öðrum rikjum leyfi til að hagnýta umframmagn. í 71. grein segir, að sérstök rétt- indi, sem veitt skuli landluktum ríkjum og landfræðilega afskipt- um ríkjum, taki ekki til rikja sem byggja afkomu sína á fiskveiðum. 1 296. grein segir, að ákvarðanir samkv. 61. grein og 62. grein, verði ekki bornar undir þriðja aðila, enda hafi strandríkið fulln- aðarúrskurð i þeim efnum. Segja má því, að öll þau atriði, sem íslenzka sendinefndin hefur barizt fyrir á ráðstefnunni, hafi verið fyllilega tekin til greina.“ Okkar fulltrúar hafa staðið sig mjög vel Matthias Bjarnason sjávarút- vegsráðherra sagði i viðtali við Morgunblaðið í gær er fréttist um nýja uppkastið: „Ég er ákaflega ánægður með að Islenzka tillagan svokallaða skuli vera inni í nýja uppkastinu. Ég tel að okkar fulltrúar, og þá sérstaklega Hans G. Andersen sendiherra, hafi staðið sig mjög vel fyrir island. Því er hins vegar ekki að leyna að maður hefur orðið fyrir miklum vonbrigðum um hvað ráðstefna hefur dregizt á langinn, en vonandi fer allt á þann veg, að þeim ríkjum, sem þátt taka í ráðstefnunni, takist að koma sér saman um Alþjóðahaf- réttarsáttmála." „Tel að nú sé loka- sigur tryggður“ Eyjólfur Konráð Jónsson, alþm., sem sæti átti á Hafréttar- ráðstefnunni, sagði í viðtali við Mbl. i gær: „Sú staðreynd að nú er uppkast- ið að hafréttarsáttmála okkur mun hagstæðara en að loknum fundum hafréttarráðstefnunnar i fyrra, þýðir að mínu mati, að loka- sigur sé í rauninni tryggður. Auð- vitað má búast við því, að enn verði á næsta fundi, sem hefjast á Framhald á bls 22. Hans G. Andersen, sendiherra. 23 brennd- ir inni í Rhódesíu Salisbury — 20. júli — Beuter. SKÆRULIÐAR í Rhódesiu brenndu inni 23 menn, flest konur og börn, fyrr i þessari viku, að því er yfirvöld i Salis- bury skýrðu frá í dag. Atburður þessi átti sér stað í námunda við Mountarwin, sem er í norðausturhluta landsins, en vitneskja um hann barst ekki fyrr en i dag, þar sem enginn komst lifs af. Að sögn Framhald á bls 22. Begin vill nýja Gen- farráðstefnu í haust Washington — 20. júlf — Reuter — AP MENACHEM Begin, forsætisráð- herra lsraels, sagði f kvöld eftir viðræður við Carter Bandarfkja- forseta og aðra ráðamenn f Washington, að israelsstjórn væri reiðubúin að hefja að nýju Genfarráðstefnuna um frið f Mið- austurlöndum hinn 10. október f haust. Hann sagði að hvorki mundi israelsstjórn setja nein skilyrði fyrir þvf að ráðstefnan gæti hafizt að nýju né heldur mundi hún krefjast fyrirheita af hálfu Araba. Begin kvaðst útiloka þann möguleika, að PLO sendi fulltrúa á ráðstefnuna, en kvaðst geta fallizt á þátttöku Palestfnu- araba sem þá yrðu að vera hluti af sendinefnd frá Aröbum. Begin vildi ekki skýra frá þvi hvaða tilslakanir Israelsstjórn Flóð í kjölfar hitabylgjunnar New York — 20. júlí — VIÐAST hvar í Bandarfkjun- um hefur hitabylgjan mikla enn færzt f aukana f dag, og hefur hitinn komizt upp í 38 stig á Celsfus. Veðurfræðingar búast ekki við þvf að hitinn lækki að marki fyrr en f fyrsta lagi á föstudaginn, en á þeim fáu stöðum þar sem byrjað er að rigna, hefur úrkoman valdið enn verra ástandi en hitinn. Ar eru teknar að flæða yfir bakka sfna, og í borginni Johnstown f Pennsylvanfu eru mikil flóð. Þar eru um tveir þriðju hlutar byggðarinnar á floti, og hefur verið lýst yfir neyðarástandi. 1 Johnstown búa um 60 þúsund manns, en árið 1889 fórust þar um 2 þúsund f miklu flóði, sem nánast sópaði bænum af yfir- borði jarðar. Þrír menn hafa þegar látið lifið af völdum flóðanna i Johnstown, og margra er sakn- að. Fjölmargir hafast þar við á húsþökum og eru flestir vegir i grennd við borgina undir vatni. Þá hafa flóðin sópað burt járn- brautarteinum, þannig að heita má að girt sé fyrir allar sam- göngur á landi. Óttazt er að glæpalýður muni færa sér ófremdarástandið i nyt, og hef- ur lögreglan fengið fyrirmæli um að grípa til skotvopna ef nauðsyn krefji, að því er starfs- maður almannavarna hefur eft- ir borgarstjóranum. Skýfall varð í Colorado og hefur það valdið miklum vatnavöxtum og flóðum sumsstaðar, en ekki hef- ur frétzt af slysum á mönnum af þeim sökum. Þá hafa verið gerðar varúðarráðstafanir i Utah vegna yfirvofandi flóða- hættu, en annars staðar í land- inu hefur ekki komið dropi úr lofti í meira en viku. Viða hefur verið gripið til skömmtunar á vatni vegna hita og þurrka. 1 St. Lous i Missouri- riki hefur hitabylgjunni verið kennt um nokkur dauðsföll. Flest eru það gamalmenni, sem látizt hafa, og heilbrigðisyfir- völd í New York segja að þar hafi venjuleg dánartala hækk- að síðan hitabylgjan skall á. kynpi að fallast á svo friðarsamn- ingar tækjust, og sagði i því sam- bandi að deiluaðilar ættu að var- ast yfirlýsingar um efnisatriði áð- ur en setzt yrði að samningaborð- inu i Genf. Fyrr i dag lýsti Carter forseti því yfir, að hann teidi grundvöll- inn hafa verið lagðan að nýrri Genfarráðstefnu, og var það túlk- að svo að umræðugrundvöllur hefði fundizt á fundum þeirra Begins i gær og i dag, en á frétta- mannafundi Begins kom ekkert fram, sem varpað gæti ljósi á það hvað Carter átti við með þessum orðum. Um tilhögun Genfarráðstefn- unnar sagði Begin, að hann væri fylgjandi þvi að þátttakendur yrðu auk Israelsmanna, Sýrlend- ingar, Jórdanir og Egyptar, um leið og hann kvaðst geta fallizt á þátttöku Líbanons ef tillaga kæmi fram um það. Þá kvaðst hann fylgjandi þvi að ráðstefnufulltú- um yrði skipt upp í þrjár eða fjórar nefndir, sem fengju það verkefni að ganga frá drögum að friðarsamingum, og ættu allar þátttökuþjóðirnar að eiga fulltrúa í hverri nefnd. Á fundi sinum með fréttamönn- Framhald á bls 22. Vegfarendur f míðborg Peking meðtaka boðskap veggspjaldanna um endurreisn Teng Hsiao-Pings, fyrrum varaforsætisráðherra Kfna. Myndin var tekin á miðvikudagsmorgun er þriðja veggspjaldið hafði verið sett upp. Að sögn Kyodo-fréttastofunnar f Japan er þvf fagnað á þessu spjaldi, að Teng skuli hafa verið skipaður f öll fyrri embætti sfn. Frétzt hefur að veggspjöidin tvö, sem hengd voru upp f norðurhluta borgarinnar f gær hafi verið fjarlægð skömmu eftir að þriðja spjaldið kom fyrir almenningssjónir, og er það talið benda til að enn sé stjórnin f Peking ekki reiðubúin til að senda frá sér opnbera yfirlýs- ingu um endurkomu Tengs f valdastól. (AP-sfmamynd).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.