Morgunblaðið - 21.07.1977, Side 2

Morgunblaðið - 21.07.1977, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. júlí 1977 Skátar að Úlfljóts- vatni í sól og blíðu SKÁTAMÓTINU aó Úlf- ljótsvatni var framhaldið í gær og var þá að mestu lokið við dagskrá sem hófst i fyrradag. Arnfinnur Jónsson sagði, þegar Morgunblaðið ræddi við hann að Úlfljótsvatni, að mótið hefði heppnazt ein- staklega vel það sem af væri og gætu menn þakkað veðurguðunum mikið, en um miðjan dag í gær var 20 stiga hiti í forsælu á móts- svæðinu. Kvað Arnfinnur skáta hafa gengið létt- klædda til leikja og starfa í gær og andinn hjá fólkinu hefði þá verið einstakur. Siglufjörður: Loðnudælur SR komnar HINAR nýju loðnudælur sem nota á við löndun i Sildarverk- smiðjum rikisins hér á staðnum komu hingað í dag. Eru þetta svo- kallaðar þurrdælur, tvær talsins. Með dælunum kom hingað sér- fræðingur frá framleiðandanum i Noregi og starfsmenn frá Héðni. Vinna þeir af krafti við að ganga frá dælunum. Sigluvík landaði hér í dag 110 lestum af fiski, allt þorski. Er þessi fiskur mjög stór. —mj. Þó ekki sól.... ÞAÐ á ekki a8 verða beinlínis sóldýrk- endaveður hér á su8- vesturhorn- inu í dag a8 sögn VeSurstofu, en þó mjög bnrilegt veður. FrnSing- prnir lofuSu meira a8 segja allt upp a8 15 stigum hér í höfuS- borginni. NySra töldu þeir aftur & móti a8 yrSi svalt. „Gerum okkur vonir um að end- urvinnsla holanna beri árangur — segir dr. Gunnar Thoroddsen iðnaðarráðherra um Kröflu - Byrjað á að kanna fóðringar í holum „VIÐ gerum okkur vonir um að endurvinnsla borhola á Kröflu- svæði gefi nokkurn árangur, þó það sé engan vegin öruggt, en endurvinnsla holanna er það atriði sem dr. Gunnar Böðvarsson leggur mikla áherzlu á t skýrslu sinni til Orkustofnunar, „sagði Grænbylting á Tjöminni Hafrannsókn leggur Umhverfismálaráði lið BORGARBUAR hafa veitt þvt at- hygli að undanförnu að mikið er um grænt slý á Tjörninni og þyk- ir ýmsum, sem „græna byltingin“ svokallaða, sé farin að verða helzt til áberandi. Það er Umhverfismálaráð borg- arinnar, sem hefur með Tjörnina að gera, og leitaði Morgunblaðið í gær til Eiínar Pálmadóttur, for- manns Umhverfismálaráðs og spurði hverju þetta sætti. Sagði Elin að þessir grænþörungar hefðu áður sézt á Tjörninni, en nú væru þeir óvenju miklir og kæmi þar vafalaust margt til. Tveir starfsmenn Hafrannsóknastofn- unarinnar, Þórunn Þórðardóttir og Konráð Þórisson, hefðu nýlega tekið sýni úr Tjörninni og greint þessa þörunga sem vatnaskúf. Myndu þau gera grein fyrir rann- sóknum sínum á fundi með Um- hverfismálaráði á föstudaginn og yrði málið þá rætt. Sagði Elin að oft hefði verið rætt um þær hættur, sem steðj- uðu að Tjörninni af ýmsum orsök- um. M.a. hefði hún farið grynnk- adi með hverju árinu við það að leðja safnaðist á botn hennar og yrði tæpast hjá því komizt öllu lengur að grafa upp úr henni. Nú í vor hefði verið grafið upp úr Þorfinnstjörn og væri sennilega heppilegasta lausnin við uppgröft úr Tjörninni að taka ákveðin svæði fyrir í einu. Ef öll Tjörnin væri tekin í einu væri fuglalíf Tjarnarinnar í aukinni hættu. Þá Leiðrétting I FRÉTT í Morgunblaðinu í gær um sölu á hörpudiski til Spánar stóð, að hluti hörpudisksins væri frystur hjá Særúnu h.f. á Bolungarvík, sem ekki er rétt. Særún h.f. er á Blönduósi og þar er hörpudiksurinn frystur. Eru viðkomandi beðnir velvirðingar á þessum mistökum. sagði Elín að það ylli miklum áhyggjum að með uppþurrkun i Vatnsmýrinni vegna bygginga og lóðar Háskólans yrði breyting á því vatnasvæði, sem veitti vatni í Tjörnina. — Margt kemur sjálfsagt til að vatnaskúfurinn er svo áberandi i Tjörninni núna, sagði Elín og benti á að óvenju lítið vatn hefði verið alls staðar í Reykjavik i ár og kæmi það einnig niður á Tjörn- inni. — Þar sem'mikill vöxtur þessa grænþörungs stafar trúlega afnæringarefnamengun, getur ein ástæðan verið siaukinn áburð- Framhald á bls 22. dr. Gunnar Thoroddsen iðnaðar- ráðherra I samtali við Morgun- blaðið I gær, en eins og fram kom. þá I blaðinu hefur verið ákveðið að endurvinna þær holur sem fyr- ir eru og ekki hafa gefið árangur. Samkvæmt þeim upplýsingum, sem Morgunblaðið hefur hins vegar aflað sér, mun vera nokkuð mikill ágreiningur milli iðnaðar- ráðuneytisins og Orkustofnunar um framhald framkvæmda á Kröflusvæði vegna gufuvinnslu, en iðnaðarráðherra og aðrir yfir- menn iðnaðarráðuneytis ásamt ríkisstjórn hafa ákveðið, eins og fyrr segir að endurvinna holurn- ar, og mun vera gert ráð fyrir að vinna fyrir kringum 100 millj. kr. Það var iðnaðarráðherra sem átti frumkvæðið að því að dr. Gunnar Böðvarsson kom til landsins síð- ari hluta vetrar, og var Orkustofn- un falið að bjóða honum. „Ég tel dr. Gunnar okkar reynd- asta og færasta mann i gufu- öflunarmálum og hefur hann lengi fengizt við þessi mál víðs vegar um heim. Þá kynntist ég honum sem borgarstjóri á sínum tíma, er hann var yfirmaður jarðborananna. Dr. Gunnar Böðvarsson samdi mjög rækilega skýrslu um Kröflusvæðið og gerði tillögur og á því byggist okkar ákvörðun," sagði iðnaðarráð- herra. 1 samtalinu við Morgunblaðið sagði dr. Gunnar Thoroddsen, að ákveðið væri að kanna útfellingu í holunum og að sínu mati hefði það dregizt of lengi að kanna hvort um útfellingu væri að ræða eða ekki. Borinn Jötunn yrði notaður næstu vikur til að ná fóðringunum upp en ekki væri vitað hvernig það verk myndi ganga, þar sem slíkt hefði ekki verið gert áður hér á landi. Hins vegar hefði það tekizt á Nýja Sjá- landi, og hefði þetta verk átt að hefjast í gær. Ætla í próf- kjörið segir Björgvin Guðmundsson „ÞETTA segir ekkert um það að ég hyggist ekki gefa kost á mér í prófkjörið", sagði Björg- vin Guðmundsson, borg- arfulltrúi Alþýðuflokks- ins, en í auglýsingu í Al- þýðublaðinu um próf- kjör vegna borgarstjórn- arkosningar kemur fram að framboð skulu send formanni fulltrúaráðs- ins í Reykjavík, sem er Björgvin Guðmundsson, eða ritara fulltrúaráðs- ins. „Ég ætla að gefa kost á mér í prófkjörið“, sagði Björgvin svo. Björgvin Guðmundsson sagði að venjan væri að fram- boð væru send formönnum fulltrúaráða eða kjördæma- ráða og þannig hagaði til að hann væri formaður fulltrúa- ráðsins í Reykjavik. „En vegna þess að ég á sjálfur hlut að máli þá var það ákveðið af stjórn fulltrúaráðsins að menn gætu einnig sent framboð til ritara þess.“ o INNLENT Lítið finnst af loðnu LtTIL sem engin veiði mun hafa verið hjá loðnu- skipunum síðustu tvo sólarhringa. Andrés Finnbogason, starfsmaður Loðnunefnd- ar, sagði í viðtali við Mbl. í gærkvöldi, að hann hefði þá undir kvöldið haft sam- band við Baldvin Þor- steinsson skipstjóra á Súl- unni EA. Samkvæmt því sem Baldvin hefði sagt væri veiðin mjög lítil, og skipin fundið sáralítið af loðnu. Það sem þau hefðu fundið hefði svo staðið mjögdjúptísjó. Að sögn Andrésar hafa loðnuskipin nú fært sig nokkru austar en þau voru, á svæðið sem þau héldu sig mest á í fyrrasumar. Þar voru þau að leita í gær og voru fjögur þeirra komin með smáslatta. Fremur ber að leggja áherzlu á gufuleit á nýju borsvæði — en aðgerðir á óhjákvæmilegar, „Nú er borsvæðið frá 1976 að- eins lltill hluti jarðhitasvæðisins við Kröflu og þvf er ekki rétt að draga of vfðtækar ályktanir út frá þvf. Ekki er á þessu stigi málsins ástæða til að ætla annað en að finna megi betri gufuvinnslu- eiginleika á öðrum hlutum Kröflusvæðisins. Það verður að leita að þeim. Það verður einung- is gert með frekari borunum á öðrum hlutum Kröflusvæðisins“. Svo segir f tilkynningu frá Orku- stofnun f gær og einnig segir að f endurskoðuðum tillögum stofn- unarinnar sé gert ráð fyrir að leita aðeins á einu svæði annars staðar á Kröflusvæðinu f sumar sökum þess hve áliðið er, en einn- ig fólu þær tillögur f sér aðgerðir á eldri holum. Eins og fram kem- ur I frétt á baksfðunni sagði holum frá í fyrra segir orkustofnun iðnaðarráðherra, Gunnar Thor- oddsen, f samtali við Mbl. að ekki yrði um nýjar boranir að ræða við Kröflu. Tilkynning Orkustofnunar fer hér á eftir í heild: Orkustofnum sendi Iðnaðarráðu- neytinu hinn 18. þ.m. breyttar til- lögur um Kröfluboranir 1977. Meginatriði þeirra er eftir- farandi: 1. Lagt er til að boraðar verði tvær holur í suðurhlíðum Kröflu i ár. Þetta svæði er um það bil 1 km. austan við stöðvarhúsið. 2. Lagt er til að gerðar verði að- gerðir á holum, sem boraðar voru i fyrra til að kanna orsakir tregs rennslis úr þeim. 3. Lagt er til að mælingar á yfir- borði á jarðhitasvæðinu við Kröflu verði nokkuð auknar frá því sem áður var ákveðið. Hér er um að ræða ýmis konar jarðeðlis- fræðilegar mælingar. I marz sl. gerði Orkustofnun tillögur um borun á alls fimm holum á þremur borsvæðum, þar af tveimur innan jarðhitasvæðis- ins við Kröflu og einu við Náma- fjall. Suðurhliðar Kröflu er eitt af þessum svæðum.Ráðuneytið féllst á tiliögurnar um borun á svæðun- um tveimur við Kröflu. Vegna þess að kostnaður við boranir 1976 og framkvæmdir við gufuveituna fóru fram úr þvi sem búizt var við þegar gengið var frá fjárlögum og lánsfjáráætlun fyrir yfirstandandi ár, þurfti að útvega viðbótarfjármagn til þess að unnt væri að framkvæma borunartil- lögur stofnunarinnar frá þvi í marz. Það mál er enn ekki endan- lega afgreitt, og hafa boranir þvf enn ekki hafizt. Nú er orðið það áliðið sumars að útilokað fer að verða úr þessu að tillögurnar frá þvi i marz séu framkvæmanlegar að fullu á þessu ári, og var því nauðsynlegt að endurskoða þær. Ennfremur liggja nú fyrir meiri upplýsingar um rennsli úr borholum frá 1976 en fyrir lágu í marz þegar tillög- urnar voru gerðar. Þróunin síðan hefur verið sú, að rennslið úr holunum er minna en þá var. Brýnt er að freista þess að kanna orsakir þessa trega rennsl- is. A slíkri könnun eru hinsvegar margvísleg vankvæði. Aðgerðir á holum, sem eru í blæstri gerir það nauðsynlegt að kæla þær niður, en það getur haft i för með sér skemmdir á fóðurrörum og, ef illa tekst til eyðileggingu holunnar. Þessa áhættu verður að meta móti þeim ávinningi sem vænst er af aðgerðunum. Það var mat Orkustofnunar, er hún gerði tillögur sinar, að frém- ur bæri að leggja áherzlu á gufu- Framhald á bls 22.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.