Morgunblaðið - 21.07.1977, Page 14

Morgunblaðið - 21.07.1977, Page 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. júlí 1977 Inngangur 1 febrúar 1977 fór Orkustofnun þess á leit við höfund þessarar skýrslu, að hann kæmi í stutta heimsókn til tslands til þess að hafa samstarf við starfsmenn stofnunarinnar um tillögur til aukinnar gufuvinnslu á jarðhita- svæðínu við Kröflu. Höfundur lagði upp frá Corvallis þann 29. marz og dvaldi á tslandi til 15. apríl. Eftirfarandi plagg er skýrsla höfundar til Orkustofnun- ar, en stutt skýrslubrot var og tekið saman í Reykjavík. Höfundur þakkar iðnaðarmála- ráðherra, iðnaðarmálaráðuneyti, Kröflunefnd og starfsmönnum Orkustofnunar fyrir ánægjulegt samstarf. Gufuvinnsla við Kröflu Jarðhiti og jarðeldur við Kröflu Ýtarlegar lýsingar á jarðhita við Kröflu eru gefnar í fjölmörg- um skýrslum Orkustofnunar, og er óþarfi að endurtaka efni þeirra hér. Aðeins skal á það bent,' að samband jarðhita og jarðelds er greinilegra á Kröflusvæði en á flestum öðrum svæðum á Islandi. Svæðið virðist og eitt heitasta jarðhitasvæði landsins. Starfsmenn Orkustofnunar og Raunvísindastofnunar hafa og gert ýtarlegar og athyglisverðar skýrslur um ýmsa atburði á svæðinu í kjölfar gossins í desem- ber 1975. Eru fyrir hendi niður- stöður mælinga á skjálftavirkni, landrisi og öðru, sem rekja má til jarðeldavirkninnar. Mjög at- hyglisvert er, að þessir atburðir eru svo að segja alveg hliðstæðir því, sem gerist við eldöskjuna Kilauea á Hawaii. Þegar bornir eru saman atburðir á báðum stöóum verður ekki hjá því komist að álykta, að kvika neðan- jarðar sé meginorsök landhreyf- inga og skjálftavirkni við Kröflu. Rétt er að taka fram, að skortur þekkingar á eðli sambands- jarðhita og jarðelds veldur megin- vanda við skipulagningu gufu- vinnslu á Kröflusvæði og öðrum líkum svæðum. Ekki er vitað á hvern hátt jarðhitavatn tekur upp varma né um hvaða rásir það leit- ar til yfirborðs. Gufuvinnsla 77/4 Á Kröflusvæði hafa alls verið boraðar 11 vinnsluholur og er dýpt þeirra frá 1,1 til 2,2 km. Aðeins tvær þeirra hafa borið sæmilegan árangur, þ.e. hola 7, sem flytur um 7 kg/s af gufu við 8 ata þrýsting og hola 11, sem flytur 10 til 12 kg/s við 10 ata þrýsting. Greinilega hefur komið fram, að vinnsla er úr tveim aðgreind- um kerfum. Efra kerfið er á 0,8 til 1,2 km dýpt og flytur vatn við 220°C hita. Neðra kerfið er mest- megnis neðan 1,5 km dýptar og flytur gufu-vatnsblöndu við um 320°C hita. Vert er að taka fram, að þau vandamál, sem fram hafa komið við gufuvinnslu á Kröflusvæði eru hvergi einsdæmi um hegðun slfkra svæða. Um 1960 voru gerð- ar 3 árangurslausar boranir f Krýsuvfk. Afköst borhola á Olkariasvæði f Kenya eru ófullnægjandi. Þá hafa komið upp vandamál af Ifku tagi f Valles öskjunni I New Mexico, East Mesa, Imperial Valley, Cali- fornia, Momotombo I Nicaragua og allt að 5 háhitasvæði á Nýja Sjálandi hafa verið dæmd úr leik vegna tregs rennsiis borhola. Umræða og túlkun (4.1) Innstreymi I borholur. Það skiptir nokkru máli að gera sér grein fyrir hversu smáir inn- steymisfletir eru. Lítum á niður- stöður mælinga á KJ-7 frá 76. 11. 18. Holan er talin flytja svo að segja eingöngu háhitavatn úr neðra kerfi. Við 12 ata topþrýst- ing er gufurennsli 7 til 8 kg/s en vatnsrennsli um 5 kg/s. Gerum ráð fyrir 20 ata þrýstingi við inn- streymi í holu á 1.6 til 2.0 km dýpt og 320°C og um 110 ata þrýstingi í bergi. Hér er um margyfirbætið (supercritical) streymi að ræða, en það má telja eðlilegt við þær aðstæður, sem hér ríkja. Inn- streymishraði hreinnar gufu inn i holu ætti að vera yfir 600 m/s en vegna vatnsblöndunar mun raun- verulegur hraði talsvert lægri. Gizkum á 300 m/s og reiknum þá innstreymi 3000 kg/m%s. Til þess að flytja 8 kg/s þarf því aðeins 2,7x10— Km54 innstreymisflöt. Ef gufan streymir út úr láréttri æð, sem er opin allan hringinn þarf vidd hennar aðeins að vera 3,5 mm til þess að flytja blönduna. Þessi niðurstaða sýnir, að inn- streymisæðar eru mjög óveru- legar. Likar aðstæður ættu að ríkja í holum 6, 10 og 11. Til fróðleiks má geta þess, að fyrrgreind æð gæti við þær þrýstingsaðstæður, sem hér ríkja flutt um 200 kg/s af hreinum vatnsfasa. Þessi tala er reiknuð á einföldum grundvelli, sem ekki verður rakinn hér. Samanburður á þeim rennslistölum, sem hér hafa verið gefnar sýnir, að það getur skipt talsverðu máli að reka holur þannig, að innstr. sé í vatns- fasa, ef þess er kostur. (4.2) Botnhiti og fasaástand. Lítum aftur á niðurstöðu mælinga í holu 7. Samkvæmt F-18886 er mældur hiti á 1.6 km dýpt 340°C en suðuhiti á þessari dýpt er 320°C. Þar sem hitamælar eru við hámark er mælingin ekki nákvæm, og fullt eins Hklegt, að raunverulegur berghiti sé við suðumark. Þá er samkvæmt F- 14899 gufuhlutfall holunnar við 12 ata útþrýsting um 0,57, og er þetta óvenju há tala. Hlutfallið hækkar I 0,60 við 5 ata útþrýsting. Holan er talin taka lítið eða ekkert vatn úr efra kerfi, og ættu þessar tölur þvl að vera ein- kennandi fyrir ástand I neðra kerfi. A íslenzkum jaT-ðhitasvæðum er eðlilegt að gera ráð fyrir því, að djúpvatn, ef undirhætið, sé I vatnsfasa. Orsakir fyrir háu gufu- hlutfalli geta þá verið þrjár, þ.e. (1) hár botnhiti (2) ísóbar suða I nágrenni holu og (3) skiljun gufu og vatns og niðurstraumur vatns- fasa vegna hærri eðlismassa. Gufutölur sýna að til þess að ná gufuhlutfalli 0,57 við 12 ata út þyrfti botnhiti að vera um 370°C, þ.e. mjög nálægt hætnum hita vatns. Ef atriði (2) og (3) skipta máli lækkar þessi tala. Einfaldir útreikningar, sem ekki verða raktir hér, sýna nú, að varmaleiðni bergs er svo lág að óeðlilega stóra snertifleti þarf til þess að Isóbar suða skipti máli. Þá er og þrýstingsfall nálægt holu 7 svo mikið, að óeðlilegt virðist, að munur eðlismassa gufu og vatns geti haft veruleg áhrif á strauma I berginu. Það er því sennilegt, að atriði (1), þ.e. hár botnhiti skipti hér mestu máli, og að raunveru- legur botnhiti svæðisins sé nálægt 370°C, a.m.k. I nágrenni holu 7. Botnhiti = base temperature Þrýstingur vatns við 370°C er um 210 ata, og má því ekki reikna með því að botnhiti rlki fyrr en á um 3 km dýpt. Ef svæðið er nokkurn veginn I hitajafnvægi, ætti vatn með 370°C hita að leita upp frá þessari dýpt, verða fyrir ísenthalpískri suðu á leið sinni, og koma upp á 1,6 km dýpt með gufuhlutfall um 0,3 en þetta hlut- fall ætti að rlkja I nágrenni botns holu 7. Vert er að taka fram, að mælingar á gufuhlutfalli eru ætlð erfiðar, og hitamælar þeir, sem notaðir eru i borholu eru hvergi nákvæmir við svo háan hita. Framangreind áætlun um gufu- hlutfall er því i nokkurri óvissu. (4.3) Rennslisminnkun og óstöðugleiki. Breytingar I rennsli borhola má rekja til eftirfarandi atriða, og ekki skal þvl haldið fram, að þessi listi sé tæmandi. Þrýstingslækkun. Lækkun bak- þrýstings I kerfi mun að sjálf- sögðu tregða rennsli. Ekki er vit- að um tímaferil þrýstings I neðra Dr. Gunnar Böðvarsson valda þessu. En I borholum er samgangur milli kerfanna, og er hætt við þvl, að vatn úr efra kerfi auki hættu á kæfingu þess neðra. Einnig getur verið hætta á efnis- söfnun I sprungum neðra kerfis, ef efrakerfisvatn nær að streyma niður og inn I þær. (4.5) Afköst og könnun vinnslugetu neðra kerfis. Lengd virkra borahola I neðra kerfi er nú um 3,5 km og afköst við 8 ata toppþrýsting eru um 18 kg/s af gufu, þ.e. um 5 kg/s, km. Fjár- hagslega séð er æskilegt, að hver borahola reki I minnsta lagi 3MW, og minnstu afköst þyrftu því að nema um 7 kg/s af gufu við um 10 ata þrýsting. Ef meðallengd bora- holu i neðra kerfi er 0.8 km þyrftu afköst þá að nema 9 kg/s, km af gufu við 10 ata þrýsting. Því má segja, að núverandi afköst borhola I neðra kerfi séu um 50% af minnstu æskilegu afköstum, og er þá miðað við varanlegt rennsli, en það kann að vera tálvon, ef höfð er hliðsjón af fenginni reynslu. Þegar öllu er á botn hvolft má þvi segja, að byrjunar- afköst borahola I neðra kerfi þyrftu að vera talsvert meir en tvöföld núverandi afköst. Eðlilegt virðist að stefna að 15 til 20 kg/s, km byrjunarafköstum. Skýrsla til Orkustofnunar - eftir dr.Gunnar Böðvarsson verkfræðing kerfi, en ólíklegt er, að hann hafi tekið merkjanlegum breytingum, og það er næsta óliklegt að rekja megi rennslisbreytingar til slikra orsaka. Hins vegar eru merki um, að grunnvatnsborð á Kröflusvæði hafi lækkað við gosið 1975, og gæti þetta skýrt minnkun rennsl- is úr efra kerfi og einnig auka gufumyndun úr yfirborðsaugum. Stlflun. Utfellingar, sandur og grjót geta stíflað innstreymisæð- ar, raufar og jafnvel borholur. Þetta eru alþekkt fyrirbæri og óþarfi að ræða þau frekar. Á svo virku svæði sem Kröflusvæði geta jarðhreyfingar beyglað og kramið fóðurpfpur þannig að til stíflunar komi. Lokun æða. Hækkun berghita og önnur þensia gæti lokað inn- streymisæðum og þannig valdið rennslisminnkun. Kæfing. t tvlfasa straumi upp borholu þar sem gufufasinn hef- ur ekki nægan hraða getur vatn safnast fyrir og kæft innstreymi úr neðri æðum. Þetta virðist koma fyrir I holu II þegar dregið er úr afköstum með því að minnka blástursop. Tæming hólfa. Hugsanlegt er, að borholur taki blöndu úr af- mörkuðum (lokuðum) sprungu- kerfum, sem ekki geyma nema takmarkaðan massa. Slíkt er þó ósennilegt á Kröflusvæði þar sem COj gusan, sem fram kom við gosið 1975 virðist hafa streymt um neðra kerfið. (4.4) Túlkun fyrirliggjandi gagna. A grundvelli þeirra gagna, sem fyrir liggja, virðist eftirfar- andi mynd einna sennilegust. Vatn við nær-hætið ástand (370°C) er á um og yfir 3 km. dýpt. Uppstreymi framkallar Isenthalpíska suðu, sem veldur á 1,6 til 2,0 km dýpt gufuhlutfalli, nálægt 0,3. Astand I neðra vinnslukerfi er þannig eðlileg af- leiðing straumskilyrða. Blandan streymir um vlðáttumikið sam- tengt æðakerfi, sem myndað er af mjög þröngum sprungum. Líklegt er, að þeirra sé helzt að leita á lagamörkum og jafnvel I innskots- lögum. Borholur taka gufu- vatnsblöndu úr sprungum, sem eru aðeins örfárra millimetra vlð- ar. Flutningsgeta æðanna er mjög viðkvæm gagnvart ýmsum breyt- ingum. Líklegt er, að rennslis- minnkun borahola I neðra kerfi sé fyrst og fremst af völdum efn- issöfnunar vegna útfellinga, en grjót og sandur geta einnig valdið stiflun millibila og raufa. Kæfing innstreymis úr neðra kerfi af völdum vatns fer augljóslega fram I sumum borholum. Efra vinnslukerfið liggur yfir því neðra, og virðist ekki hafa beinan samgang við það. Þétt jarðlög og/eða efnissöfnun munu Á þessu stigi er algerlega óvíst, hvort fyrrgreind byrjunarafköst eru raunhæft markmið, og mun reynslan ein skera úr um það. En sá, sem þetta ritar, er þeirrar skoðunar, að borun 3.5 km i neðra kerfi sé hvergi fullnægjandi könnun afkasta. Þá eru fyrir hendi, eins og síðar skal bent á, ýmsir möguleikar á þvl að bæta tækni við staðsetningu nýrra bor- hoia og einnig standa vonir til þess að beita megi sérstökum að- ferðum til örvunar rennslis bor- hola. Viðhorf 77/4 (5.1) Gufuþörf virkjunar. Mið- að við 8 ata inntak og þéttingu við 0,1 ata er gufuþörf virkjunarinn- ar um 8 kg/kwst., þ.e. alls 145 kg/s við 65MW álag. Ef auka má meðalafköst borahola I neðra kerfi I 10 kg/s við 10 ata topp- þrýsting þarf um 15 borholur til þess að ná framangreindum af- köstum. (5.2) Sérstök vandamál. Rétt er að drepa með nokkrum orðum á ýmis atriði, sem hafa verður T huga við þau verkefni, sem fram- undan eru á Kröflusvæði. Skammtfmasjónarmið. Æski- Iegt væri að geta tekið Kröflu- virkjun I rekstur þegar á þessu Frá Kröflusvæðinu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.