Morgunblaðið - 21.07.1977, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. júll 1977
17
Byggingarsöguræða Stefáns Bragasonar í Jökulsárhlíð:
„Og því em sögurnar
um Bakkabrædur
a/ltafað endurtaka sig"
Bændur i reiptogi vi8 miklar sviptingar.
Ágætu vigslugestir!
Þegar við settumst niður hér á
dögunum til þess að setja saman
dagskrá fyrir þessa vígslugleði
kom það i minn hlut að reyna að
greina i stuttu máli frá byggingar-
sögu þessa húss. Það má kannski
segja að þar hafi komið vel á
vondan því það er eflaust sá biti
af kökunni sem mér er hvað
munntamastur og ætti þvi síst að
standa í mér.
Þegar ég fór að rifja upp þessa
smásögu duttu mér ósjálfrátt í
hug sögurnar af Bakkabræðrum.
Þær bera margar augljósan vott
um það að þessir þrir heiðurs-
menn höfðu svo frjótt hugmynda-
flug að þeir voru alls ekki menn
til að hrinda hugmyndum sínum i
framkvæmd svo vel færi og voru
þeir þó öngvir aukvisar. Ekki var
heldur hægt að segja að þeir
meintu neitt ljótt með þessum
uppátækjum sínum þó oft tækist
slysalega til fyrir þeim, samber
þegar þeir bundu einn þeirra inn
í hrísbaggann og rúlluðu svo öllu
niður. Endirinn á þeirri svaðilför
er kunnari en frá þurfi að segja
og svo mun og vera um fleiri
tiltektir þeirra. En þessir sein-
heppnu snillingar tóku, og gátu
oft ekki tekið, með í reikninginn
ýmis þau öfl sem náttúran og
máttarvöld bæði jarðbundin sem
og dulræn ráða yfir og því fór oft
sem fór.Enda hefur það orðið
fleirum erfitt en þeim að henda
reiður á duttlungum lífsins og því
eru sögurnar um Bakkabræður
alltaf að endurtaka sig I okkar
daglega lífi þótt I breyttri mynd
séu í samræmi við tiðarandann.
„ÞÓTTI KOMINN TlMI
TIL AÐ HLEYPA
LlFI 1 TUSKURNAR"
Kveikjan að þessari húsbygg-
ingu tel ég að hafi verið samtal
okkar Eysteins á Sleðbrjót og
Bjössa á Breiðumörk eitt kulda-
legt vorkvöld fyrir rúmum tveim-
ur árum. Ég var þá nýkominn af
skólabekk og þótti heldur dauft
yfir félagslifinu í heimasveitinni
og fór heldur að ávíta þá frændur
mína fyrir þessa deyflu. Þá opn-
uðu þeir svo um munaði augu min
fyrir þvi, hve við hér í sveit byggj-
um við lélega félagsaðstöðu og
töldu þeir byggingu félagsheimil-
is forsendu fyrir því að eitthvað
yrði gert í þeim málum. Ég hafði
að vísu ekki verið alveg blindur
hvað þetta snerti áður en eftir
þessa kvöldstund mátti ég heita
lasjáandi. Það var heldur enginn
bilbugur á þeim kunningjum og
man ég vel að Eysteinn sagði: Ef
við ætlum okkur að byggja getum
við það og verðum ekki lengi að.“
Við fórum svo að velta þessu máli
fyrir okkur næstu vikur og mán-
uði og sannfærðumst æ betur og
betur.
Það vildi lika svo til að við
Eysteinn lentum báðir í stjórn
U.M.F. Vísis þá um vorið ásamt
Gutta félaga okkar og komumst
þar með i lykilaðstöðu. Okkur
þótti líka kominn tími til að
hleypa lifi í tuskurnar og koma
litla Vísinum af stað. Við höfðum
ýmis háleit áform í þá daga; þó
var húsbygging efst á blaði.
„GEIR A SLEÐBRJOT
BRÁ SÉR I BÆINN
TIL SVERRIS"
Því varð það úr að við fengum
Geir á Sleðbrjót, sem þá var að
Og ungu mennimir Mtu ekki sinn hlut eftir liggja. Sveinn oddviti fylgist me8.
„MEÐ ÞVI AÐ FARA
HINA MARGFÖRNU
ÞINGMANNALEIÐ*.
Ekki gekk heldur hljóðalaust að
fá rafmagnsheimtaug hér i húsið.
Um hana var sótt strax sumarið
1975 en kerfið var flókið og á
timabili leit út fyrir að við yrðum'
að greiða hana sjálfir að öllu. En
með þvi að fara hina margförnu
þingmannaleið fékkst leyfi. Að
visu hringdi einhver kerfis-
fræðingurinn frá Orkustofnun i
mig daginn eftir að ég fékk heim-
taugarreikninginn og sagði að úr
þvi að þetta hús félli ekki undir
lög félagsheimilasjóðs væri Orku-
Framhald á bls. 30.
tociCWIIIJIiMWWw^ -
k ^«1
Stefán Bragason.
bregða sér i bæinn, og þar á ég
auðvitað við Reykjavik en ekki
Glæsibæ, til þess að kanna fyrir
okkur lánsmöguleika. Hann kom
svo til baka með loforð frá Sverri
Hermannssyni um lán frá
Byggðasjóði upp á 2—2!4 milljón.
Nú vænkaðist hagur Strympu og
þóttu okkur allir vegir færir. Við
boðuðum þvi til fundar um þessi
mál á Fremri Mörk og lögðum þar
fram teikningar og tölur um smíði
á þeirri gerð húsa sem í daglegu
tali eru kölluð Orrahús.
Eins og geta mátti nærri var
þetta mikill fundur og bráð-
skemmtilegur og sýndist þar sitt
hverjum. Flestir höfðu þó áhuga
á líusbyggingu en öðrum sýndist
vart ástæða til að fara út i hana
þá, þar sem skólabygging var þá i
þann veg að hefjast og töldu að
annar tími og þá einkum sá er þá
var liðinn hefði hentað betur, og
þar var ég þeim virkilega sam-
mála. Það hittist svo skemmtilega
á að Arni Johnsen var á ferðinni
þetta kvöld og hitti fyrstu fundar-
gesti hvar þeir sátu á heyvagni úti
á hlaði og nutu veðurblíðunnar.
Tók hann stutt viðtal við hópinn
og tók síðan mynd af honum og
mætti segja mér að ekki hafi Hlið-
armenn myndast betur i annan
tíma. I lok fundar var ákveðið að
kanna málin og gera kostnaðar-
áætlun. Þá voru til i sjóði um það
bil 500.000 kr. og von í 2'/í milljón
frá Sverri og þótti okkur það
hreint ekki svo litið fé. Aætlunin
var svo gerð í samráði við Orra
eftir þáverandi verðlagi og hljóð-
aði hún upp á 2.870.450 kr. Þar
var aðeins um efni að ræða i við-
bót við húsið fokhelt eins og Orri
skilaði þvi af sér.
SlMATlMI VIÐ
SNILLINGA KERFISINS
Nú hófst sá timi í sögu þessari
er simatími gæti kallast. Ég talaði
við ýmsa snillinga, svo sem Þor-
stein Einarsson sem er fram-
kvæmdastjóri Félagsheimilasjóðs
og fleiri. Lýsti ég hugmyndum
okkar fyrir Þorsteini og sagði
honum að við vildum strax hefj-
ast handa og leitaði þar með eftir
stuðningi Félagsheimilasjóðs. En
þá rakst ég á vegg sem enn í dag
hefur ekki tekist að finna dyr á þó
munnmæli séu nú fyrir því að
þær séu til staðar og jafnvel opn-
ar ef laglega sé farið að dyraverð-
inum. Það sem Þorsteinn sagði
var í stuttu máli það, að þetta
væri ekki þeirra aðferð, fyrst
þyrfti samþykkt á samþyktir ofan
og skildist mér að til þeirra þyrfti
hálft annað ár, en það segir Þor-
steinn raunar nú að sé uppspuni
minn. I öðru lagi værum við byrj-
aðir á framkvæmdum og því væri
Félagsheimilasjóður samkvæmt
lögum laus allra mála. Við vorum
þó ekki farnir að gera handtak þá
en það vildi Þorsteinn ekki skilja
þó ég reyndi að segja honum það.
I 3., 4. og 5. lagi væri þessi bygg-
ing að mér skildist ómöguleg eins
og við vildum hafa hana og i 6.
lagi fengjum við ekki krónu og
með það kvaddi ég. Annar maður
sem ég talaði oft við þá, eða öllu
heldur hlustaði á, var Sverrir
Hermannsson. Þar var nú annað
hljóð í strokknum, og var hans
boðskapur á þessa leið: „Þið fáið
lánið og látið þið nú hendur
standa fram úr ermum."
„UTLIT fyrir að fruin
HEIMTAÐI SKILNAГ.
Þar með hófst slagurinn. Við
hjóluðum í Stefán á Fremrimörk,
sem af stakri ljúfmennsku eftir-
lét okkur melkoll framan og
neðan við hús sitt svo og svæði til
að gera á íþróttavöll. Eitthvað var
þessi sáttmáli þó laus i reipunum
sem kannski betur fór. Það var
svo fengin ýta á staðinn og ýtti
hún fyrir grunninum sem og vegi
sem var auðgerður. En skjótt
skipast veður i lofti og kvöldi
seinna komu þeir Steini og Gutti
til min og sögðu mér að frú
Stefáns væri hin versta og vildi
okkur hvergi nærri bæ sinum og
töldu þeir allt útlit á því, að ef við
hypjuðum okkur ekki hið
bráðasta myndi hún heimta skiln-
að og flytja úr sveitinni. Þetta
þóttu að vonum váleg tíðindi og ill
og var nú brugðið á það ráð að
flytja húsið út á Hálsenda en þar
hafði Baldur Einarsson sett niður
hæla þá er hann mældi fyrir
grunni númer eitt. Vegna breytts
staðarvals urðum við að fá sam-
þykki hreppsbúa fyrir grunni nr.
2 og keyrðum við þvi milli bæja
og leituðum samþykkis. Tók Gutti
úthliðina en við Steini mið- og
framhlið. Að samþykki fengnu
var svo gerður lóðarsamningur og
gengið tryggilega frá öllu og Elsa
á Sleðbrjót höfð með í ráðum, þvi
reynslan hafði kennt okkur að
umgangast kvenfólkið með til-
hlýðilegri virðingu.
„HUSIÐ REIST A
MIÐJUM SAUÐBURÐl**.
Svo var hafist handa. Eina
gangfæra ýtan i hreppnum var
hjá Kristjáni i Grænumýri og þó
hún væri slæm gátum við klemmt
hann til að sjá um að ýta fyrir
grunninum. En Kristján er
slægur og hann lék lika á okkur.
Hann hringdi i Guttorm Stefáns-
son á Reyðarfirði og fékk hann
með ýtu sina uppeftir og var hann
mættur þegar við vöknuðum dag-
inn eftir. Þetta tiltæki Kristjáns
kostaði okkur morð fjár að okkar
dómi og vorum við hálfargir við
hann fyrir vikið, en allt fór vel og
nú brosa menn góðlátlega þegar á
þetta er minnst.
Um svipað leyti og uppsláttur
var hafinn gekk hér manna á
milli ábyrgðarmannalisti vegna
lántökunnar hjá byggðasjóði. A
hann skrifuðu 43 einstaklingar og
skuldbundu sig þar með til að
greiða af láninu næstu 5 árin þá
upphæð sem Ungmennafélagið
gæti ekki greitt. Þetta er merki-
legur listi og verður ábyggilega
góð heimild þegar fram í sækir.
Þá um haustið var lika fengin
hreppsábyrgð vegna lánsins svo
og loforð um að hreppurinn sæi
um helming greiðslunnar af
láninu ef með þyrfti. I nóvember
var svo lokið við grunninn, platan
steypt og kláraðar vatns- og
skólplagnir. Sá áfangi var þá um
áramót metinn á 802.470 krónur
og munaði þar mestu um sjálf-
boðavinnuna sem og siðar.
I desember hóf svo trésmiðjan
smiði á flekunum i húsið en
vegna fjárskorts var ekki unnt að
ljúka henni fyrr en í maí vorið
eftir. Húsið var svo reist á
miðjum sauðburði og tók það
rúma þrjá daga að gera það fok-
helt.
„ÞVl ÞAÐ KOMST
LOFT I PlPUNA,,
1 júli fengum við svo múrara-
meistara sveitarinnar til þess að
leggja i gólfið og held ég að sú
törn hafi tvimælalaust verið sú
erfiðasta. Það varð að handhræra
alla steypuna og bera mest vatnið
í hana úr brunninum þvi það
komst loft i pipuna og fékkst ekki
deigur dropi úr henni þá nóttina.
Skömmu seinna fengum við svo
einangrunina og var nú farið að
gripa i það verk. Undir haust kom
svo loksins lánið frá Byggðasjóði,
tæpu ári seinna en ráð var fyrir
gert í 'upphafi, og var það vel
þegið. Næsta mál var þá að klæða
neðan í loftið, plöturnar voru til
en ljósin vantaði. Þetta var sér-
stök gerð af ljósum sem Tóti vildi
setja upp og taldi hann okkur trú
um það að þau yrði að leggja fyrst
og siðan plöturnar. 1 þeirri góðu
trú var beðið i einn og hálfan
mánuð eftir fineríinu sem reynd-
ist svo vera það einfalt i sniðum
að það var eitt það siðasta sem
upp var sett hér i húsinu.
Hi8 vandaSa félagshoimili Jökulséihll8armanna. Hélsako*. bjart. rúmgott og hlýtt. Sé sem er fremst é myndinni er
Eirikur I HlíSarhúsum.