Morgunblaðið - 21.07.1977, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 21.07.1977, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. júlí 1977 Stjórnarandstaðan um vaxtabreytingar og takmarkanir á þorskveiðum HÉR birtist álit þriðja talsmanns stjórnarandstöðunnar á vaxtabreytingum Seðla- bankans og þeim takmörkunum á þorskveiðum, sem sjávarútvegsráðherra hefur ákveðið. 1 Mbl. í gær birtust skoðanir Gylfa Þ. Gíslasonar og Lúðvíks Jósepssonar á þessum málum og hér fer á eftir álit Magnúsar Torfa Ólafssonar. Vaxtabreytingamar rétt ráð- stöfun og takmarkanirnar réttlætanlegar í stöðunni — segir Magnús Torfi Olafsson „Þegar þess er gaett, að ára- tugum saman hafa ríkt hér á landi neikvæðir vextir af spari- fé og almennum bankareikn- ingum, sætir furðu hve spari- fjármyndun hefur þrátt fyrir allt verið mikil", sagði Magnús Torfi Ölafsson. „Sá hluti þjóðarinnar, sem ekki hefur lagt fyrir róða ráðdeild og fjár- hagslega ábyrgðartilfinningu hefur haldið áfram að spara, þrátt fyrir það að raunveruleg- ur arður af sparifé þessa fólks hafi runnið í vasa skuldara sem fengu fjármuni þess til ráðstöf- unar. Þegar verðbólga keyrir svo úr hófi, sem verið hefur sfðustu ár, hlaut langlundargeð ráð- deildarfólksins að þrjóta, nema hlutur þess væri bættur. Því mörkuðum við í Samtökunum þá stefnu fyrir alllöngu, að lánsfé ætti að sæta verðtrygg- ingu, svo unnt væri að rétta hlut sparifjáreigenda. Fyrstu skrefin í þessa átt voru stigin á valdaferli vinstri stjórnar. Að mínum dómi hefði ýmislegt far- ið betur í efnahagsmálum þjóðarinnar, ef stærri skref hefðu verið tekin þá og siðar en þó hefur miðað í rétta átt. Það sýnir sparifjármyndunin síð- ustu ár, þegar verðbólgan hefur verið örari en nokkru sinni fyrr. Háir vextir eru afleiðing verðbólgunnar en ekki orsök og án þeirra hefðu fylgt henni enn meiri vandkvæði en við hefur verið að etja. Meðan lánsfé gef- ur skuldara allan arð, og hann er tekinn af sparifjárfestingu og sukk i rekstri. Það sem gert hefur Island að láglaunalandi, er fyrst og fremst offjárfesting, þjóðhagslega óarðbær ráðstöf- un fjármuna til að ná verð- bólgugróða. Akvörðun vaxta I samræmi við raunverulegan fjármagnskostnað verður til þess að draga úr óráðsiunni, hvetja fyrirtæki til að mynda eigið rekstrarfé í stað þess að festa hvern lausan eyri eigin fjár í óarðbærri steinsteypu eða óþörfum vélum og tækjum, sem verðbólgugróðinn af ódýru lánsfé er látinn borga. Raun- hæfir vextir gera þvi hvort tveggja í senn, stuðla að hag- kvæmni i rekstri og draga úr óhóflegri fjármagnseftirspurn ogþenslu. Þeir sem bölsótast yfir háum vöxtum við þær aðstæður sem nú rikja i efnahagsmálum okk- ar, ættu að leiða hugann að því hvað gerðist, ef sparifjármynd- un dytti niður, eins og hún hefði þegar gert án mótað- gerða. Þverri innlend sparifjár- myndun, blasa við tveir kostir, framkvæmda- og atvinnuhrun eða stórfelldar erlendar lántök- ur ofan á þá erlendu skulda- byrði, sem fyrir er og flestum hrýs hugur við. Vaxtastefna snýst um það, hvort meira skuli meta á láns- fjármarkaði hagsmuni hinna mörgu og smáu sem spara, eða þeirra fáu og stóru sem eyða i stórum stil. Ég fæ ekki séð hvernig nokkur maður sem vill að almannahagsmunir gangi fyrir i efnahagsmálum getur tekið afstöðu gegn siðustu ákvörðunum stjórnar Seðla- bankans i vaxtamálum. — 0 — Ráðstafanir til að hlífa of- veiddum þorskstofni hafa verið margvíslegar á undanförnum árum, og ný reglugerð sjávarút- vegsráðherra um sérstakar sóknartakmarkanir fram á haustið kemur ekki á óvart. Ég er þeirrar skoðunar, að með þeim sé komið nærri leiðarenda I bráðarbirgðaaðgerðum á þessu sviði, og nú verði vart lengur undan því vikizt að móta stefnu til lengri tima með það markmið fyrir augum að gera fiskveiðar okkar í heild eins hagkvæmar og unnt er við rfkj- andi aðstæður. I því skyni þarf jöfnum höndum að tryggja örugga framkvæmd á friðunar- reglum meðan verið er að rétta við ofveidda stofna og ýta undir að sóknin beinist i fiskstofna sem tvímælalaust eru vannýtt- ir. Þetta krefst ekki sizt breyt- inga á samsetningu fiskiflotans og aukins sveigjanleika í vinnslustöðvum i landi. Það rýrir afkomu atvinnugreinar- innar og alls þjóðarbúsins að afla svo til einvörðunga nýrra vandaðra skipa af þeirri gerð sem bezt hentar til veiða á þeirri tegund sem brýnast er að hlífa, þegar skortur er á skipa- stóli og vinnslumöguleikum sem geta á hagkvæman hátt nýtt flatfiskstofna, sem dóm- bærum mönnum ber saman um að veiða mætti í langtum stærri stil enn nú er gert og gefið geta, ef rétt er að staðið, einna hæst verð allra fiskafurða. A afar miklu veltur að fram- kvæmd veiðitakmarkana sem ákveðnar eru sé ákveðin og undanbragðalaus. ömurlegt er til þess að hugsa, að fyrir liggur að reglum um netaf jölda í sjó á netavertíðinni var ekki sinnt vegna þess að eftirlit brást. Þar verður að gera bót á, eigi tak- mörkun á þorskafla skuttogara- flotans við 10%, á timabilum, sem geta verið jafn misjöfn og togarnir eru margir, að fara sómasamlega úr hendi. Eins og komið var gat ekki hjá þvi farið að sjávarútvegs- ráðherra gerði ráðstafanir til að takmarka sóknina i þorskinn á síðara misseri þessa árs. Úrræð- in sem hann valdi kunna að vera umdeilanleg, en úr þessu er rétt að láta slíkan ágreining niður falla og beina heldur at- hygli og kröftum að þvi annars vegar að tryggja framkvæmd þeirra en hins vegar leggja áherzlu á að undirbúnar verði þær breytingar á fiskiflota, veiðiaðferðum og vinnsluhátt- um sem liklegar eru til að skyndiráðstöfunum af þessu tagi verði haldið í algjöru lág- marki, og geri þær helzt óþarf- ar,“ sagði Magnús Torfi Ólafs- son. er óstöðvandi SIGURGANGA Viktorsi Korchnois, landflótta stór- [ meistara i einvigi hans við landa sinn fyrrverandi, Lev Polugaevsky, á sér enga hlið- stæðu í heimsmeistarakeppni nema þegar Fischer vann þá Taimanov og Larsen báða 6 — 0 árið 1971. Taflmennska Korchnois i sjöundu einvígis- skákinni var svo frábær að hún hlaut að leiða til fimmta sigurs hans í einvíginu. Korchnoi hef- ur því hlotið sex vinninga, ení keppinautur hans, Polugaevsky, aðeins einn. Harry Golombek, yfirdómari einvígisins og fréttaritari Morgunbiaðsins i Genf lýsir skákinni þannig: „Sjöunda skák þeirra Korchnois og Poiugaevskys var ein sú bezta til þessa. Byrjunin var tefld mjög hratt, enda sú, sama og I þriðju og fimmtu skákinni, Meran vörn. I 13. leik breytti Korchnoi út af er hann lék 13. Dc2 og eftir 14. leiki hans, eyddi Polugaevsky 50| mínútum á næstu fjóra leiki. Eftir 19. leik hafði Rússneski: stórmeistarinn notað eina: klukkustund og 20 mínútur af umhugsunartíma sínum, en Korchnoi aðeins tiu; Korchnoi varð þó eftir 19.. Rg4 að -láta af hendi biskupaparið og staða svarts virtist eftir það fullboðleg, en hinn ógurlegi Korchnoi fanni leið til sóknar og tveir frábæriri leikir, 29. Hxd3; og 30. Hd6! í settu Polugaevsky í mikinn vanda. Rússneski stórmeistarinn, valdf þann kost að fara út i vonlaust endatafl, en lagði nið- ur vopnin er skákin skyldi í' bið." Hvitt: Viktor Korchnoi Svart: Lev Polugaevsky Meran vörn í. c4 — Rf6, 2. Rc3 — e6, 3. Rf3 — d5, 4. d4 — c6, 5. e3 — Rbd7 (Meran vörnin, vinsælasta byrjunin í einviginu til þessa) 6. Bd3 — dxc4, 7. Bxc4 — b5, 8. Bd3 — Bb7,9.0—0 (Enn tekur Korchnoi þennan Ieik framyfir hið venjulega 9. e4) b4,10. Re4 — Be7,11. Rxf6+ — Rxf6, 12. e4 — 0—0 (Þessi leik- ur kemur nokkuð á óvart, því að i fimmtu skákinni fékk. Polugaevsky ágæta stöðu eftir 12 .. Hc8, 13. Da4 — a5, 14. Hdl — 0—0. Hann hefur áreiðan- lega óttast endurbót Korchnois, enda virðist hann hafa ótak- markaða vírðingu fyrir and- stæðingi sinum, a.m.k. skák- fræðilega séð) 13. Dc2 (1 þriðju skákinni lék Korchnoi hér 13. e5, en hyggst nú geyma þann leik til betri, tíma. Reyndar hótar hann nú 14. e5 — Rd7 15. Bxh7+) h6,14. Be3 (Eftir 14. e5 — Rd7,15. Bh7+ — Kh8, 16. Be4 kemur upp sama staða og i þriðju skákinni, en Korchnoi vill ekki gefa and- stæðingi sínum kost á að bæta taflmennsku sína) Hc8,15. Hfdl c5!? (Avöxtur langrar umhugsunar. Nú tekst svörtum að létta verulega á stöðu sinni, en galiinn er aðeins sá hversu svartreita biskup hans verður máttlitill eftir flækjurnar) 16. dxc5 — Rg4,17. Bd4 (Hvitur græðir ekkert á 17. Ba6 — Rxe3,_[ Qg svahur stendur til vinnings). e5,18. h3! Nauósynlegur og sterkur leikur. Svartur stendur vel að vigi eftir 18. Rxe5 — Dxd4, 19. Rxg4 — Hxc5, 20. De2 — h5! og hann vinnur peðið til baka með góðri stöðu). exd4, 19. hxg4 — HxcS, 20. Dd2 — a5, 21. Hacl — Dd7? (Undirrótin að erfiðleikum svarts. Mun betra var 21 . . . Hxcl,'22. Hxcl — Dd7, og staða svarts er f það minsta Skák viðunandi. Hartþ stendur t.d. vel eftir 23. Re5 -í ©d6, 24. Rc4 — Db8, og nú gengur 25. Rxa5? ekki vegna Bg5) 22. Hxc5 — Bxc5, (Aðstaða biskups er vægast sagt hörmuleg. Hann hefur ekki annan starfa en að valda eigin peð, en peðin hafa þó þann hæfileika fram yfir hann að þau geta færzt beint áfram). 23. g5! eftir MARGEIR PÉTURSSON (Nú er g5 reiturinn óvaldaður og Korchnoi blæs þvi til sókn- ar) hxg5 (Eftir 23 .. h5, 24. Df4; hótar hvítur 25. g6 allóþægilega. Svartur gæti reynt 24.. g6, en J staða hens er mjög erfið eftir ; 25. Re5 — De7, 26. Bc4 og ef nú 26 .. Bd6 þá 27. Rxg6!) [ 24. DxgS — De7,25. Dh5 — g6 i (Eina leiðin til að. verjast 26. > Rg5, þvi 25 .. DfSftgefek auðvitað > ekki vegna 26. Dxc5) 2«.! Dh6 - Dfl, 27.Bc4- d3 (örvæntingarfull tilraun til að koma svartreitabiskupnum f leikinn. Eftir 27. ,,.Bxe4? 28. Rg5 tapar svartur manni) ' 28. eð — Df5, 2». Hxd3 — Be4 (Hér hefur Polugaevsky áreiðaniega talið sig vera kom- inn með mótspil, þvi 30. Rg5 gengur auðvitað ekki vegna Dxf2+. En honum sást yfir " þrumuna:) 30. Hd6!! (Staða svarts er nú töpuð. 10... Bxd6 gengur ekki vegna 31. Rg5 og 30... Bxf3 tapar eft- I ir 31. Hxg6+) Dg4, 31. Hf6 | (Hótar 32. Hf4) Bf5, 32. b3 (En alis ekki 32. Rg5 Bxf2+ 33. Kxf2 — Dd4+ 34. Kg3 — De3+ og svartur þráskákar. Nú hótar hvítur 33. e6, Svartur grípur því til örþrifaráða.) Bd4, 33. Rxd4 — Dxd4, 34. Hxg6+; — Bxg6, 35. Dxg6+ — Kh8, 36. Dh6+ — Kg8, 37. e6! — De4, 38. exf7+— Hxf7, 39. Df6! — Dbl+, 40. Kh2 - Dh7+, 41. Kg3 — Dd3+, 42. f3 og svartur gafst upp. 42... Dxc4 gengur ekki vegn»43. Dd8+ — Hf8,44.Dg5+.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.