Morgunblaðið - 21.07.1977, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. júlí 1977
19
Bíllinn á myndinni þeyttist á 75 km. hraða ofan af brú á barnaskóla í bænum
College Corner, Indiana. Bílstjórinn hafði af einhverjum örsökum misst stjórn á
bílnum.
S-Kórea fær
meiri hergögn
Washington, 20. júll. Reuter.
BANDARlSKA landvarnarráðu-
neytið hefur lagt til að hergögn
að verðmæti rúmlega átta
milljarðar dollara verði seld til
Suður-Kóreu til að vega upp á
móti fyrirhuguðum brott-
flutningi bandarfskra hersveita.
Lagt er til að seldar verði 239
orrustuþotur, þar á meðal 90 af
gerðinni F-16, rúmlega 200 þyrlur
og könnunarflugvélar, sex
tundurspillar og mikill f jöldi eld-
flauga og fallbyssna.
Enn fremur er mælt með þvi í
skýrslu frá ráðuneytinu að Suður-
Kóreumenn fái aðstoð til að fram-
leiða sjálfir skriðdreka og her-
þyrlur til að vega upp á móti
heimkvaðningu 33.000 banda-
rískra hermanna.
Heimildir i ráðuneytinu herma
að skýrslan sé grundvöllur
áætlunar um aðstoð sem Jimmy
Carter forseti muni senda þing-
inu með ósk um samþykki þess.
Talsmaður ráðuneytisins segir að
forsetinn hafi samþykkt almenn-
an lista um vopn sem kunni að
verða send til Suður-Kóreu en
ekki sölu tiltekinna vopna á lista
Pentagons.
Jafnframt er lagt til að sendar
verði eldflaugar af gerðinni Hon-
est John sem geta borið kjarna-
odda, en Suður-Kóreumenn ráða
þegar yfir slikum flaugum sem nú
er talið að séu að verða úreltar.
Osigur fyrir
Bandaranaike?
Dauðsföllum út af
reykingum fjölgar
Genf, 20. júli Reuter.
DAUÐSFÖLLUM af völdum
lungnakrabba heldur áfram að
fjölga um allan heim og rann-
sóknir sýna að sigarettureyk-
ingar eru meginorsökin, segir I
skýrslu frá Alþjóðaheilbrigðis-
málastofnuninni (WHO).
Hins vegar segir í skýrslunni
að ekki sé liklegt að reykinga-
mönnum fækki þrátt fyrir bar-
áttu gegn reykingum og aukinn
skilning á hættunni sem er
samfara reykingum, segir f
skýrslunni.
I skýrslunni segir að áhrif
tóbaksiðnaðarins séu mikil og
að skattar af tóbaki séu ýmsum
ríkisstjórnum mikilvæg tekju-
lind.
Samkvæmt rannsóknum i 60
löndum deyja þrír af hverjum
1.000 karlmönnum eldri en 45
ára úr lungnakrabba á hverju
ári.
Konum sem deyja úr lungna-
krabba hefur fjölgað ört sam-
kvæmt rannsókninni sem
brezki prófessorinn Bernard
Benjamin stjórnaði og það er
breyting sem hefur orðið síðan
um 1960.
WHO segir rannsóknir á
dauðsföllum af völdum lungna-
krabba á árunum 1950 til 1972
hrekja kenningar um að meng-
un i andrúmsloftinu eigi veru-
legan þátt í því að aukning hafi
orðið á dauðsföllum sem eigi
rætur aó rekja til lungna-
krabba. Sagt er að mengun eigi
nokkurn þátt i aukningunni en
reykingar séu meginorsökin.
Dauðsföll af völdum lungna-
krabba eru óvíða fleiri en i
Bretlandi en önnur lönd eru að
Framhald á bls. 3 3
Kúbumenn
í Angola
eru 19.000
Washington, 20. júlí. Reuter.
BANDARlSKA utanríkisráðu-
neytið tilkynnti i gærkvöldi að
19.000 Kúbumenn væru í Angóla
en dró til baka yfirlýsingu um að
liðsauki kúbanskra hermanna
hefði verið sendur til landsins.
Talsmaður ráðuneytisins hafði
sagt að samkvæmt endurskoðuð-
um tölum væri áætlað að i Angola
væru 14.000 til 19.000 Kúbumenn
og gaf til kynna að aðallega hefði
verið fjölgað hermönnum. Hann
sagði að áður hefði verið talið að
10.000 til 14.000 Kúbumenn væru
i Angola.
kommúnista sleit stjórnarsam-
vinnunni snemma á þessu ári. 1
febrúar sögðu sex ráðherrar úr
flokki frú Bandaranaike af sér,
þar á meðal Tikira Banda
Subesinghe iðnaðarráðherra. Þeir
héldu þvi fram að ósýnileg stjórn
væri við völd og hún ætti sök á því
að kreppa blasti við i efnahags-
málum. Þeir virtust eiga við
hægri arm Frelsisflokksins.
Subesinghe er núverandi leið-
togi ULF sem heitir því að berjast
fyrir útrýmingu kapitalisma ef
Bandaranaike.
flokkurinn komist til valda og
koma á laggirnar raunverulegri
sósialistastjórn verkamanna og
bænda. Frú Bandaranaike hefur
spáð því að ULF fái verstu útreið-
ina í kosningunum.
Atta hafa beðið bana og 25
særzt I nokkrum alvarlegum átök-
um stuðningsmanna andstæðra
flokka síðan kosningabaráttan
hófst.
4 lífstíðardómar
í Stokkhólmsmáli
Dússeldorf, 20. júlí. AP.
VESTUR-ÞYZKUR dómstóll
dæmdi í dag þrjá karla og eina
konu I ævilangt fangelsi fyrir
hlutdeild þeirra i árásinni á vest-
ur-þýzka sendiráðið I Stokkhólmi
1975 er tveir sendiráðsmenn voru
myrtir.
Dómana fengu Lutz Manfred
Taufer, Karl-Heinz Dellwo, Bern-
hard Rössner og Hanna Elise
Krabbe. Þeir voru kunngerðir
þegar endi hafði verið bundinn á
háværar mótmælaaðgerðir um 25
ungra stuðningsmanna sem köll-
Bætur
til gisla
Haag. 20. júll. AP.
HOLLENZKA stjórnin hyggst
greiða gíslum Suður-Mólukanna
sem bjuggu um sig i skóla og
járnbrautarlest í Norður Hollandi
skaðabætur að upphæð um
200.000 dollarar.
Alls fá 240 manns skaðabætur.
Fullorðnir fá um 1200 dollara og
börn um 400 dollara.
uðu sig verjendur „pólitískra
fanga.“
Réttarhöld yfir fjórmenningun-
um hafa staðið yfir siðan I mai
1976. Þau kenndu sig við Holger
Meins úr hryðjuverkasamtökun-
um Baader-Meinhof er lézt i fang-
elsi eftir hungurverkfall fyrir
þremur árum.
Andreas Baader, Jan-Carl
Varsjá, 20. júli. Reuter.
PÖLSK yfirvöld hafa boðað sakar-
uppgjöf á þjóðhátiðardag Pól-
verja á föstudag og níu andófs-
menn verða látnir lausir.
Náðunin nær aðallega til fanga
sem afplána allt að eins árs dóm
og starfsmaður dómsmálaráðu-
neytisins segir að í meginatriðum
nái tilskipun um náðunina ekki
til andófsmannanna þótt þeir
verði látnir lausir.
Raspe og Guðrun Ensslin voru
dæmd í ævilangt fangelsi í Stutt-
gart i apríl fyrir árásir á banda-
riks hernaðarmannvirki I Heidel-
berg og Frankfurt er kostuðu
fjóra bandariska hermenn lifið.
Dómstóll í Kaiserslautern dæmdu
tvo félaga úr samtökunum í ævi-
langt fangelsi i júni fyrir morð og
rán og þann þriðja i fjögurra ára
fangelsi.
Andófsmennirnir afplána allt
að fimm ára dóma og starfsmaður
ráðuneytisins segir að þeim sé
sleppt samkvæmt sérstöku
ákvæði þess efnis að dómsmála-
ráðherra geti látið lausa menn
sem afplána meira en eins árs
dóma.
Talsmaðurinn neitaði að svara
spurningu um hvort ákvæðinu
yrði beitt til að náða fimm félaga
úr Varnarnefnd verkamanna og
fjóra stuðningsmenn þeirra.
Náðuní
PóUandi
Colombo, 20. júlf. Reuter.
FRÚ Sirimavo
Bandaranaike forsætisráð-
herra og flokkur hennar,
Frelsisflokkur Sri Lanka
(SLFP), ganga í fyrsta
skipti til kosninga á morg-
un síðan 1960 án stuðnings
tveggja bandalagsflokka,
trotskyista og Moskvu-
hollra kommúnista.
Aðalandstöðuflokkur frú
Bandaranaike er Sameinaði
þjóðarflokkurinn (UNP) undir
forystu Juniusar Richards
Jayawardene sem spáir þvi að
flokkurinn fái um 100 af 168 þing-
sætum. SLFP hlaut 91 þingsæti
en UNP aðeins 17 í siðustu kosn-
ingum fyrir sjö árum, en hins
vegar hlaut UNP fleiri atkvæði
en SLFP.
UNP hlaut 1.876.956 atkvæði en
SLFP 1.835.219, en SLFP hlaut
fleiri þingsæti vegna kosninga-
bandalags við þáverandi sam-
starfsflokka, trotskyistaflokkinn
Lanka Sama Samaja (LSSP) og
flokk kommúnista. UNP fékk
jafnvel færri þingsæti en LSSP
sem hlaut 19 þingsæti en aðeins
433.224 atkvæði.
Frú Bandaranaike rak LSSP ur
samsteypustjórninni í september
1975 og flokkur Moskvuhollra
ERLENT