Morgunblaðið - 21.07.1977, Síða 20

Morgunblaðið - 21.07.1977, Síða 20
20 morgunblaðið; fimmtudagur 21. júií 1977 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiSsla Auglýsingar hf. Árvakur, Reykjavlk. Haraldur Sveinsson. MatthTas Johannessen. Styrmir Gunnarsson. Þorhjörn GuSmundsson. Björn Jóhannsson. Árni GarSar Kristinsson. ASalstræti 6. stmi 10100. ASalstræti 6. slmi 22480. Áskriftargjald 1300.00 kr. á mánuSi innanlands. í lausasölu 70.00 kr. eintakiS. Frjáls sam- keppni og einkarekstur Aundanförnum mánuðum hafa við og við sprottið upp um- ræður um stærð Sambands ís- lenzkra samvinnufélaga og dótturfyrirtækja þess og hlut þessara aðila í íslenzku viðskipta- ! og athafnalífi, sem fremur virðist fara vaxandi en hitt. Það er áreið- anlega rétt, sem einn af forystu- mönnum Framsóknarflokksins hafði á orði í sambandi við 75 ára afmæli Sambandsins á þessu ári, að Sambandið er.orðið stórveldi á íslenzkan mælikvarða. Hitt er svo kannski umhugsunarefni, hvort hlutur Sambandsins og dóttur- fyrirtækja er orðinn of stór og hvort þessi risavaxna viðskipta- samsteypa er orðin svo rúmfrek í okkar athafnalífi, að stærðin í sjálfu sér hljóti að verða mönnum áhyggjuefni. Gegn slíkum sjónar- miðum er því svarað til af hálfu talsmanna samvinnuhreyfingar- innar, að hér sé um félagsmála- hreyfingu að ræða og ekki sé hægt að leggja sama mat á sam- vinnuhreyfinguna og t.d. stórar viðskiptasamsteypur í einkaeign, þar sem hér sé um að ræða fyrir- tæki í almannaeigu. Út af fyrir sig er þetta röksemd, sem sjálf- sagt er að ræða, en hinu má ekki gleyma, að þessi mikla viðskipta- samsteypa, sem samvinnuhreyf- ingin er orðin hefur sýnt ótvírætt sömu einkenni og margar slíkar samsteypur erlendis að vilja gína yfir öllu, að beita krafti sínum og mætti til þess að útiloka aðra og minni aðila. Er þá augljóslega orðið skammt á milli fjölmennrar félagsmálahreyfingar og harð- svíraðs einokunarfyrirtækis. Að þessu er vikið hér vegna þess, að vöxtur samvinnuhreyf- ingarinnar og sú þróun, að áhrif og völd innan hennar hafa færzt á stöðugt færri hendur hljóta að valda stuðningsmönnum einka- framtaks verulegum áhyggjum. Víða út um landsbyggðina má segja, að samvinnuhreyfingin sé einráð í viðskipta- og athafnalífi og reki bæði verzlun, fiskvinnslu- stöðvar og þjónustufyrirtæki og þeir þéttbýliskjarnar eru fáir úti á landi, þar sem einkafyrirtækj- um hefur tekizt að blómstra við hliðina á hinum risavaxna keppi- naut. Margt bendir til þess, að samvinnuhreyfingin hyggi á mikla útþenslu á höfuðborgar- svæðinu. Þegar um slíkan risa er að ræða er nauðsynlegt að eitt- hvert mótvægi sé til staðar. Vissu- lega má segja, að á vegum einka- framtaksins séu stór fyrirtæki, sem hafa haslað sér myndarlegan völl og skapi nauðsynlegt mót- vægi gegn hinum miklu umsvif- um samvinnuhreyfingarinnar. Þar má nefna fyrirtæki á borð við Eimskipafélag Islands og Flug- leiðir, en bæði þessi fyrirtæki eru í eigu einkaaðila svo og samtök fyrirtækja, sem flest eru í eigu einkaaðila, eins og Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna, sölusamband islenzkra fiskframleiðenda, svo nokkur dæmi séu nefnd. Mörgum einkaframtaksmönnum sem reka minni fyrirtæki finnst þessi stóru fyrirtæki býsna aðgangsfrek. Bent er á yfirburðastöðu Eim- skipafélags Islands I flutningum á sjó og Flugleiða í flugi. Og al- kunna er, að þeim einstaklingum, sem hafa viljað hefja útflutnings- starfsemi á sjávarafurðum hefur þótt hagur sinn þröngur vegna umsvifa hinna stóru og öflugu sölusamtaka. I þessum efnum á það við, að auðvitað verða þessi stórfyrirtæki í einkaeign að njóta sterks aðhalds og þau verða að gæta sín á þvi að halda ekki þann- ig á málum, að engin starfsemi fái þrifizt á sama sviði og í sam- keppni við þau, enda er hugsjón einkaframtaksmanna einmitt sú, að hagsmunum almennings sé bezt þjónað með frjálsri sam- keppni fyrirtækja í einkaeign. En um leið og lögð er áherzla á nauðsyn þess, að hin stóru einka- fyrirtæki hafi sterkt aðhaid að þessu leyti verðum við að minnast hins, að ef þau væru ekki fyrir hendi þá mundi viðskiptasam- steypa sú, sem byggð hefur verið upp í kringum Sambandið, vera margfalt öflugri en hún er -í dag og þar af leiðandi ennþá erfiðara fyrir einkaframtaksmenn að njóta sín í atvinnurekstrinum. Þessi stóru fyrirtæki i einkaeign eru nauðsynlegt mótvægi gegn út- þenslu viðskiptasamsteypu Sam- bandsins. Það er og eftirtektar- vert, að talsmenn ríkisrekstrar á borð við jafnaðarmenn, sósíalista og kommúnista beina ekki sízt spjótum sínum að þessum stóru einkafyrirtækjum eins og greini- lega hefur komið í ljós i árásum Þjóðviljans síðustu vikur á Eim- skipafélag íslands. Þessum and- stæðingum einkaframtaks er auð- vitað ljóst, að ef þeim tækist að brjóta niður stór og öflug fyrir- tæki í einkaeign væri eftirleikur- inn auðveldari að koma meira og minna öllum atvinnurekstri undir opinbera stjórn og opinbera for- sjá, en að því stefna þeir aó sjálf- sögðu. I nútímaþjóðfélagi er þörf á stórum einingum i atvinnu- rekstri og þess vegna skyldu menn, sem á annað borð fylgja einkaframtaki og trúa á það, var- ast að hafa um of horn í síðu stórfyrirtækja, sem hér hafa ver- ið nefnd, en það breytir engu um hitt, að þau þurfa ekki siður, á sterku aðhaldi að halda en aðrir og þau mega aldrei gleyma þvi, að hugsjón einkaframtaksmanna er frjáls samkeppni en ekki einok- un. skátarnir drepumst nú ekki ráóalausir" Margir fánar við hún á Landsmóti skáta 1977. Á nokkurra ára fresti taka skátar upp á því að safnast saman á svonefnt Landsmót að Ulfljótsvatni og stofna þar þjóðfélag út af fyrir sig í vikutíma. Þangað flykkjast skátar frá öllum hornum landsins, og jafnveJ heims- ins. „I hvaða tilgangi?" spyr fólk. Tilgangur er sá að efla bræðralag skáta og samstöðu þeirra, en þarf annars að vera nokkurt tilefni til að stinga höfðinu út í guðsgræna náttúr- una? Mbl.fólk heimsótti Landsmót skáta 1977, sem stendur yfir dagana 17—24. júlí í blíðskparveðri, gekk um og rabbaði við mótsgesti. Sá fyrsti sem varð á vegi blm. var Arnfinnur Jónsson, formaður mótsstjórnar, og hann svaraði spurningu um hvernig mótið hefði gengið. „Það gengur ágæt- lega, alveg ljómandi vel, allir komu austur á laugardaginn, það rigndi um morguninn, en stytti upp um hádegið svo aðstaðan til að tjalda var ágæt og það munar miklu á móti eins og þessu.“ Við spurðum Arnfinn hvort þetta mót væri eins og öll önnur Landsmót og svaraði hann: „Mótið er með hefðbundnu sniði, nema skipulag tjaldbúðanna, áður hafði hvert félag afmarkað svæði og það hafði sina kosti og galla. Kostirnir voru þeir að með því að hafa félagið saman þá efldist samstaða innan þess, en gallarnir voru þeir að skátarnir kynntust ekki nógu mikið milli félaga. Svo háttar til að félög eru misstór, stærst i Katrin Guðjónsdóttir (t.v.) og Sigrfður E. Arngrfmsd. Börkur Arnviðarson. Reykjavík, en tiltölulega fámenn úti á Iandi, og þau nutu sfn oft ekki. Nú skiptum við skátum f sjö svæði sem við köllum torg. Eitt torgið eru fjölskyldubúðir og ann- að einungis fyrir starfsfólk sem er um 150 manns, allir f sjálfboða- vinnu. Sfðan skiptast alm. skátar á fimm torg og stærstu skátafélög- in skiptast niður á tvö til þrjú torg. Með þessu móti teljum við að skátar kynnist frekar innbyrð- is.“ Arnfinnur var næst inntur eftir hve margir væru á svæðinu og taldi hann 1400 — 1500 manns vera komna, en bjóst við aukn- ingu um helgina i fjölskyldubúð- unum, en þar eru nú þegar komin 60—70 tjöld. Landsmótin hafa hingað til ver- ið haldin á fjögurrá ára fresti, en nú eru þrjú ár liðin frá sfðasta landsmóti og spurðum við Arn- grím hverju það sætti. „Stjórn Bandalags islenzkra skáta ákvað að nú skyldu 3 ár líða milli lands- móta, til þess að gefa skátum á aldrinum 11—14 ára frekar tæki- færi á að komast á landsmót, sem beinir þátttakendur." Hann sagði að það væri nóg um að vera, sérstök flokkakeppni f gangi, mannvirkjasmiðar o.fl. Hann sagði enginn óhöpp hafa verið, en annars væri sjúkratjald

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.