Morgunblaðið - 21.07.1977, Page 26

Morgunblaðið - 21.07.1977, Page 26
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. júlí 1977 Þórður á Látrum: Rifjað upp við sumarkomu Þessi ágæti vetur er á enda, en við tekið sumar sem ekki er vitað hvernig verður heldur en fyrr, þó fraus hér saman vetur og sumar sem á að lofa góðu, já, það er nú það. — Einn okkar þekktustu veðurfræðinga upplýsti það í blaðagrein á liðnum vetri, að ef smávegis meira væri kostað til, þá gæti veðurstofan látið okkur í té miklu meiri og betri (öruggari) veðurfréttir. Ætli það borgaði sig ekki fyrir þjóðfélagið að bæta þessari ögn við, ég tel að það ætti tvímælalaust að gera, og gera vel, við erum svo mikið háð veðráttunni, það er bara ekki út í bláinn, eða af hugkvæmnisskorti að við tölum fyrst og síðast um veðrirð, nei, málið er svo þýðingarmikið að það verður alltaf að vera með á d'agskrá, og við að spá. Hér á vesturhorni landsins heitir ekki að hreyft hafi sjó eða vinda það sem af er þessu herrans ári, snjólaust að kalla og frost sáralítið, en farið nokkuð í jörð niður, svo víða hefir tekið fyrir vatn. Búfé það er út hefir fengið að fara og njóta góðviðrisins á þorranum og góunni, brosir við eigendum sinum með hárin lifandi og gljáandi, reisn yfir hverri skepnu fer- fættri. Krummi skinnið hefir þó stundum haft það skrælt, eins og jafnan hér þegar „Hrönnin blá" hreyfist ekki, hann hefir því farið út í það að slá af eina og eina hænu sér til bragðbætis, og veit ég þess ekki dæmi fyrr né síðar. Þannig mundi eins fara fyrir okkur mannfuglunum á hólma þessum í hafinu, fengjum við ekkert úr sjón- um, við mundum þurfa að grípa til fleira en gott finnst og sæmandi í dag, meðan við sitjum í allsnægtum og étum stofnana sem við ætl- uðum að vernda fyrir börnin okkar og framtíðina. En aðrir fuglar hafa haft það gott, mjög gott. Svarfuglinn er far- inn að sitja við bjargið feitur og sællegur, þegar honum líkar veður, enda hefir ætíð verið skammt undan á hans mælikvarða, honum finnst smáloðna góð Fyrstu gæs- irnar sá ég i gær, ekki voru þær illa haldnar. Svartþrestir hafa verið hér tíðir í vetur, og nokkrir orðið svo til húsvanir, ég hef stundum hugsað um það í vetur, þegar staðið hafa að snæðingi á hlaðinu hjá mér samtímis 6—8 kettir af ýmsum gerðum, hrafnarnir mínir, snjófuglar og svart- þrestir, að af því mættu hinir sundurlyndu mannfulgar nokkuð læra að hægt er fyrir grimma og sundurleita hópa að vera saman og njóta lífs- ins án drápa og vondra verka. Samgöngur: Ekki þarf að spyrja að þeim, fólk hefir getað hopp- að upp í bílinn sinn og ekið af stað rétt eins og í henni Reykjavik, án þess að hafa áhyggjur af því að allt verði ófært og bíllinn fastur. Snjóruðningstæki hafa verið litið á ferð nema til að rífa klaka, en klakamyndun hefir verið mikil, eins og ávallt þegar lítið frost er á mál en auð jörð. . . . geymt f Bjargtangavita bak vi8 lis og slí. að vera fyrir 25—30 gripi og með öllu tilheyrandi, að votheysgeymslum ógleymd- um Þá eru i byggingu tvær ibúðir á iðnbýlinu Ási í Ör- lygshöfn, en eigendur þeirra eru Gunnar Össurarson húsa- meistari og Helgi Árnason, en hann er að læra húsa- smíði, báðir standa þeir að Byggingarfélaginu Höfn hf. en verkstæðishús þess, sem nú er að verða fullgert, stendur skammt frá þessum íbúðum. Höfn hf. mun byggja þessi hús. Þá er i endurbyggingu kirkjan í Saurbæ og nokkuð eftir við hana, svo í mörg horn er að lita hvað byggingar snertir. Grásleppan: Grásleppukarlar eru nú alveg að verða tilbúnir með útveg sinn og hugsa gott til vertíðarinnar, en þessi út- gerðarþáttur gefur mörgum góðan pening, eða hefir gert það. Sumir glöggir menn telja sig sjá merki um ofveiði á stofninum hér, sérstaklega á því hvað lítið er af fullvöxn- um fiski í veiðinni. Við vitum svo lítið um hrognkelsin, eða raunar ekkert, fiskifræðingar eitthvað smávegis en ekki að neinu gagni enn sem komið er, svo full þörf er á að fara með fullri gætni að þessari auðlind. þar til meira er um hana vitað á vísindalegan hátt. Mannlífið, maður i manns stað: Snæbjörn Thoroddsen í Kvígindisdal hefir nú látið af störfum sem sparisjóðsstjóri vegna aldurs, en hann hefir gegnt því starfi frá stofnun sjóðsins og haft hann á heim- ili sínu Kvígindisdal Ungur maður, Valdimar Össurarson, hefir nú tekið við sjóðnum og er með hann í félagsheimil- inu í bili, en mun fá aðstöðu fyrir hann i nýbyggingunni á Ási í Örlygshöfn. Valdimar hefir einnig tekið við vöruaf- greiðslunni hjá Sf. Örlygi, en Guðni Ólafsson hefir gegnt því starfi undanfarið, en fer Framhald i bls. 3’3- sem var í ekta björgunarlit. Er sundur var flett pjötlunni var það bak úr trollstakk og á það málað Listamaðurinn hafði málað sjómann sem sit- ur á polla i fullum sjóklæð- um, og reykir sína pipu horf- andi fram, andlitið alvöru- þrungið en vel gert sem mað- urinn allur, aðeins augun brosa. sennilega við þeirri sýn sem að baki honum er, en þar liggur kona i Evuklæð- unum einum saman, sérlega vel gerð og aðlaðandi, eða eins og þær draumadísir sjó- manna eru sem þrá þeirra ber þá til á vængjum vóku- drauma eftir langa útivist á hafinu. Áletrun undir og yfir málverkinu er að nokkru Menningarmiðlun: Sjónvarp hefir sést heldur illa hér vestra í vetur, er Stykkishólmi helst um kennt, og mættum við eftir því halda að á þeim stað væri allt sjónvarpsdrasl samankomið sem bilað gæti og ekki hæft annarsstaðar, en þessi sjón- varpsþoka og bilanir eru mjög hvimleið, einkum ef glittir í gott efni bak við þok- una. Menningarframleiðsla umfram það sem barst um fjölmiðla var ekki í hlutfalli við veðurblíðuna, svo sem eins og leiklist og málverka- sýningar, enda ekki von til, og þó—. Sjórinn var okkur útnesjafólki gjöfull og er enn- þá, þótt fátt sé fiska. „Ekkert rekur í blíðunni," sögðu bændur á þessum vetri er þeir gengu fjörur sinar reka- lausar Út af því brá þó hér á vesturhorninu, einn dag gekk aðkomukona hér á fjör- ur, sá hún þá í þarabrúski samanvöðlaða stakkdruslu horfin, þar með nafn höfund- ar ef verið hefir, en hann gæti verið erlendur sem inn- lendur, en landhelgin virðist honum hátt í huga því þar stendur fyrst 4 mílur, svo 12 milur, og síðan 200 mílur. Kannski hefir löng útivist vegna þeirra verið hvatinn að þessu málverki, sem undirrit- aður mundi kalla „Sjómaður hugsar í land". Því miður get ég ekki sent blaðinu Ijósmynd af þessu sérstæða listaverki með al- veg einstæða tilurð, því myndatökur eru stranglega bannaðar, en það er nú geymt í Bjargtangavita bak . a8 snæðingi 6—8 kettir. við lás og slá, og hann því orðinn vestasti málverkasýn- ingarsalur í Evrópu. Heyrst hefir að hæsta tilboð í mál- verk þetta sé orðið fimm hundruð þúsund, þó hafa fáir séð. Byggingar: Fyrirhugaðar eru tvær byggingar hér i sumar. Hús yfir fornminjasafn á Hnjóti í Örlygshöfn á vegum V- Barðastrandarsýslu, en það er aðallega meint yfir safn Egils bónda Ólafssonar en hann á nokkurt safn gamalla muna og á húsið að standa á Hnjóti. Þá er fyrirhuguð fjósbygg- ing hjá Tryggva bónda Eyj- ólfssyni á Lambavatni, það á Fjölbraut- arskóli á Akranesi Ákveðið hefur verið að Fjöl- brautarskóli taki til starfa á Akra- nesi nú i haust. Varð samkomulag um þetta fyrir skömmu milli Bæjarstjórnar Akraness og Menntamálaráðuneytisins. Verður nafn skólans Fjöl- brautarskólinn á Akranesi og tekur hann til starfa 1. september 1977. Skólinn mun taka við þeim verkefnum sem Iðnskólinn á Akranesi og framhaldsdeildir Gagnfræðaskólans á Akranesi hafa annast. Auk þess mun skól- inn um sinn annast kennslu i efstu bekkjum grunnskóla. Við þessa breytingu falla Iðn- skólinn og Gagnfræðaskólinn á Akranesi brott sem sjálfstæðar stofnanir, en verkefni þeirra falla undir verksvið hins nýja skóla. Næsta vetur verða starfrækt eftirtalin námssvið á framhalds- stigi við skólann: almennt bók- námssvið, viðskiptasvið, heil- brigðissvið, uppeldissvið og iðn- og tæknisvið. Þennan fyrsta vetur Fjöl- brautarskólans verður starf- ræktur 1. bekkur á almennu bók- námssviði (samsvarar 1. bekk menntaskóla), 1. og 2. bekkur á viðskiptasviði (samsvarar Verslunar- og Samvinnuskóla), heilsugæslusviði og uppeldissviði og allir áfangar á iðnfræðslusviði. Stefnt er að því að starfrækja 2. bekk á almennu bóknámssviði frá haustinu 1978 og nám á 1. stigi vélstjóranáms hefst þegar i haust. Hugmyndin að baki stofnun Fjölbrautarskólans er að á Akranesi verði framhaldsskóli fyrir allt Vesturland. Er þetta í samræmi við stefnu Menntamála- ráðuneytisins og Fræðsluráðs Vesturlands. 1 frumvarpi til laga um framhaldsskóla er t.d. gert ráð fyrir að á Akranesi verði starf- ræktur um 430 manna framhalds- skóli. Er þvi í ráði að byggja heima- vist við skólann. Þar til hún er risin mun skólinn aðstoða nemendur úr öðrum byggðalög- um við að fá húsnæði eftir þvi sem kostur er á. Allar upplýsingar um skólann veita þeir Þorvaldur Þorvaldsson, fræðslufulltrúi á Akranesi og Sverrir Sverrisson formaður skólanefndar Fjölbrautarskólans. (Fréttatilkynning) Humarvertíð lýkur n.k. þriðjudag Morgunblaðinu barst i fyrradag fréttatilkynning frá sjávarútvegs- ráðuneytinu þar sem segir að ráðuneytið hafi ákveðið sam- kvæmt tillögum Hafrannsóknar- stofnunarinnar að humarveiðum Ijúki 26. júli, n.k. þriðjudag, i næstu viku. Er þessi ákvörðun tekin þar sem aflakvótanum fyrir þetta ár verður þá um það bil náð, auk þess sem humarinn er léleg- ur um þessar mundir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.