Morgunblaðið - 21.07.1977, Side 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. julí 1977
Heimkoma mín
til Sudur-Afríku
BOÐIÐ TIL
GUÐSÞJÓNUSTU
Fyrstu helgina, sem ég dvaldist
í Suður-Afríku, varð ég fyrir stór-
merkilegri lífsreynslu. Frétta-
maður frá Búablaðinu Die Vader-
land, hringbdi til mín, og spurði,
hvort ég vildi gera sér þá ánægju,
að koma með sér í kirkju hol-
lenzkra endurbótasinna í Braam-
fontein, þar sem messur eru flutt-
ar á ensku. Ég var að sjálfsögðu
furðu lostinn, þar sem ég hafði
aldrei verið við slíka guðsþjón-
ustu, og gerði mér ljósa grein
fyrir þvi, að enginn þeldökkur
maður hefði fengið leyfi til að
koma inn í slfka kirkju á þeim
tíma, er ég var búsettur í landinu.
Sóknarpresturinn og meðhjálp-
ararnir vissu, að von var á mér, en
söfnuðurinn hafði ekki hugmynd
um, að svertingi myndi ryðjast
inn í kirkjuna, en um slíka menn
hafði dr. Verwoerd, fyrrum for-
seti, látið þau orð falla, að þeir
væru komnir af Ham syni Nóa, og
Börn f Soweto með hnullunga f
höndum hrópa vígorð. Hver
verður framtfð þeirra?
Höfundur greinar þessarar er Lionel
Morrison, blökkumaður frá Suður-Afríku.
Hann hvarf frá heimalandi sínu fyrir 17
árum til að komast hjá handtöku og
fangavist. Hann var yngstur 156 manna,
sem árið 1956 voru sakaðir um að hafa
gert tilraun til að steypa ríkisstjórn lands-
ins. Réttarhöld þessi stóðu í 4 árf og voru
nefnd Landráðaréttarhöldin, en þeim lauk
þannig, að allir mennirnir voru sýknaðir.
Hann sat síðan í fangelsi um tveggja ára
skeið vegna andstöðu við kynþáttalöggjöf
landsins.
og ræða við söfnuð hvítra manna í
mesta bróðerni.
Einn úr söfnuðinum gekk til
mín og kynnti sig á máli Búa.
Hann kynnti ennfremur fjöl-
skyldu sfna, og sagði, að henni
yrði það mikil ánægja, ef ég gæti
snætt með henni kvöldverð ein-
hvern tíma. Kaupsýslumaður
nokkur bauð mér í skoðunarferð
um Jóhannesarborg, svo að ég
gæti séð, hversu mjög borgin
hefði breytzt. Hann vildi einnig
kynna mig fyrir nokkrum Búum,
„sem myndu vilja hitta þig og
skiptast á skoðunum við þig.“
Frá sjónarhóli Englendinga eru
slfkir atburðir ekki frásagnar-
verðir, en í Suður-Afríku heyra
þeir til undantekninga. Þegar ég
var i Witwatersrand Háskólanum
fyrir tveimur áratugum, kynntist
ég mörgum stúdentum og kennur-
um, en enginn þeirra bauð mér
heim. Báðar þessar fjölskyldur,
sem hér um ræðir, fullvissuðu
mig lika um, að þær hefði hvorki
þorað né viljað bjóða heim öðrum
en hvftum mönnum hingað til.
1 HRÓPANDI MÓTSÖGN
Daginn eftir var mér ekið til
Santon, sem er nýtt kauphallar-
hverfi í útjaðri Jóhannesarborg-
ar. Þetta glæsilega hverfi var í
hrópandi mótsögn við þá fátækt
og eymd, sem getur hvarvetna að
líta, þar sem þeldökkir menn búa.
„Þú færð ekki rétta mynd af
Jóhannesarborg, ef þú kemur
ekki til Santon,“ sagði fylgdar-
maður minn. „Þar eru hvítu
mennirnir, sem vita ekki aura
sinna tal.“
I hverfi þessu er verzlunarmið-
stöð, sem er hreint ævintýri. I
antfkverzlun sá ég þar stóla, sem
kostuðu 75 sterlingspund. Sams-
konar stóla hafði konan mfn
Þegar systir min og mágur f
Suður-Afrfku hringdu til mfn og
skýrðu mér frá þvi, að móðir mín
væri haldin magakrabbameini og
ætti skammt ólifað, þá ákvað ég
að sækja um leyfi til yfirvaldanna
til að koma til Jóhannesarborgar
og dveljast þar um mánaðarskeið,
svo að ég gæti kvatt hana.
Það var ekki auðvelt að taka
þessa ákvörðun. Þegar ég hvarf
frá Suður-Afríku var ég í miklu
uppnámi og fullur fjandskapar
vegna þróunar mála í mfnu fagra
heimalandi. Siðan hafði ég sótt
um brezkan rikisborgararétt og
hafði þar með fyrirgert borgara-
rétti mfnum í Suður-Afríku.
Það tók yfirvöld yfirvöld þrjár
vikur að skera úr um, hvort veita
ætti mér vegabréfsáritun vegna
þeirra aðstæðna, sem ég til-
greindi. Ég óttaðist, að umsókn-
inni yrði hafnað, eða vegabréfs-
áritunin fengist ekki fyrr en um
seinan. En blaðamenn við Trans-
valler og Vaderland, sem bæði
styðja ríkisstjórnina, fréttu
hvernig ástatt var fyrir mér, og
skýrðu frá því á vinsamlegan
hátt. Mun það hafa stuðlað að því,
að mér var loks veitt dvalarleyfi i
viku.
Þegar flugvél mín lenti á Jan
Smuts flugvellinum voru þar fyr-
ir fréttamenn og ljósmyndarar
frá gervallri Suður-Afrfku. Þeir
spurðu mig í þaula um afstöðu
mina til mála f Suður-Afríku, og
næsta dag birtu öll blöð Búa í
landinu fréttir og myndir af
heimkomu minni.
þess vegna bæri þeim ekki annað
hlutskipti en að veiða fisk eða
höggva tré. Samt sem áður sýndi
söfnuðurinn engin svipbrigði,
a.m.k. ekki f nærveru minni.
Presturinn bauð mig velkominn
til guðsþjónustu og bauðst til að
biðja fyrir móður minni á bana-
sænginni. Eftir messu bauð hann
mér að drekka te með söfnuðin-
um og spjalla við hann. Við te-
drykkjuna var ég beðinn að segja
nokkur orð, en undir það var ég
alls óbúinn. Eg skýrði fólkinu frá
þvi, hvílíkan viðbjóð ég hefði á
aðskilnaðarstefnu kynþáttanna,
að ég hefði verið ákærður fyrir
landráð og hefði setið i fangelsi
fyrir andstöðu mfna við aðskiln-
aðarstefnuna. Loks hefði ég verið
gerður útlægur, og það væri þvi
mjög undarleg tilfinning að sitja
keypt fyrir 1.5 pund fyrir tveimur
árum á Portobello Road. Skrif-
borð, sem kosta 30 pund f London,
voru verðmerkt á 300 pund.
Afgreiðslumaðurinn sagði mér,
að hvftir Suður-Afríkumenn ginu
við þessu, enda hefðu þeir pen-
inga eins og sand. Helztu við-
skiptavinirnir búa í lúxusvillum,
sem reistar hafa verið umhverfis
Santon.
I lestinni á leið heim til systur
minnar, gat ég ekki varizt þvi að
bera saman litlu húsin, sem fyrir
augu bar út um gluggann og þá
gffurlegu auðlegð, sem er svo
áberandi í borgarhlutum hvítra
mannat eins og Santon.
Að sjálfsögðu búa hvítir menn
og svartir ekki í sömu hvefum,
þeldökkir menn geta yfirleitt
ekki keypt eða átt hús nema í
sumum bæjarfélögum, t.d.
Bosmont og Dube. Hins vegar
mega þeir samkvæmt lögum að-
eins eiga takmarkað landssvæði.
Yfirleitt búa þeldökkir þó í leigu-
húsnæði, sem Jóhannesarborg
eða rfkisstjórnin útvegar þeim.
Fyrir um það bil 20 árum var
annað hverfi f Jóhannesarbrog,
þar sem blökkumenn gátu keypt
hús eða íbúðir. Það hét Sophia-
town, og lá á milli tveggja hverfa
hvítra manna. Þar bjó ég einu
sinni. En smám saman voru húsin
tekin eignarnámi og hverfið jafn-
að við jörðu. Síðan voru reist fall-
Eftir
Lionel Morrison
eg ný hús, og þau seld hvitum
mönnum við vægu verði. Flestir
fyrri íbúar hverfisins fengu
húsnæði í Soweto.
Akveðnar markalínur lágu að
borgarhlutum og bæjum þel-
dökkra manna. Hvftir menn fóru
með fyrirumsjón f þessum hverf-
um, og öll lutu þau stjórn skrif-
stofu í Jóhannesarborg er fór með
málefni „innfæddra". Maður
þurfti að fá sérstakt leyfi til að
fara inn f hina ýmsu bæi. Síðan
kom ríkistjórnin betra skipulagi á
málefni þeldökkra. Samkvæmt
því lutu allir bæir, þar sem þel-
dökkir bjuggu, sérstakri stjórn, er
nefndist South Western Africa
Townships ... Soweto.
SOWETO
SOWETO — Þetta nafn komst í
heimsfréttirnar fyrir ári, er þar
kom til blóðugra óeirða og 200
manns féllu. Þarna býr ein og
hálf milljón manna f 100 þúsund
húsum. Enda þótt þetta sé ein
stærsta borgin í heimi, þar sem
búa aðeins þeldökkir, er hún að-
eins bæjarfélag í Suður-Afrfku,
og þar vantar mikið upp á, að
aðbúnaður sé þannig, að hvftir
menn gætu sætt sig við. Hvítur
blaðamaður fór með mér um
Soweto, og ég gleymi aldrei með
hvflíku augnaráði þeldökkur
unglingur horfði á hann. Þar
blandaðist saman ótti, undrun og
forvitni, og ljóst var, að hann
hafði aldrei áður séð hvítan
mann. Margir af ibúum Soweto
eru í þjónustu hvítra manna,
ýmist verkamenn, sendisveinar
eða þjónar. Hins vegar eru ótrú-
legur f jöldi af svörtum börnum og
unglingum, sem aldrei hafa séð
hvftt fólk eða haft nokkurt sam-
neyti við það. Þannig var um ung-
mennin sem voru f fremstu víg-
línu í óeirðunum í Sowento á síð-
asta sumri. I þessu óhrjálega
hverfi, þar sem húsin eru áþekk
kössum, eru allir svartir. Leigu-
bílstjórarnir eru svartir, lögreglu-
menn eru svartir, kaupmenn eru
svartir, kennarar eru svartir og
þannig er um alla ibúana. I óeirð-
um brauzt fram niðurbæld heift
og hatur f garð allra og alls sem
hvítt er og var talandi tákn um
þær hættur, sem alger aðskilnað-
arstefna hefur óhjákvæmilega í
för með sér.
Þessi algeri aðskilnaður var
mér mjög framandi. Þegar ég bjó
í Suður-Afríku var talsvert um, að
hvftir menn störfuðu á svæðum
þeldökkra. Leigusalar, póstmenn,
yfirmenn f lögreglunni og kennar-
ar voru allir hvftir. Svartir menn
og hvítir höfðu samneyti, enda
þótt það væri aldrei á jafnréttis-
grundvelli. En óttinn við hið
óþekkta, sem alger aðskilnaður
hefur leitt í ljós, var nær óþekkt
fyrirbæri á þeim tímum.
Með þessari aðskilnaðarstefnu
hefur ríkisstjórnin gert það að
verkum, að þúsundir ungra
blökkumanna vilja ekkert sam-
neyti hafa við hvítt fólk, og lfta
niður á eldri blökkumenn, sem
vilja fara hægt f sakirnar.
Mjög fáir af ibúum Soweto
stunda vinnu þar. I bænum er
enginn iðnaður eða verzlun. Um
250 þúsund manns fara daglega
með lest til vinnu f Jóhannesar-
borg, þ.e.a.s. nánast allir þeir sem
einhverja vinnu hafa. 54% af full-
orðnum verkamönnum hafa hins
vegar enga vinnu. Efnahagur
Jóhannesarborgar er algerlega
kominn undir hinu svarta vinnu-
afli, sem streymir út úr Soweto á
hverjum morgni. Eigi að síður býr
það við vansæmandi skilyrði.
A FORSlÐUM
BLAÐANNA
Við heldum út úr Soweto og
fórum aftur inn í hjarta
Jóhannesarborgar, þar sem skýja-
kljúfa ber við himin, og allt er
bjart og hreint. Hvilíkur munur.
Við blaðsöluturn rak ég augun f
dagblað, þar sem skýrt var frá
komu minni til kirkjunnar. Aðal-
fyrirsögnin á forsíðu Die
Vaderland, sem er stuðningsblað
ríkisstjórnarinnar, var á þessa