Morgunblaðið - 21.07.1977, Síða 33

Morgunblaðið - 21.07.1977, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. júlí 1977 33 fclk f fréttum HINN HRYLLILEGI SNJÓMAÐUR, — Fellki þtta á að verða stjarna I vísindakvikmynd um „The Yeti“ sem framleidd verður á Italfu. Skrfmslið er ekki nein smásmíði — það er 9 metrar á hæð og vegur 1,6 tonn. Mynd þessi var tekin af þvf I kvikmyndaveri I Róm en sfðan á að flytja það I smápörtum flugleiðis til Kanada þar sem hluti myndarinnar verður tekinn. Hörð lífs- barátta Eins og sjá má á þess- ari mynd þá er hægt að flytja fatnað frá fram- leiðanda til seljenda á marga vegu. Þessi ungi piltur hefur grip- ið til þess ráðs að klæð- ast mörgum regn- frökkum hverjum ut- an yfir annan. Annars er myndin tekin í Ist- anbul í Tyrklandi. Erfðaskrá vekurupp deilur Erfðaskrá leikkonunnar Jean Crawford var nýlega opnuð i New York, en hún lézt 10. maí s.l. Sonur hennar, Christopher Crawford, og dóttirin, Christ- ina Crawford, fá um það bil 16 milljónir hvort, en dætur henn- ar, Cathy Lalonde og Cynthia Crawford Jordan, fá ekki eyri „af ástæðum sem þær vita bezt um sjálfar" segir i erfða- skránni. En málið er ekki til lykta leitt. Arflausu dæturnar ætla með málið fyrir dómstól- ana. Tveir fyrrverandi eigin- menn Joan Crawford eru enn á lifi — þeir Dogulas Fairbanks Jr. og Phillip Terry. — Jón Sigurðs- son ráðinn Framhald af bls. 3 verkfræðingur, gegna stöðu fram- kvæmdastjóra, en hann hefur ver- ið starfsmaður félagsins frá stofn- un þess og settur framkvæmda- stjóri frá því i marzmánuði s.l. íslenska járnblendifélagið hef- ur einnig nýverið ráðið tæknileg- an framkvæmdastjóra að félag- inu. Er það Fredrik T. Schatvet, verkfræðingur frá Noregi. Hann er fæddur 15. mai 1933 og lauk prófi í éfnaverkfræði frá Edin- borgarháskóla í Skotlandi árið 1957, en stundaði siðar fram- haldsnám í eitt ár við Tæknihá- skólann í Aachen i Þýzkalandi. Hann starfaði sem rekstrarverk- fræðingur hjá a/s Norsk Jern- verk frá 1958—1962, en hefur fráárinu 1963 verið starfsmaður hjá Elkem a/s og siðar Elkem- Spigerverket a/s. Hann hefur áð- ur starfað erlendis á vegum fyrir- tækisins, m.a. i Júgóslavíu og Venezuela. Undanfarin ár hefur hann starfað í járnblendideild fyrirtækisins í Osló sem aðstoðar- maður framkvæmdastjóra. Hann er kvæntur Brit M. Schatvet, og eiga þáu tvo syni. Mun fjölskyld- an flytjast til Akraness i ágúst- mánuði n.k. — Dauðsföllum Framhald af bls. 19 . .komast á sama stig segir i skýrslunni. Að meðaltali eru 8% likur á þvi að menn eldri en 20 ára í Englandi og Wales deyi úr lungnakrabba. Óhóflegar reykingar geta aukið likurnar í um 25%. Skozkum karlmönnum er hættast við að deyja úr lungna- krabba. Þar deyja 349 karl- menn af hverjum 100.000 íbú- um úr lungnakrabba en 310 í Englandi og Wales. Dauðsföll af völdum lungnakrabba hafa haldizt svipuð eða minnkað i Ástraliu, Bandarikjunum, Austurríki, Kanada og Japan. Þar sem dauðsföll af völdum lungnakrabba eru þegar mörg heldur þeim áfram að fjölga og á það við lönd eins og Belgíu, Tékkóslóvakíu, Finnland, Hol- land, en einkum England og Wales. — Rifjað upp Framhald af bls. 26 nú í trésmíðanám hjá Höfn hf. Þá hafa orðið forstjóra- skipti við skqjaheimilið Breiðavík. Georg Gunnars- son er farinn, en við hefir tekið Jónas Jónsson og kona hans, Arnheiður Guðnadótt- ir, þau eru úr þéttbýlinu á Suðurnesjum og list vel á sig í Breiðavík. Við þessa sumarkomu eru 115 manns heimilisfastir í hreppnum, 69 karlar en ekki nema 46 konur sem er alltof litið, en kannski förum við að fá hafmeyjar, svona eina og eina. Af þessu fólki var um siðustu áramót 25 verkfærir karlar, það er á aldrinum 20—60 ára, en það var og er, talinn verkfærra aldur. Um verkfærar konur er ekki talað i okkar lögum, mætti þó vera á réttindatímum. Mér datt i hug, þegar ég kom út í morgun og andaði að mér vorþey þessa nýja sumars, og sá ástarleiki fugla og dýra, setning sem höfð er eftir Newman: „Væri ástin tekin burt, yrði lífið afmynd- uð, nábleik sjón á ýlfrandi auðn." Með bestu ósk til lesenda um gleði og gæfu á þessu sumri, þakka veturinn. Látrum á fyrsta sumardag 1977 Þórður Jónsson. — Heimkoma mín Framhald af bls. 29 herra landsins, hafði sagt við kjósendur f Westdene, þJr sem hvftt verkafólk er í meirihluta, að hann væri fús til að berjast fyrir þvi að fá að búa áfram í Suður- Afríku, en ófús til að deyja fyrir aðskilnaðarstefnuna. Ég heyrði oft vitnað til þessara ummæla með aðdáun, á meðan ég dvaldist i Suður-Afríku. Og þannig hugsa margir hvítir menn f föðurlandi mínu. Hins vegar er ekki um seinan að söðla um og taka i útrétta hönd hins svarta meirihluta, sem enn bfður eftir þvf, þótt undarlegt megi virðast. Ég átti viðræður við marga blökkumenn, og naut trúnaðar þeirra. A þvf byggi ég þá skoðun mfna, sem þó kann að vera röng, að meirihluti þeirra vilji hvorki byltingu né aðra lausn, sem byggð sé á erlendri hugmyndafræði. Það sem þeir vilja er m.a. betri húsa- kostur, meiri atvinna og betur launuð, og að á þá sé litið eins og venjulegt fólk. Aðeins tíminn mun skera úr um, hvort hviti minnihlutinn verður við þessum sjálfsögðu og einföldu kröfum. Þessi frásögn af dvöl minni heima, yrði ekki tæmandi, ef ég skýrði ekki frá því, að móðir mín andaðist, áður en ég fór heim. Ég sat við banasæng hennar, og þess vegna var ferðin ómaksins verð. Islandsaften i Nordens hus Torsdag den 21 juli kl. 20:30 Dr. Sigurður Þórarinsson, professor: VULKANSK VIRKSOMHED PA ISLAND foredrag illustreret med lysbilleder (pá svensk). Filmen SURTSEY Kl. 22:00 Cafeteriet er ápnet kl. 20:00—23:00 Velkommen. NORRÍNAHÖSIÐ POHJOLAN TAIO NORDENS HUS

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.