Morgunblaðið - 21.07.1977, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. júlí 1977
37
m w /s
VELVAKANDI
SVARAR í SÍMA
I0100KL. 10—11
, FRÁ MANUDEGI
hvort þær séu yfirleitt mjög hent-
ugar. Við vitum öll af þeim miklu
og hörmulegu slysum sem stund-
um hafa orðið við gangbrautir og
ekki er hægt að bæta. En ég held
að það megi til með að gera fólki
betur grein fyrir hvernig nota
skal þessa hvftu bletti á akbraut-
unum. Þegar ég segi fólki þá á ég
bæði við gangandi fólk og öku-
menn.
Minn skilningur á gangbraut er
sá, að þegar fólk biður við gang-
braut beri ökumanni að stöðva ef
hann er ekki kominn of nálægt og
getur með góðu móti stöðvað bif-
reið sina. En fólk má ekki fara út
á gangbraut og trey.sta því að öku-
maður geti stöðvað, með öðrum
orðum gangbrautin er engin
„aðalbraut" gangandi fólks. Mér
finnst gangandi fólk ekki alltaf
vara sig á þvi, það treystir of oft á
að ökumenn stöðvi og veður út á
gangbrautina.
En nú er komið að öðru vanda-
máli og það snýr að ökumönnum.
Oft hefur hvarflað að manni að
stöðva við gangbraut til að hleypa
fólki yfir, börnum eða fullorðn-
um. Maður litur í spegilinn og sér
bíl fyrir aftan, hægir á sér og
hyggst stöðva og sér þá að bfllinn
fyrir aftan fer yfir á hina akrein-
ina og ætlar framúr. Hvað á þá að
gera? Stöðva og treysta þvf að
annað hvort stöðvi hinn öku-
maðurinn líka eða vona að fólkið
fari ekki af stað út á götu? Ég
held að ekki verði það nógu mikið
brýnt fyrir ökumönnum og gang-
andi fólki að sýna fyllstu varúð á
og við gangbrautir og þess vegna
set ég þessi orð á blað. Gang-
brautarslys eru óþörf eins og
mörg önnur slys, sem stafa af of
litilli aðgæzlu.
„Gangbrautarsinnaður"
ökumaður."
Þetta eru sjálfsagt timabærar
hugleiðingar um gangbrautir og
rétt er það að ekki er of oft bent á
nauðsyn aðgæzlu í umferðinni
hvort heldur er i þéttbýli eða
dreifbýlinu. Það er nóg af hætt-
um, sem þarf að varast.
0 Hver þátturinn
öðrum betri
„Heill og sæll Velvakandi!
Lengi hef ég ætlað að skrifa
og þakka þér fyrir ágæta pistla,
sem oftast vekja mann til um-
hugsunar í önnum dagsins.
Við erum fljót að rísa upp og
kvarta yfir því sem miður fer, en
seinni að þakka fyrir það sem vel
er gert.
Eftir að hafa hlustað á störan
hluta dagskrár Ríkisútvarpsins
sunnudaginn 17. júlí sl. langaði
mig að koma á framfæri þakklæti
til þeirra góðu útvarpsmanna,
sem þar áttu hlut að máli. Hver
þátturinn var öðrum betri alveg
til dagskrárloka og bætti þetta
mikið upp þennan þungbúna
rigningadag hér sunnanlands.
Góðir útvarpsmenn! Haldið
áfram á sömu braut og þið þarna
á sjónvarpinu takið þetta ykkur
til fyrirmyndar.
Þorsteina.“
Þessir hringdu . . .
# Fylgjandi nýjum
Gullfossi
Sjóari:
— Eg sá í Velvakanda fyrir-
stuttu bréf frá einhverjum sem
var með þá uppástungu að feng-
inn væri til landsins nýr Gullfoss
er hæfi siglingar milli landa með
farþega og væri e.t.v. hægt að
nota sem hótel á vetrum einhvers
staðar, annað hvort 'suður í höfum
eða sem skiðahótel á Isafirði eins
og gert var með gamla Gullfoss
um páskana. Eg vil endilega taka
undir þá hugmynd að slíkt skip
verði fengið til landsins og þykist
ég vita að marga fýsir að taka sér
far með slíku skipi í skemmtisigl-
ingu, svona á svipaðan hátt og
þessi miklu skemmtiferðaskip,
sem hingað koma á hverju sumri,
bjóða uppá. Það þarf ekki að ótt-
ast svo mjög að rekstur slíks skips
gangi erfiðlega, því íslendingar
eru það nýjungagjarnir að þeir
myndu án efa vilja fara svona
SKÁK
Umsjón:
Margeir Pétursson
1 sveitakeppni sovézkra unglinga,
sem nú er nýlokið, kom þessi
staða upp í skák þeirra Eljvest
(Eistlandi) og Kasparovs,
(Azerbadjan), sem hafði svart og
átti leik:
40. ,.Ddl+! og hvítur gafst upp.
Þessi skák er gott dæmi um bæði
áhrifaríkar og áhrifalausar lepp-
anir. Sveit Grúsíu varð sigurveg-
ari á mótinu. Meðal annarra í
sigursveitinni var Maja
Chiburdnidze, en hún vann sér
nýlega þátttökurétt í fjórðungsúr-
slitum áskorendamóts kvenna í
skák.
terðir sem tilbreytingu frá öðrum
sólarferðum. Ef Eimskipafélagið
myndi ekki vilja eða leggja út i
svona fyrirtæki fyndist mér rétt
að athuga með stofnun almenn-
ingshlutafélags er sæi um
reksturinn og það mætti kannski
lika beina þeirri spurningu til
einhverra ferðaskrifstofanna að
þær þreifuðu fyrir sér með þetta.
Að lokum vil ég fara fram á að
einhverjir fróðir menn gerðu
grein fyrir því i blöðum hvernig
rekstur svona skips gæti farið
fram og hvort þetta eru órar hjá
okkur, sem höfum þessa hug-
mynd, eða hvort þetta gæti verið á
einhvern hátt raunhæft.
HÖGNI HREKKVÍSI
Hvur and ... Forskot á gamlárskvöld?
matar
L?'
/'
grillið nuna
flliLar I auft
Nautagrillsteik
Nautabógsteig
Lambagrillkótelettur
Kðlfakótelettur
Kálfahryggir
Kálfasnitchel
Kálfahakk
Ær hakk
Kindahakk
Saltkjötshakk
Nautahakk
1 0 kg. nautahakk
Svínahakk
Ódýru sviðin útsala
Hangikjötslæri
^ngikjötsframpartar
Utb. hangilæri
Útb. hangiframp.
Svínalifur
Nautalifur
Lambalifur
Lambanýru
Lambahjörtu
Nýr lax V2 og 1 /1
Nýr lax sneiðar
Nýr svartfugl
Okkar Leyft
verð verð
730.- TTO,-
730.- 7TO,-|
878-
545-
450-
1250-
580-
580-
685- r«L5-
685- f2*5-
870-
770- T2S4-
990- T5S4-
380- TJS*.
990- TYoa
750- *»64r
1790- 2-WO-
1390- TO50-
290- &4S.
300-
880-
583-
583-
1400-
1700-
200 stk.
'Úrval af grænmeti og ávöxtum.
Líttu inn,
það verdur
gaman
að sjá þig
Í3000Í
Opið til kl. 7 föstudaga|
Lokað á laugardögum
KTv^TTöOT®©Tr(o)®a[Rí]
LaugalesK 2. REYKJAVIK. Simi 3 So 2o
fo 19 21 AUG 76Form 31