Morgunblaðið - 21.07.1977, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 21.07.1977, Qupperneq 40
Þorri Jökulsárhlíðarbúa fyrir framan nýja félagsheimilið, Hálsakot, sem heima- menn hafa byggt af miklu áræði. Hálsakot var vígt s.l. sunnudag, tæplega tveimur árum eftir að ungt fðlk í hreppnum ákvað að byggja hús fyrir félagsaðstöðu, en í Jökulsárhlfð eru aðeins um 130 fbúar á 24 bæjum. Sjá grein frá vígsluhátfðinni á bls. 16—17. Ljósmynd Mbl. Árni Johnsen Fangageymslan við Hverfisgötu: Tíu ára dreng- ur lét lífið í súrheysgryfju ÞAÐ sviplega slys varð á bænum Egilsstaðakoti f Villingaholtshreppi rétt fyrir nádegi í gær, að 10 ára drengur lét lífið í súr- heysgryfju, lfklega af völd- um súrefnisskorts eða eitrunar, að þvf er lögregl- an telur. Ekki er unnt að birta nafn drengsins að svo stöddu. Hann átti heimili f Reykjavfk en var í sveit í Egilsstaðakoti. Drengurinn fór ofan í gryfjuna sem er flatgryfja nokkru fyrir há- degi og hefur að öllum lfkindum misst strax meðvitund. Annar drengur kom þarna að skömmu siðar og sá hinn drenginn liggj- andi í gryfjunni. Ætlaði hann að koma honum til hjálpar en fékk aðsvif um leið og hann kom niður í gryfjuna. Drengnum tókst þó að kalla á hjálp áður en hann missti meðvitund og kom þá að þriðji drengurinn. Gat hann náð hinum drengjunum tveimur upp úr gryfjunni en sá þeirra, sem fyrr fór niður í gryfjuna, komst ekki til lifsins aftur en hinn náði sér alveg. Að sögn lögreglunnar á Selfossi er ekki vitað hvað olli láti drengs- ins, en málið er nú i rannsókn. Átti m.a. að taka sýni úr súrheys- gryfjunni. 49 ára gamall mað- ur lét lífið eftir árás Tveir menn í 60 daga gæzluvarðhaldi vegna málsins Forseti Islands, herra Kristján Eldjárn heilsar fslenzku landsliðs- mönnunum f knattspyrnu fyrir leik þeirra við Svfa á Laugardalsvellin- um f gærkvöldi. Svfar sigruðu f leik þessum 1:0. Sjá fþrðttafréttir bls 38 og 39. Mikil eftirspurn í Evrópu eftir frystri síld frá íslandi SÁ atburður varð í fanga- geymslum lögreglu- stöðvarinnar við Hverfis- götu laust eftir klukkan 22.30 í fyrrakvöld, að 49 ára gamall maður varð fyr- ir árás tveggja manna og reyndist hann látinn, þeg- ar komið var með hann á slysadeild Borgarspítal- ans. Málið er f rannsókn og voru mennirnir tveir, sem eru á svipuóum aldri og hinn látni úrskurðaðir í allt að 60 daga gæzluvarð- hald af sakadómi Reykja- Benzínlítri hækkar um átta krónur næstu daga BENZÍN mun væntan- lega hækka á næstu dög- um og þá um 8 krónur hver lítri, samkvæmt þeim upplýsingum sem Morgunblaðið hefur afl- að sér. Verðlagsráð mun hafa heimilað um 4 krónu hækkun, samkvæmt ósk- um olíufélaganna meðal annars vegna aukins kostnaðar vegna kaup- hækkana að undan- förnu. Þá mun sam- gönguráðuneytið hafa ákveðið að notfæra sér lagaákvæði um hækkun bensíngjalds samkvæmt byggingarvísitölu og samkvæmt því hækkar benzíngjaldið úr kr. 19.98 á lítra í kr. 23.28 eða um 3.30 kr., víkur í gærkvöldi. Ekki er hægt að birta nafn hins látna að svo stöddu. Samkvæmt upplýsingum Njarðar Snæhólm, yfirlög- regluþjóns við Rann- sóknarlögreglu ríkisins, voru fjórir menn hand- teknir og færðir í fanga- geymsluna við Hverfisgötu milli klukkan átta og níu á þriðjudagskvöldið. Þar sem töluvert annríki var í fangageymslunni og menn- irnir fjórir höfðu marg- sinnis áður gist fanga- geymslurnar, voru þeir all- ir settir í einn stóran klefa, svokallaðan almenning. Var haft eftirlit með mönn- unum og virtist allt vera í lagi og fangaverðir heyrðu ekkert í þeim fyrr en um klukkan hálfellefu, að þeir heyrðu dynk mikinn. Hlupu þeir til og inn í klef- ann. Lá þá einn mannanna á gólfinu, alblóðugur á and- liti og hálsi, einn var sof- andi en hinir tveir stóðu í klefanum. Ráðstafanir voru gerðar til þess að koma manninum tafarlaust á slysadeild en þegar þang- að kom var maðurinn lát- inn, og var hann með tölu- vert mikla áverka á höfði og hálsi. Rannsóknarlögreglu ríkisins var falin rannsókn málsins og tók hún skýrsl- ur af mönnunum tveimur í gær. Viðurkenndu þeir að hafa báðir ráðizt að mann- inum og veitt honum högg í andlit og háls og hefði hann fallið við og um leið rekið höfuðið í harðan tré- bekk, sem er í fangaklefan- um. Kváðust þeir enga sér- staka ástæðu hafa haft til árásarinnar. Niðurstaða krufningar liggur ekki fyr- ir. MIKIL vöntun virðist nú vera á slld f V-Evrópu og hafa síldar- kaupendur þar sent fjölmargar fyrirspurnir til Islands með kaup á frystri slld fyrir augum f haust. ' Ölafur Jónsson, aðstoðarfram- kvæmdastjóri sjávarafurðadeild- ar Sambandsins, sagði i viðtali við Morgunblaðið í gær að fjöldi fyrirspurna hefði borizt til þeirra að undanförnu. Ljóst væri að sild- veiðibannið í Norðursjó væri þegar farið aó hafa mikil áhrif á síldarmarkaðina í Evrópu og kæmu fyrirspurnir frá svo til öll- um Evrópulöndunum og jafnvel frá Japan. A hinn bóginn væri ekkert farið að ræða um verð enn og yrði vart fyrr en síðari hluta ágústmánaðar er veiðitimabilið við Suðausturlandið nálgaðist. Á síðasta ári voru fluttar út milli 600—700 lestir af frystri síld og hefði verið hægt að selja meira. Af þessu magni seldi Sam- bandið 350 lestir. „Þykist viss um að geta unnið bráðabirgðaheimsmeistarann” —segir Victor Korchnoi í samtali við Morgunblaðið Skákin er á bls. 18. „Eg tel að Polugaevsky ætti að gefa einvígið núna, en það fær hann ekki að gera, því þá missti hann af sfnum hluta verðlaunanna og það viil sovézka skáksambandið ekki, þar sem % hlutar af því sem Polugaevsky fær renna til sam- bandsins", sagði Korchnoi er Mbl. ræddi við hann f gær eftir glæsilegan sigur hans f sjö- undu einvígisskákinni „Þessi sigurganga mín hefur að sjálf- sögðu aukið mér sjálfstraust," sagði Korchnoi og þegar Mbl. spurði hann, hvort hann áliti sjálfan sig sterkasta skákmann heims nú, svaraði hann, „Við skulum segja, að ég þykist viss um að geta unnið bráðabirgða- heimsmeistarann, en ég er ekki viss um, hvernig færi f viður- eign við Fis?her“. Korchnoi sagði, að skákin i gær hefði verið mjög vel tefld af sinni hálfu. ,,Ef til vill var þetta mín bezta skák i einvig- inu. Hún er alla vega ekki lak- ari frá minni hendi en önnur skákin, sem hingað til hefur nú verið hrósað mest.“ Korchnoi kvaðst hafa verið með betra tafl í báðum þeim skákum, sem lokið hefur með jafntefli og þegar Mbl. spurði, hvers vegna hann hefði þá sætzt á þau úrslit, svaraði hann: „Kannski vantar mig herzlu- muninn i slíka sigurþrá, sem Fischer sýndi i einvigjunum, Framhald á bls 22.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.