Morgunblaðið - 07.09.1977, Page 1

Morgunblaðið - 07.09.1977, Page 1
32 SIÐUR 198. tbl. 64. árg. MIÐVIKUDAGUR 7. SEPTEMBER 1977 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Ekki hægt að stytta sér leið” segir Callaghan Blackpool, 6. september. — Reuter. „ÞAÐ ER ekki hægt að stytta sér leið“, sagði James Callaghan, for- sætisráðherra Breta, er hann ávarpaði alþýðusambandsþingið I Blackpool í dag og lýsti þvf yfir afdráttarlaust, að verkalýðsfélög- in yrðu að stilla launakröfum sfn- um f hðf enn um hrfð ef takast ætti að sigrast á verðbólgunni. Ræðu forsætisráðherrans hafði verið beðið með nokkurri eftir- væntingu, og greinilegt var að þingfulltrúar, sem eru á tólfta hundrað talsins, hlýddu á hana með mikilli athygli. I ræðu Callaghans kom fram að hömlur undangenginna tveggja ára hafa borið þann ár- angur að stjórnin telur senn tíma- bært að gera ráðstafanir til að efla atvinnu- og efnahagslífið í landinu „en efnahagsbatinn verð- ur að vera til frambúðar, en ekki tímabundin þensla eða kosnings- sprettur". Callaghan sagði enn- fremur að hagvöxturinn þyrfti nauðsynlega að aukast bæði fyrir og eftir kaosningarnar, sem í síð- asta lagi yrðu f árslok 1979. Hann lýsti ánægju sinni með samvinnu- vilja verkalýðsfélaganna undan- farin tvö ár. Hann sagði að tímar rýrnandi lffskjara væru nú liðnir, um leið og hann lagði áherzlu á að menn skyldu ekki gera sér vonir um að hægt yrði að bæta upp það sem tapazt hefði í launum, heldur yrði að byggja á þeim grundvelli, sem nú hefði verið lagður. Hann lagði að þing- fulltrúum að samþykkja launa- málastefnu stjórnarinnar fyrir næstu 12 mánuði, en hún væri nauðsynleg til að takast mætti að koma í veg fyrir að verðbólgu- og kaupgjaldskapphlaupið hlypi með Breta í gönur að nýju. •• T'T |r\T \T Lögregla kemur á morðstaðinn þar sem fjórir menn liggja í valnum en hryðjuverkamen rVV/JUl\ Shleyer, forseta v-þýzka vinnuveitendasambandsins, á brott með sér. Krafa mannræningjanna: Símamynd AF nirnir hafa haft 14 hryðjuyerkamenn í skíptum fyrir Schleyer Hans-Martin Schleyer. Hægri öfgasinnum bann- að að mótmæla á Spáni Madrid, 6. sept. Reuter. SPÆNSKA stjórnin bannaði I dag, að hægri sinnaðir öfgamenn efndu til mótmælaaðgerða til stuðnings lögreglunni, sem liggur undir ámæli fyrir að hafa lagt hendur á einn þingmann Sósfalistaflokksins. Það var stjórnmáiaflokkurinn „Hið nýja afl“, sem ætlaði að skipuleggja mótmælaaðgerðirnar, sem bann- aðar voru á þeirri forsendu að formgalli hefði verið á umsókn um leyfi til samkomunnar. Stjórnmálafréttaritarar eru þó á einu máli um að hin raunveru- lega ástæða fyrir þessari ákvörð- un yfirvalda hafi verið sú, að stjórnin vilji ekki styggja Framhald á bls 18. Bonn, 6. september — Reuter — AP. MANNRÆNINGJARNIR, sem í gær skutu fjóra menn til bana í Köln og rændu formanni v-þýzka vinnuveitendasambandsins, Ilanns-Martin Schieyer, hafa krafizt þess að í skiptum fyrir gíslinn verði 14 hryðju- verkamenn í fangelsum í Vestur-Þýzkalandi látnir lausir. Kröfubréfið, sem barst lögreglunni síðdegis, að því er áreiðanlegar heimildir herma, hefur verið afhent ríkisstjórninni. 1 framhaldi af því boðaði Schmidt kanslari til fundar með ríkisstjórn sinni, formönnum þeirra stjórnmálaflokka, sem eiga fulltrúa á þingi, ríkissaksóknara og fleiri meiriháttar valdamönnum í landinu. Af opinberrri hálfu hefur ekkert verið látið uppi um fundinn eða til hverra ráðstafana verður gripið vegna þessa máls. Þá voru í dag handteknir tveir menn í sambandi við ódæðið, en ekki er enn vitað hvern hlut þeir eiga að málinu. A fréttamannafundinum lét Rebmann í ljós þá skoðun að þetta hryðjuverk öfgamanna kynni að tengjast morðinu á forvera hans í embætti, Siegfried Buback, sem framið var i Karlsruhe i apríl- mánuði s.l. Hefðu tóm skothylki á morðstaðnum i gær verið sömu gerðar og þau, sem fundust þar sem Buback var ráðinn af dögum. Helmut Schmidt kanslari hélt í morgun fund ásamt samstarfs- mönnum sínum til að ræða hvern- ig brugðizt yrði við þessu síðasta áhlaupi óaldarflokka, sem nú hafa um langa hríð herjað i Vestur-Þýzkalandi. Ekkert bendir til þess að stjórnin hyggist láta undan kröfum hryðjuverkamann- anna, og af harðorðri yfirlýsingu Schmidts i sjónvarpi í gærkvöldi mátti ráða að aðgerðir stjórnar- innar til að halda aftur af slikum hópum sem hér um ræðir,' yrðu enn umfangsmeiri hér eftir en hingað tii. „Þessi blóðuga ögrun er okkur öllum hvatning", sagði kanslarinn um leið og hann hét Uppþot, íkveik ja og mikil átök í Tékkóslóvakíu Svar mótmælafólks við aðgerðum lögreglu var að þar færi- „Gestapo Praií, 6. seplcmber. — Rcuter. IIUNDRUÐ ungmenna lentu í meiriháttar átökum við lögreglu og báru eld að járnbrautarlest eftir að yfirvöld höfðu á síðustu stundu aflýst rokk-tónleikum í Kdyne i Tékkóslóvakíu, rétt við landamæri V-Þýzkalands, að því er andófsmenn í Prag greindu frá í dag. Um 100 unglingar særðust í viðureigninni og um 200 voru teknir til yfirheyrslu eftir að lögreglunni hafði tekizt að kveða niður óeirðirnar. Segja sömu heimildarmenn að enn séu 13 í haldi af þeim sem handteknir voru, þar á meðal Viktor nokkur Groh, sem er 23 ára lásasmiður, en hann var einn þeirra, sem undirrituðu Mannréttindaskrá ’77. í frásögn andófsmannanna af þessum atburði kemur fram, að alls hafi um 1200 manns verið komnir á staðinn þar sem tón- leikarnir skyldu haldnir, þegar því var lýst yfir að ekkert yrði af þeim þar eð ekki væri unnt að tryggja að þeir færu friðsam- lega fram. Hefði þeim sem kröfðust þess að fá miða sína endurgreidda verið safnað sam- an fyrir utan tónleikahúsið þar sem þeir héldu áfram að itreka kröfu sína. Hafi lögregl- an þá beitt táragasi og gúmmí- kúlum til að reyna að dreifa þvögunni, og hafi lögreglu- hundum auk þess verið sigað á fólkið. Svar mótmælafólksins við þessum aðgerðum lögregl- unnar hafi verið grjótkast og brigzlyrði um að þar færi „Gestapo". Við svo búið hefði lögreglan leitað skjóls í húsi gagnfræðaskóla bæjarins. Sögðu heimildarmennirnir ennfremur, að skömmu eftir að mannfjöldinn dreifðist og kyrrð var að komast á að nýju, hafi hópur unglinga náð á sitt vald heilli lest á járnbrautar- stöðinni og kveikt i einum vagninum. Þegar svo var komið hafi foringi lögregluliðsins gef- ið skipun um að menn hans legðu niður vopnin og létu unglingana afskiptalausa i þvi skyni að binda enda á óeirðirn- ar. Eignatjón af völdum þessa uppþots er talið skipta miklum fjárhæðum, auk þess sem að minnsta kosti sjö lögreglumenn munu hafa verið fluttir i sjúkrahús eftir átökin. Þá herma andófsmenn að sumir þeirra 200 unglinga, sem hand- teknir voru, hafi verið þvingað- ir til að standa uppréttir i sjö klukkustundir, og hafi þeir, sem urðu lémagna og féllu við, verið barðir með kylfum. því að stjórn hans mundi beita sér fyrir auknum varúðarráðstöfun- um til að tryggja öryggi borgar- anna. Það var í mesta umferðaröng- þveítinu síðdegis i gær að hópur manna, sem talið er að hafi verið um fimmtán talsins, gerði atlögu að bifreið Schleyers, þar sem hann var á leið heim til sin að loknum starfsdegi. Skothríð var hafin á bifreið Schleyers og lögreglubifreið, sem var í fylgd með honum, með þeim afleiðing- um að þrír öryggislögreglumenn og bifreiðarstjóri Schleyers létu lifið. Talið er vist, að vinstri sinnaðir öfgamenn standi að mannráni þessu, á sama hátt og slíkir hópar hafa að undanförnu rænt öðrum áhrifamönnum i landinu. V-þýzkir fréttamiðlar hafa í gær og í dag fengið fjölda upp- hringinga og bréfa þar sem ábyrgð á mannráninu hefur verið lýst yfir i nafni hinna ýmsu vinstri öfgahópa. í einu simtalinu var sagt, að Schleyer yrði myrtur kl. 17.15 í dag ef foringjar hryðju- verkamanna Baader-Meinhof hefðu þá ekki verið látnir lausir. Skömmu síðar hringdi maður, sem kvaðst málsvari hreyfingar- innar „Rauður morgunn", og hót- aði hann að Schleyer yrði myrtur Framhald á bls 18. V-þýzkur verka- lýifeleiðtogi ákærð- ur fyrir njósnir Karlsruhe, 6. sept. Reuter EINN helzti forystumaður málm- iðnaðarmanna i Vestur- Þýzkalandi, Heinz DUrrbeck, var i dag ákærður fyrir njósnir i þágu Austur-Þýzkalands. Rannsókn þessa njósnamáls hefur staðið undanfarin tvö ár en Durrbeck er gefið að sök að hafa látið Austur- Þjóðverjum í té skýrslur og skjöl um Samband málmiðnaðarmanna og heildarsamtök verkalýðsins á timabilinu 1957—1975.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.