Morgunblaðið - 07.09.1977, Side 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. SEPTEMBER 1977
Þjóðhagsstjóri um frystihúsamálið:
Almennu atriðin að
skýrast en töluvert
enn í lokaskýrslu
nokkuð langt í það að lokið verði
athugun á hinum sérstöku og
staðbundnu vandamálum frysti-
húsanna hér á sunnan og vestan-
verðu landinu einkanlega, enda
töluvert erfitt viðfangsefni,"
sagði Jón Sigurðsson, forstjóri
Þjóðhagsstofnunar f samtali við
Morgunblaðið í gær.
Jón taidi því líklegt að töluverð-
ur timi liði enn þar til unnt yrði
að skila endanlegri skýrslu um
þetta mál í heild til ríkisstjórnar-
innar, en hins vegar kvaðst hann
vænta þess að athugun stofnunar-
innar á hinum almennu atriðum
stöðu frystihúsanna lægi að
mestu fyrir þegar komið væri
fram í þessa viku og væri þá
áformað að ræða um þann þátt
athugunarinnar við fiskvinnslu-
nefndarmenn.
„ÞAÐ MÁ segja að athugun á
hinum almennu atriðum varð-
andi stöðu hraðfrystihúsanna
miði vel áfram en hins vegar er
Nafn manns-
ins sem lézt
MAÐURINN, sem beið bana í um-
ferðarslysinu á Miklubraut í
fyrradag, hét Guðmundur Ingólfs-
son, til heimilis að Rauðalæk 13,
Reykjavík. Guðmundur var 68 ára
gamall, fæddur 15. janúar 1909.
Hann var ókvæntur og barnlaus.
Guðmundur var starfsmaður
Grænmetisverzlunar landbúnað-
arins.
Listviðburður á
Kjarvalsstöðum:
LISTRAÐ Kjarvalsstaða gengst
fyrir yfirlitssýningu á verkum
bandaríska lista- og vfsinda-
mannsins L. Alcopley dagana
10.—25. september. Alcopley
hefur um langan tíma verið
tengdur Islandi eða allt frá því
að hann kvæntist Nínu hcitinni
Tryggvadóttur árið 1949 og
fram til þessa dags hefur hann
haldið minningu konu sinnar
og list á lofti.
Aleopley er kunnur vísinda-
maður á sviði lífeðlisfræði en
hann hefur einnig fengizt við
listsköpun allt frá 1940 og telst
Yfirlitssýning á
verkum Alcopleys
meðal vatamanna hinnar nýju
bandarisku listar 1940—50 og
er hans nú alls staðar getið í
bandariskri myndlistarsögu
fyrir þennan þátt sinn. Hann
hefur haldið einkasýningar
viða um heim og verk hans eru
í mörgum helztu listasöfnum
beggja vegna Atlantshafsins.
Mikið hefur verið ritað um Al-
copley og list hans og auk þess
hefur BBC gert heimildarmynd
um listamanninn, sem vonazt er
til að unnt verði að sýna á með-
an sýning Alcopley stendur yfir
á Kjarvalsstöðum en hún er
stærsta yfirlitssýning sem hald-
in hefur verið á verkum Al-
copley og spannar tímabilið
1944—1977. Eru á henni rúm-
lega 300 verk, málverk, teikn-
ingar, vatnslitamyndir, stein-
prent og allskonar bækur og
sérútgáfur á verkum hans.
Fagna skoð-
anakönnuninni
— segir Páll Pétursson, alþingismaður
„ÉG ER sjálfur ákaflega ánægður
yfir þvf að skoðanakönnun skuli
fara fram. Það er alla vega heppi-
legt fyrir frambjóðanda að vita,
hvar hann standur", sagði Páll
Pétursson, alþingismaður, f sam-
tali við Mbl. f gær, en eins og
skýrt var frá í Mbl. samþykkti
kjördæmisþing Framsóknar-
flokksins f Norðurlandskjördæmi
vestra að verða við kröfum 290
A-IIúnvetninga um skoðanakönn-
un um skipan framboðslista
flokksins til næstu Alþingiskosn-
inga.
„Skoðanakönnun fylgja ýmsir
kostir“, sagði Páll. ,Jln hún getur
líka boðið upp á deilur og sárindi,
sem ég vona þó að ekki komi til
hjá okkur, þvf við erum svo frið-
elskir menn Húnvetningar. En
því er ekki að neita að skoðana-
könnun er mjög eðlileg og lýð-
ræðisleg leið til að kanna fylgi
manna og því fagna ég þessari
skoðanakönnun, sem nú er fram-
undan hjá okkur framsóknar-
mönnum i Norðurlandskjördæmi
vestra.“
Þegar Mbl. spurði Pál, hvort
hann teldi að á bak við kröfu
A-Húnvetninganna um skoðana-
könnun byggi einhver pólitískur
ágreiningur eða óánægja, svaraði
hann. „Það er ekki hægt að segja
að hjá okkur hafi komið til neins
stórrifrildis. Smákarp hefur
stundum orðið, en menn eru sátt-
fúsir, þó það þýði ekki endilega
að menn séu alltaf hjartanlega
sammála.
Mér er það auðvitað ljóst, að
menn eru misjafnlega ánægðir
Framhald á bls 18.
Sinfóníuhljómsveit lslands lagði í gær af stað í tónleikaferð um
tsland, og hefur ferðin hlotið nafnið „Hringferð ‘77“. Stjórnandi í
þessari ferð er Páll P. Pálsson, og einsöngvarar Sieglinde Kahmann
og Kristinn Hallsson. Ennfremur munu þau Guðný Guðmundsdótt-
ir fiðluleikari og Lárus Sveinsson trompetleikari leika einleik á
nokkrum stöðum.
Staðirnir sem hljómsveitin mun heimsækja eru þessir:
Blönduós, Sauðárkrókur, Siglufjörður, Akureyri, Húsavfk, Skjól-
brekka, Egilsstaðir, Seyðisfjörður, Eskifjörður, Neskaupstaður,
Hornafjörður og Kirkjubæjarklaustur.
Sérstakir barnatónleikar verða haldnir á Akureyri og Eskifirði,
og á kvöldtónleikunum á Akureyri munu einnig koma fram Karla-
kór Akureyrar og Karlakórinn Geysir.
Tónleikaferð þessi er hin lengsta sem hljómsveitin hefur farið,
og efnisskrá er mjög fjölbreytt. Að þessu sinni verða engar sinfóní-
ur fluttar, heldur eingöngu létt klassísk tónlist.
Sinfóníu-
hljómsveitin:
Hring-
ferð 77
er hafin
BSRB-verkfall myndi hafa
víðtæk og lamandi áhrif
AFLEIÐINGAR og áhrif verk-
falls opinberra starfsmanna voru
talsvert til umræðu á blaða-
mannafundi, sem BSRB boðaði til
f gær, er það kynnti stöðu samn-
inganna við rfkisvaldið. Eins og
skýrt hefur verið frá samþykkti
stjórn og samninganefnd banda-
lagsins að boða til verkfalls fyrir
alla rfkisstarfsmenn hinn 26.
september næstkomandi og kem-
ur verkfallið til framkvæmda, ef
sáttascmjari notar heimild í lög-
um til frestunar verkfallsaðgerða
um 15 daga, hinn 11. október.
Sáttatillaga, sem greiða þarf at-
kvæði um í allsherjaratkvæða-
greiðslu, sem standa á f 2 daga
um land allt, þarf að hafa verið
lögð fyrir eigi sfðar en 21. septem-
ber.
P'ulltrúar BSRB á blaðamanna-
fundinum í gær sögðust í raun
ekki geta skýrt frá því í smáatrið-
um, hvað myndi stöðvast og hver
áhrif verkfail opinberra starfs-
manna myndi hafa á þjóðlífið ein-
faldlega vegna þess að engin
reynsla hefði fengizt á slíkt. Krist-
ján Thorlacius, formaður BSRB,
sagði þó að hann hefði trú á að
verkfallið myndi vera mjög sterkt
og grípa mjög vfða inn í þjóðfélag-
ið.
Haraldur Steinþórsson fram-
kvæmdastjóri kvaðst einlæglega
vona að ekki kæmi til verkfalls og
að verkfallsrétturinn færði opin-
berum starfsmönnum svo gott til-
boð, að unnt yrði að fallast á það.
Þó kváðu þeir félagar að miðað
við núverandi stöðu samningavið-
ræðnanna væri útlit fyrir verk-
fall, en þeir bentu á að enn ætti
eftir að ræðast við áður en til
aðgerða kæmi og næðist ekki við-
unandi samningur á þeim tíma,
væri þó alltaf til vara sáttatillaga,
sem orðið gæti viðunandi. Samn-
inganefnd BSRB mun taka af-
stöðu til slikrar sáttatillögu og
mæla með eða á móti henni við
atkvæðagreiðslu eftir efni hann-
ar.
A fundinum kom fram, að kæmi
til verkfalls mættu forstjórar og
varamenn þeirra vinna áfram,
ráðuneytisstjórar og deildarstjór-
ar. Jafnframt mætti launadeild
fjármálaráðuneytisins vinna, þar
sem hún þyrfti að reikna út ýmis-
legt i sambandi við launakjör. Þá
hafa félágsmenn Bandalags há-
skólamanna ekki verkfallsrétt og
Framhaid á hls 18.
örin vísar á bæjarstæði Herjólfsbæjar en niðurstöður rannsókna vísindamanna benda til að þar hafi
staðið bær í a.m.k. nokkra áratugi áður en hefðbundið landnám tslands hófst 874. Ljósmynd Mbl. sigurgeir
Herjólfsbær í Vestmannaeyjum:
„Mannvistarlagið áratugum
eldra en hefðbundið landnám”
segir Margrét Hermannsdóttir fornleifafræðingur
1 SAMTALI við Margréti Her-
mannsdóttur fornleifafræðing
og Guðrúnu Larsen jarðfræð-
ing í gær kom fram að mann-
vistarlagið, sem hefur fundizt
undir landnámslaginu í bæjar-
stæði Herjólfsbæjar í Ves-
mannaeyjum, er að öllum lík-
indum að minnsta kosti nokkr-
um áratugum eldra en hefð-
hundið landnám sem miðast
við árið 874. Mannvistarlagið
sem er 3 til 20 sm. á þykkt
rökstyður þessa niðurstöðu þar
sem það er undir landnámslag-
inu sem miðast við hefðbundna
kcnningu um upphaf Islands-
byggðar.
Hingað til hafa engar forn-
minjar fundizt á Islandi, sem
virzt hafa eldri en landnám ts-
lands, sem miðast við 874. Hér
fara á eftir viðtöl við Margréti,
Gurúnu og dr. Sigurð Þórarins-
son.
„Sú staðreynd að landnáms-
lagið var ofan á mannvistarlag-
inu í bænum í Herjólfsdal er
gleggsta vitni þess að þarna
Framhald á bls. 15