Morgunblaðið - 07.09.1977, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. SEPTEMBER 1977
5
YNGSTA kynslóðin var að stfga
sín fyrstu spor á menntahraut-
inni þegar myndirnar hér efra
voru teknar við Mýrarhúsa-
skóla í gærmorgun. Eins og sjá
má er ungviðið ýmist mætt til
leiks með mæðrum sfnum eða
þá feðrunum. Samkvæmt upp-
lýsingum þeirra á staðnum
munu um 17 bekkjardeildir
verða þarna í vetur með um 420
nemendur, og er skólinn að
mestu einsetinn. — I öldunga-
deildinni við Menntaskólann í
Hamrahlíð eru menn aftur á
móti á öðrum aldursstigum
eins og myndin neðra sýnir.
Deildin var sett síðastliðinn
laugardag og námið hófst síðan
af krafti á mánudagskvöld þeg-
ar myndin var tekin. Um sex
hundruð manns sótti um skóla-
vist þarna í vetur, en deildin
hefur útskrifað um eitt
hundrað alls. (Ljósm.: ÖI.
K.M.)
sem
- eldri
Ungir
F jórðungsþingi Norð-
lendinga lauk í gær
ÁTJÁNDA fjórðungsþingi Norð-
lendinga lauk f Varmahlíð í
Skagafirði f gær, en þingið hófst á
sunnudaginn. Rúmlega 80 full-
trúar sátu þingið sem fulltrúar
sveitarstjórna og sýslunefnda í
umdæminu.
Fyrir þingsetningu var guðs-
þjónusta í Hóladómkirkju kl. 2
e.h. sunnudag 4. september. Séra
Gunnar Gísalson, hérðasprófastur
prédikaði. Eftir þingsetningu í
Hóladómkirkju flutti Haukur
Jörundarson fyrrverandi skóla-
stjóri á Hólum ávarp og Gísli
Magnússon Eyhildarholti flutti
erindi um Hólastað í sögu og sam-
tíð. Jón Friðbjörnsson, kennari
kynnti Hólastað og dómkirkjuna.
Hreppsnefnd Hólahrepps bauð til
kaffisamsætis í leikfimissal
Bændaskólans, þar sem flutt voru
ávörp og kjörnir embættismenn
þingsins. Síðan var Safnahúsið á
Sauðárkróki skoðað og söfnin
kynnt og komið við i Byggðasafn-
inu í Glaumbæ á leið til Varma-
hliðar. Sýslunefnd Skagafjarðar-
sýslu bauð til kvöldverðar og
kvöldvöku með Skagfirskri dag-
skrá í Miðgarði.
A mánudag var þinginu fram-
haldið í félagsheimilinu Miðgarði.
Fluttar voru starfsskýrslur og
framsögur fyrir nefndarálitum
milliþinganefnda á vegum sam-
bandsins. Fjögur meginmál voru
tekin fyrir í sérstökum framsögu-
erindum. Þorvaldur Garðar
Kristjánsson, alþingismaður
ræddi um landshlutavirkjanir og
skipulag orkumála. Arni Jónas-
son, erindreki ræddi um atvinnu-
val i sveitum, Guðmundur Einars-
son, framkvæmdastjóri, ræddi um
Sovézkir kynn-
ingardagar MIR
Sovézkir kynningardagar MlR
1977, sem helgaðir eru sérstak-
lega lettneska sovétlýðveldinu,
hefjast með kynningarkvöldi i
Lindarbæ I dag kl. 20.30. Þar
munu íslenzkir og lettneskir lista-
menn koma fram, m.a. félagar úr
einum af kunnustu þjóðdansa-
flokkum í Lettlandi, „Liesma“-
flokknum. Þá mun Ilmars
Puteklis, aðstoðarmenningar-
málaráðherra Sovét-Lettlands,
sjósamgöngur og skipulag sam-
gangna og Leó Jónssontæknifræð-
ingur ræddi um iðnþróun. Gert
var ráð fyrir að þingið starfaði í
níu starfsnefndum.
Fyrir þinginu lágu niðurstöður
ráðstefnu um félagsheimilamál
og ráðstefnu um iðnþróun. Enn-
fremur niðurstöður fundar um
framhaldsskóla. Þingið fékk til
meðferðar fjárhagsáætlun og árs-
reikninga, auk fjölmargra til-
lagna frá fjórðungsráði og milli-
Framhald á bls 18.
flytja ávarp, en hann var væntan-
legur hingað til lands í gær ásamt
26 ferðalöngum öðrum til þátt-
töku í þessum kynningardögum
Menningartengsla tslands og Ráð-
stjórnarríkjanna. Ferðast hópur-
inn til Austur- og Norðurlandsins
og kemur fram í Neskaupstað,
Egilsstöðum og Akureyri, auk
Reykjavíkur.
Auk þjóðdansasýninga og tón-
leika verður efnt til sýninga i
Reykjavik og Neskaupstað á
myndlistaverkum og ljósmyndum
frá Lettlandi.
(Fréttatilkynning frá MlR).
Marks og Spencer
vandaður skólaf atnaður
simi: 27211
AUGLVSÍNGAOEILCMN/ UÓSM STUDO 28
Skólapeysurnar
sem krakkarnir vilja
V-hálsmál 2.490,-
Opnar m/rennilás 2.840,-