Morgunblaðið - 07.09.1977, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 07.09.1977, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. SEPTEMBER 1977 7 Ekki mátti gagnrýna Sovétríkin í Þjóðviljanum hinn 23. ágúst sl. birtist bréf frá Lenu Hákonardóttur, þar sem m.a. sagði: „Á dög- unum var komið til mín frá svokallaðri „21. ágúst-nefnd" með beiðni um undirskrift og stuðn- ing um mótmælaaðgerðir gegn innrás og hemámi Sovétríkjanna I Tékkó- slóvakíu. Ég vildi að sjálf- sögðu styðja þetta mál, þvi að mér hefur alltaf fundizt það skammarlegt að andstæðingar stór- veldayfirgangs og heims- valdastefnu skuli ekki láta til sfn heyra um þessa at- burði og yfirleitt lítið benda á yfirgang og út- þenslustefnu Sovétríkj- anna gagnvart öðrum þjóðum. En svo fór ég að spyrja um aðgerðimar og fékk hálf óljós svör. Helzt skildist mér þó, að þær fælust í innifundi að kvöldi 21. ágúst. Þá spurði ég, hvers vegna ekki væri mótmælt fyrir framan sendiráð Sovét- ríkjanna hér og fékk þá það furðulega svar, að Samtök herstöðvaand- stæðinga væru með slíka aðgerð þennan dag — undir öðrum kjörorðum — þar sem m.a. Sovétrlk- in væru ekki nefnd á nafn. Mér finnst þetta skrýtið. Ég hef alltaf verið her- stöðvaandstæðingur og tekið þátt I aðgerðum þeirra og mér finnst gleði- legt, að SH skuli sýna tékkneskri alþýðu stuðn- ing. En hvemig stendur á því, að ekki má nefna Sovétríkin á nafn í slíkri aðgerð, ef þetta er rétt hermt?" „Óhugsandi að samstaða gæti orðið” í Þjóðviljanum I gær birtist svarbréf frð Vé- steini Ólasyni, formanni svonefndrar Miðnefndar herstöðvaandstæðinga, þar sem hann segir: „Undarlegur geðklofning- ur hefði komið fram I mót- mælafundi Samtaka her- stöðvaandstæðinga fyrir utan sendiráð Sovétrfkj- anna, ef rétt væri að þar hefði verið reynt að drepa á dreif sekt Sovétrfkjanna og ábyrgð á þeim atburð- um. sem þar var verið að mótmæla Innan samtaka herstöðvaandstæðinga rúmast fólk með margvfs- legar skoðanir, en þvf er auk andstöðu við her- stöðvar Bandarfkjanna á íslandi og aðild fslands að NATO sameiginleg and- staða við hvers konar heimsvalda- og drottnun- arstefnu. Hins vegar greinir menn mjög á um ýmislegt annað, t.d. um sósfalisma og kommún- isma og hvemig eigi að skilgreina stjórnarfar og sögulega þróun f rfkjum, sem kenna sig við sósfal- isma. Þess vegna taldi Miðnefnd, að Samtökin gætu ekki gengið til sam starfs við 21. ágúst- nefnd. sem stofnuð hefði verið skömmu áður á grundvelli, sem hún bað okkur að samþykkja. í þessum grundvelli kom fram túlkun á sögulegum forsendum atburðanna 1968. sem óhugsandi var að samstaða gæti orðið um meðal herstöðvaand- stæðinga. . . ! þeim stuttu kjörorðum, sem sett voru fram f fréttatilkynningu þótti eðlilegt að tala um heri Varsjárbandalagsins. Ekki hefur farið dult ! ver- öldinni sfðan það banda- lag var stofnað, hvert sé forysturfkið. enda kom það mjög skýrt f Ijós á útifundinum og f ávarpi þvf sem sent var sendi- herra Sovétrfkjanna á ls- landi, að fordæming okk- ar á innrásinni beinist fyrst og fremst að Sovét- rfkjunum, þótt ástæðu- laust sé að gleyma þvf, að herir fleiri Varsjárbanda- lagsrfkja komu við sögu." Með þessum orðum segir Vésteinn Ólason, að innan samtaka herstöðva- andstæðinga hafi verið óhugsandi, að samstaða gæti orðið um þann grundvöll. sem hin svo- nefnda 21. ágúst-nefnd vildi starfa á. Hver skyldi sá grundvöllur hafa verið? „Heri Sovétríkjanna burt úr Tékkóslóvakíu” Þeirri spurningu er svarað i Þjóðviljanum I gær af Kristni Einarssyni fyrir hönd 21. ágúst- nefndar, en þar rekur hann samskipti nefndar þessarar og Samtaka her- stöðvaandstæðinga og gefur skýringar á þvi, hvers vegna samstarf hafi ekki tekizt milli þessara tveggja aðila þennan dag. Hann segir: „í grundvelli þeim, sem boðað var til stofnfundar 21. ágúst- nefndarinnar 1977 á, voru eftirfarandi kröfur: — Heri Sovétríkjanna burt úr Tékkóslóvakíu — Samstaða með baráttu al- þýðu Tékkóslóvakíu — Til baráttu gegn allri heimsvaldastfnu — Gegn báðum risaveldunum — Bandaríkjunum og Sovét- rikjunum. Á stofnfundinum frétt- ist, að Samtök herstöðva- andstæðinga (SH) hefðu e.t.v. í hyggju að láta til sín heyra 21. ágúst, en það var ekki ákveðið né heldur grundvöllur þeirra aðgerða. Samþykkti fund- urinn því áskorun til SH þess efnis, að SH styddu aðgerðir 21. ágúst- nefndarinnar 1977. SH gátu ekki fellt sig við grundvöll og kröfur 21. ágúst-nefndarinnar, segir Miðnefnd SH að SH geti ekki starfað með samtök- um, sem ekki samræmast grundvelli SH. Á þeirri Framhald á bls 18. Eldhúsiimré A sýningunni nEIMILIl gefur að líta þessa stórglæsilegu eldhúsinnréttingu frá Kalmar. Kalmar innréttingar slá í gegn Kalmar Intcrtör innréttingar hf. Grensáswégi 22 Reykjavlk simi 82645 Hef opnað tannlæknastofu í Blönduhlíð 1 7. Viðtalstími eftir samkomulagi. Sími 14623. Jón Stefán Rafnsson. Einkaritaraskólinn Starfsþjálfun skrifstofufólks Tollur Gerð tollskýrslu. Verðútreikningar. Meðferð tollskjala. Tollflokkun. Tollmeðferð. Kennsla einu sinni í viku. Þrír timar í senn. Alls 48 tímar. Námskeið þetta er sérstaklega sniðið fyrir starfandi skrifstofumenn. MímÍr Brautarholti 4 sími 11109 (kl. 1—7 e.h.) GÓð næring = heilbrigði og velliðan Takið þátt í haustnámskeiðunum í matvæla- og næringarfræði sem hefjast í næstu viku. NÁMSKEIÐIN FJALLA MEÐAL ANNARS UM EFTIRFARANDI ATRIÐI: 0 Grundvallaratriði næringarfræði og hvernig hagnýta megi á sem auðveldastan og árangursrikastan hátt þessa þekkingu við samsetningu almenns fæðis. % Innkaup. vörulýsingar. auglýsingar. 0 Fæðurval. gerð matseðla. matreiðsluaðferðir. 0 Mismunandi framreiðsluaðferðir. dúka og skreyta borð fyrir mismunandi tækifæri. 0 Ráðleggingar, sem heilbrigðisyfirvöid margra þjóða hafa birt. um æskilegar breytingar á mataræði. til að fyrirbyggja sjúkdóma. Grundvallarþekking á næringar- og matvælafræði er nauðsynleg. til að þessar ráðleggingar koipi að notum í daglegu lifi. 0 Hvaða niðurstöður nýjustu vísindalegra rannsókna hafa að segja um offitu og megrunarfæði. Þeim. sem hefur verið ráðlagt sérstakt mataræði vegna offitu. hjarta- og æðasjúkdóma o.f!.. er sérstaklega bent á þessi námskeið. VEIST ÞÚ AÐ GÓÐ NÆRING HEFUR AHRIF A: aðtrfSetft'oft\ Vve' 0 Vöxt og heilbrigði ungviðisins. 0 Byggingu beina og tanna. 0 Endanlega stærð. 0 Mótstöðuafl gegn sjúkdómum og andlegu álagi. • Líkamlegt atgerfi og langlífi. . 0 Andlegan og félagslegan þroska allt frá frumbemsku.\ • Útlit þitt. 0 Persónuleika þinn. 0 Likamsþyngd þina. en hjarta- og æðasjúkdómar. sykursýki og margir fleiri sjúkdómar eru langtum algengari meðal þeirra. sem eru of feitir. Aðeins rétt nærður einstaklingur getur vænst besta árangurs i námi, leik og starfi. Nánari upplýsingar um námsefni og fyrirkomulag námskeiðisins eru veittar í | síma 74204 kl. 9—11 f.h. og eftir kl. 9 á kvöldin. Kristrún Jóhannsdóttir manneldisfræðingur. Sumir versla dýrt-aðrir versla' hjá okkur. Okkar verð eru ekki tilboð Éh heldur árangur af hagstæðum innkaupum. Viðis kaffi 360,- pakkinn (kr. 1.440.-1 kg.) Austurstræti 17 Starmýri 2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.