Morgunblaðið - 07.09.1977, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 07.09.1977, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. SEPTEMBER 1977 25 fclk í fréttum + Siglingar hafa stundum verið kallaðar konungleg íþrótt og þessir snáðar eru ef til vill væntanlegir siglingakappar en þetta eru synir Beatrix Hollandsprinsessu, þeir Johan Friso, Willem Alexander og Constantijn. + Það getur mikið gerst á 50 árum. Flugvélin fremst á myndinni er ná- kvæm eftirlíking af hinni frægu flugvél „Spirit of St. Louis“ sem Charles Lindberg flaug yfir Atlantshafið frá Ameríku til Parísar. Þá tók flugið yfir Atlants- hafið 33 klukkustundir. Hin flugvélin er Con- cord-farþegaflugvél, sú hraðfleygasta sem til er og hún fer þessa sömu vegalengd á aðeins tæp- um 4 tímum. + Þessi gamli bíll hefur „lifað“ tímana tvenna. Tegundin heitir H.A.G. og hann er byggður í Halle í núverandi Austur-Þýzkalandi árið 1910. Það var þýzkur hershöfðingi sem átti hann fyrstur og í heimsstyrjöldinni fyrri 1914—1918 var sett á hann vélbyssa fyrir framan farþegasætið. 1918 var hann svo seldur til Svíþjóðar og major í Uppsölum átti hann til 1926. Þá hafnaði hann í bílakirkju- garði. 40 árum seinna var hann svo gerður upp i sinni upprunalegu mynd og ekkert til sparað. Eigandinn segir að hann sé ekki falur hvað sem í boði sé. Sjðtagur: Holger Verner Nielsen tannlæknir Löngum hefur það verið við- kvæðið, að á íslandi byggju fáfr menn, fátækir og smáir, og má til sanns vegar færa. Löngum vorum við einangraðir, brunnum næst- um þvi inni með allar okkar bók- menntir. Forfeður okkar um aldir kunnu á bókmennt, meðan þeir úti í álfu dönsuðu riddaradans, sem gleymdist jafnharðan. Fátt hefur okkur glatt meir, Is- lendinga, en þegar okkur hafa áskotnazt ágætir tengdasynir, út- lenzkir, og raunar er fátt meira sæmdarheiti á tslandi i dag, en vera sannur tengdasonur tslands. Raunar merkir það aðeins að við höfum af stolti okkar kannast við þá menn, sem numið hafa dætur okkar á brott til hjúskapar — og þessum tengdasonum er hampað meira en landsins eigin sonum, en þó því aðeins að þeir hafi staðizt prófið. Einn þessara tengdasona, sem staðizt hafa prófið, og hefur verið boðinn velkominn til þessarar bókmenntaþjóðar, á sjötugsaf- mæli í dag. Þess vegna langar mig til að biðja Morgunblaðið fyrir örstutta afmæliskveðju til hans, og ég veit að hinir f jölmörgu vinir hans á Islandi geta tekið undir hana. Holger Verner Nielsen tannlæknir kom ungur að árum til Islands frá Danmörku til að starfa á tannlæknastofu Halls Hallssonar. Holger var og er hvers manns hugljúfi, hneigður fyrir tónlist og lék á fiðlu, og sá heiður áskotnaðist hinum unga Dana að leika með hljómsveitinni i Almannagjá á Alþingishátíðinni á Þingvelli 1930. Og einmitt um það leyti höfðu örlögin gripið í taumana hjá Holg- er. Ninna var kominn til skjalana. Ung, ljóshærð Reykjavíkurdóttir varð á vegi hins unga þingmanns- sonar frá Hróarskeldu, — og ör- lög sin fær enginn umflúið. Og þarmeð var Holger tengda- sonur Islands, og þau hafa siðan verið saman, Ninna og Holger. Fyrst í Sviss, og síðan í Danmörku og lengst af á Kirkevej 9 á Brönshöj i Kaupmannahöfn, þar sem þau eiga indælt hús úr rauð- um múrsteini. Þar hefur svo sannárlega verið gististaður okk- ar islenzku ættingjanna um langt árabil, þegar leið okkar hefur leg- ið um Danaslóð, sem er nokkuð oft. Holger talar islenzku manna bezt, og megum við Islendingarn- ir sannarlega vara okkur, ef við eigum að geta keppt við hann. Tannlæknirinn frá Hróarskeldu var alinn upp í þingmannsfjöl- skyldu krata, og eftir að til Kaup- mannahafnar kom, hélt hann uppi róttæku merki. Þó hefur ekki komið til neins missættis út af því, við þessa rót- grónu íhaldsfjölskyldu, sem hann tengdist hér uppi á Islandi. Leiklist var Holger i blóð borin og hann lét svo ekki sitja við orðin tóm, þegar til höfuðstaðar- ins kom, heldur hjálpaði hann ýmsum áhugaleikflokkum áleiðis sem stjórnandi. Ég hygg af reynslu, að hann hafi haft meiri ánægju af þessum leiklistarævintýrum sínum en öðrum. Og svo kvæntist þá Holger syst- ur minni, Krstinu, Ninnu, eins og hún er kölluð. Hún hefur svo sannarlega haldið uppi merki listarinnar, þvi að Ninna er ágæt- ur myndhöggvari, og hefur m.a. haldið sýningu á verkum sínum, bæði höggmyndum og málverk- um, i húsi Jóns Sigurðssonar þar úti í Höfn. Holger og Ninna hafa átt barna- láni að fagna. Þau hafa eignazt 4 syni, og allir heita þeir nöfnum, sem bæði geta gengið á islandi og í Danmörku. Thor er elztur, fram- kvæmdastjóri skipafélags i Kaup- mannahöfn, kvæntur Ullu, ball- erínu við konunglega ballettinn, þeirra dætur eru Nanna og Ida. Næst elztur er Olav tannlæknir, sem hefur stundað leiklist, og m.a. komið hér fram í sjónvarpi og kvikmyndum, kvæntur Hönnu og Camilla er dóttir þeirra. Þriðji' i röðinni er Rolf, kennari, sem kvæntur er Isabellu Darré. Síð- asti sonurinn heitir Kaare, lækn- ir, kvæntur Guðbjörgu frá Þórs- höfn á Langanesi, og þeirra dætur eru Thelma og Kristína Mai. Þetta er umgerðin um hið ham- ingjusama lif Ninnu og Holgers, og veit ég ekkert hjónaband far- sælla. Og væri þó ekki sagan sögð nema til hálfs, ef ekki væri minnst á Esju. Esja er sumarbústaður þeirra við Sejeröbugt úti á vesturströnd Sjálands, og man ég enn, þegar þau voru að koma sér þar fyrir og .gróðursetja furur, allt var þá nak- ið og bert, en nú eru þau umvafin skógarlundi. Liklega muna hinir íslenzku ættingjar Holgers og Ninnu einna bezt eftir Esju. Esja á Sjálandi hefur orðið einskonar samein- ingartákn. Þar höfum við dvalizt löngum, systkini Ninnu, og börn okkar og barnabörn, og ævinlega notið þeirrar hlýju, sem ein- kennandi er fyrir Holger. Þess- arar notalegu hlýju, sem sýnir manni, jafnvel við fyrstu kynni, hver maðurinn er, sem að baki býr. Svolítið er það erfitt fyrir mig, að setja gæðastimpil á þessa mörgu mága mina, sem allir hafa reynzt hver öðrum frábærri, og ég þakka góðum guði fyrir, hvað hann hefur valið mér þá góða, en úr því, að það er tízka á tslandi að setja gæðastimpil á alla hluti, leyfist mér kannski að setja Hol- ger í frysta flokk, ekki fyrst og fremst fyrir það, að hann er minn fyrsti mágur, heldur miklu frem- ur fyrir þá sök, að hann er góður drengur, og þá vita allir Islend- ingar við hvað er átt. Betri og sannari drengur hefur tæpast gengið um lsaslóð en Holger Niel- sen tannlæknir. Betri einkunn getur enginn ætl- að sér, en vera kallaður góður drengur, og það er Holger. Þannig muna eftir honum f jölmargir vin- ir hans, bæði hér á íslandi og þar úti við Eyrarsund. Eins og alkunna er Ijúga krikju- bækur aldrei, og þó væri nú ástæða til að efa þær og véfengja — þegar sjötugur Holger á í hlut. En það skal þó ekki gert hér. Og ljúka skal ég þessari af- mæliskveðju minni til Holgers, á eins hógværan máta og ég veit að hann kýs helzt, þvi að sjálfsagt vildi hann ekkert um það vita, að hann ætti merkisafmæli, og endirinn á kveðjunni skal þá vera stuttur og laggóður: Hamingjuóskir í tilefni afmælisins, Holger, frá okkur á Islandi. Lifðu heill. Friðrik Sigurbjörnsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.