Morgunblaðið - 07.09.1977, Qupperneq 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. SEPTEMBER 1977
Kvaða kúnstir eru það hjá þér
að taka með sér sjúss að heim-
an?
Ég vísaði fyrirliðanum út af
vellinum og bókaði markmann-
inn — og síðan man ég ekki
meir.
Eg myndi í þínum sporum
reyna að framvísa þessum
læknisvottorðum þegar þú átt
næst að greiða víxlana þína.
Jæja, nú heldur þetta götuljós
ekki lengur vöku fyrir mér, —
það er klárt.
íþróttafólkid á að
gera meiri kröfur
til sjálfs sín
UNDIR þessari fyrirsögn hefur
maður sem kýs að nota aðeins
nafnnúmer sitt, 1730—6804, sent
pistil um íþróttafólkið og fer
hann hér á eftir:
„Þann 28.8 skrifar maður að
nafni Sigfús Jónsson grein í Vel-
vakanda þar sem hann gagnrýnir
forustumenn íþróttahreyfingar-
innar hér á landi og segir að
vinnubrögð þeirra séu langt frá
þvl að vera góð. ÞQAÐ ER GOTT
AÐ VITA AÐ Sigfús vill Iþrótt-
unum vel, en hann hefði alveg
mátt koma inn á það að íþrótta-
fólkið sjálft hér á landi æfir ákaf-
lega skipulagslaust og illa og það
æfir ekki kerfisbundið heldur eft-
ir eigin geðþótta. Þetta á fyrst og
fremst við um þá iþróttamenn
sem iðka frjálsar íþróttir.
Ég tel það fráleitt að sá háttur
verði tekinn upp, að farið verði að
styrkja það íþróttafólk peninga-
lega eða á annan hátt, sem æfir
sinar iþróttagreinar með hang-
andi hendi og af lítilli alvöru, en
þannig æfa margir. Það er mín
skoðun að iþróttaforystan hér á
landi hafi komið eins mikið til
móts við íþróttafólkið og hún hafi
frekast getað þrátt fyrir slæman
fjárhag, en hins vegar hefur
iþróttafólkið ekki gert nægilega
miklar kröfur til sjálfs sín, heldur
heimtar það bara betri iþrótta-
hús, hlaupabrautir og meiri styrki
án þess að leggja neitt af mörkum
sjálft. Vill það fá allt upp I
hendurnar.
1 framhaldi af þessu vil ég geta
þess að í mínu byggðarlagi var
gerður góður knattspyrnuvöllur í
fullri stærð fyrir nokkrum árum
og er það í sjálfu sér ekki í frásög-
ur færandi, ef ekki væri fyrir það
að þessi sami völlur, sem lá svo
„•t íMumrm*
BRIDGE
Umsjón: Páll Bergsson
Nýleg bók eftir Englendinginn
Victor Mollo og Danann Aksel
Nielsen er eingöngu um vanda-
mál varnarspilarans. En spilið
hér að neðan er tekið úr ritdómi
um bók þessa, sem birtur var í
marzhefti ágæts ensks tímarits,
Popular Bridge Monthly. Lesend-
ur spreyta si'g í vörn og athuga
hvort þeir finna sömu lausn og
Austurríkismaðurinn Karl Schn-
eider fann þegar spilið kom fyrir.
Norður (blindur)
S. 5
H. AKG963
T. 65
L. G753
Austur
S. 83,
H. 52
T. ÁK1083
L. K1096
Sagnirnar gengu þannig, að
suður opnaði á einum spaða, norð-
ur sagði tvö hjörtu og sagði síðan
fjögur hjörtu eftir stökk suðurs í
þrjá spaða. Að lokum varð suður
sagnhafi í fjórum spöðum og vest-
ur spilaði út tíguldrottningu.
Hann spilaði síðan tígulgosa en
nú tekur þú við, lesandi góður og
ákveður framhaldið.
Eins og oft áður eru sagnirnar
vegvísirinn sem vísar rétta leið.
Suður á eflaust laufásinn og varla
meira en eitt hjarta. Schneider
gerði sér þetta ljóst og fann fram-
haldið. Hann spilaði hjarta. Allt
spilið var þannig.
Norður
S. 5
H. ÁKG963
T. 65
L. G753
Vestur
S. 9742
H. D1074
T. DG97
L. D
Austur
S. 83
H. 52
T. AK1083
L. K1096
Suður
S. ÁKDG106
H. 8
T. 42
L. A842
Suður reyndi það, sem hann
gat. Lét lauf í annan hjartaslag-
inn en Sehneider trompaði þriðja
hjartað og þá var ekki hægt að fá
nema niu siagi.
Rétt er að geta þess, að Schneid-
er, sem er nýlátinn, var einn af
höfundum Vínarsagnkerfisins.
En heimilisfangið hjá Popular
Bridge Monthly er; 480 Mansfield
Road, Sherwood, Notthingham.
RETTU MER HOND ÞINA
36
Framhaldssaga eftir
GUNNAR HELANDER
Benedikt Arnkelsson
þýddi
mér finnst þú orðinn aftur
reglulega þægur og undirgef-
inn. Segðu mér nú svolítið nán-
ar frá þessari óhugnanlegu
svallveizlu i baðherberginu.
Ilverjir voru þátttakendur, og
hvað höfðuzt þiðað?
Erik sagði eina söguna í til-
raunaskyni, en var samstundis
hegnt með því, að hún þreif í
hárið á honum. Hann greindi
þá í staðinn frá hinum póli-
tisku umræðum og að þeir
hefðu skálað f.vrir einingu
hvftra manna gegn svörtum.
— Ljótt er að heyra, sagði
Janet. — 'ið hvítingjarnir
leggjumst ótrúlega lágt í eigin-
girni okkar gagnvart blökku-
fólkinu.
— Uss, þetta segir þú nú að-
eins vegna þess, að þú ert trú-
hneigð. Svertingjarnir eru í
innsta eðli sinu villtir, og þeir
verða að njóta ga'ziu skynibor-
ins fólks. Hveritig heldur þú, að
menningu hvítra manna reiddi
af. ef blökkumenn fengju fullt
frelsi?
— Ilvað veizt þú um svert-
ingjana? Ekki hefur þú neina
revnslu I þessu máli. Spurðu
mig, ég hef verið hér aila mfna
ævi. Annars er ekki nokkur
leið að taka þig alvarlega, með-
an þú ert með þessar fléttur.
Þú ert eins og ofvaxin og van-
gefin átta ára telpa.
— Jæja, hef ég þá enga
reynslu af svertingjunum?
Ekki það, nei? Eitt sár f hnakk-
ann, heilahristingur, ein hnffs-
stunga. tveir brotnir handlegg-
ir, tveír skaddaðir axlarliðir.
sex brotin rifbein, önnur hásin-
in næstum söguð f sundur —
allt eru þetta verk sex hrotta-
fenginna námuverkamanna, og
senniiega hefur innfæddur, illa
innradtur kokkur átt hlut að
máli — en þetta er nátturlega
ekki talin vera nein reynsla.
Auðvitað ekki.
— En þetta eru nú einu um-
talsverðu kynni þfn af svert-
ingjunum. Og þegar menn hafa
kynnzt þér, lýkst það æ betur
upp fyrir þeim, hvers vegna
þeir fóru svona með þig. Nei,
þú ættir að sjá indælu, Inn-
fæddu hjúkrunarkonurnar,
sem eru hérna á svertingja-
deild sjúkrahússins. Þær eru
áreiðanlegar, starfsamar og
kátar. Eg fer jafnilla með þær
og aðrir hvítir menn. En ég er
alltaf með vonda samvizku út
af því.
— Þetta eru sennilega ein-
hver óheppileg áhrif, sem þú
verður fyrir, af þvf að þú ert
alltaf f kirkju á sunnudögum.
Svertingjarnir eru ekki þrosk-
aðir til að taka freisinu.
— Ekki það nei?. En hvað þá
um Indverjann, sem þú varst
að segja frá? Er hann ekki
þroskaður til að taka frelsinu?
— Jú, auðvitað. En ég hef
heyrt sitt af hverju um hegðun
Indverja suður í Natal. Þeir
eru flestir skftugir og ofsta-kis-
fullir.
Samvizkan sló hann, þegar
Janet var farin til þess að sinna
öðrum sjúkiingi. Eg bregzt
Ahmed, hugsaði hann. Atvikið
f Birmingham, þegar hann tók í
hönd Ahmeds og hét honum
fulltingi, stóð honum Ijóslif-
,andi fyrir hugskotssjónum.
Strax og Janet kom aftur,
reyndi hann að breiða yfir það,
sem hann hafði sagt.
— Ég viðurkenni, að þel-
dökkir menn hljóta ekki rétt-
láta meðferð. Við hvftu menn-
irnir erum vfst eigingjarnir.
En eftir það, sem kom fyrir mig
í Brakpan, hef ég mesta ógeð á
svertingjunum. Og svo hef ég
heyrt ýmislegt hjá hinum pilt-
ununi hérna á stofunni. En það
má vera að þú hafir rétt fyrir
þér að vissuleyti. En leystu nú
flétturnar, annars kalla ég á
hjálp.
Hann kaus að beina samtal-
inu inn á aðrar brautir. Janet
gerði ekki annað en hlæja háðs-
lega að þessari gagnslausu ógn-
un og tók fast í háriö á honum.
xxx
Erik varð gramur, þegar Jan-
et var farin og hann fór að
hugleiða aftur samtalið um
samúð kynþáttanna. Eiginlega