Morgunblaðið - 07.09.1977, Síða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. SEPTEMBER 1977
Mótherjum íslenzku
liðanna vegnar ilia
tslandsmeistarar Þróttar í 2. flokki. Fremri röð frá vinstri: Stefán Stefánsson, Sigurður Pálsson,
Rúnar Sverrisson, Þorvaldur Þorvaldsson, Eirfkur Hauksson og Ölafur Magnússon.
Efri röð frá vinstri: Kristinn Erlendsson, Sverrir Einarsson, Agúst Hauksson, Arsæll Kjartansson,
Ottó Hreinsson og H:ukur Andrésson, fyrirliði. A myndina vantar Pál Olafsson, Sigurð Pétursson,
Snorra Guðmundsson, Grétar Erlingsson og Helga Gunnarsson þjálfara.
Þróttur meistari í 2. flokki
ÞROTTUR, Reykjavík, tryggði
sér í gærkvöldi íslands-
meistaratitilinn í 2. flokki i
knattspyrnu. Sigraði Þróttur
lið Stjörnunnar á Melavellinum
5:2 eftir að staðan hafði verið
3:1 í hálfleik.
Leikurinn í gærkvöldi var
hinn fjörugasti sérstaklega
fyrri hálfleikur. Arsæll
Kristjánsson var þá í miklum
ham en hann skoraði öll mörk
Þróttara í fyrri hálfleik. Mark
Stjörnunnar skoraði Svein-
björn Daníelsson. Um miðjan
seinni hálfleikinn var Svein-
björn aftur á ferðinni með
mark úr vitaspyrnu en Þróttar-
ar voru ekki búnir að segja sitt
síðasta orð heldur bættu þeir
við tveimur mörkum, Ólafur
Magnússon skoraði fyrra mark-
ið en það seinna var sjálfsmark.
5:2 fyrir Þrótt, verðskuldaður
sigur.
Þróttur er einnig Reykja-
víkurmeistari og hefur liðið
ekki tapað stigi í sumar.
— SS.
BERGENLIÐIÐ Brann,
sem veröur mótherji Akur-
nesinga í Evrópubikar-
keppni bikarhafa, var sleg-
ið út úr norsku bikar-
keppninni nýlega og var
það 2. deildarliðið Raufoss
sem það gerði. Leikurinn
fór fram á heimavelli
Brann og var Raufossliðið
betri aðilinn allann leikinn
og skoraði tvö mörk gegn
einu. Brann er nú mjög
neðarlega í norsku 1. deild-
ar keppninni, og því ekki
ólíklegt að Skagamenn eigi
góða möguleika á sigri í
viðureign sinni við þá og að
komast í 2. umferð Evrópu-
bikarkeppninnar.
Fram keppir einnig við norskt
lið í UEFA keppninni og er það
Start frá Kristianstad. Það lið
vann leik sinn í annarri umferð
norsku bikarkeppninnar, en mót-
herji liðsins var 2. deildar lið frá
Kristiansund. Start hefur vegnað
fremur illa f norsku 1. deildar
keppninni í ár og er í hópi neðstu
liðanna.
Valsmenn sýna
herratízkuna
MEISTARAFLOKKSMENN Vals
í kanttspyrnu mæta á sýninguna
Heimilið '77 í Laugardalshöll i
kvöld. Munu þeir taka þátt í tízku-
sýningu klukkan 21.00, en fyrir
og eftir sýninguna gefa þeir gest-
um eiginhandaráritanir og mynd-
ir, auk þess sem þeir kynna mót-
herja sína í Evrópukeppninni i
kanttspyrnu, Glentoran frá
Norður-Irlandi.
Mótherjar Vals í Evrópubikar-
keppni bikarhafa er n-irska liðið
Glentorian. I. deildar keppnin í
Irlandi er nýlega hafin og þegar
Morgunblaðið hafði síðast spurnir
af frammistöðu Glentorian hafði
liðið keppt við þrjú af þeim liðum
sem voru neðarlega í deildinni í
fyrra, gert jafntefli við eitt þeirra
og tapað tveimur leikjum.
Ingólfur
með ÍR
ÍR-ingar hafa nú ráðið þjálf-
ara fyrir 1. deildarlið félags-
ins í handknattleik næsta
keppnistímabil. Mun Ingólfur
Óskarsson verða við stjórn-
völinn hjá félaginu. en hann
hefur þjálfað Fram síðustu
keppnistimabil, en KR þar á
undan. Karl Benediktsson
þjálfaði ÍR-inga síðastliðinn
vetur, en hann mun nú taka
við Vikingum.
bessi hlið á
Chiquita er
öllum kunn.
Hérersvo
önnur hlið
á Chiquita.
CHtQUITA flt tT fttOOUKT fRA
VISIR
Allir þeir sem birta smáauglýsingu i VÍSI á meóan
sýningin Heimilió ’77 stendur yfir, veróa sjálfkrafa
þátttakendur í smáauglýsingahappdrætti VÍSIS.
Vinningurinn - Philips litsjónvarpstæki - veróur
dreginnút 15-9 -77
Smáauglýsing i VÍSI er engin
sma
auglýsing
sími 86611