Morgunblaðið - 11.09.1977, Síða 1
64 SÍÐUR
201. tbl. 64. árg.
SUNNUDAGUR 11. SEPTEMBER 1977
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
Ljósmynd Mbl. Arni Johnsen.
Agúst Gíslason, eða eins og Siglfirðingar kalla hann, Gústi Guðs-
maður, flytur sunnudagsboðskap sinn á Ráðhústorgi í Siglufirði.
Kirkjan í baksýn.
Enn óvissa um
örlög Schleyers
Bonn 10. sept. Reuter.
VESTL'R-þýzk stjórnvöld bíða nú
í ofvæni eftir því að mannræn-
ingjar Hans Martins Schleyers
hafi samband við svissneska með-
algöngumanninn í málinu, Denis
Payot, en þegar Mbl. fór í prent-
un, laugardag, hafði ekkert frá
þeim hevrzt.
Hefur það komið stjórnvöldum
á óvart og valdið nokkrum von-
brigðum, að mannræningjarnir
skuli ekki láta í sér heyra þar sem
vitað var að þeir samþykktu að
Payot tæki að sér að bera boð á
milii. Payot sagðist furða sig á
þessu líka, þar sem hann hefði
talið að mannræningjarnir
myndu hafa samband við hann
innan fárra klukkustunda.
Mynd barst í gær af Schleyer og
er hann þar með spjald um háls-
inn sem á stendur RAF, sem er
stytting á Roter Armee Fraktion,
en undir þvi nafni starfaði
Baader-Meinhof á árunum um og
upp úr 1970.
Alvarlegt járn-
brautarslys
Kalifomíu-
skjálfti í
vændum?
10. september Reuter
Jarðskjálftafræðingar í Los
Angels sögðu í dag að óvanalega
margir smáskjálftar i fjöllununt
fyrir norðan Los Angels undanfar-
ið gætu verið rnerki unt yfirvof-
andi jarðskjálfta. Visindantenn við
Tækniskóla Kaliforniu sögðu að
margir smáskjálftar hefðu komið
fyrir San Fernandoskjálftann
1971, sem varð 61 manni að bana
og olli eignatjóni fyrir unt 380
milljónir dollara. 400 skjálftar. allt
upp í 3 stig á Richter. hafa mælzt i
Palntdale urn 55 km fyrir norðan
Los Angels frá þvi i növember sl.
Er þetta 8 sinnum fleiri skjálftar
en eðlilegt er. Palmdale er á San
Andreassprungunni. sem liggur i
gegnunt Kaliforniu frá norðri til
suðurs og hefur valdið miklum
jarðskjálftum á þessu svæði.
í Egyptalandi
Am in snögg-
Fargjöld-
ín sam-
þykkt
Washington 10. sept. Reuter.
FLUGRÁÐ Bandaríkjanna
samþykkti í gærkvöldi 256 doll-
ara fargjald báðar leiðir milli
New York og London fyrir 6
flugfélög og hefur þar með
veitt fluglest Lakerair harða
samkeppni. Leyfið var veitt
þrátt fyrir að bandariska dóms-
málaráðuneytið hefði hvatt ráð-
ið til að hafna umsóknunum um
fargjaldalækkunina á þeirri
forsendu, að hún væri blekking
ein og gæti auk þess haft alvar-
legar afleiðingar i för með sér
fyrir leiguflugfélög. Fargjalda-
strið þetta hófst er Freddie
Laker fékk leyfi til að selja
farið fyrir 236 dollara með flug-
lestinni milli New York og
London, en þá var miðað við að
byrjað yrði að selja farmiða 6
klukkustundum fyrir brottför
og aðeins yrði hægt að fá keypt-
an mat og drykki um borð. í
fargjöldum hinna flugfélag-
anna 6 er matur og venjuleg
þjónusta innifalin. Ferðir
Lakers eiga að hefjast 26.
september.
togum Afríku sem blóðþyrstum
brjálæðingum. Sagði blaðið, að
þrátt fyrir að örlað hefði á svo-
lítilli von um lækningu á sið-
asta fundi Einingarsamtaka
Afríku i Libreville í sl. mánuði,
logaði Afrika nú aftur i deilum
milli Miðjarðarhafs og Höfða-
Kairó 10. sept. Reuter.
BJÖRGUNARMENN hafa fundið
26 lík í flaki farþegalestarinnar
sem fór út af sporinu í Egypta-
I landi, skammt frá Ben Shukair í
gær. Óttazt er að miklu fleiri hafi
látizt og gæti tala látinna komizt í
I fimmtíu eða fleiri. Það hafa rúm-
lega hundrað manns verið fluttir
í sjúkrahús, þar af eru 20 taldir í
lffshættu.
Lestin var á leið frá Kairó til
Aswan og var á miklum hraða
þegar átta af ellefu vögnum
runnu skyndilega út af sporinu.
Samgönguráðherra Egyptalands,
Abdel Fattah Abdallah, fór þegar
á slysstaðinn og hefur yfirumsjón
með björgunarstarfinu. Hann hef-
ur f.vrirskipað að veita fjölskyld-
um látinna og slasaðra alla þá
aðstoð sem unnt er. Ekki er vitað
til að neinir útlendingar hafi ver-
ið með lestinni.
batnaði eftir
aftökurnar
Nairobi 10. sept. AP
IDI Arnin, Úgandaforseta. snögg-
batnaði i gærkvöldi ..sjúkleikinn "
eftir að liflátnir höfðu verið
fimmtán manns. sem var gefið að
sök að hafa ætlað að steypa honuni
af stóli. Var tilkynnt i Úgandaút-
varpinu að þau gleðilegu tiðindi
hefðu orðið að Arnin væri orðinn
alheilbrigður. Þykir nú fullvist að
Amin hafi látið söguna unt sjúk-
leika sinn berast til að draga
athyglina frá aftökunum i gær.
eins og kont frant í Mbl. þá.
Norsku kosningarnar um helgina:
V erkamannaf lokkn-
um óvænt spáð sigri
Ósló 10 sept
Einkaskeyti til Mbl frá AP
NIÐURSTÖÐUR skoðanakönnunar
sem norska fyrirtækið Markedsdata,
sem starfar fyrir Gallup í Noregi,
birti I morgun, benda til þess að
Verkamannaflokkurinn kunni að fá
44.5% atkvæða i kosningunum og
muni takast að vera áfram við stjóm.
Er þetta i algjörri mótsögn við niður-
stöður tveggja skoðanakannana.
sem voru birtar í gær og sagt var frá
i Mbl. Þess skal þó gætt að lengra er
liðið siðan þær voru gerðar og er
sýnilegt að fylgi Verkamannaflokks-
ins hefur aukizt á siðustu dögum.
Kosningabaráttunni lauk formlega i
gærkvöldi föstudag, er forsvarsmenn
flokkanna kappræddu í sjónvarpi í
þrjár klukkustundir Þeir voru sammála
um að 1 % atvinnuleysi væri of mikið,
að hækka bæri ellilifeyri, hlúa að
heimili og fjölskyldu og að ýmis
ágreiningsmál um erlend efni væru
þess háttar, að þau ættu ekki heima i
þingkosningabaráttu Aftur á móti
greinir siðan flokkana að öðru leyti á i
stefnumálum sinum, ella væru ekki
starfandi samtals 14 flokkar i landinu
Enda þótt efnahagsmálin hafi verið
eitt helzta mál kosninganna hefur
Verkamannaflokkurinn ekki síður
lagt kapp á að veikja tiltrú
Afrískt blað í leiðara:
Afríka er orðin brjáluð
Abidjan. Filabeinsströndinni.
10. september. Reuter.
Fílabeinsstrandardagblaðið
Fraternite-Matin sagði í leiðara
í morgun, að brjálæði heföi
gripið Afríku, sem gert hefði
heimsálfuna að athlægi i heim-
inum. Lýsti blaðið sumum leið-
borgar. Siðan sagði blaðið:
„Eþíópíumenn og Sómaliu-
menn drepa hverjir aðra með
sovézkum MIG-þotum og byss-
um, Tanzaniumenn og Kenyá-
búar hafa rofið allt samstarf,
Úgandamenn fordænta innrás i
lofthelgi og sjá aftökusveitum
fyrir nægum verkefnum."
Til viðbótar þessu sagði blað-
ið: „Egyptar og Libýumenn
halda áfram orðastríði sínu.
Chad sakar Líbýu um innrás og
ráðamenn i Pretoriu og Salis-
bury sökkva æ dýpra i púður-
Framhald á bls. 28.
kjósenda á SV-Sósíalíska vinstri-
ílokknum — og er ófús að þurfa að
styðjast við flokkinn til að halda
velli Þó að áróður Verkamannaflokks-
ins gegn SV hafi verið hatrammur.
mun það væntanlega ekki ráða úrslit-
um um fylgistap hans, þar sem flokkur-
inn hefur gersamlega glatað fylgi sinu
og má kallast sæll og heppinn ef hann
kemur 3—4 þingmönnum að. en
hafði 1 6 á þvi þingi sem sat fyrir
í hinum óvæntu niðurstöðum
skoðanakönnunarinnar sem i upphafi
var vikið að kemur i Ijós að Verka-
mannaflokkurinn gæti fengið nægilegt
fylgi til að halda áfram um stjórnvölinn
næstu fjögur ár, eða 44 5% og
75—80 sæti í Stórþinginu, en þar
eiga sæti 1 55 þingmenn
í þessum niðurstöðum segir að
flokkarnir þrír sem keppt hafa að því að
ná meirihluta og mynda stjórn fái
aðeins 40 6% til samans og þrir aðrir
borgaraflokkar fái 7% atkvæða
Kommúnistar og Rauða kosninga-
bandalagið — marxistarnir-
leninistarnir — fái 0 4% og 0 9%
Geta má þess að fyrir siðustu þing-
kosningar birti Noregs Markedsdata-
Franthald á bls. 28.