Morgunblaðið - 11.09.1977, Page 14

Morgunblaðið - 11.09.1977, Page 14
14 MORGUNBLAÐIf), SUNNUDAGUR 11. SEPTEMBER 1977 Birgir IsL Gunnarsson, borgarstjóri: Atvinnumálaskýrslan ber fyrst og fremst vott um fyrirhyggju Atvinnumálaskýrslan ber f.vrst og fremst vott um fyrirh.vggju í ársbyrjun 1976 fór ég þess á leit vió nokkra embættismenn Reykjavíkurltorf'- ar, að þeir mynduðu með sér vinnuhóp til að athuga sérstaklega atvinnumál í Reykjavík og nágrenni. Ástæða þessa var sú, að upplýsingar, sem þá lágu fyrir, bentu til þess að allmikill samdráttur hefði orðið í fiskveiðum og fiskvinnslu hér i Reykjavik, og þvi væri æskilegt að fá heildarmynd af þróun atvinnulífs í borg- inni. Skýrsla embættismanna var lögð fram i júlí s.l. og gerði ég þá m.a. grein fyrir efni hennar á blaðamannafundi. Síðan hafa allmiklar umræður orðið um þessa skýrslu á opinberum vettvangi og er það vel. Hinu er ekki að leyna, að skýrslan hefur verið mistúlkuð á ýmsan veg og af henni dregn- ar rangar ályktanir í mörgum greinum. Þá hefur mikill hluti þessara umræðna verið í venjuiegum pólitískum þrætubókarstíl, þar sem allt er málað annað hvort svart eða hvitt, en forðast að reyna að sjá hlut- ina í stærra samhengi. Slík þrætulist er ein mesta uppáhaldsiðja alltof margra sem við stjórnmál fást. 1 þessari grein mun ég drepa á nokkur atriöi, sem fram hafa komið i þessum umræðum og leitast við að varpa á þau betra ljósi. Er vá fyrir dyrum? Ýmsir af þeim, sem um skýrsluna hafa tjáð sig, hafa látið sem svo, að af henni megi draga þá ályktun, að mikil vá sé fyrir dyrum í Reykjavík, og jafnvel neyðar- ástand framundan. Því fer fjarri, aö nokkrar slíkar ályktanir megi draga af þessari skýrslu. Um margra ára bil hefur atvinna i Reykjavík verið næg og atvinnu- öryggi hér meira en víðast hvar annars staðar á landinu. Þannig sýnir skýrslan, að árleg mannaflanotkun jókst um 6000 — 6500 ntannár á síðasta áratug. Það sent skýrsluhöfundar hins vegar vara við er það, að þessi aukning er fyrst og fremst i þjónustugreinum. Reykjavík hefur orðið miðstöð hvers konar þjónustu fyrir allt landið og þess vegna hefur æ stærri hluti vinnuafls þess, sem á vinnumarkaðinn kemur, bundizt í viðskiptum, samgöngum, opinberri stjórnsýslu, heilbrigðisþjónustu og ýmsum öðrum þjónustugreinum. Fram- leiðslustarfsemin hefur hins vegar farið halloka í samkeppninni um vinnuaflið hér í höfuðborginni. Skýrsluhöfundar benda því á, að til þess að tryggja atvinnuöryggi i borginni í framtíðinni, sé vænlegast til árangurs að efla framleiðslugreinarnar. Skýrslan horfir þvi fyrst og fremst til framtiðarinnar. Hún bendir á vissa hættu, sem er í sjönmáli og hvetur til að við henni sé brugðizt í tima. Skýrslan ber því fyrst og fremst vott um fyrirhyggju, hvet- ur til umræðna og þess, að brugðizt sé við vanda, sem menn nú sjá fyrir betur en áður. Mjög svipuð þróun hefur átt sér stað í öllum höfuðborgum Norðurlanda. Þessi þróun hefur jafnvel gengið mun lengra í sumum höfuðborgunum og það svo langt, að mjög hefur reynzt erfitt fyrir stjórn- endur þeirra borga að snúa þróuninní við þar sem þeir uggðu ekki að sér i tíma. Hér í Reykjavik er enn nægur tími til stefnu. Borgarstjórn þarf að ræða það af fullri alvöru, hvernig við skuli brugðizt og leita þarf samvinnu við ríkisvaldið um þau mál. Það frumkvæði Sjálfstæðis- manna að Iáta gera slíka skýrslu ber vott um lifandi stjórn þeirra i borginni og framsýni tíl að mæta aðsteðjandi vanda- málurn. Skýrslan er af sömu rótum runnin og aðrar stórhuga áætlanir Sjálfstæðis- manna í borgarstjórn. Roykjavíkurhöfn og útgeröin I umræðum um skýrsluna hefur Reykja- vikurhöfn nokkuð komið til umræðu og það gagnrýnt aö ekkí hafi nægilega hratt gengið með uppbyggingu hafnarinnar. A undanförnum árum hefur sú þróun orðið í útgerðarmálum hér í borg, að báta- útvegur hefur minnkað, en útgerð togara orðið þýðingarmeiri af þeim sökum. Ég held að öllum sanngjörnum mönnum blandist ekki hugur um það, að ástæða þess, að bátaútgerð hefur minnkað frá Reykjavík, sé fyrst og fremst fjarlægð frá miðunum. Aðrar hafnir á Suðurlandi og Reykjanesi liggja betur við miðum. styttri sigling er þaðan á fengsælustu fiskimiðin og því hafa útgerðaraðilar kosið að gera út frá þeim stöðum. Þessi þróun á ekkert skylt við aðstöðuna í Reykjavíkurhöfn. Hinu er ekki að leyna, að við, sem berum ábyrgð á stjórn borgarinnar, hefðum kosið að geta komið fyrr i framkvæmd því skipulagi, sem við létum gera og á að leiða til þess, að Vesturhöfnin verði eingöngu fiskihöfn, en farmskipin verði í hluta Austurhafnarinnar og í Sundahöfn. Ástæða þess að ekki hefur verið unnt að koma þessari áætlun fyrr í framkvæmd er sú, að Reykjavikurhöfn hefur átt við mikil fjárhagsvandamál að striða á undanförn- um árum. Reykjavik er eina höfnin á landinu, sem að öllu leyti þarf að standa undir sér sjálf og fær ekkert framlag frá ríkinu til hafnargerðar. Allar aðrar hafnir fá 75% af kostnaði hafnarmannvirkja greiddan af ríkinu. Staðir, eins og t.d. Hafnarfjörður og Akureyri, fá þetta ríkis- framlag, þegar Reykjavik er látin sitja á hakanum. Á sama tíma hefur Reykjavik um mörg undanfarin ár reynt að bæta fjárhag hafnarinnar með þvi að fá hækk- uð ýmis þau þjónustugjöid hafnarinnar, sem eru einu tekjur hennar til reksturs og framkvæmda. Það hefur verið hörð bar- átta að fá þessi gjöld hækkuð, jafnvel þótt sýna megi fram á það með rökum, að þessi gjöld vega sáralítið i vöruverði og eiga lítinn sem engan þátt í aukningu verð- bólgu í landinu. Óskiljanleg fyrirstaða hefur verið af hálfu þeirra, sem með verð- Iagsmál fara, þar til nú á þessu ári, að nokkuð rofaði til eftir langa baráttu. Því miður verður að segja það um ýmsa borg- arfulltrúa minnihlutans, m.a. þá, sem tala nú hæst um vanrækslu i framkvæmdum við höfnina, þ.e. borgarfulltrúa Fram- sóknarflokksins, að þeirra stuðningur hefur verið lítill í þessu máli, og jafnvel hreinn fjandskapur á stundum. Þeir hafa ekki hikað við að leggjast gegn tillögum um tekjuaukningu fyrir höfnina á einum fundi borgarstjórnar, en hafa samt látið sig hafa það á næsta fundi að standa upp og gagnrýna að of hægt miði við hafnar- framkvæmdirnar. Forsenda þess að unnt sé að koma í framkvæmd skipulaginu um fiskihöfn í Vesturhöfninni er sú, að unnt sé að byggja farmskipahöfn inni í Sund- um, þangað sem farmskipin geti flutzt og þar með rýmt vöruskála og hafnarbakka- aðstöðu í Vesturhöfninni. Að þessu er nú unnið og m.a. verið tekið lánsfé á þessu ári til áframhaldandi framkvæmda í Sundahöfn. Það má einnig rifja upp nú i sambandi við þessar umræður, að Fram- sóknarmenn sýndu Sundahafnarfram- kvæmdunum einstakan fjandskap og ráku sína kosningabaráttu árið 1970 nánast ein- göngu á þeim grundvelli, að bygging Sundahafnar hefði verið röng ákvörðun á sinum tima. Eins og oft áður hefur timinn leitt í ljós, að sú ákvörðun var rétt og var byggð á framsýni. Nú eygjum við mögu- leika á því að styrkja aðstöðu fiskiskipa í Vesturhöfninni, m.a. með því að taka verulegan hluta Bakkaskemmu undir að- stöðu fyrir fiskmóttöku. Reykjavík og byggðastefnan Það er staðreynd, sem fram kemur i skýrslunni, að byggðastefnan, sem rekin hefur verið undanfarin ár, á verulegan þátt í þeirri þróun, sem hér hefur orðið. Andstæðingar Sjálfstæðismanna í borgar- stjórn hafa reynt að draga fjöður yfir þennan þátt og gera það til þess að geta óáreittir beint spjótum sínum að meiri- hluta Sjálfstæðismanna í borgarstjórn. Það er hættulegur leikur. Þeir, sem ekki vilja viðurkenna þessa staðreynd, eru ekki tilbúnir til þess að grípa á vandamál- inu af fullu raunsæi né með hagsmuni Reykjavíkur fyrir augum. Allir vita að atvinnurekendur, sem vilja stofna fyrir- tæki utan höfuðborgarsvæðisins og jafn- vel utan Reykjanessvæðisins eiga völ á betri fyrirgreiðslu, bæði úr einstökum lánasjóðum og úr bankakerfinu. Það liður varla sú vika, að ekki komi einhverjir menn á minn fund með dæmi um slíkt. Það er fyrst og fremst þessi mismunun, sem Reykvíkingar og reyndar íbúar á höf- uðborgarsvæðinu öllu, geta ekki þolað til lengdar. 1 þeirri skoðun minni felst á engan hátt andstaða við þá viðleitni að þróa blómlegt atvinnulíf í hinum dreifðu byggðum landsins. Ég geri mér þess full- komlega grein, að það er engum til hags- bóta, hvorki þeim sem á landsbyggðinni búa né Reykvíkingum eða íbúum höfuð- borgarsvæðisins, að sá fólksstraumur, sem var hingað á suðvesturhorn landsins á árunum eftir stríð og reyndar til skamms tíma, haldi áfram. Reykjavík var á sínum tima alls ekki viðbúin því að taka við þessum fólksstraumi og því þróuðust á mörkum Reykjavikur og fyrir utan borg- armörkin íbúðarsvæði, meira og minna óskipulögð, og er enginn vafi á þvi, að stöðugri og jafnari aukning fölksfjölda hér á þessu svæði hefði haft i för með sér, U I.I.YSIM,ASIMINN Klí: 22480 JR#reimí>Totúí> Range Rover |Range Rover 1977 til sölu| kUpplýsingar í síma 321 26j INIMFLYTJENDUR OG SÖLUMENN Fjöldi amerískra bila fáanlegir til afgreíðslu strax. Nýir eða notað- ir. Sérfræðingar í sýningarbilum. Skrifið og biðjíð um sölulista og skipaferðir US AUTO, IMPORTS AND EXPORTS INC., 1471 Jerome Ave. Bronx, New York 10452,. Simi (2.12) 558-7900 Telex 66727 US Auto. Tilboð óskast í neðangreindar bifreiðar skemmdar eftir tjón: Saab 96 árg 1977 Chevrolet Monte Carlo árg. 1 972 Ford Bronco árg. 1966 Bifreiðarnar verða til sýnis að Dugguvogi 9 —11, Kænuvogsmegin á mánudag. Til- boðum sé skilað eigi síðar en þriðjudag 13. SePt Sjóvátryggmgarfé/ag Is/ands h/ f. Sími 82500. iVorum að taka upp hjólalegur í Fíat 1 27 og 1 28 á mjög hagstæðu verði. .---------------------- j FIAT EINKAUMBOÐ A ÍSLANDI Davíd Sigurdsson hf. SÍÐUMULA 35. SlMAR 38845 — 38888 Ltlimtil okkar OG VIIMIINDM IIMNAhúseign viA jtar tafi Sölustjóri: Sigurður Benediktsson Haraldur Magnússon Viðsk.fr. Verðmetum íbúðina samdægurs, yður að kostnaðarlausu og án skuldbindinga. Opið 9-12 og 13.30-18.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.