Morgunblaðið - 11.09.1977, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. SEPTEMBER 1977
15
að skipulag þess hefði á margan hátt verið
öðru visi en það er í dag. Það er mikill
misskilningur, þegar því er haldið fram í
blaðagreinum eða fundarályktunum utan
af landi, að Reykvíkingar vilji á einhvern
hátt níða skóinn niður af landsbyggðinni.
Skoðanir okk: r fela ekki í sér neina striðs-
yfirlýsingu á hendur öðrum hlutum lands-
ins. Sjálfur er ég þeirrar skoðunar, að það
sé nauðsynlegt að blómleg atvinna þróist
um land allt, og að félagsleg og heilbrigð-
isleg þjónusta megi aukast út um landið,
m.a. til að forða því, að það fólk, sem slíka
þjónustu þarf að fá, komi allt hingað til
Reykjavíkur og nágrennis. Aðalatriðið er,
að allir landshlutar sitji við sama borð,
þegar um er að ræða ákvörðun um fjár-
magnsfyrirgreiðslu til atvinnurekstrar.
Það á ekki að þurfa að vera ákvörðunar-
ástæða fyrir þann mann, sem hyggst
stofna fyrirtæki, að hann geti fengið betri
fjármagnsfyrirgreiðslu á einum stað en
öðrum. Þessi þáttur snýr fyrst og fremst
að rikisvaldinu og stjórnum þeirra sjóða,
sem hafa það hlutverk að deila út fjár-
magni til atvinnurekstrar.
Borgarstjórn
og atvinnumálin
Því fer fjarri að Borgarstjórn Reykja-
víkur hafi haldið að sér höndum um at-
vinnumál á undanförnum árum eins og nú
er haldið fram af andstæðingum Sjálf-
stæðisflokksins. Auk ýmis konar óbeinnar
fyrirgreiðslu til atvinnurekstursins hefur
borgarstjórn greitt í beinhörðum pening-
um til eflingar atvinnulífs hundruð
milljóna króna á undanförnum árum. Sem
dæmi má nefna, að á þessu ári gerir
fjárhagsáætlun borgarinnar ráð fyrir því,
að lagt sé til framkvæmdasjóðs borgarinn-
ar 130 millj. kr. Aðallega rennur þetta fé
til Bæjarútgerðar Reykjavikur. Því miður
fer of mikill hluti þess til að greiða rekst-
urshalla fyrirtækisins, en að öðru leyti fer
það fjármagn til uppbyggingar. Bæjarút-
gerð Reykjavíkur hefur og verið í mikilli
endurnýjun á undanförnum árum, fyrir-
tækið á nú glæsilegan flota nýrra togara
og er unnið að þvi að bæta aðstöðuna í
landi. Auðvitað má alltaf um það deila,
hvort rétt hefði verið að verja þessu fé á
annan hátt til eflingar atvinnulifs i borg-
inni, en ég hef verið eindregið þeirrar
skoðunar, að þar sem Reykjavíkurborg á
og rekur útgerðarfyrirtæki eins og B.Ú.R.,
þá beri að reka það með fullum sóma og
reisn.
Enginn vafi er á því, að bein þátttaka
borgarinnar í atvinnurekstri kostar mikið
fé. Það kann að vera að nauðsynlegt sé
fyrir borgina að taka þátt i stofnun stór
fyrirtækja eins og t.d. nýrri skipavið-
gerðarstöð. Um það vil ég ekki fullyrða á
þessu stigi. Hitt er þó ljóst, að það fjár-
magn, sem borgin hugsanlega kann að
leggja til slíks fyrirtækis verður ekki
notað til annars. Það þýðir því, a.m.k. i
bili, minnkandi fjárframlög til ýmissa
annarra verkefna, t.d. uppbyggingar á
margvíslegri þjónustu eins og skólum,
barnaheimilum, menningarstofnunum og
öðru þess háttar. Því miður gleymist þessi
þáttur of oft í umræðum manna á milli.
Reykjavík og
nágranna-
sveitarfélögin.
í sambandi við umræður um skýrsluna
hafa allmargir gripið til þess ráðs að gagn-
rýna Reykjavikurborg fyrir að hafa
„misst" fyrirtæki til nágrannasveitar-
félaganna. Eg hef áður minnzt á mikla
lóðaúthlutun borgarinnar undir atvinnu-
húsnæði. Reykjavík hefur hins vegar ekki
keppt eftir þvi að hafa á boðstólum nægi-
legt magn lóða til að allur atvinnurekstur
höfuðborgarsvæðisins geti rúmazt innan
marka Reykjavíkur. Önnur sveitarfélög á
svæðinu hafa reynt að stefna að þvi að
auka atvinnurekstur hjá sér, og það finnst
mér ekki óeðlilegt. Ýmis fyrirtæki hafa
því komið sér fyrir i nágrannasveitar-
félögunum, annað hvort ný fyrirtæki, sem
þar hafa verið stofnuð, eða fyrirtæki, sem
flutzt hafa að úr Reykjavík eða annars
staðar frá.
Ég hika ekki við að láta þá skoðun mina
i ljós, að ég tel ekki æskilegt að sú þróun
haldist áfram, sem um tima var rikjandi
að nágrannasveitarfélögin verði svefn-
bæir út frá Reykjavík. Eg tel eðlilegt að í
atvinnustarfsemi á höfuðborgarsvæðinu
komist jafnvægi, að litið verði á höfuð-
borgarsvæðið sem eina heild i atvinnumál-
um og að sveitarfélögin innbyrðis eigi
ekki að standa i öeðlilegri samkeppni um
fyrirtæki sin á milli. Ég sé því ekki ofsjón-
um yfir þvi þó að eitt og eitt fyrirtæki
flytji yfir mörkin.
Vegna sérstakra umræðna um frágang
gatna í Ártúnshöfða i tengslum við skýrsl-
una vil ég leyfa mér að fullyrða að Reykja-
vík er fyllilega samkeppnisfær við hvaða
sveitarfélag á landinu sem er um þjónustu
í sínum iðnaðarhverfum. Borgin hefur
haft forystu meðal annarra sveitarfélaga
um frágang gatna og auðra svæða jafnt i
ibúðarhverfum sem iðnaðarhverfum. Það,
að enn skuli ekki hafa verið gengið frá
götum í Ártúnshöfða, er einungis undan-
tekningin sem sannar regluna og sýnir að
atvinnurekendur í Reykjavik vilja gera
meiri kröfur að þessu leyti til Borgar-
stjórnar Reykjavíkur en atvinnurekendur
í öðrum sveitarfélögum gera til sinna
sveitarstjórna.
Re.vkjavík og
einkaframtakið
Einstaklingsframtakið hefur verið
grundvöllur atvinnulífs i Reykjavík til
þessa og verður vonandi um ókomna fram-
tið. í Reykjavík eru hundruð einstakl-
inga, sem eiga og reka fyrirtæki bæði smá
og stór. Einstaklingarnir í borginni og
félagssamtök þeirra eru burðarás atvinnu-
lifsins í Reykjavík og sama gildir reyndar
um önnur sveitarfélög á höfuðborgar-
svæðinu. Opinber rekstur hér er hverf-
andi litill, ef undan er skilinn rekstur
Bæjarútgerða i Reykjavík og Hafnarfirði.
Samvinnurekstur er hins vegar umtais-
verður hér i Reykjavik og hefur borgar-
stjórn leitazt við að veita því rekstrar-
formi sambærilega aðstöðu og einkafyrir-
tækin hafa fengið.
Skýrslan hefur orðið mönnum tilefni til
að endurtaka þau ósannindi, sem stundum
hafa verið borin á borð, að meirihluti
borgarstjórnar geri það sem hann geti til
að útskúfa samvinnurekstri úr borginni.
Hefur KRON sérstaklega verið nefnt i
þessu sambandi. KRON hefur fengið
margar lóðir i Reykjavík. Hins vegar sam-
þykkti meirihluti borgarstjórnar það ekki,
að KRON fengi að setja upp stórmarkað í
vöruskemmu, sem Samband isl.
samvinnufélaga fékk úthlutað á hafnar-
svæði og átti fyrst og fremst að vera
þjónustufyrirtæki i tengslum við höfnina.
Slikt var brot á öllu skipulagi og raunar
furðulegt að fram á það skyldi vera farið.
KRON á hins vegar skriflegt vilyrði frá
borgarstjórn fyrir lóð í nýjum miðbæ, en
því vilyrði hefur félagið á engan hátt
sinnt og sýnt lítinn áhuga á að byggja þar
upp. Þó er þetta einn bezti staður i borg-
inni og verður væntanlega mikil miðstöð
verzlunar og athafnalífs. Þá má og minna
á að ekki fyrir löngu siðan auglýsti
borgarstjórn eftir umsækjendum um
lóðir, m.a. fyrir stórmarkað í Mjódd, þ.e.
miðbæjarhverfi Breiðholtshverfanna.
KRQON var ekki meðal umsækjenda um
þá lóð. Ég vil því alveg vísa heim til
föðurhúsanna, að meirihluti borgarstjórn-
ar ofsæki KRON, eins og ýmsir aðstand:
endur þess fyrirtækis hafa haldið fram.
KRON nýtur fyllilega sambærilegrar að-
stöðu og einkafyrirtækin i borginni. Þvi
má og heldur ekki gleyma að borgarstjórn
hefur úthlutað Sambandi ísl. samvinnu-
félaga veglegu athafnasvæði inn við^
Sundahöfn, þar sem gert er ráð fyrir
byggingum á vöru- og birgðaskemmum, og
auk þess skuldbundið sig til að gera sér-
stök hafnarmannvirki beint framundan
þessum vöruskemmum til þess að auð-
velda Sambandi ísl. samvinnufélaga alla
aðstöðu á þessum stað.
Þessi dæmi sýna að meirihluti borgar-
stjórnar hefur í lóðaúthlutunum sínum
leitazt við að vera sanngjarn og vega og
meta þarfir þeirra aðila, sem um lóðir
sækja, og alls ekki sýnt samvinnufyrir-
tækjum neinn fjandskap. Eg er þeirrar
skoðunar, aö einkafyrirtæki og samvinnu-
fyrirtæki eigi að starfa hlið við hlið i
Reykjavík i eðlilegri og heilbrigðri sam-
keppni, en þvi miður hefur alltof oft borið
á því á ýmsum stöðum þar sem Fram-
sóknarmenn hafa haft tögl og hagldir, að
reynt hefur verið að skapa samvinnufyrir-
tækjum á staðnum einokunaraðstöðu i
ýmsum greinum. Þetta þekkja íbúar út
um allt land.
Reykjavík os
hin félagslega
þjðnusta.
í skýrslunni kemur fram, að meðaltekj-
ur Reykvikinga eru lægri en á mörgum
öðrum stöðum á landinu. Jafnframt hefur
verið sýnt fram á, að hér í ReykjaVík býr
tiltölulega fleira eldra fólk en á nokkrum
öðrum stað í landinu. Það er von að hug-
leitt sé, hvernig á því standi, að svo mikið
af öldruðu fólki og fólki með skerta starfs-
orku hefur flutzt til Reykjavikur.
Reyndar liggur svar.við þeirri spurningu i
augum uppi. Reykjavík hefur haft forystu
um hvers konar þjónustu á sviði félags- og
heilbrigðismála. í Reykjavík hafa menn
fundið skjól þegar eitthvað bjátar á með
heilsu eóa aldurinn sækir á. Sumt af
þessari þjónustu hefur rikisvaldið haft
forystu um, en um njargt hefur forystan
verið hjá Borgarstjórn Reykjavikur.
Nægir þar að nefna byggingu Borgar-
spitalans, sem er eitt glæsilegasta sjúkra-
hús landsins og þjónar að sjálfsögðu
landsmönnum öllum, þó að Reykjavíkur-
borg hafi haft frumkvæði og forystu um
byggingu og rekstur þessa sjúkrahúss.
Margs konar þjónusta við aldraða er hér
og betri og fullkomnari en víðast annars
staðar, en þessi forysta borgarinnar á
sviði félagsþjónustu segir nú til sín i óhag-
stæðri aidursskiptingu með þeim af-
leiðingum, að hér býr tiltölulega fleira
fólk með lágar tekjur en annars staðar á
landinu.
í%f% ’Tilbúið undir tréverk-
djj Til sölu stigahus við Fatamarkaðurinn
Spóahóla í Breiðholti Trönuhrauni 6, Hafnarfirði,
EF ÞAÐ ER FRÉTTNÆMT ÞÁ ER ÞAÐ í MORGENBLAÐINU —Qul Ibúðirnar eru þessar: 3 herb. íbúð á hæð verð kr. 7.600.000.— 3 herb. íbúð á hæð verð kr. 8.500.000.— 4 herb. íbúð á hæð verð kr. 10.300.000. — if Sumum íbúðunum getur fylgt bílskúr. Verð kr. 1.3000.000.-. ■jf íbúðirnar seljast tilbúnar undir tréverk, húsið fullgert að utan, sameign inni að mestu frágengin. ýk íbúðirnar afhendast 1. nóvember 1 978. •jt Beðið verður eftir kr. 2.500.000.— af 2 700.000.— húsnæðismálastjórnarláni. við hliðina á Fjarðarkaup Seljum næstu viku allar galla- og flauelsbuxur og flauels og galla jakka fyrir kr. 2000. — Ennfremur nokkrar aðrar tegundir af buxum fyrir kr. 1000. — Enskar barnapeysur fyrir kr. 750,- og margt fleira mjög ódýrt. Þetta er sértilboð sem stendur aðeins vikuna. Fatamarkaðurinn Trönuhrauni 6 Hafnarfirði við hliðina á Fjarðarkaup.
rA Teikningar til sýnis á skrifstofunni.
o i S Opið kl. 1—5 virka daga. Kvöldsímar 75374 og 73732
é. c Húsgögn — innréttingar Óskum eftir starfskröftum í,: Húsgagna- og innréttingasmíði. Lakksprautun og spón-
Svavar Örn Höskuldsson múrarameistari Skrifstofa Gnoðavogi 44 (Vogaver) uppi. Sími: 86854.
h u <■i.vsim.x v ■ SIMINN IK: lagningu. Smíðastofa Jónas Sólmundsson Sólvallagötu 48, S. 16673.