Morgunblaðið - 11.09.1977, Page 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. SEPTEMBER 1977
Kveðja:
----- r
Gunnar Olafsson
vörubifreiðarstjóri
Fæddur 15. ágúst 1904.
Dáinn 4. september 1977.
Enginn veit hvað átt hefur fyrr
en misst hefur. Þannig hefur hið
skyndilega fráfall Gunnars afa
míns verkað á okkur sem nú
syrgjum brottför hans úr okkar
hópi. F'jölskyldan hefur alltaf ver-
ið samrýnd þvi fjölskylduböndin
eru sterk en nú hefur annar stóri
hlekkurinn brostið vegna brott-
farar afa.
Afi minn fæddist í Reykjavik
þann 15. ágúst 1904 og voru for-
eldrar hans hjónin Þorgerður
Gunnarsdóttir frá Skálahnjúk i
Skagafirði og Ólafur Þórarinsson
múrari er ættaður var úr Biskups-
tungunum. Ólafur og Þorgerður
eignuðust 6 börn, 4 dætur sem
allar eru látnar og 2 syni og er sá
yngri Gunnlaugur einn á lífi nú
eftir lát afa. Elzta barn þeirra
hjóna var S:ra en hún lézt 18.
desember 1976 en næstelztur var
afi’og er stutt á milli þeirra syst-
kina.
Afi var vörubifreiðarstjóri í
nærri hálfa öld og stundaði hann
ætið sina vinnu af samvizkusemi
og eljusemi. Hann fékk lömunar-
veiki er hann var á öðru ári og bjó
hann við þá lömun alla ævi. Þessi
fötlun hans var mikil en aldrei
heyrðist afi kvarta vegna hennar
heldur vann hann störf sín af
krafti sem vel hefði sæmt full-
frískum manni. Skaplyndi hans
hefur án efa átt stóran þátt í
þessu því lund hans var létt og
alltaf var hann i góðu skapi og
gleði hans verkaði sterkt á aðra
og áður en varði tókst honum að
gleðja þá er hjá honum voru.
Afi kvæntist ömmu minni
Helgu Oddsdóttir (B Jenssonar
og K.h Guðrúnar Kristjánsdótt-
ur) sem ættuð er úr Dalasýslu.
hinn 1. júní 1929 og eignuðust
þau þrjú börn, tvo syni og eina
dóttur. Öll börn þeirra hafa stofn-
að heimili og eru gift.
Afi var mikill vinur dýranna
þótt borgarharn væri, og hafa
amma og hann átt hesta í 50 ár.
Þessa ferfætlinga annaðisl afi
með astúð sem börn hans væru.
Barnabörn afa eru sex og er
undirrituð elzt. Öll geymum við í
t
KATRÍN KRISTJÁNSDÓTTIR
frá Syðra Langholti,
Rauðarárstíg 28,
sem lést 2 september s I verður jarðsungin frá Fossvogskirkju,
þriðjudagmn 1 3 september kl 3 00 siðdegis
Systur hinnar látnu.
FALLEGT ÚRVAL
AF STEINSTYTTUM
PÓSTSENDUM
OPIÐ 12 — 6
Kirkjufell,
Ingólfsstræti 6.
huganum minningar um samveru-
stundir sem aldrei verður hægt að
endurtaka þótt öll værum við að
vilja gerð. Endurminningarnar
munu lifa alla okkar ævi. Afi var
góður við okkur afabörnin og allt-
af var hann reiðubúinn að hugga
okkur í sorgum okkar og greiða úr
vandamálum á þann hátt er hann
bezt gat. Afí og amma voru alltaf
samhent um allt er gera þurfti og
hjónaband þeirra varð rúm 48 ár.
í fjögur ár bjó ég hjá afa min-
um og ömmu á heimili þeirra að
Hrísateig 9 en þar áttu þau heima
i 30 ár. Á heimili þeirra naut ég
umhyggjusemi þeirra og ástar og
þakka ég fyrir það veganesti er ég
fékk þar. Það mun endast ævi-
langt. Og þótt ég fiytti á brott
héldu þau sömu verndarhendi yf-
ir mér og áður og er það ómetan-
legt.
Litla systir mín, sem er aðeins
átta ára, kveður lika afa sinn og
þakkar fyrir þau ár er þau áttu en
voru allt of fá.
Að lokum sendi ég minar sam-
úðarkveðjur til ömmu sem misst
hefur mann sinn, til móður minn-
ar sem misst hefur föður sinn, og
til móðurbræðra minna tveggja.
Hvíli afi í friði.
Helga Erlendsdóttir.
Hin sviplegu fráföll koma
mönnum oft mjög á óvart, þótt
allir viti að dauðinn gerir sjaldan
boð á undan sér, og að „hvenær
sem kemur kall, kaupir sig eng-
inn fri“. Sérstaklega á þetta við
um nánustu vini og venzlamenn.
Kynni okkar Gunnars voru
stutt, aðeins fárra ára samstarf. Á
æskuárunum lamaðist hann nokk-
uð vegna mænusóttar og varð sú
lömun til æviloka. Það hefir þvi
vissulega verið mikil þrekraun að
verða að ganga í hvaða erfiðis-
vinnu sem var, sem öil var mjög
þug handaflsvinna á þeim tima.
Síðar gerðist hann vörubifreiðar-
stjóri og gegndi því starfi þar til
fyrir þrem árum að hann lét af
þvi starfi vegna þverrandi krafta.
Gunnar kvæntist eftirlifandi
konu sinni 1. júni 1929. Þau byrj-
uðu búskap blásnauð eins og flest
alþýðufólk varð að gjöra á þessum
tíma, en með dugnaði, sparsemi
og ráðdeild tókst þeim með sam-
stilltu átaki að skapa sér og
börnunum fagurt heimili og góða
afkomu. Börnin eru þrjú, öll upp-
komin, harðduglegt ágætisfólk.
Gunnar var léttlyndur og
skemmtilegur í viðkynningu, ætíð
boðinn og búinn til hjálpar þar
sem þörf var. Og það má segja að
með gleði og söng hafi hann kvatt
þetta líf, og ég er viss um að með
gleðisöng hefir onum verið tekið
handan við huliðstjald himinsala.
Hjartkærar saknaðarkveðjur frá
konu hans, börnum og barnabörn-
um.
Ég vil votta öllum nánustu að-
standendum innilega samúð. Sér-
staklega bið^ ég Guð að styrkja
eiginkonuna sem eftir lifir. Þar er
breytingin svo snögg eftir langa,
farsæla sambúð.
Ég kveð Gunnar og þakka hon-
um hjartanlega fyrir margar
skemmtilegar samverustundir og
ég vona að við munum vinna sam-
an í fyrirheitna landinu, sent við
flytjumst öll til að
lokum.
Ingjaldur Tómasson.
+ Maðurinn minn SIGUROUR ÞÓROARSON frá Laugabóli er látinn Ásta Jónsdóttir
+ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför dóttur okkar og barnabarns ÞÓRU BALDURSDÓTTUR, Fornuströnd 4. Þórunn Ólafsdóttir, Baldur G. Ásgeirsson, Jarþrúður Jónsdóttir, ÁsgeirM. Ásgeirsson. og aðstandendur.
+ Móðir okkar, GUÐRÚN S GUÐMUNDSDÓTTIR, frá Guttormshaga, sem andaðist á Vifilsstaðaspitala, 2 september verður jarðsungin frá Hagakirkju í Holtum þriðjudaginn 1 3 september kl 14 Börnin.
+ Utför fóstursystur okkar, GUÐRÚNAR GUÐJÓNSDÓTTUR Melhaga 13, fer fram frá Neskirkju mánudaginn 12. september kl 15 Blóm vinsamlegast afþökkuð Ólafia Jochumsdóttir, Guðrún Petersen.
+ Þökkum auðsýnda samúð og vináttu við andlát fóstru okkar MARGRÉTAR VALDIMARSDÓTTUR, Guðrúnargötu 7, Reykjavik Steinunn M. Lárusdóttir, Jón Þór Einarsson, Hilmar Einarsson, Sigriður Helga Einarsdóttir.
+ Eiginkona mín móðir okkar, tengdamóðir og amma, JÓHANNA RÓSA MAGNÚSDÓTTIR. Álftamýri 2, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju, miðvikudaginn 14 sept kl. 1 0 30 fh Fyrir hönd barna, tengdadóttur og barnabarna, Bjöm Egilsson
+ Útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, CHARLOTTU KRISTJÖNU JÓNSDÓTTUR fer fram frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 1 3. sept kl. 1 30 e h Björn Magnússon, börn, tengdabörn og barnabörn.
+ Útför SIGURLÍNAR KRISTÍNAR DAVÍÐSDÓTTUR frá Ásbúð Hafnarfirði fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 1 3 september kl 1 3:30 Vandamenn,
+ Þökkum af alhug auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför MÁLFRÍÐAR BJÖRNSDÓTTUR. Frímann Jónasson Ragnheiður Frimannsdóttir Ove Krebs Birna Frímannsdóttir Trúmann Kristiansen Jónas Frímannsson Margrét Loftsdóttir Bamabörn og barnabarnabörn.