Morgunblaðið - 11.09.1977, Page 23

Morgunblaðið - 11.09.1977, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. SEPTEMBER 1977 23 kapitula Daníelsbókar og ræddi um draumfarir Nebúkad ezar kon- ungs i Babel. Eins og áreldur und- an jökli brauzt orðið fram af vör- um þessa áttræða sjómanns og kristniboða, hvergi hik, hvergi hallað islenzku máli. Hvar er djöfuls ræðan? Hann var búinn að hita vel upp, skjóta sér inn i Opinberunina og Orðskviðina, en siðan sneri hann sér að töskunni sinni og rótaði i henni um leið og hann sagði: „Nú ætla ég að Iesa góða ræðu, alveg ágætis ræðu.“ En eitthvað var djúpt á ræð- unni: „Hvar er djöfuls ræðan,“ skauzt þá út úr prédikaranum, „ég finn bara ekki andskotans ræðuna. Jú, héma er hún: Og ég sá dýr stiga upp af hafinu, það hafði tiu horn og sjö höfuð og á homum þess voru tiu ennisdjásn, og á höfðum þess voru guðlöstunar nöfn. Og dýrið, sem ég sá, var likt pardusdýri og fætur þess voru sem bjamarfætur, og munnur þess eins og Ijónsmunnur, og dreuinn gaf þvi mátt sinn og hásæti sitt og vald mikið. (Opinb. Jóh. 13). En Guð á svar við öllu og kærleikur hans er hið lifandi smyrsl. Og hann sá fjóra menn koma“ ... „Við erum nú ekki nema tveir hér góði,“ gall þá i góðborgara einum sem átti leið hjá torginu. „Það skiptir engu máli,“ svaraði Gústi um hæl, „það er Guð sem segir hitt. — Og þessir fjórir menn komu gangandi. — Heyrðu,“ kall- aði hann til góðborgarans, „ertu búinn að taka út úr reyknum fyrir mig.“ „Já, það er búið,“ svaraði sá á morgungöngunni. „Gott, ég borga eftir helgina, en nú höldum við áfram og hlustaöu nú.“ „Það var allsstaðar fullt af kvenfólki” Iinn þmmaði raust prédikarans og orðskviðir hans fuku út i norðr- ið eins og fuglar flygju hjá. Svo mundaði hann sálmabók- ina. „Er þetta nýja sálmabókin,“ spurði ég. „Já, þetta er nýja sálmabókin. Það em alveg ágætis sálmar i henní. Þetta er Birken, nr. 362. Hann er þýzkur.“ Af þmmandi raust hljómaði: „Mig lát, Jesús, með þér ganga, mega rekja fótspor þin, svo i lifsins striði stranga styttist þrautasporin min. Lát mig ganga’ á Ijósum degi, lát mig ganga á kærleiksvegi, gakk þú æ á undan mér, eg svo megi fylgja þér. Einn í Torginu í úrhellis- rigningu undir kvöld. Valdimar Briem þýddi hann, þessi gæðadrengur. Hann og Helgi Hálfdanarson voru með albeztu prestum og sanntrúaðir á þeirri öld og þeir endursköpuðu svo mikið kirkjuna með sálmum sin- um. Þeir fylgja nákyæmiega texta guðspjallanna og búa til sálma eftir þvi. Ég vissi það þegar ég var að sigla i útlandinu og hafði ekki Bibliuna með, en ég hafði sálma- bókina og veit þvi hve mikla nær- ingu ég fékk úr þeim. Þeir túlkuðu sko guðspjöllin og ég þurfti ekkert nema sálmana. Þeir voru ná- kvæmlega þræddir úr orðinu og þegar ég siðar fór að athuga Bibli- una og skoða sálmana sá ég að þetta voru ekkert nema Ijóð end- urkveðin úr sjálfu orðinu. Það þótti mér laglegt, þeir eru svo lifandi. Og þetta hélt mér frá allri spillingu og öllu saman, ég kom ekki nálægt henni." „Það hefur liklega verið eitt- hvað af henni?“ „Uss, uss, ussuss, það var alveg voðaiegt. Það var gjörsamlega allt spillt skipið, allt spillt." „Varstu á mörgum skipum?“ „Nei, aðallega einu.“ „Norsku?“ „Já, það var gjörspillt, það var svoleiðis. Ég var oft á vakt á nóttunni hjá þeim og oft var það erfitt. Einn romlaði milli skips og bryggju dauðadrukkinn, fannst aldrei. Einu sinni rusluðu þeir öllu i messalúkamum niður á gólf, ösl- uðu öllum morgunmatnum nið- ur.“ „Fylltu þeir ekki skipið oft af kvenfólki?" „Það var oft og það var ekkert betra hvort var i Kaupmannahöfn, Noregi, Sviþjóð eða hvar sem var. Það var alls staðar fullt af uven- fólki. Þetta voru úngar manneskj- ur sem voru spilltar. Ein frelsaðist þó, það var i Buenos Aires.“ „Fyrir þinn tilverknað?“ „Já, hún lá i bælinu hjá einum skipsfélaga minum daginn eftir þegar við vorum að fara til vinnu. Þá segi ég við hana: Sérð þú ekki fram á það, að þú ert að drepa sál þina með þessu móti. Nú var þetta ekkert ómyndarleg manneskja, ung, og ég leiddi henni fyrir sjónir hvemig þetta var. Það var ekkert annað en að eftir stutta stund er hún búin að klæða sig og svo segir hún við mig: „Þú munt aldrei framar heyra um mig að ég gangi út i þetta lif.“ Hún umbreyttist. Og þú hefur nóg að gera, sagði ég, starfssystur þinar eru margar hér og þú getur snúið þeim til Guðs. Þetta var eina regiulega tilfellið þar sem ég gat talað svona við þær i einrúmi, þvi það var enginn sem heyrði til. Það var ægilegt að sjá hana þama i rúminu.“ „Varhún fáklædd?“ „Ég veit það ekki nákvæmlega, en svo virtist undir sænginni, þetta var alveg voðalegt. Ég var báts- maður þama, sá um málningu, saumaöi segl og svona ýmislegt.“ Heimska að trúa ekki á tign Þetta var á árunum fyrir strið. Eftir að Gústi kom heim úr Nor- egsferð 1929 gekk hann i ýmis störf, mest sjómennsku og alltaf var guðsorðið i námunda. 1 einni af höfnum Argentinu vildu þeir fá hann til krisniboðs, en örlögin ætl- uðu honum aðra höfn. „Já, þeir vildu endilega fá mig til starfa með sér þama á sjó- mannaheimilinu i Buenos Aires. Ég var annar Islendingurinn sem hafði komið þangað. Friðrik hét hinn, stýrimaður á skonnortu löngu áður. Ég gat þetta ekki óundirbúinn, enda var ég ekki búinn að fá svo mikla þekkingu á Guðsorði, sem ég hef nú. Ég hafði að visu af og til snúið mér til hans, en þama var tækifæri til þess að vitna og það var sænsk kona sem ég vitnaði fyrir. Eitthvert vin- Sjá nœstu síðu Sigurvin, eini báturinn á íslandi sem hefur verið I kristniboði.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.