Morgunblaðið - 11.09.1977, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 11.09.1977, Qupperneq 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. SEPTEMBER 1977 giísti guðsmaður „Þeir sem eru frelsaSir og trúa á Jesúm, þeir eru frjálsir." glundur hafði verið á boðstólum og hún sagði mér að hún hefði verið I þessu I 20 ár. Ég bað hana að hætta þessu og snúa ser til Guðs. Hún fékk sér snafs um leið, sagðist skyldu athuga þetta og rámaði I að hún ætti einhvers staðar sænska Bibliu, en hún tal- aði bara spænsku. Já, hún sagðist skyldu athuga þetta og ég sagði að það væri betra þvi ekki hefði hún Guðsriki með sér i athöfnum sin- um Engínn getur séð Guðsriki nema hann endurfæðist. Ég kom þama aldrei meir, þarna var fullt af spanjólum að drekka R ithanda rsýnishorn Gústa. og þeir voru með langa hnifa. Ég var hálf hræddur við þetta.“ „Fórstu til Braziliu?" „Nei, aldrei. Ég fór bara á 36. gráðuna og nokkrar ferðir þangað frá London með kol. I þá daga var ekki búið að draga oliuna upp úr jörðinni. Hefur þú komið til Ríó de Janeiró?“ Ég játti þvi. >rJá, það er griðar mikið pláss. Sástu Kristsstyttuna uppi á hæð- inni, hún er glæsileg.“ Ég játti þvi og kvaðst hafa farið upp að henni. „Nú, fórstu það, á bil?“ „Ég gekk nú efsta spölinn." „Já, þar sem ekki er hægt að keyra, þar eru tröppur, það passar. Ég hef séð mynd af þessu. Það er lika mjög góð mynd þama i Amer- iku, frelsisstyttan. Er það Kristur?" „Ætli það eigi ekki að vera frelsisgyðja,“ skaut ég inni. „Nú, já, það eru lika svoleiðis tindar út úr höfðinu á henni. Já, það er liklega friðarstytta. Það skiptir miklu máli aö viröa tignina. Marconi segir i vitnisburði sinum að það sé heimskur maður sem trúi ekki á tign, en þaö hefur einmitt verið þessi spekt sem leiddi hann til Guðs. Þvi margir ósigrar vom, en trúin á Guð skýrði Hærra minn Guð til þín Ég ætlaði að hitta hann eftir Bakkaboðunina. Á meðan rölti ég niður á bryggju og tyllti mér hjá Sigurvin. Hann dormaði við festar i sunnudagslygnunni. Gústi hafði oft lent i honum kröppum á þess- ari fleytu og oft hafa siglfirzkir sjómenn siglt á haf út til þess að leita að Gústa i verstu veðrum. Á hverju sem gekk sigldi hann sæ- rokinn sólstafa vind, jafnvel i i 1 nmm Nv 1 1 mmm þetta og allt varð ljósara. Þetta var svo dásamlega gott, segir hann. Hann hét Marconi, var Itali og fann upp útvarpið, var það ekki. Þegar heimspekingarnir sögðu að það vantaði 40 minútur upp á timatalið miðað við kenningu Bibliunnar, þá kom einn og sagði að Biblian gæti ekki verið rétt. Það er fjallaö um þetta i Jesaja 38. kap. Þá kom það, að það eru 10 strik sem sólskifan var færð til baka og það em akkúrat 40 mínútur. Það skal ekki vera nokkur möguleiki að niða Bibliuna niður, allt er rétt. Allir þeir sem rifa hana niður, rifa sjálfum sé til bölvunar, þeir eru i þjónustu djöfulsins, vinna i and- kristilegum anda. Þetta getur hljómað fagurlega hjá þeim, en það er alveg sama hve maðurinn hefur mikla þekkingu, ef hann hefur euki kærleika og lifandi trú, þá er hann steindauður, alveg vita gagnslaus. Þá má lesa um þetta i Korintubréfinu 13. Það er þó ekki nóg að þekkja Bibliuna ef andi hennar fylgir ekki. Suilurðu? Mað- ur getur lesið Bibliuna eins og til dæmis nýguðfræðingurinn en við emm i vandræðum með þá þar til þeir fara sjálfir að leggja út af Guðsorði, þá fyrst sér maður hvort það er heilagur andi i þeim eða ekki. Það er dálitill munur að læra eða lifa, ætli ekki það. Það er nefnilega ekki það einfaldasta að lifa i anda Guðs, vera i skóla hjá heilögum anda og þvi verðum við bara að taka það skref fyrir skref, já skref fyrir skref, það er leiðin,“ og svo hélt hann skyndilega áfram með sálm Birken af kyrjandi raust: „Mig lát, Jesú, með þér lifa, með þér risa dauöa frá, lát þú engil bjargið bifa, brjósti mér er liggur á. Einn sé jafnan okkar vilji, okkur lif né dauði ei skilji Lát mig ætið lifa þér, lifið þitt Svo veitist mér. Ja, há, Birken heitir hann, en nú er ég að fara út i Bakka að prédika fyrir fólkið þar, lesa fyrir það. Ég ætla að lesa þar úr Jakobsbréfinu, það er dásamlegt bréf og það er til yndisleg saga frá Perú um það bréf. Ég ætla að lesa það allt.“ Og maðurinn labbaði út i Bakka með Guðsorðaskjóðuna. svörtustu þoku, þvi hann söng bara sálmana sina. Einu sinni i kolsvartaþoku hafði Gústi verið týndur á kænunni i þrjá sólar- hringa. Flotinn var gerður út til leitar og það átti að kemba haf- flötinn. Þegar þeir voru komnir nokkuð út fjörðinn kom á móti þeim sótsvartur þokubakki, en innan úr bakkanum heyrðist sung- ið hástöfum: Hærra minn Guð til þin, og i sömu svipan kom Gústi róandi inn i kláran himin. Hann hafði haldið sig undir bjargi við land á meðan sortinn hékk yfir. Þetta var allt i lagi, Guð gerði hann út og leiddi. Einu sinni var farið að óttast um Gústa i fárviðri sem gekk yfir og bátaflotinn fór af stað til leitar. í svartasta kófinu og ruddasjó sigldu þeir allt i einu fram á Gústa þar sem hann var að gera klárt fyrir landsiglingu með kristniboðsafl- ann. Skip renndi að Sigurvin, en Gústi varð fyrri til og kallaði i áminningartón: Hvem andskot- ann eruð þið að þvælast á sjó i þessu brjálaða veðri. Þúsundir af bréfum Við vorum settir inn i risher- bergi Gústa i Antonsbragga. Hann dró fram marga pappakassa fulla af sendibréfum úr öllum heims- hlutum. Þetta var allt i sambandi við kristniboðið. „Ég byrjaði að styrkja 50 Indi- ánaböm i Boliviu árið 1950, kost- aði þau til náms, og nýlega skrif- aði Marta mér og sagði að nú væm þau orðnir stúdentar og margir væm famir að vinna fyrir sitt fólk. Það munar um 50. Jú, ég hef kostaö fólk viðar, i Afriku og svona hér og þar. Ég hef sent allt sem ég hef aflað fyrir á Sigurvin og eitthvað smávegis á ég nú ósent, 600—700 dollara. Ég bið biskupinn að hjálpa mér, þeir eru á móti þessu hér, vilja varla láta mig hafa nema 50 dollara i yfir- færslu og slikt gerir sama sem ekkert gagn fyrir svo viðtækt starf. Allir þessir kassar eru fullir af bréfum og það er góð staðfesting á þvi að starfið hefur borið ávöxt. Þessi bréf eru frá öllum árum, ótal löndum, Kenya, Boliviu, Vi- etmam, Uganda, hér er mynd af holdsveikri stúlku sem Jesú lækn- aði, öll þessi bréf eru sérstaklega skrifuð til min. Hefur þú nokkurn tima séð svona bréf, útkrotað með bláu á milli. Þetta er frá einhverj- um sem er að reyna að læra, það er i áttina. Hérna er frá Nígeriu, hér er frá trúboði sem ég styð i

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.