Morgunblaðið - 11.09.1977, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 11.09.1977, Qupperneq 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. SEPTEMBER 1977 glísti guðsmaður lega Bibliutrúin hjá baminu og Guð gat ekki annað en svarið þvi, ella hefði hann afneitað sjálfum sér. Þetta bjargaði þessu heimili, fólk, fuglar og gripir fengu nóg vatn. Það er skemmtilegt að segja bömunum góðar sögur, það byggir þau upp, kveikir i þeim metnað fyrir þvi jákvæða. Það verður að prédika þannig fyrir bömin að þau skilji." Nú eru margir i hópi þeirra fullorðnu sem telja ýmislegt stang- ast á i Bibliunni," sagði ég, „eins og til dæmis kenninguna um að menn geti bæði verið saklausir sem dúfur og slægir sem höggorm- ar.“ „Já, það skilja ekki allir hvað það er að vera slægur sem högg- ormur, það er nefnilega að sjá við freistingunni, það er slægð að verj- ast táldragandi hugmyndum sem reynt er að koma inn i manninn. Heilagur andi er i merkingardúf- unni og hann greinir á milli góðs og ills. Dúfan er frá heilögum anda, hitt er frá Satan. Freistingin getur að visu bæði komið innan frá og utan, en við eigum i baráttu milli góðs og ills meðan við lifum. Á milli þessara tveggja afla er höfuðkosturinn að þekkja syndina og afleiðingu hennar, verjast henni.“ „Hvemig skilgreinir þú það sem tekur við af þessu lifi?“ „Ég skilgreini það sem vissu að tilveran er eilift lif i Paradis, þeim dvalarstað þar sem sálimar eiga að vera i, þar sem likami og sál sameinast eftir upprisuna, verða upphrifnir. Hér er góð ræða, hún er um'endurfæðinguna.“ „Þú semur býsn af ræðum?“ „Já, ég sem þessar ræður með hliðsjón af hinum trúboðunum. Ég hef þá með mér Billy Graham og fleiri. Ég tek oft eitthvað frá hon- um til þess að fara ekki neitt út fyrir Bibliutextann. Við vinnum þetta svona saman." „Gjörþekkir þú Bibliuna?“ „Ég er búinn að lesa hana nokkrum sinnum, nei, nei, ég þekki hana ekkert, þvi er ver og „Þegar vélin i bátnum gafst upp gaf Guð mér kraft til að róa." Myndin er tekin á Skaftabryggju af kristni- boðunum tveimur, en uppi af bryggjunni er Antons- braggi. miður, en ég kann töluvert af tilvitnunum. Jesaja er dásamleg bók. Það er til dæmis sagt þar frá björgun Jerúsalem á dögunum. Það er svo mikill myndugleiki og festa i þessum strákum sem rita þetta, stjómarfarsleg festa, enda eru þeir allir i orðinu.“ „Blótsyrðin eru frá holdinu” Og nú kom eitt bréf úr krafsinu frá Thulsa i Bandarikjunum. „Þessi ágæti maður missti tengdason sinn fyrir skömmu i flugslysi. Hann vinnur að boðun orðsins i Thulsa og stjómar þar 4000 manna sköla. Þetta er stór skóli og nýlega hafa þeir sett á laggimar meðaladeild, lækna- deild, tónlistardeild og fleiri deild- ir. Móðir hans hvatti hann alltaf til þess að trúa og þá fór þetta að koma. Hann keypti land og er að byggja það upp, dásamleg feikn hvað þetta gengur vel.“ Stundum hrukku blótsyrði af vömm Gústa eins og ber við hjá sjómönnum. Ég spurði hann um það orðaval. „Já, já, það detta út úr manni blótsyrði, en ég veit ekki annað en það, að þau eru ekki af heilögum anda. Ef slikt kemur fyrir, þá er það frá holdinu, holdlegt vanda- mál. Allt er þetta spuming um baráttu holdsins og andans, ekkert annað.“ „Hvað um pólitikina i heimin- um i dag, finnst þer hún andstæð kristniboðinu?" „Já, mjög, hún er alls ekki til- heyrandi kristniboðinu. Það er bara af þvi að Guð hefur fyrirskip- að boðskapinn um allan heim, að þeir geta ekki rifið hann niður, þvi Guð mun ávalit standa upp úr nánösunum. Stjómmálamennimir eru fyrstu menn til að rifa niður og skapa andkristilegar stofnanir. Þetta er að visu frjálsara i vestri en austri, en það er ekkert meiri trú fyrir vestan, það er til að mynda griðarmikil trú hjá rússnesku kirkjunni sem starfar mest neðan- jarðar. Ungur maður, frá Armeniu, hafði leyft sér að prédika i rússneska hernum. Hann var pindur og kvalinn og að lokum drekkt i Svartahafinu. Það var sagt að hann hefði dmkknað þar. Þegar likið fannst var það allt lemstrað af alls kyns morðtólum, en þama fékk umheimurinn að sjá hve djöfullinn i kommúnistman- um er hræðilegur, voðalegur, al- veg umtumandi. Hann er ekkert nema efnishyggjan, þekkir ekki annað.“ „Áttu áhugamál fyrir utan kristniboðið?“ „Kristniboðið er allt. Þegar ég er ekki á torginu, þá get ég beðið og þá er maður alveg þar niðri, það eru engar vegalengdir til i bæninni. Þá getur maður verið hvar sem er, farið hvert sem er, verið við hliðina á Billy Graham og öðrum sem ég þekki. Maður fer þetta á svipstundu, hraðar en eld- ing. Það er gott að ferðast um heiminn i bæninni, en hann áminnir mann heilagur andi ef maður fer út fyrir landhelgi kær- leikans. Þetta er hægt i andanum þvi andinn hefur enga þyngd. Ef það væri einhver þyngd i sálinni þá kæmist hún ekki út i það óendanlega.“ „Brimgaflinn opn- aðist eins og bók” Ég gekk út að glugganum á risherberginu. Gömlu bryggjurnar blöstu við, Sigurvin speglaði sig i haffletinum. „Þið hafið lent i ýmsu, báturinn og þú,“ sagöi ég. „Við Sigurvin, já, það er alveg ótrúlegt sem ég hef lent i og bjarg- azt út úr i þvi. Einu sinni var ég i brotsjó. Var héma fyrir utan fjörð- inn að sigla til lands. Þá reis gafl úr hafinu og aldan hóf sig svo hátt að það leit ekki út fyrir annað en að hún myndi gleypa allt. Þá er það engu likt, aldan klofnar eins og bók opnist og ég sigli leiðina gegnum öldudalinn sem opnaðist með þverhnipta veggi á bæði borð. Skrúfan gekk lengi i lausu lofti og það öslaði og braut allt um kring. Þannig bjargaði Guð okkur þá, eins og venjulega. Ég var viss um að allt færi í kaf, en þá opnað- ist brimskaflinn eins og lófi.“ I beinu sambandi við heilagan anda Við höfðum rabbað lengi saman og nú bauð Gústi mér saft, kræki- berjasaft, sem hann hafði sjálfur búið til eftir berjaferð nokkrum dögum áður. Hann skolaði úr grautarbollanum sinum i balia á gólfinu, feykti borðtuskunni við bollann, hellti saftinu úr mjólkur- hyrnunni sem stóð i hominu og sagði: „Þetta er betra en Coka Cola, fáðu þér sopa, þetta er hress- andi vinurinn.“ Ég svalg i einum teyg, þorstinn hvarf. „Hefurðu sima,“ spurði ég? „Nei, engan sima, ég er i beinu sambandí við heilagan anda.“ „Rafmagn?“ „Já, ljós og hita og rafmagnið á plötuna hjá mér.“ Svo duddaði hann svolitið i eldhúsinu, kvaðst elda þrisvar i viku allt mögulegt. Svo tylltum við okkur aftur inn i svefnstofuna. „Þessi prédikun er um veg kær- | leikans,“ sagði Gústi og hóf mál sitt, „nú ies ég: Og nú bið ég þig frú min góð. Þetta er úr öðru Pétursbréfi, að skrifa þér nýtt boð- orð, heldur en það sem vér höfum frá upphafi heyrt. Við skulum elska hver annan og i þvi birtist elskan að vér framkvæmum eftir boðorðum hans“ ... „Holdlegar konur” hættulegar Svo fjallaði hann um elsku kvenna og kærleik fyrr og siðar, gekk spöl með kanversku konunni og svo endaði hann eins og venju- lega á ræðum sinum: „Þetta var góð ræða.“ „Þú talar þama mikið um sam- fylgd og kynni við konur?“ „Þegar konan er endurfædd, þá er engin hætta með hana. Óendur- fæddar konur eru hættulegar, þvi þær eru holdlegar og ginna menn með margvislegum hætti. Það get- ur verið hættulegt fyrir manninn sem fæddur er i holdi. En sé hún endurfædd er allt i lagi, jafnvel hægt að leyfa sér að verða svolitið skotinn, þvi það verður bara ekk- ert nema Kristur báðum megin. Holdið kemst ekki að. Þessar kon- ur sem ég hef haft samband við eru helgaðar Guði.“ „Guð réð migá bátinn til kristni- boðs ” Við fórum aftur að tala um draumfarir Nebúkadnezar kon- ungs og ég spurði Gústa hvort hann hefði draumfarir. „Mig hefur dreymt, skal ég segja þér, og i einum draumi sá ég krisitilegt ástand þessarar þjóðar i landinu. Annaðhvort hef ég verið vakandi eða sofandi og var að hugsa. Allt i einu er eins og ég sé kominn i kláran og bláan himin. Það var eins og tjald hefði verið dregið frá. Þá sé ég fsland úr lofti, allt slétt og allt i einum klaka, allt landið, ekki nokkurn hlut nema dauða. Þetta sýndi að ástandið er alvarlegt. Þú skilur það ekki nú, en seinna, heyrði ég sagt. Þetta sá ég við rúmið, svona kláran himin, ekki nokkurt ský, klár vetrarhim- inn, frosthiminn og allt landið kom fram. Allt i klaka, en ég held að ég hafi ekki séð Vestmannaeyj- ar i þessu, tók ekki vel eftir þvi að minnsta kosti. Það er andlegur dauði sem kemur fram i þessum draumi, enda er voðalegur andleg- ur dauði i þessu fólki, voðaleg hálfvelgja i prestunum. Það verður að leggja út af orðunum i trú, allt erdautt án lifandi trúar." Framhald á bls. 28.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.