Morgunblaðið - 11.09.1977, Síða 28
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. SEPTEMBER 1977
28
— gústi
guðsmaður
Framhald af bls. 26
Við sungum nú nokkra sálma til
að skerpa á könnunni og hann
söng fyrir mig á Ijúfu tónunum
sálm nr. 321, uppátaidssálminn
hans, bænasálm. Hann söng einnig
á norsku, munaði ekkert um það.
„Ég fór ekki að safna neinum
peningum fyrr en Guð fór að
safna þessu fyrir mig,“ sagði Gústi
þegar ég spurði hann um fjármál
hans. „Það loddu engir peningar
við mig fyrr en ég fór eingöngu að
vinna fyrir Guð og hann fór sjálf-
ur að stýra þvi. Þá þurfti ég ekki
að hafa neinar áhyggjur. Þegar
mig vantaði i kristniboðið, þá gaf
hann mér meiri afla úr sjónum og
það var ekki tekið frá neinum.
Þegar ég þurfti að fá 100—200
dollara, veiddi ég bara þeim mun
meira á bátinn, það fór i kristni-
boðið, þ.e. það sem riki og bær
tóku ekki af mér. Hann hefur séð
um þetta, leitið Guðs rikis og þetta
kemur allt, segir orðið.
Það vantar bara þessa leit hjá
fólkinu. Hér i bænum skilja sumir
við konurnar sinar. Ég hef séð
bömin frá þessum heimilum. Þau
fá ekkert uppeldi, vantar alla festu
og uppfræðslu, vantar eðlilega
innprentun i guðlegum anda. Það
þarf að biðja. Þetta er allt i gegn-
um bænina, hitt skiptir engu máli.
Það gagnar ekkert að þrasa fyrir
sjálfan sig, atriðið er að sjá neyð
annarra og hlúa að og trúin bygg-
ist á boðuninni. Einhver verður að
boða hana, annað er bara dauð-
inn.“
„Hefur þú séð fólk skilja við?“
„Ég hef séð sálina skilja við. Það
er sama persónan að útliti, en þó
unglegri. Ég hef séð þetta klárt,
hjúpinn. Hún kom út úr likaman-
um og stóð við hlið hans hreyfing-
arlaus unz hún hvarf.
Ég hef einnig séð áru, sá einu
sinni mann sem gekk inn I rakara-
stofu. Áran var alveg á hælum
hans, hann átti svo stutt eftir, enda
dó hann nóttina eftir.
Ég sé áruna hjá sumum, en er
ekkert að segja frá þvi. Einu sinni
sá ég áru sem grét, sálin grét af þvi
að hún átti svo stutt eftir, hálft ár
reyndist það.“
Svo tók hann til við eina ræð-
una, enda sunnudagur, og nú
þrumaði hann um helviti og losta
heimsins, trylltan dans siðspilling-
arinnar.
„Andinn í dansinum
skiptir öllu máli”
Ég spurði hann hvort hann teldi
spillingu i dansi unga fólksins i
dag?
„Það er alit eftir þvi i hvaða
anda dansinn er,“ svaraði hann
um hæl, „það er spilling i holdleg-
um dansi, en i fáguöum dansi er
engin spilling. Þetta fer allt eftir
andanum i dansinum.“
„Hefur þú dansað?“
„Ég hef aldrai dansað. Þegar ég
átti að fara i dans, sá ég fólkið
ganga á bláum vitislogum, ég sá
glötunina i dansinum og snerti
hann ekki. Ég tók ekki á mig neitt
af þessu holdlega, reif mig lausan
frá þessum bláa eldi og lifandi
fólki i holdlegum dansi. Það getur
verið tign i dansi, en flestir af
þessum dönsum sem við sjáum eru
holdlegir. Maður á ekki að taka
þátt i spotti heimsins, ég held ég
þekki hann hvemig hann er.“
Ég bjó mig til brottþferðar.
„Jæja,“ sagði Gústi, „Guð blessi
þig og veri með þér, vinur minn,
en haföu Nýja testamentið með
þér og lestu i þvi og ef þú átt
Passiusa lmana þá gerir ekuert til
þótt þú hafir þá með þér. Það er
allt til öryggis. Svo máttu vel taka
mynd af bátnum úr þvi að þú vilt,
en þessar myndatökur af mér eru
tóm della, tóm helvitis vitleysa.
Þetta er eini báturinn á landinu
sem hefur stundað kristniboð og
það mun liklega enginn verða eftir
mig. Ég bauð Sæmundi aðvent-
istapresti bátinn, en hann hélt að
það yrði enginn til að taka við
honum. Ætli það sé ekki bezt að
láta bara brenna hann, ekki vil ég
láta hann fara i spott eins og hann
er búinn að vinna mikiö fyrir
Guð.“
Hann greip niður i sálmabókina
meðan ég var að ganga frá plögg-
um minum og söngur hans hljóm-
aði niður á bryggjuna og út fjörð-
inn. Hann sækir hleöslu i sönginn
hvort sem hann er einn i herbergi
sinu eða á dólinu úti á sjó og þá
fer rödd hans eins og sviptivindur
um fjörðinn, þvi það er ekkert
gefið eftir i raddböndunum.
„Feikilega syngur þú vel“, sagði
ég þegar linnti.
„Huhh“, svaraði hann, „ekki
vildu þeir mig nú i karlakórínn,
þeir vilja ekkert nema það verald-
lega þar.“.
— Afríka
F.ramhald af bls. 1
tunnuna, sem óhjákvæmilega á
eftir að springa i loft upp og
Brazzaville-Kongó er að reka
alla útlendinga úr landi.“
Segir blaðið, að sumir af leið-
togum Afríku séu blöðþyrstir,
orðljótir ruddar, sem sói þeim
litlu fjármunum, sem þjóðir
þeirra ráði yfir án þess að
hugsa hið minnsta um þjóðar-
hag.
— Norsku
Framhald af bls. 1
stofnunin niðurstöður sinar rétt fyrir
kosningar og ætlaði Verkamanna-
flokknum þá 35 3 prósent Verka-
mannaflokkurinn fékk 35.5% og
myndaði síðan minnihlutastjórn með
stuðningi SV svo sem alkunna er
í þessari síðustu skoðanakönnun
fyrir kosningarnar fær SV aðeins 4.9%
og 3—4 þingmenn Síðast fengu þeir
112% og 16 þingmenn eins og
komið hefur fram
Fylgi borgaraflokkanna þriggja sem
stefnt hafa að stjórnarsamstarfi þefur
minnkað nokkuð, Hægriflokkurinn
gæti fengið 22 2% sem er 2.6%
minna en fyrir 3 mánuðum, Kristilegi
þjóðarflokkurinn 10 3%, 0.5% minna
en í júní, og Miðflokkurinn 8.1%, sem
er 0 7% minna en áður hefur verið
spáð Með þessar niðurstöður í huga
spá stjórnmálasérfræðingar því siðan,
að Hægri fái 38 sæti, þ e vinni 9 sæti,
Kristilegi þjóðarflokkurinn fái 18 og
missi 2, og Miðflokkurinn fái 12 þing-
sæti, missi níu Ef þetta reynist rétt fá
flokkarnir þrir aðeins 68 þingsæti
samanlagt
— Hraunið . . .
Framhald af bls. 2
en bilunin er einkum í því fólgin að
teygzt hefur á vatnslögnum og þær
gefið sig um samskeyti Hann treysti
sér ekki til að segja til um hversu
langan tíma viðgerðin tæki, en sagði
að nokkrir erfiðleikar væru á þvi að fá
mannafla til viðgerðarinnar. þar sem
nú standa yfir göngur. Frost var i
fyrrinótt i Mývatnssveit eins og nóttina
þar áður, en Jón kvaðst þó ekki telja að
það hefði verið svo mikið að hætta
væri á skemmdum
— Viljum allt
Framhald af bls. 29.
óvart hversu margir hafa staldrað
hjá okkur til að afla-sér upplýsinga,
því það má nú búast við á svona
sýningu, að mikill hluti gesta gangi
framhjá, en eins og ég sagði áður,
þá þurfum við ekki að kvarta undan
eftirtektarleysi sýningargesta hér
Nú. það sem við aðallega sýnum
hér eru hin ýmsu efni til Sængur-
fatagerðar, einnig erum við með
ýmis efni í borðdúka og skyrtur og
margt fleira í þeim dúr.
Hvað með alla þá undirbúnings-
vinnu sem óneitanlega fylgir þátt-
töku í svona sýningu? —- Auðvitað
er hún mikil, en vill maður ekki allt
til vinna að ná til viðskiptavina sinna
og efla fyrirtækið Við hérna hjá
fyrirtækinu sjáum alla vega ekki eftir
þeim tíma sém fór í ýmis konar
undirbúning undir sýninguna, sagði
Guðmar að lokum
Lítið í gluggann
um helgina
VerVkr. 27.000 -
Litur á plussi: Gult og bleikt
Sendum í póstkröfu.
VALHÚSGÚGN Ármúla 4
skakkur stafur
í*erir ekki svo mikid til, ef pú notar
TQ
UD
kðluritvél med leidréttingarbiinadi
-II .... ' 1L
Leiprétt \
Sé ritaáur skakkur stafur_______
er sleginn þ.t.g. leirfréttingar-
lykill. Ritkulan færist yfir
skakka stafinn
sem er sleginn ö ný, og
sogast þö of bladinu svo
leiáréttingin sést ekki
Réttur stafur er sleginn..
og haldid öfram þar sem
frö var horfid
aukin afköst — minna erfidi
SniFSflFIVELM I.F.
\u/
Hverfisaötu 33 Sími 20560